Vopnahléið sem ekki var vopnahlé, er ekki lengur í gildi í Úkraínu

Forseti Úkraínu lýsti á þriðjudag vopnahléið úti - og fyrirskipaði hernum að ráðast að uppreisnarmönnum og sigrast á þeim. Höfum þó í huga að þetta er í samræmi við hans fyrri vopnahlésyfirlýsingu, en sú var framsett sem nokkurs konar "úrslitakostir" þ.s. uppreisnarmönnum var sagt að þeir hefðu þá kosti að gefast upp eða að hernum yrði skipað að tortíma þeim. Nú er Poroshenko að standa við þau orð, en það má segja að hann hafi lagt trúverðugleika sinn að veði, og þurft að gefa þá skipun er hann hafði hótað uppreisnarmönnum að gefa, eða tapa sínum trúverðugleika.

Ukraine forces attack rebel positions, Putin growls

Fighting Intensifies in Ukraine After Cease-Fire Is Ended

Ukrainian president orders military to attack pro-Russian militants

 

Hvað ég ég við - að þetta hafi aldrei verið vopnahlé?
Sú staðreynd að bardagar stóðu yfir allan tímann - meðan það átti að vera í gildi. Uppreisnarmenn héldu því fram að stjórnarherinn ætti sök á því, væri stöðugt að ráðast að þeim. Meðan að herinn hafði töluvert aðra sögu að segja, nefnilega þá að uppreisnarmenn viðhéldu linnulausum árásum á stöðvar hans, hermenn gerðu ekkert annað en að svara skothríð þeirra.
  • 20 úkraínskir stjórnarhermenn féllu á þessu tímabili.
  • Og óþekktur fjöldi uppreisnarmanna.

Mín skoðun er að "uppreisnarmenn" séu tiltölulega fámennur hópur, sennilega sambærilegur hópur við þann sem tók völdin með aðstoð rússn. hersins á Krímskaga fyrir nokkru síðan, en þá var leiddur til valda foringi flokks sem hafði fengið um 6% atkvæða í héraðinu er síðast áður var kosið til þings þess héraðs er það var hluti Úkraínu.

Með öðrum orðum, róttækir rússn. þjóðernissinnar - - en slíkir hópar hafa yfirleitt ekki fjöldafylgi. Það getur mjög vel komið heim og saman við þann fjölda, sem virðist vera í liði bardagasveita uppreisnarmanna.

Áætlaður fjöldi innan við 10þ. í héröðum sem telja nokkrar milljónir íbúa. Svo má bæta við aðkomumönnum héðan og þaðan frá Rússlandi, t.d. töluverður hópur frá Tétníu - - sjálfskipaður forsætisráðherra svokallaðs "Donetsk Pepople's Republic" er t.d. fæddur í Moskvu, var um tíma ráðgjafi setts forsætisráðherra Krímskaga með stuðningi rússn. herafla, þar áður sást til hans í S-Ossetíu og þar þar á undan í Tétníu með liðssveit undir sama nafni, og sú er hann ræður yfir nú í A-Úkraínu.

Karakter sem manni finnst að mundi sóma sig vel í James Bond mynd.

  • Höfum í huga að stjórnarher Úkraínu er ekki sterkur, bardagahæfar sveitir voru áætlaðar um 10þ. áður en átökin hófust, sennilega eru þó sveitir hans - - betur vopnum búnar.
  • Þ.e. önnur vísbending þess, að uppreisnarmenn séu ekki mjög fjölmennir - en annars væri svo veikur stjórnarher ekki að hafa betur.
Nokkur flótti íbúa hefur þó verið af bardagahéröðum, sem sjálfsagt er skiljanlegt - - enda geta óbreyttir borgarar fallið, þegar sprengjukúluregn gengur á víxl milli fylkinga.
  1. Höfum í huga að stjórnarher lands, hefur - - rétt til að kveða niður ólöglega uppreisn.
  2. Tökum t.d. sbr. v. borgarastríðið í Bandar. sem stóð í 3-ár, er enn í dag mannskæðasta stríð er Bandar. hafa háð.
  3. Þar fyrir rest vann ríkisstjórn landsins fullan sigur, á uppreisn hluta landsmanna.
Það er einnig mögulegt að nefna stríð svokallaðra Tamíl Tígra er börðust fyrir svokölluðu "Elam" á Sri Lanka, en voru á endanum ofurliði bornir gersamlega af stjórnarhernum - - flestir uppreisnarmenn einfaldlega vegnir. 
  •  Það er því afskaplega áhættusamt - - að hefja vopnaða uppreisn.

 

Ég held að ríkisstjórnin sé ekki endilega í vonlausri stöðu, er kemur að því að höfða til almennings

Skoðanakannanir teknar rétt áður en átök brutust út. Sýna stuðning meira að segja í A-Úkraínu, meirihluta íbúa við sameinað ríki. En aftur á móti sýndu þær kannanir einnig, að íbúar A-Úkraínu vilja aukið sjálfforræði.

Ríkisstjórnin þarf þá að semja drög að nýrri stjórnarskrá, sem felur þá einmitt í sér - töluverð viðbótar völd héraða. Ég held að það sé ekki lengur sérlega umdeilt atriði, að skynsamt sé að auka sjálfstæði héraða. Heldur sé það fremur svo, að deilt sé um - akkúrat hve mikið sjálfforræði.

Í Bandaríkjunum eru fylkin töluvert sjálfstæð, hafa eigið lögreglulið, þing og töluvert skattfé til eigin umráða. En á sama tíma, er töluvert öflugt sameiginlegt ríkisvald, stjórnsýsla, her, dómsvald og alríkislögregla. 

Ég t.d. held að Pútín er hann ræddi hugmyndir um sjálfforræði héraða innan Úkraínu - hafi verið að tala um nær fullt sjálfstæði. Sem væri þá nánast það sama og leggja úkraínska ríkið niður.

Þ.e. nefnilega málið - - sjálfforræði og sjálfforræði er ekki endilega sami hluturinn.

Þegar menn ræða það hugtak, getur verið verulega mikill munur á því hvað þeir eiga akkúrat við.

 

Niðurstaða

Ríkisstjórn Úkraínu getur hugsanlega dregið lærdóm af borgarastríðinu í Bandaríkjunum. En innan S-ríkjanna var lengi vel töluvert mikil biturð. Síðan voru þau einnig lengi á eftir - mun fátækari en önnur svæði. Hafa þó náð sér á strik á seinni árum. 

Stjórnarherinn þarf þá að gæta sín á því - - gerum ráð fyrir að hann vinni fullnaðarsigur á uppreisninni á næstu vikum. Að standa fyrir aðgerðum er höfða til íbúanna - - en líklega verður til staðar herseta meðan verið er að endurreisa löggæslu á svæðinu. Her er almennt séð ekki heppilegur í löggæsluhlutverk, því þarf herseta að standa yfir eins stutt og mögulegt er.

Réttast er að gefa sem fyrst út dagsetningu - - fyrir almennar þingkosningar. Gefa út sem víðtækasta sakaruppgjöf, nema í tilvikum er "alvarlegir glæpir sannarlega hafa verið framdir."

Og sennilega þarf landið, að óska eftir aðstoð utan frá, meðan verið er að gera við hrundar byggingar, koma ekki einu sinni löggæslu í samt lag, heldur einnig heilsugæslu - stjórnsýslu og almennum þjónustuinnviðum.

Þetta allt þarf að taka eins skamman tíma og mögulegt er - - íbúarnir þurfa að sjá það strax að "tekið sé til hendinni" við það verk að endurreisa venjulegt daglegt líf, einna helst þarf síðan tillaga að nýrri stjórnarskrá að liggja fyrir þinginu, sem fyrst eftir að til þess er kosið. Þá gæti þessum átökum einfaldlega lokið.


Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar Björn
Þetta hjá þér er bara önnur hliðin á þessu máli, eða eina ferðina áróðursútgáfa fyrir stjórnvöld í Bandaríkjunum og Úkraínu, og til að réttlæta öll þessi morð á saklausum íbúum er hafa orðið fyrir sprengjuárásum flughers Úkraínumanna með óleyfilegum phosphorus- sprengjum gegn öllum alþjóðalögum. Þetta er örugglega rétta aðferðin að miða allt útfrá hvað fjölmiðlar hliðholir Bandarískum stjórnvöldum segja rétt eins og MBL., og sleppa öllum frásögnum frá fólki er hefur fengið að kynnast innrásarherliði Úkraínumann, nú og svara öll eins og stjórnvöld í Bandaríkjunum og Úkraínu gera, að aðrir fjölmiðlar ljúgi bara með birta fréttir og viðtöl af fórnarlömbum, og passa svo uppá að segja ekkert frá þeim fréttamönnum er stjórnvöld í Úkraínu hafa myrti og fangelsað eða allt fyrir áróðurinn, ekki satt?      

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 2.7.2014 kl. 11:39

2 Smámynd: Borgþór Jónsson

Einar þetta er einfaldlega rangt hjá þér .Samkvæmt stjórnarskrá Úkrainu er óheimilt að beita hernum gegn óbreittum borgurum landsins.

Eftir heimsókn forstjóra CIA til Kiev var svo gripið til þess ráðs að skilgreina mótmælendur sem hryðjuverkamenn þrátt fyrir að fólkið hafi ekki framið hryðjuverk af neinu tagi.Þetta er staðlað atriði hjá könunum orðið þegar þeir vilja drepa einhvern.

Nú var gatan greið að hefja morðin og síðan hefur ekki verið litið um öxl nema að það var lýst yfir vopnahléi til málamynda meðan það var verið að undirrita ESB samninginn.

Hugsanlega hefur einhverjum ESB forkolfunum hrosið hugur við að undirrita samninginn við nasistastjórnina samtímis því að hún var að myrða eigin íbúa.

Vitanlega munu lýðræðissinnar í A Úkrainu tapa þessu stríði þegar aðföng þeirra þverra.Það var eingöngu til takmarkað magn af vopnum á svæðinu sem munu að lokum ganga til þurrðar.

Þegar þessu stríði er lokið verður vissulega "Tekið til hendinni" ,en með allt öðrum hætti en vonir þínar standa til.

Borgþór Jónsson, 2.7.2014 kl. 18:56

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það er nú töluverður fj. fréttamanna sem eru tíndir á svæðum uppreisnarmanna, kannski finnast þeir lífs eftir að uppreisnin hefur verið kveðin niður - afdrif óþekkt. Varðandi fréttamenn sem hafa látið lífið, er alltaf áhættusamt að ferðast um svæði þ.s. bardagar standa yfir - að menn láti lífið við slíkar aðstæður er ekki undarlegt. Hermenn sjá yfirleitt ekki nákvæmlega á hverja er skotið, ef fréttamður stendur nærri vopnuðum aðila, er sá að sjálfsögðu í stórhættu á að vera skotinn - stríðsfréttamenn eru alltaf í stórfelldri hættu. Þannig hefur það alltaf verið. Síðan er kemur að óbreyttum borgurum, þá eru þeir ávalt í stórfelldri hættu, þegar bardagar eru í gangi á svæðum þ.s. er íbúabyggð. Á hinn bóginn, er engin leið til önnur að kveða niður uppreisn er ræður yfir svæðum þ.s. er fjölmenni, en að sigrast á uppreisnarhernum með hefðbundnum hætti - ef sá neitar að gefast upp. Fyrir stjórnarher eigin lands. Ólöglegar uppreisnir eru alltaf stórhættulegar þeim, sem taka þátt í þeim - eins og t.d. Tamíl Tígrar uppgötvuðu er stjórnarher Sri Lanka á endanum gersigraði uppreisnarherinn, og mér skilst - drap langsamlega flesta sem skipuðu hann. Þannig enda uppreisnir ákaflega oft, reyndar mun oftar en ekki. Þ.e. greinilegt að uppreisnarmenn, hafa ekki meginhluta íbúa sinna hérapa að baki sér - - ef þeir vilja íbúnum vel. Ættu þeir að gefast upp. Taka tilboði um uppgjöf saka fyrir flesta þátttakendur, gegn því að foringjar líklega fái langa fangelsisdóma. Þeir eru þá a.m.k. lifandi.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 2.7.2014 kl. 18:59

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór, Þú getur verið viss um að innan stjórnarskrár Úkraínu, eru heimildarákvæði tengd neyðarástandi, hugsanlegri styrjöld. Það felst í grunn hlutverki stjórnvalda hvers lands, rétturinn til beitingar ofbeldis - - til að halda uppi lögum og reglu. Reyndar er ríkisvald skv. lögum og stjórnarskrá í flestum löndum - - "eini aðilinn sem formlega hefur heimild til beitingar á ofbeldi gegn eigin þegnum." Þetta er sú grunn regla er gildir í "öllum löndum" einnig á Íslandi. Frumhlutverk ríkisvalds er eftir allt saman, að halda uppi lögum og reglu. Þú getur ekki mögulega gengið lengra á svig við lög og reglu, en að hefja vopnaða uppreisn gegn ríkisstjórn lands og berjast gegn stjórnarher þess, er sá kemur og hyggst skakka leika. Ég held að í engu "Vestrænu" landi, sé það svo að ríkisstjórn mundi ekki beita mjög hörðum aðgerðum gegn hverjum þeim, sem hefja mundi "vopnaða uppreisn" gegn viðkomandi ríkisstjórn. Ég held að þú getir ekki mögulega fundið nokkurt land, þ.s. stjórnarher viðkomandi lands mundi ekki á enda - vera beitt gegn vopnaðri ólöglegri innanlands uppreisn. Þetta eru "veikar mótbárur." Land hefur alltaf rétt til að "halda uppi lög og reglu" og beita til þess, þeim úrræðum sem til þarf - allt frá löggæslu yfir í beitingu herafla viðkomandi lands. Þess vegna nefni ég einmitt stríðið á Sri Lanka, en þ.e. lýðræðisríki byggt upp skv. Vestrænum lagareglum.

----------------------------

"Hugsanlega hefur einhverjum ESB forkolfunum hrosið hugur við að undirrita samninginn við nasistastjórnina samtímis því að hún var að myrða eigin íbúa."

Þetta tal um nasista er algerlega absúrd.

-----------------------------

"Vitanlega munu lýðræðissinnar í A Úkrainu tapa þessu stríði þegar aðföng þeirra þverra."

Þ.e. mjög bersýnilegt að þessi hópur róttækra þjóðernissinna, hefur mjög takmarkaðan stuðning eigin landsmanna, annars væru uppreisnarmenn ekki innan v. 10þ. heldur tugir þúsunda, og stjórnarherinn ætti ekki möguleika til þess að kveða uppreisnina niður. Þ.e. einmitt vegna þess hve veikan stuðning hún hefur, að herinn virðist hafa ágæta möguleika til að sigrast á henni. Ef hann væri raunverulega að berjast við íbúana, væri það ekki hægt - - með svo veikan her sem Úkraína hefur.

""Lýðræðssinnar - eh, enginn þessara aðila er kjörinn af nokkrum. Þetta er einfaldlega fámenn uppreisn, þjóðernisöfgamanna er mjög líklega, hafa ákaflega takmarkaðan stuðning meira að segja innan sinna heimahéraða.

Það er ég viss um að kemur mjög fljótlega í ljós eftir að uppreisnin hefur verið kveðin niður. Hve lítill stuðningur við hana raunverulega var.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 2.7.2014 kl. 19:16

5 Smámynd: Borgþór Jónsson

Nú eru reyndar nýjar fréttir af Úkrainudeilunni.

Það virðist sem Þýskaland og Frakkland séu að hafna hernaðarstefnu bandarískra stjórnvalda á svæðinu og séu farin að styðja alvöru vopnahlé í A Úkrainu.

Þessi ríki hafa komið sér saman um það ásamt Rússlandi og stjórnvöldum í Kiev að stefna að skilyrðislausu vopnahléi 5. júlí.

Það er augljóst að þessi ríki hafa klofið sig út úr NATO stefnunni og vilja taka höndum saman við Rússa til að koma á friði í landinu.

Það er greinilegt að þjóðverjar hafa sett úkraniumönnum afarkosti til að fá þá að samningaborðinu.Úkrainumenn vita sem er að þeir geta ekki þrifist án velvilja þjóðverja.

Þjóðverjar hafa lengi verið mjög ósáttir við stefnuna í þessum málum og t.d. fyrir nokkrum dögum komu þeir ,ásamt frökkum slóvökum og tékkum,í veg fyrir að Rússland yrði beitt frekari viðskiftaþvingunum.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig bandarísk stjórnvöld og nasistarnir innan úkranísku stjórnarinnar bregðast við.

Frú Merkel hlýtur að hafa verið mjög afgerandi þegar hún talaði við Poroshenko, fyrst hún yfirtrompaði Obama.

Það er hugsanlega að renna upp fyrir úkrainumönnum að bandaríkjamenn hafa aldrei ætlað að aðstoða þá á neinn hátt og þeirra eina von er að eiga góð samskifti við rússa og þjóðverja.

Aðstoð USA hefur fram til þessa verið fólgin í heimsókn CIA ,Sonur Joe Biden var sendur til að yfirtaka stærsta gasfyrirtæki þeirra,og 1,5 milljarða lánalína svo úkraínumenn geti borgað fyrir vopnin sem þeir fá frá bandarískum vopnasölum.

Kannski að friði verði aftur komið á í Evrópu,hver veit.

Borgþór Jónsson, 2.7.2014 kl. 19:42

6 identicon

Einar

Það hefur verið sérstaklega passað uppá, að segja ekkert frá þeim rússnesku fréttamönnum er stjórnarsinnar Úkraínu hafa myrt (Russian journalist killed in Eastern Ukraine, Western media doesn't care) og svo hefur sérstaklega verið passað uppá að minnast ekkert á þessar árásir flughers Úkraínu á íbúa þarna með óleyfilegum phosphorus- sprengjum, þeas. það hefur ekkert verið fjallað um þessar áraśir með phosphorus í þessum lélegu fjölmiðlum hliðholum Bandarískum stjórnvöldum er þú fylgist eingöngu með Einar. Þá hefur verið passað uppá að hafa nákvæmlega engin viðtöl við fórnarlömb þarna á staðnum er orðið hafa fyrir árásum flughers Úkraínu og/eða innrásarliði Úkraínuhers, því að það stendur ekkert annað til hjá stjórnvöldum í Bandaríkjunum og Úkraínu en áframhaldandi árásir á íbúa landsins þarna, eða þar sem að stjórnvöld í Úkraínu vilja ekki neinar friðar- og samningaviðræður, eða hvað þá að þessi yfirvöld virði atkvæðagreiðslur um sjálfstæði héraðanna. Svona er bara allur þessi lélegi áróður hjá þessum fjölmiðlum er styðja stjórnvöld í Bandaríkjunum og Úkraínu er þú fylgist eingöngu með Einar.           

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 2.7.2014 kl. 20:30

7 Smámynd: Borgþór Jónsson

Í nafni sangirnis verða ég að segja að Úkrainska stórnin er ekki nasistastjórn,en innan hennar eru nasistar sem fara með hermál löggæslu og dómsmál.

Þetta eru einmitt málaflokkar sem er mjög mikilvægt að séu höndlaðir af skynsemi í ástandi eins og er um þessar mundir og það hefur sannarlega ekki verið gert.

Uppreisnin var ekki vopnuð ,og engir voru drepnir svo það engin nauðsin að siga hernum á fólkið.

Það var ekki fyrr en herinn byrtist sem mannfallið byrjaði.

Þetta mál hefði auðveldlega mátt leysa á friðsamlegann hátt ,en við stjórnvölinn var því miður ofstækisfullt fólk sem ákvað að ganga milli bols og höfuðs á mótmælendum frekar en að hringja og spyrja hvað það vildi.

Engar tilraunir af neinu tagi voru gerðar til að komast að samkomulagi,það var farið beina leið í morðin.

Maður getur verið lýðræðissinnaður þó maður sé ekki kjörinn og ef ég man rétt hljóðaði beiðni andófsmanna upp á að fram færi atkvæðagreiðsla um hverskonar samband ætti að vera milli ríkjanna innan Úkrainu.

Þessi óánægja austlendinga er ekki tilkomin vegna samningsins við ESB,hún er miklu eldri og fjallar um að austlendingar telja sig bera skarðan hlut frá borði þrátt fyrir að leggja til stóran hluta þjóðartekna.

ESB samningurinn hefði svo verið reiðarslag fyrir þetta svæði,sem lifir nær eingöngu á viðskiftum við rússa.

Með samningnum hefði þurft að semja upp á nýtt við rússa um þá fríverslun sem ríkt hafði milli Úkrainu og Rússlands.

Rússland og Úkraina höfðu opin landamæri og gátu íbúarnir verslað,farið á milli og unnið í hvoru landinu sem var ,nánast án takmarkana.

Þetta vildi Putin ræða í þríhliða viðræðum við ESB og Úkrainumenn ,en ESB neitaði af einhverjum barnaskap að taka þátt í slíkum viðræðum.

Þetta þurfti aldrei að fara svona og hefði ekki gert það ef febrúarsamkomulagið hefði verið virt,þetta hefði einfaldlega leystst á lýðræðislegann hátt.

Ástæðan fyrir að það var ekki gert var að það hentaði ekki öfgaöflum í landinu sem með fulltingi bandarískra stjórnvalda sprengdu það í loft upp.

Ég álít að það hafi ekki verið með stuðningi stóru evrópuríkjanna fyrir utan kannski Póllands sem hefur sennilega litið á þetta sem tækifæri til að ná sér niður á rússum og að sjálfsögðu breta sem alltaf eru til í stríð hvar sem er og hvenær sem er.

Af einhverjum ástæðum hafa svíar svo hoppað eins og Ketill skrækur á hliðarlínunni og krafist að ofbeldi verði beitt.

En nú virðist kannski sem skynsemin hafi náð yfirtökum og það verði farið að tillögum Putins um að semja um deilumálin í stað þess að reyna að drepa deiluaðila.

Borgþór Jónsson, 2.7.2014 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband