Drama og nokkurt blóðbað í Ísrael

Vegna þess að Úkraínudeilan og síðan stríðið í Írak - hefur fangað athygli heimspressunnar. Hefur mál sem líklega annars hefði verið forsíðufrétt, fengið mun minni athygli en það hefur átt skilið. En þ.e. leit Ísraela af 3-tíndum unglingum. Það virðist að "lík" þeirra séu fundin.

Israel finds bodies of three missing teenagers in West Bank

Three Bodies Found Believed to Be Missing Israelis

Hamas accused after bodies of missing Israeli teens found

An Israeli woman holds a sign with images of three missing Israeli teenagers, at a rally in Rabin Square in the coastal city of Tel Aviv June 29, 2014. REUTERS/Baz Ratner

Ég held að svona morð séu ekki baráttu Palestínumanna til framdráttar

Áhugaverð eru mismundandi viðbrögð Fatah hreyfingarinnar og Hamas, en starfsmenn Heimastjórnarinnar tóku þátt í leitaraðgerðum. Meðan að Hamas hreyfingin gagnrýndi þá "þjónkun" við "hersetuliðið" - og fagnaði aðgerð þeirra er höfðu framið verknaðinn.

Skv. fréttum, hafa heimili þeirra, sem Ísraelar telja bera ábyrgð á verknaðinum, verið "jöfnuð við jörðu." En þetta virðist orðin að dæmigerðri refsiaðgerð Ísraela - að refsa þannig fjölskyldum og ættmennum þeirra, sem gera á hlut Ísraela.

Leitaraðgerð hefur þá fengið annan fókus, nú er leitað að þeim einstaklingum - dyrum og dyngjum um Vesturbakkann. Þúsundir hermanna taki þátt í þeirri aðgerð, eins og að þúsundir leituðu að unglingunum.

Það virðist stefna í harða refsiaðgerð af hálfu Ísraela á Hamas - - spurning hvað þeir ganga langt.

En Ísraelar hefna alltaf í töluverðu margfeldi, jafnvel - háu margfeldi.

Þegar hafa 6 Palestínumenn látið lífið í aðgerð hers Ísraela, það má fastlega reikna með því - að nokkrir bætist við þann hóp, og mjög - mjög líklega, þeir sem Ísraelar telja hafa framið verknaðinn.

Að sjálfsögðu skil ég hatur það er býr undir yfirborðinu meðal Palestínumanna - - þ.e. örugglega það hatur, sem fær fólk til slíks verknaðar.

Þó sá verknaður sé augljóslega án nokkurs nytsams tilgangs fyrir Palestínumenn sjálfa.

Því miður verður að segja að Ísraelar hafa allt málið í hendi sér, og virðist fjarska ólíklegt að þeir "heimili" sjálfstætt ríki Palestínumanna - - segjum að líkurnar virðist lítt betri á slíku ríki en því að Kína heimili "Frjáls Tíbet."

  • Það áhugaverða í þessu, er að ringulreiðin og spennan í Mið-Austurlöndum, þá vísa ég til styrjaldanna í Sýrlandi og Írak, tilkoma hins nýja "kalífístan" - eftir að ISIS hreyfingin lýsti sitt ríki stofnað; er líkleg til að hjálpa Ísraelum.
  • Þ.s. að heimurinn er annars vegar síður tilbúinn til að beita Ísrael þrýstingi, Ísrael verður allt í einu að eyju af tiltölulegum stöðugleika, í ástandi er virðist nálgast sífellt "allsherjar Shita-Súnní Íslam" stríð.
  • Svo er það hitt, að athygli umheimsins er mun síður á málefnum Palestínu, meðan að mun hættulegra "fyrir heiminn" ástand er í gerjun í Mið-Austurlöndum.

Sjálfsagt halda einhverjir samsæriskenningasmiðir því fram að - - þetta sé sönnun þess að Ísrael hafi með einhverjum dularfullum hætti komið þessu ástandi í kring.

En ég er handviss um eitt, að þó máttug - sé Mossad ekki þetta máttug. Þarna græði einfaldlega Ísraelar á því að ástandið sé að fara í hund og kött alls staðar í kringum Ísrael.

Þannig að deilan í landinu helga - - hverfi úr fókus umheimsins. Stundum lenda menn í því, að atburðir þróast með hagstæðum hætti, alfarið án þess að þú hafir átt nokkurn hinn minnsta þátt í þróun þeirrar atburðarásar.

Ég á ekki von á því að herferð Ísraela inn á svæði Palestínumanna, leiði til nokkurra breytinga. En sennilega nota Ísraelar tækifærið til að - vega einhvern slatta af Hamas liðum.

Þannig verði það, að mannfall Hamas verði sjálfsagt e-h í kringum 20:1.

 

Niðurstaða

Hin stóra átakabylgja í Mið-Austurlöndum er líklega slæm fyrir Palestínumenn. Því að hún mun sennilega leiða til þess. Að heimurinn mun miklu síður veita meðferð Ísraela á þeim athygli. Þannig að á meðan Mið-Austurlönd eru skekin af meiriháttar átökum, sem flest bendir til að séu að hefjast fyrir alvöru. Þá muni tiltölulega fáir veita því athygli - hvað gengur á innan landamæra Ísraels.

Fyrir bragðið muni Ísraelar komast upp með meir - en líklega annars. Geta gengið harðar fram en sennilega þeir annars mundu. Þetta tímabil átaka í Mið-Austurlöndum, verði því líklega afar slæmur tími fyrir Palestínumenn - sem líklega verði undirokaðir sem aldrei fyrr. Var það þó ærið fyrir.

Því miður sé ég ekki nokkra von til þess, að heimurinn geri nokkuð í málinu, meðan allt leikur á reiði skjálfi í Mið-Austurlöndum milli fylkinga Múslima, og olíusvæðin sjálf eru hugsanlega í umtalsverðri hættu.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband