30.6.2014 | 00:33
Þá hefur Kalífistan verið stofnað af ISIS
Fyrir þá sem vita ekki hvað titillinn "Kalífi" merkir þá er það sambærilegt við titilinn "Páfi." Með öðrum orðum þá ætlast sá sem tekur sé Kalífa titil til þess, að allir Múslimar hvar sem er í heiminum samþykki viðkomandi sem sinn trúarleiðtoga. Það hafa ekki verið sérstaklega mörg Kalífadæmi í sögu Íslam.
- Fyrsta múslimaríkið á 7. öld að sjálfsögðu, þangað til að ættmönnum Múhameðs var steypt af stóli, þá varð sennilega fyrsta borgarastríðið meðal Múslima, og þeir klofnuðu í fylkingar Shíta og Súnníta.
- Umayyad kalífarnir á 8. öld tóku síðan við keflinu, fyrir meirihluta Súnníta, og stækkuðu yfirráðasvæði Íslam mikið, í þeirra tíð náði Íslam t.d. til Spánar.
- Það var Kalífadæmi í borginni Kordóba á Spáni á 10.-11. öld. Merkilegt hve múslimaríkið þar reis hátt á sínum hátindi, að taka sér titil - trúarleiðtoga allra Múslima.
- Það var annað Kalífadæmi í Bagdad frá 9. öld, var því samtíða kalífadæminu í Kordóba á 10. og 11. öld.
- Þriðja Kalífadæmið spratt upp einnig samhliða í N-Afríku núverandi Alsír og Marokkó, á 10. öld og 11. Þetta hefur bersýnilega verið umbrotatími í Íslam.
- Í Mamluk ríkinu í Egyptalandi, spratt upp Kalífadæmi á 14. öld. Var þá um hríða eina kalífadæmið eftir að Mongólar lögðu Bagdad í rúst drápu flesta borgarbúa á 13. öld. á 16. öld tók Tyrkjaveldi yfir eftir að hafa gersigrað Mamluk herinn.
- Tyrkjaveldi lagðist síðan af eftir endanlegan ósigur 1918, en þeir tóku sér Kalífa titil frá 15. öld síðan er Tyrkjaveldi eða Ósmanaveldið lagðist af, hefur enginn borið titilinn Kalif í Íslam.
After Iraq gains, Qaeda offshoot claims Islamic "caliphate"
Isis declares establishment of a sovereign state
ISIS Declares New Islamist Caliphate
Að taka sér titilinn "Kalífi" er afskaplega stór yfirlýsing af hálfu, Abu Bakr al-Baghdadi
Skv. yfirlísingu samtakanna, heita samtökin nú "Islamic State" eða "íslamískt ríki" með öðrum orðum "IS" eða "IR." Abu Bakr al-Baghdadi segist því vera trúarleiðtogi allra baráttusamtaka Íslamista í heiminum, og skorar á alla foringja þeirra - að bugta sig fyrir honum.
Skv. talsmanni samtakanna - "It is incumbent upon all Muslims to pledge allegiance to (him) and support him...The legality of all emirates, groups, states, and organizations, becomes null by the expansion of the khalifahs authority and arrival of its troops to their areas,"
Með öðrum orðum, við erum komnir til að taka yfir, hver sá sem berst við okkur - - er genginn af trúnni. Því réttdræpur heiðingi - mætti útleggja þetta.
Skv. þessu takmarkast "claim" samtakanna ekki lengur við "botn Miðjarðarhafs" heldur - - öll svæði byggð Múslimum.
Skv. samtökunum, eru "Shítar" réttdræpir skurðgoðadýrkendur.
- Gagnvart hópum Íslamista heiminn vítt, er þeim þar með gefnir þeir kostir að vera "með" eða "móti." Vinur eða óvinur.
- Það sem er samt sem áður áhugaverðast - - að ef þ.e. satt að Saudar og Flóa Arabar hafa fjármagnað þessi samtök að a.m.k. einhverjum verulegum hluta.
- Þá er "al Baghdadi" líklega nú, kominn út fyrir handritið.
Þeir séu því ef til vill, að upplifa það sama og Bandaríkin upplifðu, eftir að þau studdu hættulega Íslamista í Afganistan, - - al Qaeda samtökin urðu til undir handarjaðri þeirra; síðan snerust þau samtök eins og þekkt er, gegn Bandar. með eftirminnilegum hætti - sem fólk sá þann fræga dag 9/11, eins og sá dagur er alltaf kallaður í Bandar.
Það að Bandar. líklega fjármögnuðu þau samtök framanaf, meðan þau þóttu nytsöm baráttusamtök gegn herjum Sovétríkjanna í Afganistan - - hafa margir ranglega talið sönnun þess að Bandar. beiti "al Qaeda" fyrir eigin vagn enn þann dag í dag, en samsæriskenningasmiðir gjarnan neita að trúa því, að "dýrið" hafi hlaupið frá tjóðri sínu - og bitið höndina sem upphaflega fæddi það og klæddi.
En svoleiðis lagað hefur áður gerst í mannkynsögunni, og nú geta Saudar og Flóa Arabar verið að upplifa það sama, að "dýrið sem þeir öldu" sé nú búið að "sleppa beislinu" og "ætli héðan í frá að beita sér burtséð frá þeirra vilja."
- Helsta vonin gegn ISIS er einmitt - - hve öfgafull stefna þeirra er.
- Að mögulegt sé að fá íbúa þeirra svæða er þeir hafa tekið yfir, til að snúast gegn þeim.
- Og sameinast tilraun til að leggja þá hreyfingu að velli.
Það er í þessu samhengi, sem hugmynd ríkisstjórnar Obama skal hugsuð, að skapa ríkisstjórn í Írak - með mun víðari skírskotun.
Það þarf ekki að vera að slík tilraun sé fyrirfram dæmd vonlaus, því að það getur mjög vel verið, að afskaplega einstrengingsleg túlkun "IS" á "Sharia" leiði til þess - - að íbúarnir finnist þeir komnir úr öskunni í eldinn.
En til þess að það sé e-h möguleiki á að slíkt virki, þurfi að mæta margvíslegum kröfum íbúanna og umkvörtunum - - sannfæra íbúana um að betri valkostur sé í boði.
- Það sé sennilegt að fókusinn í Írak næstu dagana verði einmitt á þann möguleika, að mynda stjórn er geti höfðað til íbúanna allra, á breytingar sem sníði af galla sem af mörgum er talið að ISIS samtökin nú "IS" hafi getað fært sér í nyt.
- Og ekki síst, að Súnnítar fái verulega sjálfstjórn í Írak, eigið lögreglulið.
Ef það tekst ekki að mynda slíka stjórn - - gæti þetta ríki náð að festa rætur.
Niðurstaða
Spurning hvort þetta Kalífistan festir rætur? En ef Abu Bakr al-Baghdadi með stefnu sinni, fælir of mikið frá. Þá er alveg hugsanlegt að þetta ríki verði mjög skammlíft. En liðsmenn hans munu þurfa að stjórna stórum landsvæðum. Láta grunnkerfi virka. Halda uppi lögum og reglu. Flestir íbúanna eru ekki endilega hallir undir þeirra öfgaskoðanir. Það getur reynt á það - - hvort þeir laða fleiri að en þeir fæla frá. Eða hvort því er öfugt farið.
Ef stefna hans skv. yfirlýsingu að hann sé "kalíf" fælir frá mikilvæga stuðningsaðila, þá reynir einnig á það - - hve vel þeim gengur að nota þær auðlyndir sem þeir hafa nýverið náð á sitt vald. Til að fjármagna áfram sína baráttu, afla vopna, laða að sér nægilega marga liðsmenn til að verja sín svæði.
Hann virðist fókusa á það kalífadæmi sem rekið var frá Bagdad á 8. öld fram á 13. öld. Og réð yfir stórum hluta Mið-Austurlanda. Mér virðist líklegt að Peshmerga Kúrda séu nægilega sterkir til að verjast honum og liðsmönnum hans. Sennilega er Jórdanía það einnig, með góðan her og öflugt skipulag.
En ef hann fókusar á Írak og Sýrland, dreifir ekki kröftunum of vítt, gæti verið erfitt að losna við hann. En ef hann ræðst á of marga í einu, þá getur farið fyrir honum, eins og öðrum er risu hátt og síðan ofrisu, að síðan verði fallið hratt.
---------------------------
Ps: Eitt áhugavert atriði - - eru kaup ríkisstjórnar Malikis á rússneskum SU-25 Frogfoot árásarvélum. Skv. frétt eru rússn. sérfræðingar þegar komnir til Baghdad að aðstoða við að gera vélarnar bardagahæfar: Iraq Says Russian Experts Have Arrived to Help Prepare Jets for Fighting
Áhugaverður vinkill, að Rússar sendi með "hasti" árásarvélar til Íraks.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 21:31 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Stríðið gegn hryðjuverkum er til þess að skapa fleiri hryðjuverk og/eða hryðjuverkamenn. Bandarísk stjórnvöld svo að segja framleiða sína eigin hryðjuverkamenn er ráðast á aðrar þjóðir til þess þá að eyðileggja alla innviði samfélagsins og til þess að drepa sem flestra saklausaborgara. Bandarísk stjórnvöld skipa og/eða setja sínar strengjabrúður í embætti (puppet governments) til að hafa stjórn á Múslimum, og til þess þeir drepi nú sitt eigið fólk þarna, eða rétt eins og á sér stað í Pakistan. Nú og auðvita ætlast stjórnvöld í Bandaríkjunum til þess að við styðjum allt þetta stríð gegn hryðjuverkum, þegar vitað er til þessir að allir þessir hryðjuverkahópar al- Qaeda, al-Nusra,Islam Battalion, al- faroug Omar Battalion, Lions of Alla, Ghouta Revolutionanries, Douma Marty's Battalins, Svords of truth Battalion, al -Bara Battalion og fleiri hafa allir sameinast fyrir löngu (FSA Battalions Merge with al-Qaeda in Damascus and Aleppo), og svo þegar að vitað er til þess að allir þessir hryðjuverkahópar eru og hafa verið styrktir af Saudi Arabíu, Qatar og Bandarískum stjórnvöldum.
US-NATO Proxy War in Iraq and Syria: US Financing and Training of “Moderate” ISIS Rebels in Syria
US-Sponsored Terrorism in Iraq and “Constructive Chaos” in the Middle East
The U.S. Is a State Sponsor of Terrorism
America Is Running the World’s Largest Terrorist Operation Experts on the Left and the Right Agree
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 30.6.2014 kl. 01:52
Þú ert furðulegur í meira lagi, í Sýrlandi gerðu aðrir hópar en ISIS skammtímabandalag gegn ISIS, og síðan réðust allir í sameiningu á þau samtök innan Sýrlands. Það bandalag hafði ekki víðari skírskotun en þetta þ.e. einungis sameiginlegt hatur á ISIS gat sameinað þá í skamma hríð. ISIS samtökin eru ekki síður ógn við aðrar hreyfingar Íslamista, því að þeir tjá nú öllum Íslamistum - sameinist okkur eða við munum drepa ykkur líka. Þ.e. magnað þetta bullukollalið sem þú hlustar á og ekkert annað en bull streymir frá. Það eina sem þið virðist geta hugsað út frá, er "hatur" á Bandar. og bandamönnum þeirra - það virðist verpa alla ykkar hugsun, svo þið virkilega sjáið ekki beint. Þetta tal að Bandar. reki hryðjuverkaöfl heimsins er þannig bull, að einungis "hatur" raunverulegt "hatur" getur svo verpt hugsun, að einstaklingum finnist slíkt augljóst "bull" sennilegt. Leitaðu þér aðstoðar.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 30.6.2014 kl. 08:47
Það er ekki rétt hjá þér, að "aðrir hópar en ISIS skammtímabandalag gegn ISIS", því þessir hópar eru og hafa verið tengdir saman, og það gegn stjórnvöldum hans Assads þarna í Sýrlandi.
Bandarísk stjórnvöld hafa ekki farið leynt með það að þau séu að styðja hryðjuverkastarfsemi þarna gegn stjórnvöldum í Sýrlandi. Þetta ættir þú að vita því það er almennt talað um það í þessum neocon fjölmiðlum.
Obama authorized covert support for Syrian rebels, sources say http://edition.cnn.com/2012/08/01/us/syria-rebels-us-aid/
U.S. finalizing plan to boost support for Syrian rebels http://www.reuters.com/article/2014/04/04/us-usa-syria-rebels-idUSBREA331ZI20140404
Exclusive: Obama authorizes secret U.S. support for Syrian rebels http://www.reuters.com/article/2012/08/01/us-usa-syria-obama-order-idUSBRE8701OK20120801
US and Britain to boost support to Syrian rebels, says Kerry http://www.theguardian.com/world/2014/may/15/us-britain-boost-support-syrian-rebels-john-kerry
"Western media and government officials define them not by who they are, but by who they fight against. In Syria they constitute a “legitimate opposition, freedom fighters fighting for democracy against a brutal dictatorship”, whereas in Iraq, they are “terrorists fighting a democratically elected U.S.-supported government”:
Known and documented, Al Qaeda affiliated entities have been used by US-NATO in numerous conflicts as ‘intelligence assets’ since the heyday of the Soviet-Afghan war. In Syria, the Al Nusrah and ISIS rebels are the foot-soldiers of the Western military alliance, which oversees and controls the recruitment and training of paramilitary forces.
The decision was taken by Washington to channel its support (covertly) in favor of a terrorist entity which operates in both Syria and Iraq and which has logistical bases in both countries. The Islamic State of Iraq and al-Sham’s Sunni caliphate project coincides with a longstanding US agenda to carve up both Iraq and Syria into three separate territories: A Sunni Islamist Caliphate, an Arab Shia Republic, and a Republic of Kurdistan.
Whereas the (US proxy) government in Baghdad purchases advanced weapons systems from the US including F16 fighter jets from Lockheed Martin, the Islamic State of Iraq and al-Sham –which is fighting Iraqi government forces– is supported covertly by Western intelligence. The objective is to engineer a civil war in Iraq, in which both sides are controlled indirectly by US-NATO." (Michel Chossudovsky, The Engineered Destruction and Political Fragmentation of Iraq. Towards the Creation of a US Sponsored Islamist Caliphate, June 14, 2014)
"We knew well before the beginning of the war on terror that Saudi Arabia was a major supporter of Islamic terrorism. But being a staunch U.S. ally Saudi Arabia is the exception to the rule proclaimed by George W. Bush after the 9/11 terrorist attacks: ”We will make no distinction between those who committed these acts and those who harbor them.” The fact of the matter is they always do make a distinction, especially when it comes to Saudi Arabia. But while its support for terrorism is acknowledged by the mainstream media, the latter ignores that the fact that the U.S. is (indirectly) supporting terrorist entities. In addition, mainstream journalists never address the reason why the U.S is not reacting to Saudi support for terrorists. The facts are clear: the US is supporting terrorism through allies like Saudi Arabia and Qatar. (US-Sponsored Terrorism in Iraq and “Constructive Chaos” in the Middle East)
Sjá einnig:
America's Allies Are Funding ISIS
BACKGROUND: US & Saudis backing local jihadists (Islamic Front) against global jihadists (ISIS)
U.S. allies let funds flow to al Qaeda in Syria
US Supports Terrorist Organization ISIS امريكا تمّول داعش
'West's astonishment over Iraq hypocritical, they've been supporting same radicals in Syria'
Rand Paul: US created ‘jihadist wonderland’ in Syria, Libya and Iraq
ISIS Terrorists were Trained by US in 2012 for Syria Conflict
Oklahoma Senator Says He Has Proof That Obama Is Supporting the Enemy
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 30.6.2014 kl. 11:00
“The fact that terrorist groups in this region are supported by Western countries is as clear as light,” Rouhani said. (Iranian president blames Obama for ISIS terrorists: We warned Obama administration for over a year)
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 30.6.2014 kl. 13:16
"It's a little tricky to keep up on who is on whose side, but for now ISIS, Al Qaeda, and the Syrian Revolutionary Front (aka FSA) are working together, and that means that any weapons or money that the U.S. government sends to the Syrian rebels are going to end up helping ISIS"(Isis & Al Nusra Merge & Announce Islamic Caliphate - Obama to Send them $500 Million)
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 1.7.2014 kl. 00:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning