Stuðningsmenn sjálfsákvörðunarréttar þjóða ættu að fagna ákvörðun Úkraínu, Georgíu og Moldavíu

Í seinni tíð hefur verið sérkennileg togstreita í gangi um þjóðir sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum milli Evrópusambandsins og Rússlands. Pútín hefur á sama tíma verið að leitast við að byggja upp - sitt eigið tollabandalag undir stjórn Rússlands. En hefur orðið lítt ágengt þ.e. einungis fengið 2-meðlimaríki. Af öllum þeim fyrrum Sovétlýðveldum er fengu sjálfstæði við hrun "USSR" hefur hann einungis fengið 2 til að undirrita sáttmála við Moskvu.

  • Til þess að fá Lukashenko í Hvíta Rússlandi til að undirrita, þurfti Kreml að beita hann miklum þrýstingi.
  • Armenía var einnig beitt þrístingi og hótunum.

Þetta er nefnilega áhugavert ástand - - að hingað til hefur ekki eitt einasta fyrrum Sovétlýðveldi, eða fyrrum aðildarland A-blokkarinnar; af fyrra bragði óskað eftir slíkum nánum viðskiptatengslum við Rússland.

Einungis 2-hafa fengist til þess, vegna þess að þau höfðu ekki aðra valkosti, voru beitt þrýstingi og hótunum, með öðrum orðum, þetta var ekki frjálst val hjá þeim.

Á sama tíma, hafa nú öll fyrrum aðildarríki A-blokkarinnar, er ekki voru Sovétlýðveldi - - gengið í ESB. Öll sömu ríki hafa einnig gengið í NATO.

Ath. - í öllum tilvikum, fóru þau lönd fram á aðild að NATO - og sífellt nánari viðskiptatengsl við ESB og síðan fulla aðild.

Ukraine Signs Trade Agreement With European Union

 

Þetta er ekki áróður - - heldur ískaldar staðreyndir

Það er áhugavert að veita athygli áróðri rússneskra fjölmiðla - og Rússlandsvina, sem bera blak af Rússum og styðja þeirra sjónarmið. En þetta umtal, að NATO hafi verið að marsera upp að landamærum Rússlands, er afskaplega villandi - - en í öllum tilvikum:

  1. Óskuðu nýju NATO löndin eftir aðild.
  2. Ekkert þeirra fékk aðild, fyrr en þau höfðu tekið upp fullt lýðræðisfyrirkomulag.
  3. Að auki, hefur ekki verið sett upp nein herstöð í nýju aðildarlandi, sem sú þjóð óskaði ekki eftir.

Ég að sjálfsögðu blæs á þá mótbáru að NATO hafi lofað Rússum, að NATO yrði ekki stækkað í A-átt. En það sýni eiginlega einmitt í hnotskurn hroka Rússa og virðingarleysi þeirra gagnvart vilja annarra þjóða, þ.e. þeir vildu með öðrum orðum "takmarka sjálfákvörðunarrétt" fyrrum A-tjalda þjóða.

Rússar þurfa eiginlega frekar að beina þeirri spurningu að sjálfum sér - - af hverju vildu allar þessar þjóðir ganga í NATO, og það við fyrsta tækifæri sem þær þjóðir fengu?

Af hverju síðan, eru nýju NATO löndin, einna bestu stuðningsmenn Bandar. innan NATO? Og einna helstu gagnrýnendur Rússa meðal NATO meðlima?

--------------------------------

  • Skv. prinsippinu um sjálfsákvörðunarrétt þjóða er það algerlega klárt.
  • Að Rússum einfaldlega kemur ekki við, hvort þjóð A eða B, vill ganga í NATO eða ekki.

Sama prinsipp að sjálfsögðu gildir um hugsanlega viðskiptasamninga við ESB.

Um það hvort þær sömu þjóðir dreymir um hugsanlega ESB aðild síðar meir.

 

Rússar þurfa einnig að spyrja sig fleiri spurninga

T.d. - af hverju fá þeir enga þjóð sem áður var hluti af "USSR" til að undirrita samninga við Moskvu um tollabandalag - - af fúsum og frjálsum vilja? 

Þegar Rússar sneru upp á handlegginn á Viktor Yanukovych, er hann var við það að ljúka samningum við ESB um fríverslun, sami samningurinn og Poroshenko var að undirrita.

Þá gengu þeir afskaplega langt, það voru mjög harðar viðskiptaþvinganir, settir á tímabundnir refsitollar - beitt heilbrigðiseftirliti Rússlands sem stöðvaði innflutning á einstökum vörum vegna heilbrigðisástæðna, beitt að auki hótunum vegna gaskaupa og gasverðs, ekki síst hótað að gjaldfella skuldir Úkraínu við Rússland.

Þetta er þ.s. margir á Vesturlöndum tóku ekki fullt tillit til, er Viktor Yanukovych var gagnrýndur, að hann tók ekki þá ákvörðun - - sem fullkomlega frjáls maður. Heldur undir afarkostum Pútíns, að hætta við þá samninga á 11-stundu.

Eins og þekkt er, reis þá upp fjölmenn mótmælahreyfing - - og fyrir rest var stjórn hans steypt, hann flúði í útlegð. Og nú hefur sami samningurinn verið undirritaður - - Pútín sennilega finnst hann upplifa "Groundhog Day."

  1. Það ætti hverjum og einum að vera ljóst, sem er ekki illa haldinn skorti á sjálfsgagnrýni.
  2. Að ef enginn vill vinna með þér, nema að þú þvingir viðkomandi.
  3. Þá er líklega e-h að þinni framkomu.

Staðinn fyrir að skilja, að það eru þeir sjálfir, sem eru að hrekja þessar þjóðir frá sér - - þá er dreift einhverri samsærisdellu í fjölmiðlum, þ.s. allt er skýrt með að sjálfsögðu "Vestrænu samsæri."

Þessar þjóðir eru sem sagt, ekki að taka "frjálsa ákvörðun" heldur hafi vestrænir fjölmiðlar matað lýðinn á lygum um Rússland og þá framtíð sem þær þjóðir eiga framundan, í samstarfi við Vestrænar þjóðir.

Þeim sé síðan stjórnað, af keyptum aftaníossum Vesturvelda.

 

Vandamál Rússa er einmitt framkoma þeirra gagnvart öðrum þjóðum

Rússar eiga orð um fyrrum Sovétlýðveldi, sem hefur verið þítt á ensku sem "near abroad." Sem þíða má á íslensku sem "bakgarð Rússlands."

Þá skilst samhengið, því að Rússar hafa litið á þetta svæði, akkúrat sömu augum og Bandaríkin áður litu Mið-Ameríku.

Að sjálfsögðu leiddi það til þess að Bandar. voru ekki sérlega vinsæl í Mið-Ameríku meðal íbúanna þar, og sama að sjálfsögðu gildir um fyrrum Sovétríkin.

Að reynsla þeirra sem þar bjuggu af því að lifa með Rússlandi, hroka Rússa gagnvart þeim þjóðum, sem sé sá sami og Kanar áður buðu Mið-Ameríkuríkjum. Er einmitt þ.s. hefur leitt fram þá niðurstöðu er ég bendi á að ofan.

Sem er þá, að flestar þessara þjóða, leita logandi ljósi að einhverjum öðrum en Rússum, til að eiga viðskipti við. Og til að tryggja öryggi sitt.

  • Framkoma Pútíns gagnvart Úkraínu - - þíðir að sjálfsögðu að Úkraínumenn verða hér eftir, fremur óvinveittir Rússum. Þ.e. eigin uppskera Pútíns.
  • Moldavíumenn hafa að sjálfsögðu veitt þessu athygli, þeir sjálfir urðu fyrir nokkrum árum fyrir sumu leiti sambærilegri framkomu, er Rússar bjuggu til "Trans Dnéstríu" á landamærum ´Moldavíu og Úkraínu. Með stuðningi rússn. hersveita frá herstöð á því svæði. Að sjálfsögðu hefur enginn samþykkt sjálfstæði þeirrar landræmu. Þar er nokkur iðnaður, meðan að nær enginn er í Moldavíu sem er talið fátækasta land Evrópu. Þrátt fyrir þrýsting og hótanir - - já einmitt eina ferðina enn beita Rússar hótunum, ákveða Moldavíumenn að hefja náin viðskipti við Evrópu.
Það er einmitt hrokinn sem Rússar beita sína fyrrum landa, er þessi lönd voru öll saman í "USSR" sem sannfærir þá fyrrum landa, að leita í faðminn á "Vesturlöndum."

 

Niðurstaða

Ég hef að sjálfsögðu ekki verið þekktur sem aðdáandi ESB nr. 1.

Á hinn bóginn er ég mjög ákveðið stuðningsmaður "sjálfsákvörðunarréttar þjóða."

Það var einmitt á grundvelli þess réttar, að Ísland og Íslendingar tóku afdrifaríka ákvörðun 1944, um fullt sjálfstæði. Þá voru raddir þess efnis, að það væri dónaskapur af okkar hálfu, að taka slíka ákvörðun einhliða meðan Danir væri hersetnir.

  • Þeir sem styðja - - rétt stórþjóðanna til að ráða yfir þeim smærri. Þeir eru gjarnan mjög uppteknir af einmitt hagsmunum stærri þjóðarinnar, hennar tilfinningum og hagsmunum.

En ég segi á móti, að annaðhvort styðja menn það prinsipp að hver þjóð skuli ráða sér sjálf, eða ekki.

Ef niðurstaðan er sú, að hver þjóð skuli sjálf ákveða sína framtíð. Þá auðvitað þíðir það, að það er réttur hverrar þjóðar að taka ákvörðun hverja þá sem sú þjóð vill um sína framtíð. Og komi þá engri 3-þjóð eða fyrrum herraþjóð þeirrar þjóðar það nokkuð við hvað sú þjóð ákveði að gera.

Það er mitt svar við mótmælum Rússa - gagnvart meintri útþenslustefnu NATO. Og mótmælum þeirra gagnvart frjálsum ákvörðunum fyrrum aðildarríkja "USSR" að ganga Vesturlöndum á hönd.

En ég hef að sjálfsögðu ekkert við það að athuga - - ef þjóðir fullkomlega sjálfviljugar ákveða að semja um fríverslun við ESB, og tel að mótmæli Rússa séu einmitt dæmi um þeirra hroka gagnvart smærri og veikari þjóðum. 

Sama gildir að sjálfsögðu um hugsanlega NATO aðild. Og aðild að ESB - - að Rússum komi þetta ekkert við.

Ef fyrrum Sovétlýðveldi virkilega vill stefna í slíkar áttir - - er það mál þeirrar þjóðar, og hennar réttur.

Það komi ekki neitt við afstöðu minni til ESB aðildar Íslands, hvort að ég styð rétt þjóða til að nýta sinn sjálfsákvörðunarrétt.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson

Mér er farið að ofbjóða einföldun þína á málum Úkraínu . Við fylgdumst með  “ uppreisninni“  á

Friðartorginu  , stjórnað af vesturlöndum og hvernig stór  austasti hluti landssins  og sá hagsælasti var hundssaður .

Nú eru allar líkur á að þetta fólk verði strádrepið á næstunni og gríðarlegur flótti er frá þessum svæðum til Rússlands.

Þú ert algerlega kominn á band áróðurs vesturvelda OG ÞAÐ ER DAPURLEGT. Þar fyrir utan er þú farinn að tilkinna fólki hvað það megi lesa? !

 Ég les breskar greinar, þýskar og sænskar og fl. sem ég kemst  yfir. Eitt af trikkum  YKKAR er að koma allri sök og skömm yfir á Rússa en þeirra stærsta sök er að eiga landamæri að Úkraínu og  að vera þjóð sem hlúir að sínum hagsmunum og í mínum huga er það nákvæmlega skilda hverrar þjóðar .

Hinn „alræmdi“ Pútin beinir því til yfirvalda Úkraínu að tala við fólkið í austurhlutanum en það er auðvitað algjör della.

Þetta verður í síðasta sinn sem ég svara bloggi fá þér.

Snorri Hansson, 28.6.2014 kl. 03:38

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ekki stjórnað af Vesturlöndum, studd af Vesturlöndum, þ.e. munur á því - Rússar halda því alltaf fram að þegar land gengur þeim úr greipum, að þá hafi Vesturlönd gabbað alþýðuna þar með áróðri, keypt þar valdamenn, sett upp strengjabrúður o.s.frv. Þetta er ekki ný tegund af áróðri, hann er fyrst og fremst háværari en vanalega, þeir hafa staðið sig betur í því að dreifa honum um netið, í gegnum miðla eins og RT, þeir hafa varið meira púðrí en áður í málið. En í grunninn er þetta sama leikritið - - að þjóð vill annað en Rússar vilja. Rússar beita hótunum og þvingunum, til að fá sinn vilja fram. Þjóð samt ákveður annað, í þetta sinn ganga Rússar lengra en vanalega í því, að refsa þeirri þjóð fyrir að taka ákvörðun er þeir ekki vilja.

----------------------

Rússar hafa stutt "Proxy War" í Úkraínu. Það er "predictably" að auka gagnkvæmt hatur milli þjóðahópa þar. En þessi flótti, er stórum hluta rússn. áróðri að kenna, þ.s. þeir hafa logið því að fj. manns í A-Úkraínu, að valdamenn í Kíev, muni eins og þú tekur til orða, strádrepa fólkið. Þetta sýnir að þ.e. raunverulega mögulegt að gabba fj. fólks, eins og Rússar halda fram að Vesturlönd stundi - málið er að þ.e. Rússar sjálfir sem stunda þetta.

----------------------

Að sjálfsögðu vill Pútín, að það sé rætt við uppreisn, sem er undir beinni stjórn Moskvu, manna eins og sjálfskipaðs forsætisráðherra Donetsk er tók völdin þar í byltingu fyrir skömmu, rak út úr húsum þar heimamenn er áður höfðu hafið uppreisn, stýrir uppreisninni nú með sínum tétensku bardagamönnum, og öðrum frá Rússlandi, sjálfur Rússi sem hefur dúkkað upp víða allt frá Téténíu yfir í S-Ossetíu, Krím Skaga - flakkað á milli þ.s. Pútín þarf á honum að halda. Nú stýrir hann stærstum hluta þessari meintu uppreisn, sem bersýnilega er eins og haldið er fram af Kíev, af leiguþýjum Kreml.

-----------------------

Þ.e. einmitt málið að eftir því sem ég hef fylgst lengur með málinu. Hef ég betur skilið hvað er í gangi. Þ.e. ekki eins og þú heldur fram, heldur hitt að breytt afstaða er í ljósi bætt skilnings. Ég skil í seinni tíð að Úkraínumennirnir hafa allan tímann haft á réttu að standa. Ef rætt er við leiguþý Rúsa, þá er þeim veitt "legitimcay" sem ekki ætti að gera. Pútín vill að það sé gert - eins og þetta sé raunverulega "popular" uppreisn, en ekki sjónarspil Pútíns. Með keyptum aðilum og raunverulegum strengjabrúðum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 28.6.2014 kl. 09:10

3 Smámynd: Borgþór Jónsson

Einar ,þú ert í undarlegri afneitun hvað þetta varðar.Það liggur einfladlega fyrir í dag að það var varið gríðarlegum fjármunum til að greiða fólki sem var statt á Maidan torginu og að það fékk bónusa fyrir ofbeldisfulla hegðun.

Það eru einfaldlega til tölvupóstar sem sýna þegar forsvarsmenn uppreisnarinnar eru að óska eftir AUKNU fjármagni í þessu skini.

Það er heldur engin launung yfir samstarfi bandaríkjastjórnar við Úkrainska nasista sem hrifsuðu völdin í upplausninni sem varð,eins og uppskriftin segir til um.

Nú standa yfir þjóðernishreinsanir í A Úkrainu samhvæmt stefnu Svoboda og Right sector sem innifelur að rússar sem eru aðskotadýr að þeirra mati ,verði reknir úr landi , eða til þrautavara sviftir borgararéttindum svo sem að þeim verði bannað að gegna opinberum embættum ,rússneska verði bönnuð og að það verði skráð í vegabréf þeirra að þeir séu af rússneskum uppruna. Allt eftir gömlu góðu þysku uppskriftinni.

Þú er undarlega öfugsnúinn að halda því fram að fólk sé að flýja Úkrainu af því Putin sé að ljúga í fólkið.Fólkið er að flýja af því að það er ukraniskur her að sprengja upp borgirnar á svæðinu með stórskotaliði og loftárásum og fólkið vill ekki láta drepa sig.Svona er þetta nú einfalt.

Það er furðulegt að þú getir ekki skilið þessa hvöt hjá fólkinu að það vilji halda lífi.

Nú er reyndar uppi sú staða á sumum svæðum að ukraniski herinn hefur lokað á flóttaleiðir og rekur fólk til baka inn á átakasvæðið.Af hverju skyldi það nú vera?

Rússnesk stjórnvöld hafa sýnt ótrúlega sjálfstjórn með því að sitja hjá meðan ættingjar þeirra í Úkrainu eru myrtir hundruðum saman af þarlendum stjórnvöldum og eftirlifendur gerðir að öreigum.

Sennilega stafar þetta af löngun Putins til að tilheyra Evrópu og hann vill ekkert aðhafast sem gæti slökkt endanlega í þessum draumórum hans.

Borgþór Jónsson, 28.6.2014 kl. 10:49

4 identicon

Sæll Einar Björn

Er ekki einhver áróður í þessu öllu hjá þér Einar Björn, og hvernig er það hefur Putin karlinn og hans stjórn haft meira en 50 ár til þess að þróa sitt tollabandalag?

Er ekki einhver áróður í þessu hjá þér, þar sem að það hefur verið gegnum gangandi hjá Evrópusambandinu (ESB) að fara fram á aðild að NATO hjá þessum fyrrum Sovétlöndum? Ég veit ekki betur en að það hafi komið fram í einum af þessum Protocol- um í ESB- samningunum er Viktor Yanukovych vildi ekki undirrita, að Úkraína verður að gerast aðili að NATO til að uppfylla samninginn?  

Ég veit ekki betur en NATO hefur verið með þessar 7 þrepa áróðursáætlanir til þess eins þá að fá lönd inn í NATO, eða "The Step -By- Step Procdure to NATO Membership" og ekki reyna að neita þessu, því það er algjörlega tilgangslaust.   

Auðvitað ert þú hrifinn af NATO og öllum glæpaverkum NATO með leynilegum her og leynihernaði Gladio B osfrv., svo og öllum þessum false "pretext"-um þeirra eða eins og fyrir NATO stíðið gegn Írak og Líbýu núna síðast.

Nú og örugglega þessum Star Wars áætlunum NATO með "first strike", eða svo að NATO geti gert árás fyrst og aðrar þjóðir geti alls ekki svarað, því að eins og PANC og reyndar hann Zbigniew Brzezinski hafa verið að segja þá er aðalatrið að Bandaríkin verði að ná yfirráðum áður en eitthvað annað stórveldi nái að verða að veruleika í heiminum, ekki satt og allt fyrir Bandaríkin og NATO?

Hvar vantar núna fleiri NATO herstöðvar við öll þessi lönd sem eru nú þegar í NATO en hérna Albaníu, Búlgaríu, Króatíu, Tekklandi, Eistlandi, Ungverjalandi, Léttlandi, Litháen, Pólandi, Rúmeinu, Slóvakíu og Slóveníu til að miða núna beint á Rússland í allri þessari Rússafóbíu?

Það er ekki hægt að neita því að Vesturveldin hafa svikið alla samninga er gerðir voru á milli James Baker og Gorbatjovs (Varsjábandalagsins), en þessir samningar um að NATO skyldi ekki stækka til austurs voru gerðir til þess eins að svíkja þá að hálfu Bandarískra stjórnvalda.
Nú á greinilega að reyna að segja okkur að menn hafi verið svo heimskir og vitlausir að þeir hafi ekki samið um neitt, eða allt til þess að þóknast áróðursbulli Bandaríkjanna og NATO, þar sem að NATO er og hefur verið í því að masara inn með allan þennan hræðsluáróður og 7 þrepa áróðursáætlanir og hvað eina til þess að innlima þessi fyrrum sovétlönd inn í NATO.  

Þú talar ekkert um hvað Úkraínumenn hafa gert gegn Rússneskumælandi og/eða Rússneskuættuðu fólki þarna í Úkraínu, en eins og þú gerir þér grein fyrir þá er Úkraína svo gott sem gjaldþrota eða á hausnum. Það er rétt að tollasamband er Úkraína hafði áður við Rússland er svo gott sem farið, eða þeas. eftir þennan ESB- samning er gengur þvert á alla samninga við Rússa.

Stóreignaelítur Vesturlanda eiga líklega bara eftir að hirða upp landið þarna eða allt upp í skuldir. Planið allt með að borga meira en 5. milljarða dollara í þessa byltingu til að koma fyrrum stjórnvöldum Úkraínu frá völdum (Regime Change), og svo hjá þeim Victoria Nuland Geoffrey Pyatt skipa og setja á saman þessa líka ömurlegu ríkisstjórn hefur allt saman verið til þess að þessi vitleysa náði fram að ganga.      

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 28.6.2014 kl. 19:54

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór, þ.s. mér finnst undarlegt, að enginn af meðal netvera sem styðja Rússa, muna eftir 13 milljörðum USD sem Pútín var búinn að lofa Viktor Yanukovych.

Það eina sem þeir muna eftir, er að einn af starfsm. Hvíta Hússins, nefndi mun lægri upphæð - er einnig hljóp á milljörðum USD.

Vesturlönd studdu byltinguna, eftir að Viktor Yanukovych samþykkti afarkosti Pútíns, lét hann hann þegar frá 3 milljarða USD, og síðan átti hann að fá restina af þeirri upphæð síðar.

-----------------

Af undarlegum ástæðum, ályktið þið að Byltingin hafi verið keypt af Vesturlöndum, eins og að það eina sem máli hafi skipt - - hafi verið peningaupphæðirnar umræddu.

Ef það hefði verið málið, hefði Pútín hafa átt að hafa orðið ofan á - - enda var hann með mun hærri upphæð í boði til Úkraínu.

---------------------------

"Nú standa yfir þjóðernishreinsanir í A Úkrainu..."

Þ.e. kjaftæði, áróður rússn. fjölmiðla, hefur skapað hræðsluástand meðal hluta almennings, sannfært að fullkomlega ástæðulausu, að rússn. minnihluta landsmanna sé nokkur hin minnsta hætta búin. Sem að sjálfsögðu er einungis lygaáróður rússn. fjölmiðla.

"Nú er reyndar uppi sú staða á sumum svæðum að ukraniski herinn hefur lokað á flóttaleiðir...."

Hann hefur lokað leiðinni til landamæra Rússl., sem er rökrétt aðgerð - til að koma í veg fyrir að uppreisnarmenn fái meir af vopnum eða að flr. rússn.ríkisborgarar bætist við liðsafla uppreisnarmanna.

Í staðinn stendur fólki til boða, að flýja inn til Úkraínu til Vesturs. Ef fólk hætti að hlusta á lygaáróður rússn. fjölmiðla, þá sægi það að því er opin leið út af hættusvæðinu - - þ.s. uppreisnarmenn halda fólki í helgreipum ótta, þ.s. stöðugur heilaþvottur virðist í gangi. Ég er þess fullviss, að þegar svæði uppreisnarmanna verða á endanum tekin - - komi margt ljóst í ljós. Þegar fangelsi þeirra verða opnuð.

"Það er furðulegt að þú getir ekki skilið þessa hvöt hjá fólkinu að það vilji halda lífi."

Það hefur verið logið að því, að eina vonin um öryggi sé í Austur - - sennilega er Pútín að leita að "Casus belli" að þegar hann verði kominn með flóttamannabúðir með nokkrum þúsundum heilaþveginna, þá sendi hann herinn sinn inn í Úkraínu, hefji formlega innrás undir yfirskyni þess að vernda íbúana þar.

Þessi "false flag" aðgerð virðist þrautskipulögð, Pútín má eiga það. Það má vera að hún gangi fullkomlega upp, að leiguliðar hans setji eitt stykki uppreisn á svið, nokkur þúsund Þjóðernisöfgamanna séu vopnuð af Pútín, við bætt nokkrum hópi flugumanna sem hafa áðue komið við sögu hjá Pútín - - skipulögðum heilaþvætti beitt, og útsmognum áróðri dælt yfir heimspressuna og um netið.

Síðan þegar stjórnarher landsins á endanum nær að safna liði til að skakka leikinn, vegna þess að skæruliðarnir eru þræl vopnaðir, er ekki hægt að sigrast á þeim nema með öflugum vopnum, sem óhjákvæmilega veldur tjóni á byggingum í þeim borgum og bægjum sem þeir halda - - hluti almennings plataður til fylgilags, vegna skipulags heilaþvottar og útsmogins áróðurs. Er síðan plataður til að leggja á flótta í A-átt, svo að Pútín geti sýnt heimspressunni flóttamannabúðir. Haldið því fram, að hann hafi rétt til þess - - að gera þ.s. hann alltaf ætlaði. Þ.e. að hernema þessi 2-svæði í Úkrainu til viðbótar.

En aðgerðin eins og ég hef áður bent á, snúist í reynd um að ræna Úkraín auðlyndum - - eftir skilji hann snauða þjóð, rúna helstu auðlyndum, með mjög minnkaða tekjumöguleika, gersamlega gjaldþrota að sjálfsögðu og síðan ætlar hann að auki að núa salti í þau sár með því að rukka 100% hærra verð fyrir gas.

Það má bóka að eftir á verður fullt hatur Úkraínumanna á Pútín og fylgismönnum hans.

Kv.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 28.6.2014 kl. 21:25

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þorsteinn, þetta er tómt rugl og steypa, í ESB eru bæði lönd sem eru meðlimir að NATO og lönd sem ekki eru það. NATO aðild hefur aldrei verið aðildarskilyrði og ekki stendur til að það verði aðildarskilyrði. Að sjálfsögðu er ekkert þannig protocol til. Löndin í A-Evrópu voru búin að ganga öll sömul í NATO - - áður en þau gengu í ESB. Síðan einfaldlega kemur Rússum það ekkert við ef Úkraína vill aðild að NATO. Þ.s. Viktor Yanukovych stóð frammi fyrir, var sambærilegur samn. v. þann sem Ísland hefur í gegnum svokallaðan EES samning. Ef NATO aðild væri skilyrði, af hverju eru þá a.m.k. 3 þjóðir ESB meðlimir, sem ekki eru NATO meðlimir og hafa engin áform um NATO aðild? NATO aðild koma aldrei þessum samningum Úkraínu við - - þ.e. algerlega sjálfstæð spurning. Engin formleg umsókn Úkraínu um aðild að NATO liggur fyrir, það var engin þrýstingur af hálfu NATO um aðild Úkraínu - - enda fylgir nýju aðildarlandi NATO alltaf töluverður kostnaður. Þ.s. það þarf að reisa í nýju aðildarlandi töluvert af varnarmannvirkjum, sem yfurleitt er kostaður af mannvirkjasjóð NATO. Þessa stundaina, væri ekki sérlega vinsælt, að standa í slíku þegar lönd Evrópu eru að skera niður kostnað við varnir. En NATO þarf að sjálfsögðu að reisa mannvirki og herstöðvar, því að NATO þarf ávalt að geta sýnt fram á að geta varið nýtt aðildarland, annars tapar NATO trúverðugleika sínum. En sá stendur og fellur með því, að NATO geti staðið við það loforð, að árás á eitt sé árás á þau öll. NATO samþykkir ekki aðildarland, nema það geti séð fram á að geta varið það.

---------------------------

Það er enginn áróður fyrir NATO aðild í gangi. En þ.e. að sjálfsögðu vel kynnt, hvað lönd þurfa að uppfylla sem hafa áhuga á aðild að NATO. Löndum hefur stöku sinnum verið boðin aðild af fyrra bragði - en þ.e. mjög sjaldgæft. Ísland var ein slík undantekning. En NATO aðild getur ekki gengið um garð, nema að sú þjóð sem óskar aðildar - - samþykkir aðild. NATO aðild felur aldrei í sér þvingun, það aftur á móti var ekki svo um aðild að Varsjár-bandalaginu, ítrekað voru gerðar innrásir í ríki sem virtust vilja hætta. Hin vanalega leið, er að land óskar eftir aðild, síðan taki aðildarþjóðir NATO ákvörðun um það hvort þær vilja nýtt aðildarland - - ákvarðanir eru alltaf skv. reglunni um "unanimity" þ.e. allir verða að vera sammála. Þannig í þeim örfáu tilvikum að landi hefur verið boðin aðild, hafa þá öll aðildarríki er fyrir voru, verið búin að fyrirfram samþykkja það boð - - í tilviki Íslands þ.s. NATO var ekki stofnað fyrr en eftir að Ísland samþykkti að ganga í, þá var það boð um að vera eitt af stofnmeðlimum. Ísland er eina landið í NATO, sem þarf engu fé að verja til heimavarnar eða hafa eigin her, það sendir þó fé í Mannvirkjasjóð NATO. Þetta er varanleg undanþága, þó að Ísland geti að sjálfsögðu ef Ísland vill afsalað sér henni.

------------------

NATO hefur enga samninga svikið við Rússland, þ.s. NATO hefur aldrei gert neina samninga við Rússland sem hafa verið sviknir. Þ.e. lygaáróður, að nokkrir samn. við Rússland hafi verið sviknir. En ég hef veitt því athygli, að netið er fullt af lygum sem virðist skipulega vera dreift um netið - líklega af rússn.aðilum sennilega leyniþjónustu Rússlands, og einnig rússn. netmiðlum.

---------------------

Þorseinn, þú snýrð þessu öllu á haus, þ.e. Rússland sem er að virkilega grimmilega að ræna Úkraínu auðlyndum - - sem ég hef áður lið fyrir lið útskýrt; þ.e. hafsbotnsréttindum undan strönd Krím-skaga en nágrannalandið Rúmenía hefur skipt sinni lögsigu milli helstu olíufélaga heimsins olíufélög í heiminum gera sér miklar vonir um að ríkulegar gaslyndir og olíulyndir sé að finna undir botninum á Svartahafi Úkraína var í viðræðum við olíufélög um að skipta landgrunni Krím-skaga milli þeirra svo þau mundi rannsaka lög undir botninum, nú hafa Rússar læst klónum í þetta nánar tiltekið vinir Pútíns sem ætla að græða þá hundruð milljarða USD sem þarna gætu leynst undir niðir - - í Luhansk og Donetks eru mjög verðmæt kolalög þar er einnig öflugur iðnaður sem Rússar þá hirða ásamt kolalögunum - - ekki má gleyma að þá eignast Rússland einnig allt Azovshaf og allar hugsanlegar auðlyndir undir botninum þar. Rússland hefur ástæðu til að afla sér nýrra auðlynda því verulega hefur hægt á hagvexti í Rússlandi allra síðustu ár sennilega vegna þess að Kína er langt komin með að hirða auðlyndir Mið-Asíu sem áður Rússar hirtu nær allan gróða af sem þíðir að Rússar eru þar með að tapa tekjum eftir því sem Kína tekur þetta yfir. Að sjálfsögðu muntu ekki taka neitt mark á þessu og halda áfram að endurvapra rússn. lygaáróður og þann þvætting sem rússn. fjölmiðlar og vinir á netinu dreifa.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 28.6.2014 kl. 21:50

7 identicon

Sæll aftur Einar Björn
Já, já Einar Björn þú neitar öllu, það er sérstaklega tilgreint þarna "fyrrum Sovétlönd", en hvað þú kýst að horfa framhjá því algjörlega, og það er minnst þarna á "Protocol "er voru í þessum síðasta samningi við Viktor, eða að Úkraína þyrfti að gerast aðili að NATO, en hérna þetta er ekki haft eftir Rússneskum fjölmiðlum, þú?  
Það er einfaldlega vitað af svona aðferðum er ESB hefur verið beita. Ég held að það sé alveg sama hvað staðreyndir ég nefni hérna, þú afneitar öllu fyrir NATO og fyrir áróður Bandaríkra stjórnvalda, en því miður þrátt fyrir að þú elskir Bandaríkin, NATO og allan þennan leynilega her, leynilegu hernaðaraðgerðir NATO, og jafnvel þrátt fyrir að NATO hafi nota "pretext"(eða lygar) til þess hefja stríð gegn Írak og Líbýu, þá eru til upplýsingar sem menn hafa komist yfir frá NATO, eða hérna "The Step -By- Step Procdure to NATO Membership", þú? 

Einar þér er kunnugt um að NATO hafi svikið samningana við Varsjábandalagið, en hvað þú kýst að neita því algjörlega að NATO hafi svikið einhverja samninga, ekki satt? Ég held að það þýðir ekkert fyrir mig að benda á eitthvað upp úr Spiegel, því þú afneita öllu fyrir NATO áróðurinn og Bandaríkin : " 

.. Genscher told SPIEGEL. To that end, the German foreign minister promised, in his speech in Tutzing, that there would not be "an expansion of NATO territory to the east, in other words, closer to the borders of the Soviet Union." East Germany was not to be brought into the military structures of NATO, and the door into the alliance was to remain closed to the countries of Eastern Europe.

Genscher remembered what had happened during the 1956 Hungarian revolution. Some of the insurgents had announced their intention to join the Western alliance, giving Moscow the excuse to intervene militarily. In 1990, Genscher was trying to send a signal to Gorbachev that he need not fear such a development in the Soviet bloc. The West, Genscher indicated, intended to cooperate with the Soviet Union in bringing about change, not act as its adversary.

The plan that was proclaimed in Tutzing had not been coordinated with the chancellor or West German allies, and Genscher spent the next few days vying for their support.

As Genscher's chief of staff Frank Elbe later wrote, the German foreign minister had "moved with the caution of a giant insect that uses its many feelers to investigate its surroundings, prepared to recoil when it encounters resistance."

US Secretary of State James Baker, a pragmatic Texan, apparently "warmed to the proposal immediately," says Elbe today. On Feb. 2, the two diplomats sat down in front of the fireplace in Baker's study in Washington, took off their jackets, put their feet up and discussed world events. They quickly agreed that there was to be no NATO expansion to the East. It was completely clear, Elbe comments."(http://www.spiegel.de/international/world/nato-s-eastward-expansion-did-the-west-break-its-promise-to-moscow-a-663315.html)
En hvað hérna, þú átt öruggleg eftir að neitt þessu öllu fyrir allan NATO áróðurinn og til réttlæta allt NATO bullið og þvæluna, ekki satt eða allt fyrir NATO og Bandaríkin.

Nú og auðvita styður þú það Einar, að NATO ógni Rússlandi ennþá meira en orðið er með fleiri eldflaugum og öðru drasli, svo og Star wars kerfinu með "first strike" fyrirkomulaginu, eða svo að NATO geti gert fyrstu árásina (fyrir slysni eða annars) eða svo að Rússland geti alls ekki svarað fyrir veggnum, eða fleiri svona stríðsógnir og allt fyrir NATO- Bandaríkin, ekki satt? 

Rússland er ekki að ræna einhverjum auðlindum þarna, en við vitum að Cevron, Shell og Burisma Holdings hafa þarna tögl og haldir í Úkraínu, en hvað þú nennir ekki að fylgjast með því öllu saman,  eða einhverjum öðrum fréttaflutningi en Neocons er styðja Bandarísk stjórnvöld, ekki satt?

US foreign aid agencies paid for Kiev street violence - ex-US agent

Ukraine Crisis - What You're Not Being Told

Target: Ukraine -- How foreign intervention is tearing the country apart


Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 28.6.2014 kl. 23:59

8 identicon

"The Iraq war was then launched based on lies which the Times aggressively promoted.

Finally, the Times presents a YouTube clip of a cell phone call between “Strelok” (whom Ukrainian intelligence claims is an alias for an ethnic Russian active in the protests, Igor Strelkov) and his anonymous Russian superior. The two reportedly discuss how to hold territory and how to discuss the armed protesters’ political positions with Russian media.

Since the release of this YouTube clip several days ago, a political analyst named Alexander Boroday has come forward and identified himself as the person on the phone with Strelok. He says he is a counselor for the pro-Russian government in Crimea and denies working for Russian intelligence. The Times, remarkably, does not report these developments to its readers.

It is conceivable that the Kremlin is running through Boroday a major operation on the scale of the US-backed Right Sector operation in Kiev. However, the Times offers no proof whatsoever to support such speculation.

One final point regarding the Times’ alleged evidence. The Russian government and media have intercepted and published damning material on the role of US and European imperialism in Ukraine, involving publicly known, high-level officials.

During the Kiev protests, they recorded US State Department official Victoria Nuland and US Ambassador to Ukraine Geoffrey Pyatt plotting to install now-Prime Minister Arseniy Yatseniuk in power in Kiev. They later intercepted communications between EU foreign policy chief Catherine Ashton and Latvian officials, discussing the fact that protesters in Kiev were shot not by Yanukovych’s forces, but by pro-Western forces."(http://www.globalresearch.ca/the-new-york-times-purports-to-provide-definitive-proof-that-russian-spies-are-active-in-eastern-ukraine/5378700)

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 29.6.2014 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband