3.7.2014 | 22:34
Áhrif dóms Evrópudómstólsins er heimilar einstaklingum að aftengja upplýsingar um sig á leitarvél Google virðast vera að koma í ljós
BBC vakti athygli á tilkynningu sem félagið fékk frá Google nýverið, um það að tiltekin grein mundi ekki lengur koma fram í leitarniðurstöðum. Robert Preston hjá BBC fjallaði um málið:
Why has Google cast me into oblivion?
En hann er blaðamaðurinn er skrifaði þá grein á sínum tíma.
"Now in my blog, only one individual is named. He is Stan O'Neal, the former boss of the investment bank Merrill Lynch. My column describes how O'Neal was forced out of Merrill after the investment bank suffered colossal losses on reckless investments it had made. Is the data in it "inadequate, irrelevant or no longer relevant"? Hmmm."
Það sem hann vísar til - - er dóms Evrópudómstólsins. Sem heimilar - "...individuals had the right to request the removal of search results linking to inadequate, irrelevant or no longer relevant personal data even if the information had been published legally."
- Spurningin er náttúrulega - - hvað gerir einkafyrirtæki í þessu tilviki Google þegar það stendur frammi fyrir slíkri dómsniðurstöðu?
Einn dómarinn spurður af fréttamanni sagði:
The ruling does not elevate the right to be forgotten to a super right trumping other fundamental rights, such as the freedom of expression or the freedom of the media,
- En hvernig á fyrirtæki að fara að því að feta það einstigi - - hvaða efni telst "mikilvægt" og hvað telst "ekki vera mikilvægt"?
- Ég held að það hljóti að blasa við, að það sé ekki endilega "hagur einkafyrirtækis" að túlka dómsniðurstöðuna, að almanna hag.
- Heldur með þeim hætti, er fellur frekar að eigin hag.
Líklegur fókus sé þá sennilega á - - lágmörkun eigin áhættu fyrirtækisins.
- En ef það mundi leitast við að túlka dómsniðurstöðuna þröngt, er ekki ósennilegt að það mundi lenda í málaferlum.
- Líkur á málaferlum virðast augljóst verulega miklu minni, ef Google túlkar dómsniðurstöðuna vítt.
Þannig að það virðist mér fremur klárt, að Google muni fremur auðveldlega láta undan kröfum einstaklinga, um að "afnema" tengingar milli þeirra nafna og greina eða umfjallana sem finna má á netinu.
Vandinn við þetta er ekki síst, að ekki er verið að takmarka aðgang að ólöglegu efni, heldur efni sem oftast nær hefur verið löglega birt og er til staðar með löglegum hætti á netinu, og mun áfram vera til staðar.
Á hinn bóginn, þegar haft er í huga óskapleg stærð netsins, gríðarlegur fjöldi netsíðna, en ekki síst heldur - sá fjöldi netsíðna er hætt hafa starfsemi eða virkni, en eru enn finnanlegar með leitarvélum í gagnageymslum.
Þá ætti það að blasa við, að það geti verið torvelt að leita að tilteknum gögnum á netinu, ef þeirra er ekki lengur unnt að leita - með leitarvél.
Þannig að ef mikið verður af því, að einstaklingar fá því framgengt, að tengingar milli nafna þeirra og upplýsinga sem finnanlegar eru á netinu, verði afnumdar úr Google.
Þá leiði það til þess - - að mikið magn af göngum verði í reynd - tínd. Jafnvel þó þau séu enn til einhvers staðar í gagnageymslu sem varðveitir vefsíður sem ekki eru lengur virkar, eða að síðan heitir ekki lengur það sama en hefur enn í varðveislu þær upplýsingar sem leitað er.
Höfum í huga að Google er ótrúlega gagnleg fyrir marga:
- T.d. er hægt að kanna fortíð þess sem vill leigja íbúðina þína.
- Eða kaupa bílinn þinn.
- Eða eiga við þig viðskipti.
Þannig er mögulegt að forðast svik og pretti, eða vafasama karaktera.
En maður þarf að velta fyrir sér - hverjir eru líklegastir til að vilja afnema tengingar við upplýsingar um sjálfa sig? Eru það ekki einmitt karakterar, sem almenningur þarf eiginlega á að halda, að unnt sé að halda undir smásjá?
Ég sá athugasemd um málið, aðili sem er á öðru máli:
"On Google News today I read several screaming headlines about a private individual who has mental health problems and has only come to the public notice because she acted bravely during an unpleasant murder last year. I, and millions of others, would not have known about this private individual's personal problems - which are nothing to do with anyone other than her family and community and should not really be a "news" item - if it wasn't for Google. This person should be left alone and have the opportunity to deal with her own problems in private, not have them splattered all over the internet thanks to Google (and the British tabloids who push these kinds of stories to move their Google ratings up)."
Það má að sjálfsögðu færa rök fyrir því, að einstaklingar með geðtruflanir ættu að hafa sérstaka vernd - að auki má bæta við, einstaklingum með andlega fötlun.
Á hinn bóginn, eins og dómurinn er orðaður, þá kastar hann út of víðu neti - en ef það hefði verið sérstakt markmið að vernda slíka einstaklinga.
Hefði það verið mögulegt með mun "þrengra orðalagi" er hefði heimilað þessum tilteknu hópum að fá tengingar um sig - afnumdar.
Með öðrum orðum, án þess - - að eins og nú er, þá muni glæpamenn - spilltir pólitíkusar - fjárglæframenn og aðrir vafasamir karakterar án efs; leggja áherslu á að "af-googla sig."
Orðalag dómsniðurstöðunnar heimili of víða túlkun.
Af því leiði að neikvæð áhrif á almannahag, verði sennilega töluverð.
Niðurstaða
Mér finnst að dómurinn hafi í dómsniðurstöðu ákveðið, að bæta hag einstaklinga - en á sama tíma fórnað á móti almannahag. Það er í mörgu vaxandi togstreita milli einstaklingshagsmuna og almannahagsmuna.
T.d. er gott dæmi, hvernig ESB hefur farið með Evrópureglur er lúta að innistæðutryggingum. Sjálfsagt vita einhverjir að lágmarkstrygging er ekki lengur rúmar 20þ. heldur 100þ.. Að auki hefur orðalagi reglugerðar verið breytt svo það fari ekki milli mála að ríki eru ábyrg fyrir greiðslum. Ekki síst, það þarf að greiða kröfur hraðar, en áður var krafa um.
Fljótt á litið virðist þetta með lofsamlegum hætti styrkja hag einstaklinga. Á hinn bóginn er ég hræddur um, að með því að 4-falda upphæðina sem þarf að ábyrgjast. Og taka af allan vafa um ábyrgð ríkja. Hafi ESB með því "tryggt að það verði ríkisþrot" næst þegar verða meiriháttar bankagjaldþrot.
Þá er spurning náttúrulega á móti, hver er hagur almennings - sem á að standa undir slíkum kröfum? Og gæti séð sinn ríkissjóð verða gjaldþrota - séð fram á hrun almannaþjónustu o.s.frv.?
Spurning hvort að dómur Evrópudómstólsins sé ef til vill vísbending um það, að róttækar hugmyndir um einstaklingshyggju, njóti stuðnings á hæstu stöðum innan ESB.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning