29.6.2014 | 00:29
Heimurinn virðist stefna í nýtt Kalt-stríð
Ég er ekki að tala um milli Rússlands og Vesturlanda, heldur milli Vesturlanda og Kína. Rússland í dag sé alltof hlutfallslega veikt - til að vera í framtíðinni í hlutverki meginandstæðings Vesturlanda. Það geti einungis beitt sér í bandalagi við annað eða önnur lönd, ef þ.e. rétt að Rússland er að halla sér að Kína. Þá er það hugsanleg vísbending þess, að Rússland ætli að standa við hlið Kína - í framtíðar Köldu-stríði Vesturvelda og Kína.
Ég tel þó að sá valkostur muni hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir Rússland, Kína sé í reynd enginn vinur Rússlands, og Rússland hafi í fortíðinni gert á hlut Kínverja, þó það séu meir en 100 ár síðan þá sé líklegt að þær gömlu syndir séu alls ekki gleymdar:
Að halla sér að Kína getur verið leikur að eldinum fyrir Rússland
- En það sé í valdi Rússa að velja þá vegferð sér til tjóns.
Kína sé þegar langt komið með að hirða af Rússlandi auðlyndir Mið-Asíu:
Ég tel þrátt fyrir allt að vesturlönd og Rússland, ættu eigin hagsmuna vegna að vera bandamenn
Sem hlýtur að vera nokkurt efnahagstjón fyrir Rússland - - þ.e. því áhugavert svo meir sé ekki sagt, ef Rússland ætlar að halla sér Austur. Í átt til 10-falt fjölmennari þjóðar, meðan að gríðarleg svæði í Rússlandi, sérstaklega þau nærri Kína, eru mjög strjálbýl.
- Það sem mestu máli skiptir auðvitað, en miðað við vaxandi veldi Kína eru tilburðir Rússa stormur í tebolla, eru tilburðir Kínverja til eflingar síns veldis - - og þeir eru töluverðir.
Það muna væntanlega einhverjir enn eftir spennunni sem upp kom seint á sl. ári og við upphaf þessa, er Kína setti upp svokallað "flugöryggissvæði" sem innihélt eyjar sem Japan telur sig eiga, og hefur engan áhuga á að afhenda til Kína - - deilan um þær eyjar hefur verið í stöðugri stigmögnun undanfarin ár milli Kína og Japans, bæði lönd komin í hraða uppbyggingu flota á hafsvæðinu við strendur Kína og Japans. Ég hef aftur á móti sett upp kenningu um það hvað "kannski stendur til af hálfu Kína."
- En ef Kína ætlar að verða raunverulegt heimsveldi, þarf Kína einnig að verða flotaveldi.
- En eins og nú háttar, þá ráða Bandar. yfir heimshöfunum í krafti yfirburða á hafinu.
- En þeir yfirburðir takmarka mjög getu Kína, til að mæta Bandaríkjunum í einhverri alvarlegri deilu. Þ.s. Bandar. geta "tæknilega" skellt á hafnbanni án þess að Kína geti nokkuð um það gert.
- Eina leiðin er að Kína sjálft verði það öflugt flotaveldi, að þetta komi ekki til greina, og þá þarf Kína að opna leið inn á Kyrrahaf fyrir kínv. flotann - - um það er ég viss, snýst deila Kína um tilteknar eyjar við Japan, að opna nægilega víða siglingaleið út á Kyrrahaf fyrir kínv. flotann.
- Á hinn bóginn, er önnur eyja sem væri skilvirkari eign frá því sjónarmiði, þess vegna hef ég sett það fram sem tilgátu að Kína sé í reynd að undirbúa hernám Tævan: Hvað ef hið raunverulega skotmark Kína er Tævan?
Síðan eru það deilur Kína og þjóða í SA-Asíu um svokallað S-Kínahaf. En undanfarið hefur verið vaxandi spenna í samskiptum Kína og - - Víetnam annarsvegar og hinsvegar Filippseyja.
Hafa verið fjölmennar mótmælaaðgerðir á götum borga í þeim löndum, gegn því sem í fjölmiðlum í þeim löndum, er nefndur yfirgangur Kínverja.
Þessi deila hefur verið töluvert hávær á þessu ári, þó hún hafi ekki farið mjög hátt í evr. fjölmiðlum.
- Það virðist blasa við, að þarna eru Kínverjar að dreyma um auðlyndir, en t.d. er ein deilan um olíuborpall sem Kína hefur sett upp, í andstöðu við þessar tvær þjóðir.
- Síðan virðist Kina vera að "smíða stærri eyju" með því að sameina nokkur sker í svokölluðum "Spratley" eyjum - - það þykir ekki góð latína í þessum löndum heldur.
- Þetta auðvitað skapar möguleika fyrir Bandar. vaxandi deilur Kína við nágrannalönd Sunnan við Kína.
- Það væri óneitanlega sérstakt, ef Víetnam endar sem - - bandamaður Bandaríkjanna. En það virðist ekki endilega óhugsandi. Eins og staðan er í dag, og upplifun Víetnama af vaxandi ógn frá Kína.
- Á sama tíma hafa samskipti þeirra og Bandar. stórbatnað.
Ég tók um daginn eftir áhugaverðri tilvitnun í rússneska fjölmiðilinn Russia Today:
China plans investment bank to break World Bank dominance
BRICS agree to capitalize development bank at $100bn
Fann einnig grein á vef Financial Times:
China expands plans for World Bank rival
Í grein FT er umfjöllunin með töluvert öðrum dúr, en þar kemur m.a. fram að Japan og Bandar. eigi sambærilegan fjárfestingarbanka sem beini sjónum að Asíu, sem hafi höfuðstöðvar í Manila á Filippseyjum, er hafi 165 milljarða USD "capital."
Það er mjög greinilegt að þetta er hluti af áformum Kína - að efla sýn áhrif. Ef þ.e. eins og fram kemur á RT að Kína ætlar að eiga 41% fjármagns, þá auðvitað er slík stofnun undir fullri stjórn Kína.
Tja, eins og að ADB eða Asian Development Bank hefur 67 þjóðir að meðlimum, er undir sameiginlegri stjórn Bandar. og Japans.
Ef marka má umfjöllunina á FT, þá hefur Kína undirritað - "memorandum of understanding" við 10 þjóðir.
Rétt að fólk hafi í huga, að "memorandum" er ekki skuldbindandi. Heldur rammasamningur, sem síðan stendur kannski til að semja um nánar, og getur orðið að bindandi samningi síðar.
Umfjöllun RT er þar nokkuð villandi, því þar kemur ekki fram, að einungis er um rammasamning að ræða. Sem ekki bindur aðila. Að auki sé bersýnilega þessari stofnun ætlað að keppa við "ADB" en ekki "Worldbank."
- Þetta sýnir samt sem áður, að Kína er með þessu, að færa samkeppni sína við bandamenn Bandar. á nýtt stig.
- En slík lánastofnun að sjálfsögðu, skapar áhrif í þeim löndum, lánsfé stendur til boða.
Á sama tíma, er Indland sem virðist eitt af þeim löndum er rituðu undir þann "rammasamning" eða "memorandum of understanding" að efla eins og Japan, sinn eigin flota og flugher - - sem viðbragð við uppbyggingu Kína á flotastöðvum í nágrannalöndum Indlands þ.e. Pakistan og Mianmar.
Það sýnir ef til vill, hve flókin samskipti þjóða eru orðin.
Hverjir eru líklegir bandamenn Kína?
Kannski Rússland - líklega Mið-Asíulýðveldin sem þegar eru farin að selja olíu og gas til Kína. Fyrir Sunnan Kína virðist Mianmar mjög öruggur bandamaður miðað við ítök Kina í því landi, Tæland gæti lent Kína megin grunar mig, alveg pottþétt Laos.
Síðan er möguleiki á einhverjum bandamönnum í Afríku, kannski í S-Ameríku þá þau lönd er áður hölluðu sér að Sovétríkjunum.
- En ég er ekki að sjá neitt gríðarlega mörg lönd vera líkleg í beint hagsmunabandalag.
En þ.e. algerlega öruggt að Indland verður ekki bandamaður - - það sennilega endurtaki stöðu sína í Kalda-stríðinu að vera í forsvari svokallaðra "Non-Aligned" landa. Brasilía virðist mjög líklegt "Non-Aligned" sama um S-Afríku, sennilega flest lönd Afríku og S-Ameríku.
Fyrir utan að Chile og sennilega Kólumbía halli sér að Bandar. Að sjálfsögðu hafa Bandar. sína hefðbundnu bandamenn, sem þau þegar hafa.
----------------------------------------
Miðað við þessa stöðu - - er Kína alls ekki í aðstöðu til þess "nærri strax" að leggja beint til atlögu við Bandaríkin og bandalagsríki þeirra.
- Þannig að við erum ekki sennilega að tala um, að Kalda-stríð 2 sé að hefjast á þessum áratug.
- Sennilega vart ekki fyrr en undir lok þess næsta.
Það muni taka Kína lengri tíma að byggja upp flota sinn á S-Kínahafi.
Að mörgu leiti finnst mér núverandi árum, svipa til áranna fyrir - - Fyrra Stríð.
En þá er ég að tala um það tímabil, þegar kapphlaup Þýskalands Villa keisara og Bretlands hófst upp úr 1896.
Frá 1896 til 1914 liðu 18 ár.
Kalda-stríð 2 hefst örugglega ekki mikið fyrr en að 18 árum liðnum. En þess á milli, er sennilegt að eins og var á tímabilinu fyrir "Fyrra Stríð" verði stöðug en þó ekki mjög hröð, uppbygging spennu.
Við séum í dag ca. að sjá "ráspólinn" þegar - - spennan er farin að verða sýnileg almenningi.
En töluvert vatn eigi enn eftir að renna, áður en átökin verða "alvarleg."
- Nema að einhver 3-atburðarás, trufli.
- Það er hugsanlegt að hröð upphleðsla spennu í Mið-Austurlöndum, geti truflað.
En hafa ber í huga - - að Kína er ákaflega háð olíu frá Persaflóa.
- Það er ekki loku fyrir skotið, að Kína komi óvænt inn - - en mér skilst að Kína sé stærsti einstaki fjárfestirinn í Írak. Í fréttum hefur komið fram að um 10þ. Kínverjar starfi í Írak, við olíu- og gasvinnslu.
- Það gæti reynst óvæntur vinkill, í rás atburða í Mið-Austurlöndum, hagsmunir Kína.
Hvað gæti Kína gert sem væri mest "disruptive" fyrir hagsmuni Vesturvelda?
- Sennilega væri það tilboð til Írans, um bandalag.
- En Íran er bandamaður ríkisstj. Malikis í Írak.
- Tilboð um aðstoð, fjárfestingar, kaup á olíu með gjaldmiðli Kína - - gæti virkilega flækt stöðuna í Mið-Austurlöndum fyrir Vesturlönd svo um munaði.
Ég er búinn að velta því fyrir mér um nokkurt skeið - - einmitt þessum möguleika.
Það getur verið að Kína sé alveg sama þó Íran verði kjarnorkuveldi. Og Kína gæti vel verið sama um það, þó Íran sé óvinur Saudi Arabíu og Arabafurstadæma við Persaflóa.
Það sem skipti máli væri að tryggja sér olíuna í Íran og í Írak. Sem bæði tvö eru gríðarlega olíurík.
Hafandi í huga að Vesturveldi eru í samningum við Íran - er þó ekki víst að Íranar mundi samþykkja slíkan samning endilega undir eins. Þ.s. Íranar eru séðir, mundu þeir sennilega sjá sér leik á borði, að benda Vesturveldum á slíkt tilboð og láta á það reyna - - hvort Vesturveldi eða Kína bjóða betur.
Niðurstaða
Ég held að heimurinn sé á leið inn í nýtt tímabil vaxandi spennu og átaka. Það sé margt að gerjast í heiminum, vegna þeirrar stóru breytingar sem fylgir vaxandi veldi Kína sérstaklega. En einnig má ekki gleyma því að fj. annarra ríkja mun skipta meira máli en áður, sérstaklega í Afríku. En sú álfa var eiginlega í hlutverki leiksopps í Kaldastríðinu. En í framtíðinni, er vel hugsanlegt að nokkur Afríkuríki muni skipta máli sem sjálfstæðir gerendur. Þó þau verði ekki endilega stórveldi.
Sama í S-Ameríku þ.s. Brasilía er vaxandi efnahagsveldi. Sama um Chila og Kólumbíu.
-----------------------------
Þetta getur þítt að "staðan" í Kaldastríði 2 verði flóknari. T.d. að svokölluð "Non Aligned" lönd muni skipta meira máli en áður. Að blokkirnar tvær sem kljást verði ekki eins einráðar og þær tvær blokkir er áttust við í Kaldastríðinu voru.
Kaldastríð 2 verði ekki endilega nákvæmt afrit af Kaldastríðinu.
- Þessa stundina er þó sennilega mikilvægast að fylgjast með rás atburða í Mið-Austurlöndum.
- En margir ræða þetta þannig að einungis skipti máli hagsmunir Rússa og Bandar., en þá gleyma menn því, að áhrif Kína á einmitt því svæði eru í hröðum vexti.
- Að Kína er orðið mjög stór viðskiptaaðili landanna við Persaflóa. Langsamlega stærsti einstaki viðskiptaaðili Íraks sem og fjárfestir, kínv. verktakafyrirtæki og olíufélög, séu nú langsamlega umsvifamest aðila frá einstökum ríkjum þar í landi.
Inngrip Kína í mál þar gætu því hugsanlega orðið hin óvænta frétt ársins.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 19:07 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það eykur nú ekki sízt á líkurnar á köldu stríði, ef ESB og Bandaríkin sækja á Úkraínu!
PS. Auðlind !
Jón Valur Jensson, 29.6.2014 kl. 03:10
Í því máli eigum að Íslendingar að styðja sjálfsákvörðunarrétt Úkraínu, ekki frekju Rússa sem enn líta á það land að það með rétti tilheyri þeim, eð þeirra hagsmunir eigi að skipta meir máli en Úkraínubúa hvort sem það eru rússn. eða úkrínskumælandi Úkraínubúar. Rússar virðast enn líta sitt nærsvæði nákvæmlega sömu augum og Bandar. áður litu Mið-Ameríku. Eiginlega viðhafi Rússar þarna enn hið klassíska gamla stórþjóða viðhorf sem t.d. Evr. þjóðir sjálfar viðhöfðu er þær voru stórveldi fyrir 100 árum. Rússar hafa bara ekki breytt neitt sínum viðhorfum, traðka misskunnarlaust á rétti sinna nærþjóða eða "near abrod" eins og þeir kalla það svæði. Ef það þíðir meiri líkur á Köldu stríði, að vernda rétt 50 millj. manna þjóðar - þá "so be it."
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 29.6.2014 kl. 13:11
Hvernig er það eigum við Íslendingar ekki að virða sjálfsákvörðunarrétt rússneskumælandi einstaklinga þarna í Austurhluta Úkraínu (Donetsk og Luhansk), og af hverju ekki?
Hvað með sjálfsákvörðunarrétt rússneskumælandi einstaklinga á Krímskaga er hafa núna loksins innlimast inn í Rússland eftir hafa tilheyrt Úkraínu frá 1954 eða frá því að Khrushev tróð Krímskaga inn í Úkraínu, og/eða hérna af hverju eigum við ekki að virða þennan rétt þessa fólks þarna á Krímskaga?
Eftir meira en tveggja mánaða NATO stríðið gegn fyrrum Júgóslavíu á sínum tíma fékk Kosovo sjálfstæði, en öfugt við bullið hans Obama, þá fór ekki fram nein atkvæðaafgreiðsla í Kosovo, en af hverju eigum við að virða sjálfákvörðunarrétt Kosovo en ekki sjálfsákvörðunarrétt rússneskumælandi einstaklinga í Austurhluta Úkraínu og á Krímskaga?
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 29.6.2014 kl. 15:42
Ef Bretar hafa rétt til að "virða sjálfsákvörðunarrétt" íbúa á Gíbraltar og Falklandseyjum, eiga þá ekki Rússar sama rétt til að virða sjálfsákvörðunarrétt íbúa í Austur- og Suður-Úkraínu?
"Ef það þíðir (sic) meiri líkur á Köldu stríði, að vernda rétt 50 millj. manna þjóðar - þá "so be it."," ritar Einar hér. Er það í takt við stríðsæsingar þær, sem sjást ekki síður á þessari nýlegu Eyju-síðu: http://eyjan.pressan.is/frettir/2014/06/26/samningurinn-sem-hratt-af-stad-byltingu-verdur-undirritadur-a-morgun/
Ég neyddist til að svara þessum ágæta manni þannig:
"Einar Björn Bjarnason, þú hefur æst þig svo upp í þessum Úkraínuskrifum þínum hér og á Moggabloggi, að þú ert hreinlega að gerast stríðsæsingamaður, þú ritar:
"Ég hef verið þeirrar skoðunar, að NATO ætti að senda her til Úkraínu, svona 60þ. ætti að duga, til að Pútín lúffi. En það er eina þ.s. svokölluð "bully" skilja þegar þeim er mætt með sama hætti... Og það væri sjálfsagt þá þegar, að bjóða Úkraínu NATO aðild - reka fingurinn fram í Pútín vel og rækilega." (!!!)
Ísland gæti nú stöðvað slík vanvita innrásaráform, eða hvaða réttlætingu geturðu fundið fyrir henni í stofnsáttmála NATO? Ekki er Úkraína NATO-ríki og því ekki hægt að grípa til 5. greinarinnar.
Svo ættirðu í það minnsta að vita af algerum yfirburðum Rússa á svæðinu í hefðbundnum herafla -- og þeir ráða einnig yfir kjarnorkuvopnum, ef að þeim yrði þrengt af NATO-her. Sérðu ekki fásinnuna sem þú ert kominn hér út í, innrásaræsingamaður?"
Jón Valur Jensson, 29.6.2014 kl. 16:32
Ef Rússland væri tilbúið í að láta fara fram almenna atkvæðagreiðslu á þeim svæðum, undir stjórn og eftirliti Sameinuðu Þjóðanna, væri hægt að ræða það. En þ.e. ekki nokkur leið að taka mark á þeim atkvæðagreiðslum sem hafa verið haldnar undir stjórn Rússa eða svokallaðra uppreisnarmanna.
------------------------
Hvar stendur að ég hafi verið að leggja til "árás" - - NATO herlið mundi taka sér stöðu í Úkraínu á svæðum sem þegar eru undir fullri stjórn stjórnarhersins, þeim sveitum væri að sjálfsögðu ekki ætlað að skipta sér með beinum hætti að átökum, her landsins og öryggissveitir hafi áfram það hlutverk, en þ.s. NATO getur gert - er að taka sér varnarstöðu á landamærum landsins. Svo að stjórnarher landsins geti óskiptur sinnt því að kveða niður þessa svokölluðu uppreisn.
Þ.e. engin hætta á því að rússn. her láti til skarar skríða við slíkar aðstæður. En heilmikil hætta á því við núverandi.
Ég er algerlega viss um að með NATO lið til staðar er stríðshætta alls engin. En hún er mjög mikil í dag - - þ.s. Rússar hafa margfalt ofurefli liðs við landamærin miðað við styrk stjórnarhersins, og geta hvenær sem er með mjög litlum fyrirvara gert innrás. Þegar við erum með fasistastjórn við völd í Rússlandi, þá er þetta augljóst freysting fyrir fasistann að hafa nær óvarin landamæri á löngum kafla.
Þetta væri algerlega í takt við varnarhlutverk NATO í Kalda-stríðinu. Þ.s. NATO tók sér stöðu til varnar innrás Sovétríkjanna.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 29.6.2014 kl. 19:24
Þessi atkvæðaafgreiðsla á Krímskaga var undir eftirliti, og það skiptir ekki máli þó að Rússar leyfðu eða hefðu fleiri, fleiri atkvæðaafgreiðslur á Krímskaga, því að öllu verður hvort sem er hafnað til að þóknast yfirvöldum í Bandaríkjunum (eða US -NATO Empire) þú?
Eitt er þó víst að Bandarísk og Úkraínsk stjórnvöld eru og hafa ekki verið að fara fram á aðrar atkvæðaafgreiðslur í Austurhluta Úkraínu eða hvað þá á Krímskaga, því að menn vita hver vilji fólksins er þarna í Austurhluta Úkraínu og á Krímskaga.
"International observers at the referendum on the status of the Crimea are to present their opinion on Monday, head of the mission, Tadeusz Piskorski (Poland), said at a press-conference in Simferopol. "Tomorrow morning we will present our final declaration," he said.
Latvian MP Tatyana Zhdanok said in turn that there were no irregularities at the polling stations that she visited. She mentioned that voter activity was slightly lower in Bakhchisarai but still on average 40 percent of listed voters had voted by noon.
"We spotted nothing wrong in the voting procedure," she said.
Tatyana Zhdanok emphasized high voting activity in Simferopol. "Queues had already formed at 8 am there and at 10 am about 50 percent of voters had already voted," she said.
Zhdanok also pointed out that the voting was well organized and there were no breaches of democracy."
http://www.liveleak.com/view?i=d67_1395006741#w1Y0TjxxtTtyXM6O.99
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 29.6.2014 kl. 20:27
"Crimeans got the real thing. International observers praised the process. Voting went peacefully and smoothly. It was scrupulously open, free, and fair. No irregularities occurred. None were seen. No pressure. No intimidation. Not a single Russian soldier in sight. None invaded. None occupy Crimea. Claims otherwise are false. They’re Western propaganda. They’re malicious lies.
Turnout was impressive. It was unprecedented. It exceeded 83%. In Sevastopol, it was 89.5%. Over 1.274 million Crimeans voted. Plus Sevastopol residents excluded from this total. An astonishing 96.77% chose Russia – 95.6% of Sevastopol voters. A previous article said Russians comprise about 60% of Crimea’s population. Ukrainians around 25%. Tatars 12%.
Results show Crimeans overwhelmingly reject Kiev putschists. Russians, Ukrainians and Tatars agree. Claims otherwise are false. Referendum Commission chairman Mikhail Malyshev said." (http://www.greanvillepost.com/2014/03/18/fair-and-square-election-in-crimea-chooses-russia-but-american-propaganda-derides-the-result/)
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 29.6.2014 kl. 21:25
Sæll Einar Björn - sem og aðrir gestir þínir !
Einar Björn !
Þó svo þér: kunnum stjórnmála- og Evrópufræðingnum geti reynst örðugt að knésetja ágæta röksemdafærzlu þeirra frændanna - : Jóns Vals og Þorsteins Sch ættirðu að gæta þess að mála þig ekki algjörlega út í horn í þínum andsvörum til þeirra - Einar minn.
Allt of oft: jafn glöggur og skýr maður sem þú ert Einar Björn að upplagi / hefir mér sýnst þú draga óbeizlaða tauma hinnar lítt gagnrýnu Vestrænnar pressu (fjölmiðlanna) á hina raunverulegu þróun þarna eystra - Einar Björn.
Og - að kenna hinn hægláta og lítilláta V.V. Pútín við Fasima er heldur langt til seilzt:: einnig.
Eða - hvernig má þá vera / að Pútín haldi uppi vinsamlegum tengslum við Kommúnískar stjórnir - eða 1/2 Kommúnískar : sbr. Kína - Laos og Kúbu væri Fasisma að finna - í hans ranni Einar minn ?
Róaðu þig ögn - og gaumgæfðu betur orð þeirra Jóns Vals og Þorsteins Sch áður en þú tekur til við / að snúa hlutunum gjörsmalega á hvolf - síðuhafi knái.
Með beztu kveðjum sem jafnan - af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.6.2014 kl. 02:44
Fasisma:: átti að standa þar. Afsakið: mögulega hnökra aðra / einnig - í stafsetningu minni.
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.6.2014 kl. 02:46
Held það verði ekki kalt stríð við Kína, vesturveldin með Rússum,Kína og Írönum mun sameinast til að uppræta ISIS sem vill koma á stór Múslimsku veldi í Efrópu og mið austurlöndum ásamt NorðurAfríku
http://www.dailymail.co.uk/news/article-2674736/ISIS-militants-declare-formation-caliphate-Syria-Iraq-demand-Muslims-world-swear-allegiance.html
Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, 30.6.2014 kl. 12:50
Sæll Óskar
Þú verður að athuga það í þessu sambandi að US-NATO Empire kærir sig alls ekkert um einhverja aðra atkvæðaafgreiðslur um Austurhluta Úkraínu og Krímskaga, því að þessi yfirvöld vilja frekar magna eitthvað upp til þess að koma upp fleiri NATO stöðvum og ógnum gegn Rússum.
Þetta pretext sem US- NATO Empire hefur lengi verið að leita að til þess að halda upp köldu stríði gegn Rússum er núna komið til þess að vera.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 30.6.2014 kl. 15:16
Sælir - á ný !
Þorsteinn Sch !
Ekki hægt annað - en að taka undir með þér: í flestu fornvinur góður.
Þá er og - þakkarvert: innlegg Gunnlaugs Hólm / ekki síður.
Með ekki síðri kveðjum - en hinum fyrri /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.6.2014 kl. 19:52
Sælir - á ný !
Einar Björn !
Sjáum - hvað setur.
Hinsvegar - eru þeir frændur: Þorsteinn Sch og Jón Valur hinir mestu málafylgjumenn / vilji þeir við hafa.
Hvað - sem áliti þínu á félaga mínum:: V.V. Pútín áhrærir / mun ég enn fylgja honum talsvert - að málum.
Fremur - minnir framganga hans mig - á forystuhæfileika Francós Ríkismarskálsks á Spáni forðum - svo og á þá Gemayel feðga í Líbanon einnig svo:: nær stendur hann Falangistum fyrr og nú / en spjátrungum Fasisma fyrri tíma í mínum huga - Einar minn.
Síst lakari kveðjur - en aðrar og þær fyrri /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.6.2014 kl. 23:49
Óskar, ég sé ekki að það standi steinn yfir steini af rökum Þorsteins eða Jóns Vals - reyndar fannst mér Þorsteinn aldei hafa nein rök upp á að bjóða bara fullyrðingar - hafðu í huga að Kína er ekki lengur kommúnistaríki, ég held að það sé nær fasisma en kommúnisma. Þessi 2-ríki standi ekki fjarri hvoru öðru, bæði komin með þjóðernis pólit. stefnu. Núverandi leiðtogi Kína virðist vera verulega mikill þjóðernissinni. Það rými ágætlega við núverandi þjóðernisofsa Pútíns. Öfgafull umfjöllun rússn. fjölmiðla, virðist í svipuðum stíl, og í fjölmiðlum Þýskal. og Frakkl. rétt fyrir Fyrri Styrjöld - - þ.e. gríðarlega einhliða og þjóðernisöfgakennd, þ.s. leitast er við að íja að því að í gangi sé þ.s. alls ekki er í gangi, öllu nokkurn veginn snúið fullkomlega á haus frá því sem er satt og rétt, síðan sé þessum áróðri dælt um netið - og hann virðist höfða töluvert til fólks sem sé haldið frekar "gagnrýnislítilli" tortryggni á Vesturveldi og Bandar.
Eftir að hafa fylgst lengi með Úkraínumálinu, er niðurstaða mín - sem ég get ágætlega rökstutt, að Rússar séu hinir seku í málinu. Pútín sé að halda áfram með þá hegðan, að traðka á sínu nær-umhverfi, sem Rússland hefur því miður ástundað.
Alveg eins og að Bandar. tröðkuðu oft harkalega á sínu nær umhverfi í Mið-Ameríku. Með sínum hætti, draga Rússar ekki neitt eftir með ruddaskap sbr. v. Bandar. Þegar Bandar. hegða sér hvað verst.
Ég reyndar skil ekki - - hve gagnrýnislaust netverjar eins og þér sjálfur, ræðið um Rússland, miðað við langa sögu þess lands um ákaflega miskunnarlausa meðferð á sínu nærumhverfi, eins og að það land sé - góði gæinn. Halló?
Sama hversu tortryggnir menn eru á Bandar. þá á Rússland alveg örugglega ekki minni slíka skilið.
Vandinn er sá, að einstaklingar sem haldnir séu "gagnrýnislítilli Ameríku andstöðu" virðast aldrei velta öðrum möguleika fyrir sér - heldur an að rás atburða sé vegna einhvera amerísks samsæris. Þess vegna verði umfjöllun þeirra, svo óskaplega grunn og gjarnan einfeldningsleg verð ég að segja, en einmitt með því að gefa sér niðurstöðuna fyrirfram - - þá fara menn gjarnan að túlka þ.s. gerist með mjög sérkennilegum hætti, því menn eru að túlka rás atburða "að kenningunni" ekki nálgast málið sem hlutlausir skoðendur.
Það á aldrei að nálgast mál þannig.
Í stað þess að taka eins og ég geri, hlutlausa afstöðu - - og horfa á málið án þess að fyrirfram dæma, hver er sekur.
Ég hef fylgst með málinu lengi, þessi niðurstaða mína - - að Rússar séu í reynd sekir, er nýleg. En hún er fengin eftir langa skoðun og athygli með málinu.
Mínar skoðanir eru aldrei fyrirfram mótaðar. Heldur mótast smám saman eftir því sem upplýsingar berast. Ég hef komist að niðurstöðu, og er mjög viss um hana nú.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 30.6.2014 kl. 23:56
Ef Pútín hallar sér að Kína, þá fer örugglega ekki mjög ósvipað fyrir honum og Mussolini, en ég skoðaði forsögu samskipta Kína og Rússlands í þessari athugasemd. Ég efa að Kína hafi fyrirgefið Rússum, og ég samtímis efa að þeir auðsýni Rússum nokkra hina minnstu miskunn. Rússar séu sjálfir oft miklir ruddar á sitt nærumhverfi, en ég er viss um að Kínverjar standa þar síst að baki - - og þeir eru 10-falt fjölmennari ca. og samtímis nú orðnir til muna öflugari. Það sé mjög hættulegur kokteill tel ég fyrir Rússland, svo að ég tel að Pútín sé að fremja mjög stórt axarskaft:
Að halla sér að Kína getur verið leikur að eldinum fyrir Rússland
Bendi að auki á rök fyrir sekt Rússlands í Úkraínumálinu:
Yfirtaka Rússlands á Krímskaga, getur hafa snúist um olíu
Ég tel málið einmitt snúast um auðlyndir - mótívið tengist nýlegu tapi Rússa á auðlyndum til Kína. Allt hitt sé yfirvarp ryk sem rússn. stjv. þyrli upp til að villa heiminum sýn.
Hef aldrei haldið því fram að Pútín sé ekki snjall - - en ef þú líkir honum við Franco, mundu að Franco var mjög miskunnarlaus, og þ.e. Pútín ekki síður.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 1.7.2014 kl. 00:03
Sælir - aftur !
Einar Björn !
Þó svo - ekki séum við alls kostar sammála / nema um suma hluti met ég mikils: drengileg og fölskvalaus andsvör þín:: og vil ég viðurkenna / að oft gleymi ég mér yfir lestri þinna fróðlegu greina þó sjaldan skrifi ég í athugasemda kerfi þitt.
Samantektir þínar - minna mig oft á þann mæta dreng: spjallvin minn Jón Baldur L´Orange / sem hvarf héðan á braut af Mbl. vefnum að þarflausu: að mér og öðrum ýmsum finnst - á dögunum.
Hvað sem öðru líður - haltu þínu áhugaverða striki / Einar Björn.
Með beztu kveðjum - sem fyrr /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.7.2014 kl. 00:30
Það er oft ákveðið miskunnarleysi tengt stórveldum, það eiginlega felst í hugtakinu stórveldi, að keppa um völd - að ráðskast með aðra. Ég sé enga von fyrir Rússa að etja kappi við Bandar. með Kína á hægri hönd. Rússl. hafi getað keppt v. Bandar. meðan Kína var veikt, eða meðan Kína var veikara en Rússland. En ekki í þeirri veröld sem heimurinn standi frammi fyrir. Kína sé alls ekki vinur Rússlands, en til kannski til skamms tíma að láta sem svo sé. Útkoman fyrir Rússland að gera eigi að síður tilraun til að vera áfram stórveldi - verði sennilega e-h á þá lund, að Rússland verði nagað niður á milli þeirra - - ég bendi á skiptingu Rússa og þ.s. þá hét Prússland á Póllandi á seinni hl. 18. aldar bróðurlega á milli þeirra ríkja. Mig grunar að fyrir rest, endi Kína með Rússland frá Austri upp að Úral, en Vesturlönd með Rússland frá Vestri upp að Úral. Sem stórveldi taki ferill Rússl. endi endanlega. Skárri útkoma hefði verið fyrir Rússland, að gefast alfarið upp fyrir Vesturlöndum, og ganga í þeirra lið - þá a.m.k. sennilega héldist Rússl. nokkurn veginn saman sem heild. Rússland vanti eiginlega bandamann, sem sé líklegur til að vilja standa með Rússlandi - - eina sæmilega öfluga landið sem til er í heiminum sem ekki er Kína eða Bandar, er Indland. En það sennilega hefur ekki áhuga á að blanda sér beint í stórvelda átökin, heldur fylgja sínu fyrra móteli að vera í forsvari fyrir svokölluð "non aligned" lönd. Rússland hafi eiginlega enga góða valkosti, aðstaða þess nokkurn vegin vonlaus, sem sjálfstætt stórveldi.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 1.7.2014 kl. 01:25
"Eftir að hafa fylgst lengi með Úkraínumálinu, er niðurstaða mín - sem ég get ágætlega rökstutt, að Rússar séu hinir seku í málinu. Pútín sé að halda áfram með þá hegðan, að traðka á sínu nær-umhverfi, sem Rússland hefur því miður ástundað."
og svo hérna: "En gagnrýni þarf alltaf að ganga í báðar áttir, menn eiga aldrei að ákveða..."
Hvar er einhver sönnun fyrir því að Rússar séu hinir seku í málinu("gagnrýni þarf alltaf að ganga í báðar áttir")?
Hvar er einhver sönnun fyrir því að Bandaríkjamenn séu saklausir í þessu Úkraínumáli ("gagnrýni þarf alltaf að ganga í báðar áttir")?
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 1.7.2014 kl. 13:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning