2.7.2014 | 22:23
Berum saman stríðið í Tétníu 1990-2000, og stríðið í Úkraínu
Vegna athugasemda sem ég hef fengið, sérstaklega þess efnis - að stjórnvöld í Úkraínu séu að fremja "þjóðarmorð" auk ábendinga um töluverðan flótta almennra borgara af bardagasvæðum. Hef ég ákveðið að rifja upp stríðið í Tétníu, Pútín var 1999-2000 forsætisráðherra Yeltzin var þá heilsuveill Pútín sennilega þegar með mikil völd. En Tétnía hafði verið "de facto" sjálfstæð frá 1996 - 1999 eða 4 ár, eða síðan friður var saminn 1995 eftir hið Fyrra Tétníu stríð. Seinna Tétníu stríðið varð mjög vinsælt af rússn. almenningi, líklegt er að mannskæð hryðjuverk um svipað leiti sem múslímskum hryðjuverkamönnum frá Kákasus svæðinu var kennt um, hafi haft mikið að gera með það - að skapa víðtækan stuðning við hernaðaraðgerðir gegn Téténum; er af flestum talið að vinsældir þær sem Pútín græddi af tengslum sínum við það stríð - hafi stuðlað mjög að valdatöku hans 2000.
- Þ.s. enginn hafði viðurkennt sjálfstæði Tétníu, má segja að um "innanlandsstríð" hafi verið að ræða, og að Pútín hafi ekkert annað gert en að "kveða niður með valdi ólöglega uppreisn" þrátt fyrir "friðarsamning" þann sem áður var gerður. En hann má segja að hafi falið í sér vissa viðurkenningu rússn. stjv. á Tétníu. Á hinn bóginn, hófust átök í Dagestan, sem er við hlið Tétníu fyrr það ár, og voru þau rakin til téténskra skæruliða er höfðu gert innrás í það hérað. Það má með vissum hætti segja, að þau átök hafi gefið Pútín - sem var nærri því að ná völdum, átyllu.
- Þ.s. er áhugavert er hin óskaplega harka sem rússn. herinn beitti, á móti þá vörðust Téténar mjög hart, það tók fjölmennan rússn. her meira en ár að sigrast á skæruher Maskadov forseta Téténa. Höfuðborgin Grosny var sögð 2003 af starfsmönnum SÞ, sú borg í heiminum sem hefði orðið fyrir mestri eyðuleggingu í heiminum. En orrustan um hana stóð í nærri því ár. Rússar beittu óspart sprengjuárásum með Su-24 og Su-25 vélum, sem og stórskotahríð. Síðan í seinni hlutanum var barist hús úr húsi, skriðdrekum óspart beitt.
- Um fjórðungur Téténsku þjóðarinnar - flúði til nágranna héraða Rússlands. Þ.e. rúmlega 300þ.
Hér er áhugavert Youtube myndband, er sýnir myndir frá Grosny:
Annað áhugavert - í þetta sinn á vef Military.com: Grosny mop up og enn annað einnig Military.com Battle for Grosny. Sérstaklega seinna Videóið inniheldur dramatískar senur.
Svo aftur, áhugavert Youtube vídeó, bersýnilega tekið af myndatökumanni er hafði góðfúslegt leyfi rússn. herflokksins, til að taka myndir - meðan hermennirnir bregða sér á leik. Takið eftir Grosný borg þegar við og við sjást myndir af eyðileggingu hennar:
Þetta Vídeó er áhugavert, en þar má sjá áhugaverða umfjöllun, um Grosny nútímans - en borgin hefur verið endurreist undir einræðisstjórn Kadyrov feðga. Stjórnarhættir Akhmad og síðan sonar hans Ramzan Kadyrov eftir að faðir hans lét lífið í sprengjutilræði 2004, hafa þótt mjög grimmir:
Áhugavert er að Tétnía var "hersetin" til 2009 - er öryggisástandi var aflýst loks formlega. En það tók töluverðan tíma að brjóta endanlega niður andstöðu skæruhreyfingar Téténa.
- Heildar mannfall er ekki þekkt nákvæmlega, en áætlað 80þ. í seinna stríðinu: Second Chechen War.
- Mannfall í fyrra Téténíu stríðinu, 1994-1996, er einnig áætlað 80þ.
- Það þíðir að heildarmannfall, í átökum innan Tétníu hafi verið sennilega a.m.k. 160.000. Höfum í huga, miðað við að íbúafj. Tétníu hafi verið áætlaður ca. milljón fyrir stríð, nálgast mannfall um 20% þjóðar. Alltaf spurning hvenær menn beita hugtakinu þjóðarmorð.
Þegar menn halda því fram að "þjóðarmorð" sé í gangi í A-Úkraínu.
Væri ágætt að menn mundu rifja upp stríðið í Tétníu, einmitt undir stjórn Pútíns.
- Þó svo að Téténar séu ekki Rússar, ef þ.e. svo að Tétnía var "hérað í uppreisn" - "þrátt fyrir eigin sjálfstæðisyfirlýsingu" - og ef "það telst svo að Pútín hafi verið í fullum rétti að kveða þá uppreisn niður af mikilli grimmd."
- Þá að sjálfsögðu gildir það sama um stjórnvöld í Kíev - - að ekki er smærri réttur þeirra. Til að brjóta niður uppreisn í tveim héröðum innan þess lands, þó svo að í það sinn, séu það ekki Téténar í uppreisn heldur rússn.mælandi Úkraínumenn, í vopnaðri uppreisn gegn stjórnvöldum í Kíev.
Hingað til hefur beiting stjórnarhers Úkraínu á vopnum og sprengjum, langt í frá verið á þeim skala - sem beiting rússneska hersins var undir stjórn Pútín, gegn Téténum 1999 og 2000.
Höldum til haga, að aðgerðir gegn Téténum héldu í reynd áfram - í mörg ár á eftir, ekki var formlegum friði lýst yfir, fyrr en 2009.
Ekki má heldur gleyma að Pútín kom á ógnarstjórn Khadyrov feðga.
Niðurstaða
Ég krefst þess að sjálfsögðu að menn séu samkvæmir sjálfum sér.
Ef þ.e. rétt að aðgerðir úkraínskra stjórnvalda séu ólöglegar - eins og fullyrt er af sumum netverjum. Að þær aðgerðir séu einnig þjóðarmorð.
Þá bendi ég þeim sem standa þannig þétt við bakið á rússn. uppreisnarmönnum í A-Úkraínu, að rifja upp aðgerðir Pútíns gegn Téténum árin 1999-2000. Og síðan skærustríðið sem stóð til 2009.
Í Tétníu létu lífið um 20% þjóðarinnar. Sem er afskaplega hátt hlutfall - - ég held að það sé hærra hlutfall, en létu lífið af þýsku þjóðinni í Seinni Heimsstyrjöld. Til að nefna annan samanburð.
Það bendir á að herför Rússa hafi verið ákaflega blóðug svo meir sé ekki sagt.
Ef það er þjóðarmorð í Úkraínu - - þá voru aðgerðir Pútíns það svo sannarlega gegn Téténum.
Ef á hinn bóginn, herför Pútíns var ekki þjóðarmorð - þá að sjálfsögðu er herför Kíev stjórnarinnar það ekki.
Og ef herför Pútíns var ekki ólögleg, þá er herför stjórnarinnar í Kév það að sjálfsögðu ekki heldur.
Ég bendi fólki auk þess, sem ásakar úkraínsk stjórnvöld um nasisma, að hafa í huga að um 20% Téténa létu lífið - - það er virkilega mjög mikið. Hvað er þá Pútín?
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Einar Björn
Fyrir það fyrsta þá berð þú saman hérna Tétneska hryðjuverkamenn er hófu stríð gegn Rússneskum yfirvöldum, rétt eins og þessir mótmælendur og/eða aðgerðasinna í Austurhluta Úkraínu væru ekkert annað hryðjuverkamenn, en er það rétt að stilla þessu upp þannig, að aðgerðarsinnar og/eða mótmælendur þarna séu ekkert annað en hryðjuverkamenn hjá þér?
Ertu ekki bara að taka undir áróður frá stjórnvöldum í Bandaríkjunum með þessum hætti eða er einhver munur á þínum málflutningi og allar þessara fjölmiðla er hafa verið í því að sleikja sér upp við stjórnvöld í Bandaríkjum?
Það er rétt að mótmælendur og/eða aðgerðarsinnar gegn yfirvöldum í Kænugarði hafa notað vopn til þess að verja sig þarna eða rétt eins og Tétnsku hryðjuverkamennirnir gerðu, en ekki eru aðgerðasinnar og/eða mótmælendur að framkvæma hryðjuverk með spengjum? Ef það eru einhverjir sem hafa verið í því að nota sprengur og svo sprengjur með phosphorus gegn öllum alþjóðalögum, þá eru það Úkraínski flugherinn gegn rússneskumælandi aðgerðasinnum inn í miðjum íbúahverfum þarna.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 3.7.2014 kl. 01:05
Þorsteinn, þú er merkilega blindur, ef þú hefur vopnaða uppreisn þá hefur þú stríð gegn yfirvöldum - þ.e. sannarlega vopnuð uppreisn fámennrar hreyfingar öfgamanna í gangi í A-Úkraínu. Hvenær þú talar um skæruliða eða hryðjuverkamenn - skemmtilegt að þú skulir nota hryðjuverkamenn yfir skæruliða Maskadovs forseta. Meðan þú vilt kalla vopnaða andstöðu í A-Úkraínu annað. Það hefur aldrei verið sannað að Téténar hafi átt sök á hryðjuverkum er urðu í Rússlandi, nokkrum mánuðum á undan. En Rússar ákváðu að svo væri. Að auki bendir fátt til þess, að þeir sem réðust inn í Dagestan, hafi verið á vegum Maskadovs forseta. Heldur hafi þeir verið sjálfstæð hreyfing skæruliða, sem hafi í reynd einnig verið í uppreisn gegn stjórn Maskadovs. Þ.e. síðan áhugaverður, alger skortur þinn á samúð með íbúum Téténíu - greinilegt ekki sama hvaða "þjóðflokkur á í hlut" hvort það eru Rússar eða Téténar. En Rússar drápu um 20% þjóðarinnar - - þ.e. ótrúlegt hlutfall. Það þíðir að nánast allt í landinu er lagt í rúst, herir hafa farið um nánast öll þorp og bæi. Rússn. herinn virðist hafa gengið harðar fram gegn téténskri alþýðu, en hann gekk gegn þýskri 1945. Og þú virðist ekkert sjá athugavert við þær aðfarir - - meðan að þú gagnrýnir harkalega her Úkraínu sem sé ekki að ganga nándar nærri þetta harkalega fram sem rússn. herir gerðu í Tétníu. Þarna ertu bersýnilega ekki sérdeilis samkvæmur sjálfum þér - verð ég að segja. Ég átti í reynd aldrei von á því - - þú virðist gersamlega vera búinn að blinda þig á verulaikann. Lifir einhverskonar sýndarveruleika þess í stað, þ.s. margt er með öðrum hætti en er í raunheimum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 3.7.2014 kl. 08:35
Sæll aftur Einar Björn
Ég er ekki sammála þér og hef ekki verið að neita því hérna að þetta sé vopnuð uppreisn þarna í Austurhluta Úkraínu. Það er óþarfi að vera reyna segja að ég sé blindur, því þetta er alls ekki einhver fámenn uppreisn. Það er óþarfi að klína því á þetta fólk þarna að það sé allt saman einhverjir hryðjuverkamenn, öfgamenn, skæruliðar eða svona algjörlega beint eftir þessum áóðri Bandarískra fjölmiðla. Reyndar held ég þú farir eingöngu eftir öllu beint frá þessum fjölmiðlum er styðja Bandarísk stjórnvöld og þess vegna ertu hérna að líkja þessum aðgerðarsinnum og/eða mótmælendum við hryðjuverkastarfsemi eða Tétníu hryðjuverkamenn. Það er ekki rétt að ég hafi ekki haft samúð með íbúum Tétníu, því ég hef að samaskapi samúð með íbúum í Austurhluta Úkraínu rétt eins og öllum öðru fólki er lendir í stríðsátökum. Ég vona rétt eins og aðrir að þessu stríði ljúki sem allra fyrst, en þessi ný forseti Petro Poroshenko lofaði fyrir kosningar friðar- og samningaumleitunum við þetta fólk þarna í Austurhluta Úkraínu en sveik það svo allt saman algjörleg. Því eins og þú veist þá stendur ekki til hjá stjórnvöldum í Úkraínu og Bandaríkjunum að veita þessum héruðum sjálfstæði eða hvað þá virða atkvæðaafgreiðslurnar fyrir sjálfstæði þarna, þannig að það bendir allt til áframhaldandi stríðs í Austurhluta Úkraínu.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 3.7.2014 kl. 11:08
Hvað með að bera saman stríðið í Suður Ossetíu (Georgíu) við þetta stríð sem er núna í Austurhluta Úkraínu? Var það rétt hjá honum Saakashvili karlinum að drepa alla þessa rússnesku friðargæslumenn þarna í Suður Ossetíu til þess eins þá að ná fram vilja sínum gegn íbúum í Suður Ossetíu?
Nú og var það rétt hjá Rússneskum stjórnvöldum að ráðast til atlög gegn hermönnum Georgíu inni í Suður Ossetíu eftir að hermenn Georgíu höfðu drepið alla þessa Rússnesku friðargæslumenn?
Hvernig er það áttu ekki stjórnvöld í Rússlandi að fara í einu og öllum eftir stjórnvöldum hans G. W. Bush og öllum þessum Bandarísku áróðursfjölmiðlum, og hérna áttu ekki Stjórnvöld í Rússlandi bara að gefa hermönnum Georgíu veiðileyfi á að drepa allt þetta rússneskumælandi fólk þarna í Suður Ossetíu?
Þess skal getið hér að ári eftir stríðið þarna í Suður Ossetíu (Georgíu) þá gaf ESB það út, að hermenn Georgíu hafi byrjað þetta stríð með því að ráðast á Rússneska friðargæslumenn þarna í Suður Ossetíu. Nú og í dag þá hefur hann Saakashvili karlinn verið ákærður og vonandi verður mál hans fljótlega tekið fyrir hjá dómsstólum.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 3.7.2014 kl. 22:10
leiðr. Hvað með að bera saman stríðið í Suður Ossetíu (Georgíu) er var fyrir 5 árum síðan við þetta stríð sem er núna í Austurhluta Úkraínu?
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 3.7.2014 kl. 22:14
leiðr. Hvað með að bera saman stríðið í Suður Ossetíu (Georgíu) er var fyrir fimm árum síðan við þetta stríð sem er núna í Austurhluta Úkraínu?
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 3.7.2014 kl. 22:20
Það má með nokkurri sanngirni segja að fyrra Chechnystríðið sé sambærilegt við ástandið í Úkrainu.
Hinsvegar verð ég að koma vini mínum Putin til varanar í því máli,þar sem hann var við upphaf fyrra Chechnystríðsins skrifstofumaður í Pétursborg og hefur tæplega tekið þátt í þeirri ákvarðanatöku.Hann flyst ekki til Moskvu fyrr en 1996 og hefur sennilega verið viðriðinn vopnahléið það ár, friðarsamningana 1997 og brotthvarf rússneska hersins frá Chechny það sama ár.
Putin hefur alltaf verið friðarins maður.
1999 er svo Chechny lýst íslamskt ríki og sharialögumm komið á með 3 ára aðlögunartíma
Það sama á ráðast Chechny islamistar inn í Dakestan sem er hluti af rússneska sambandslýðveldinu í því skini að koma á islömsku ríki.
Á svipuðum tíma sprengja Chechenar upp íbúðarblokkir víðsvegar um Rússland og drepa 300 manns.
Seint á árinu ráðast rússar svo inn í Chechnu og herja þar af mikilli hörku í nokkur ár meðan Chechenar fremja fjölda hryðjuverka víðsvegar um Rússland ,meðal annars hina frægu gíslatöku í barnaskólanum í Beslan þar sem þeir dráu 334 ,börn og fullorðna.
Ég er sammála þér að fyrra stríðinu svipar til Úkrainustríðsins,en það er mjög langsótt að tengja Putin við það þar sem hann var ekki hluti af stjórnkerfi ríkissins á þeim tíma.
Hinsvegar hefur hann næstum örugglega komið að friðarsamningunum 1997 og ekkert hefur komið fram um að hann hafi brotið þann samning,enda friðarins maður
Aftur á móti bregst hann við þegar islamistar ráðast inn í Dakestan og ræðst svo inn í Chechnyu í kjölfar blóðugra hryðjuverka í Rússlandi.
Samanburður á Úkraniska stríðinu og seinna Chechnyu stríðinu er alveg út í hött ,þar sem lýðræðissinnaðir úkraínumenn í A hlutanum höfðu ekkert annað gert en að yfirtaka nokkur hús,þegar það var ráðist að þeim með hervaldi og nasistahópum.
Seinna Checheniu stríðið hefst aftur á móti með innrás Checheniu í Rússland og blóðug hryðjuverk þeirra víðsvegar í Rússlandi.
Putin verður ekki dreginn til ábyrgðar fyrir stríð sem hófst án hans tilstillis,en hann hefur örugglega komið að við að binda endi á með samningum eins og hans er von og vísa.
Borgþór Jónsson, 3.7.2014 kl. 22:56
Einar ég sé að þú ert að reyna að smeygja fram af þér með að búa til efa um að innrásin í Dakestan hafi verið á vegum yfirvalda í Chechenyu.
Hið rétta er að fyrir þessari innrás fór yfirmaður herafla Chechenyu,Shamil Basayev sem á árinu áður hafði gengt hlutverki forsætisráðherra í því herrans landi Chechnyu.
Borgþór Jónsson, 3.7.2014 kl. 23:25
Það læddist því miður inn meinleg villa í síðasta innleggi.
Shamil Basayev var að sjálfsögðu ekki forsætisráðherra heldur aðstoðarforsætisráðherra í stjórn áðurnefnds Maskhadov forseta.
Borgþór Jónsson, 3.7.2014 kl. 23:58
Borgþór, sem breytti því ekki að sú innrás var sennilega ekki framkv. skv. vilja Maskadov - en vandi Maskadov var sá að Téténar voru skiptir í margar fylkingar. Þær fylkingar sem studdu Maskadov - héldust ekki þær sömu allan tímann. Þó Basayev hafi studd Maskadov um hríð, fengið háa stöðu vegna áhrifa þess einstaklings, þess fj. liðsmanna er hann réð yfir, þá hafi fyrir rest skilið leiðir þeirra á milli - aðgerð hans hafi einnig verið uppreisn gegn Maskadov. Enda gat stjórn Maskadov ekki grætt á aðgerð, sem augljóst gat startað stríðinu að nýju.
------------------------
Það er til merkileg kenning um það, að Pútín hafi sjálfur skipulagt tiltekin mannskæð hryðjuverk, sem voru framkv. skömmu fyrir seinna Tétníu stríðið, áhugaverð alternatív skýring - sem þó er rétt að taka með fyrirvara. Aftur á móti hef ég það mikið vantraust til rússn. fjölmiðla og dómstóla, þó að ég fullyrði ekki að þeir hafi alltaf rangt við, þá séu nægilega mörg dæmi um niðurstöður sem séu í samræmi v. vilja stjórnvalda í Kreml - til að maður verði ætíð að taka stóran fyrirvara við rússn. dómsniðurstöður sem og fjölmiðlaumfjöllun.
**Rússn. ríkið hafi haft sterkar hvatir til að "réttlæta" seinna stríðið - slík dómsniðurstaða hafi þannig séð verið hentug þeirri stefnu, að brjóta uppreisnina á bak aftur.
-------------------------
Ég verð að hrista hausinn yfir þeirri hugmynd að Pútín sé friðarsinni. Hann hafi verið pottur og panna að baki seinna stríðinu. Tók fullt credit fyrir þá útkomu, eftir að hann varð forseti. Og ég sé enga ástæðu til að ætla annað, en að hann hafi verið einn helsti hvatamaður þeirrar herferðar. En grimmd er þvert á móti, millinafn Pútíns - þetta sjáist í gegnum þær ákvarðanir er hann hafi tekið í gegnum árin. Grimmd hans sé aldrei "irrational" alltaf "kalkúleruð" en hann sé með sínum hætti, eins grimmur og hver annar einræðisherra. Þetta sjáist á óskaplegri grimmd herferðarinnar gegn Téténum, en einnig á þeirri grimmd sem síðan var viðhaldið áfram, allt til 2009 - er gengið var óskaplega hart fram til að brjóta niður þá andstöðu er hélt áfram eftir að stríðinu lauk formlega 2000. Sú stjórn er komið var á í héraðinu, skv. samkomulagi Pútíns við þá sem hann kom til valda, hafi verið hreinræktuð ógnarstjórn.
----------------------------
Ég sé ekkert athugavert við samanburð milli Úkraínu stríðsins og í Téténíu. En þó svo að ég hafni því ekki, að ástandið í Kákasus hafi verið alvarlegt orðið. Þá voru aðfarir rússn. hersins í herförinni gegn Téténum - - svakalegir, sbr. að halda Grosný undir stöðugri stórskotahríð og loftárásum í marga mánuði áður en ráðist var inn í hana. Árásir sem lögðu borgina í rúst nær gersamlega. Þó svo að Pútín hafi bara verið forsætisráðherra, var Jeltsín það heilsuveill er þarna kom við sögu, að hann gegndi lítt sínu embætti - var orðinn sjúklingur. Fyrir bragðið hefur forsætisráðherrann, getað haft hin eiginlegu völd. Jeltsín bar sannarlega ábyrgð á fyrra stríðinu. Ef hann drap um 10% Téténa - - þá verður ekki neitað að Pútín drap hin 10 prósentin. Svo fram til 2009 hélt mannfellir áfram í skærustríði er smá fjaraði út. Það veit enginn hve margir féllu eftir 2000.
------------------------------
Mín skoðun er sú, að ef úkraínsk stjv. mundu semja frið við róttæka þjóðernissinna, sem ráða hluta af Luhansk og Donetsk. Væri afskaplega líklegt, að þeir mundu beita áhrifum sínum - til að efla til róttækni meðal róttækra rússn. þjóðernissinna, víðar í S-hl. Úkraínu. Með öðrim orðum, að svipuð þróun yrði að átökin mundu breiðast út. Það sem Pútín gerði, er hann batt enda á uppreisnina endanlega - sé alveg það sama sem úkraínsk stjv. þurfi, til að binda enda á stríðið svo það haldi ekki áfram að breiðast út eins og stríðið í Tétníu var byrjað að breiðast til Dagestan, er öfgamenn gerðu tilraun til þess. En eins og að Téténar voru ekki samstæður hópur, eru uppreisnarmenn í A-Úkraínu það ekki endilega algerlega heldur. Þó einn hópur riti undir frið. Geti annar hópur ákveðið, að slíkt séu svik við málsstaðinn - og ákveðið fyrir sitt leiti að breiða átökin til flr. svæða.
--------------------------------
Uppreisnarmenn höfðu gert meir en að taka yfir stjórnarbyggingar, þeir höfðu tekið "töluvert af fólki í gíslingu" síðan er það einfaldlega næg ástæða, að gera uppreisn - hrekja lögreglusveitir stjv. á brott, að senda herinn á vettvang. En þ.e. þanni í öllum löndum, að ríkið tekur einkarétt á beitingu ofbeldis. Að auki er fyrsta hlutverk þess að viðhalda lögum og rétti. Að gera tilraun til að upphefja þau lög og það réttarríki sem er viðhaldið af stjv. - - er bein árás á þau stjv. og það réttarríki. Engin stjórnvöld geta látið slíkt ótalið án þess að bregðast við því af fylstu hörku. **Þú misskilur mig að halda að ég gagnrýni fyrra stríð Jeltsíns af prinsipp ástæðum, hann hafði tvímælalausan rétt til að brjóta uppreisnina á bak aftur. ***En óskapleg harkan var áhugaverð - - hún var í töluverðu margfeldi við þá hörku sem beitt er í A-Úkraínu. ***Þ.e. ekki síst til að setja ásökunina "þjóðarmorð" í samhengi - benda á að hún stenst ekki. Að benda á 20% Téténa ca. féllu á átökum við rússn. stjv. í þessum tveim stríðum.
---------------------------------
Það að stjv. beiti rétti sínum til að brjóta vopnaða uppreisn á bak aftur með hervaldi, sýnir ekki fram á að þar fari óðir nasistar eða fasistar, fremur en að Jeltsín hafi verið óður nasisti eða fasisti. Þess vegna benti ég einnig nýlega á önnur stríð þ.e. borgarastríðið í Bandar. þ.s. einnig var brotin á bak aftur uppreisn sem kostaði miklar mannfórni, og að auki stríðið á Sri Lanka er svokallaðir Tamíl Tígrar voru brotnir á bak aftur gersamlega. Þ.e. ekki verið heldur í Úkraínu að beita sambærilegri grimmd við þau 2-stríð. Þannig að ásökun um þjóðarmorð stenst ekki. Að sjálfsögðu er ásökun um naisma eða faisma fáránleg. Fram að þessu, hafi aðgerðin verið í reynd - fremur varfærin miðað við þessu sögulegu dæmi. Sem bendi til þess að stjórnarherinn, sé að leitast við að lágmarka eftir megni mannfall almennra borgara. Það að stjórnarherinn virðist hafa betur þessa stundina, bendir til þess að uppreisnarmenn séu fámennir. Enda er stjórnarher Úkraínu hvorki fjölmennur né sterkur - - áður en átökin hófust var bardagastyrkur hans áætlaður 6000, sjálfsagt hefur hann verið styrktur upp í a.m.k. 10.000. Uppreisnarmenn eru örugglega ekki fjölmennari en það, líklega fámennari - fyrst að herinn er að sækja á. Það er ákaflega lágt hlutfall íbúa - sem bendi til þess að uppreisnarmenn séu líklega fámennur hópur róttækra þjóðernissinna sambærilegir við þann hóp, er dubbaður var til valda á Krímskaga. En sá hópur hafði mest fengið um 6% atkvæða á héraðsþingið þar, síðan allt í einu var foringi svo fámenns hóps orðinn að settum forsætisráðherra þess héraðs. Ég efa að uppreisnarmenn hafi umtalsvert meira prósentufylgi meðal íbúa í Luhanks og Donetsk. Það muni sennilega koma fljótt í ljós, er uppreisnin verður brotin aftur, þegar íbúar loks þori að segja frá fyrir opnum tjöldum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 4.7.2014 kl. 02:34
"..þegar íbúar loks þori að segja frá fyrir opnum tjöldum.."
Við þurfum ekki að bíða Einar Björn, það er alveg öruggt og þetta hérna fyrir neðan, sér þú örugglega aldrei á CNN, NYT, REUTERS, FT eða hvað þá á Sky, en hérna hefur þú hvað fórnarlömb á staðnum hafa að segja, og ekki vandar þetta fólk stjórnvöldum í Kænugarði og Bandaríkjunum kveðjurnar:
Ukraine: Bombarded Villagers Accuse Kiev of Killing Civilians
Dramatic video: Entire village destroyed by shelling near Lugansk, eastern Ukraine
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 4.7.2014 kl. 16:35
Einar,það er alveg grátlegt að þú skulir hafa svona óheilbrigðar skoðanir á þessum málum eins og þú ert skynsamur í Evrópumálum :)
Það er bara ekki nokkur leið að koma vitinu fyrir þig :)
Kærar kveður.
Borgþór
Borgþór Jónsson, 4.7.2014 kl. 22:43
Það lítur út fyrir að Porashenko eigi eftir að hanga.
Það lítur út fyrir að Francis Boyle, Prófessor í alþjóða lögum við University of Illinois, sé sammála mér
http://rt.com/op-edge/170452-genocide-in-ukraine-russia-prevent/
Hann vann mál fyrir hönd Bosníu gegn Jugoslaviu fyrir alþjóðadómstólnum í Haag sem fjallaði um svipað efni, svo hann er ekki með öllu ókunnugur þeim reglum sem gilda um þessi mál.
Það eru klárlega stríðsglæpir og glæpir gegn mannkyni í gangi þarna núna og hugsanlega þjóðarmorð að hans sögn.
Borgþór Jónsson, 4.7.2014 kl. 23:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning