27.6.2014 | 01:05
Virðist stefna í allsherjar stríð í Mið-Austurlöndum
Eins og ég hef bent á, þá tel ég vera í gangi stríð milli Saudi Arabíu og bandamanna við Persaflóa, og Írans - sem hafi stóran hluta Mið-Austurlanda - - > sem skákborð. Eins og flestir ættu að vita, hófst borgarastríð í Sýrlandi 2011. Íran hefur kosið að styðja við ríkisstjórn Alavíta í Sýrlandi. Meðan að Saudi Arabía og bandamenn við Persaflóa hafa stutt uppreisnarmenn, því miður virðist að Saudar og bandamenn hafi fókusað sinn stuðning á Súnný Íslamistahreyfingar.
Nouri al-Maliki welcomes Syria air strikes against rebels in Iraq
"Nouri al-Maliki said in an interview with the BBCs Arabic language channel that Syrian aircraft had bombed the forces of the Islamic State of Iraq and the Levant (known as Isis) earlier this week along Iraqs border with Syria at the city of Qaim." - "There was no co-ordination but we welcome this operation, Mr Maliki said."
Iran Secretly Sending Drones and Supplies Into Iraq, U.S. Officials Say
"Iranian transport planes have been making twice-daily flights to Baghdad with military equipment and supplies, 70 tons per flight, for the Iraqi forces." - "Its a substantial amount, said a senior American official, who spoke on the condition of anonymity because he was discussing classified reports. Its not necessarily heavy weaponry, but it is not just light arms and ammunition."
"While Iran has not sent large numbers of troops into Iraq, as many as 10 divisions of Iranian and Quds Force troops are massed on the Iran-Iraq border, ready to come to Mr. Malikis aid if the Iraqi capital is imperiled or Shiite shrines in cities like Samarra are seriously threatened..."
---------------------------------------
Eins og þessar fréttir sýna - - er þetta eitt stríð
Íran er bersýnilega að undirbúa sig fyrir, stórt inngrip í átökin í Írak. Það að flugher stjórnar Alavíta í Sýrlandi - - sjá kort "Alavítistan." Hafi nú gert sprengjuárásir á stöðvar ISIS í Írak, er athyglisverð þróun. En á ekki endilega að koma á óvart.
Aðstoð flughers Alavíta, er þá bein aðstoð við bandamann Írana í Írak, þ.e. stjórn Malikis. Og örugglega ekki tilviljun, að slíkar loftárásir eru framkvæmdar.
Enda stendur og fellur stjórn Alavíta á stuðningi Írans, og bandamanna Írans - ekki síst í Hesbollah samtökunum í Líbanon. Einnig nýtur hún stuðnings Rússlands - - en sá stuðningur skiptir minna máli.
Nema að því leiti, að Rússar hafa "blokkerað" Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna. En þeir hafa ekki sent neina hermenn á svæðið, það hafa Íranar séð um - þ.e. nánar tiltekið. Bandamenn Írana eins og Hesbollah, einnig hafa Shítar frá Írak barist í Sýrlandi, með her Alavíta.
- Eins og sést á kortinu er umráðasvæði Assad stjórnarinnar - - mjög skroppið saman.
- Þ.e. ekki of langt gengið að segja, að Sýrland sé hætt að vera til, eins og er ályktað í mjög góðri fréttaskýringu Der Spiegel: The New Face of Terror: ISIS' Rise Pushes Iraq to Brink
Vestræn lönd eiga að sjálfsögðu ekki - - senda hermenn í þetta stríð.
En það má fastlega reikna með því, að innkoma "Byltingavarðar Írans" - þ.e. sveita á hans vegum, í stríðið í Írak. Muni magna frekar átökin í Mið-Austurlöndum.
En hingað til, hafa Íranar sjálfir - - ekki barist með beinum hætti. En með innkomu Byltingavarðarins íranska, sveita á hans vegum - - verða Íranar orðnir beinir stríðsþátttakendur.
Þ.e. stríðið er þá ekki lengur - - proxy.
Átök Írana og Saudi Araba - - eru ekki ný af nálinni
Þetta kemur kannski einhverjum á óvart, en samfellt leynistríð milli flóa Araba ásamt Saudi Arabíu, og Írans, hefur staðið yfir síðan a.m.k. 1980. En september það ár, gerði Saddam Hussain innrás í Íran - en Íranar höfðu nokkrum mánuðum áður steypt Resa Palavi keisara Írans af stóli. Saddam sennilega sá sér leik á borði, hélt að hann gæti hrifsað af Íran - nokkur olíuauðug héröð. En síðan tók við ákaflega blóðugt stríð - lauslega áætlað mannfall yfir milljón. Því lauk um mitt ár 1988.
Málið er að Saudi Arabía, flóa Arabar, studdu með gríðarlegum fjárframlögum - - Saddam Hussain. Það gerðu reyndar fleiri, Bandaríkin einnig. En sem kannski vekur undrun einhvers, einnig Sovétríkin.
- Ég held það sé óhætt að segja, að samfellt síðan - - hafi svarinn fjandskapur verið milli Saudi Arabíu, flóa Araba - - og Írans.
- Hafa báðir aðilar gert ítrekaðar tilraunir, til að efna til uppþota - uppreisna, í löndum hvors annars. Þ.e. ekki langt síðan, að íranskt studdur hópur á landamærum Saudi Arabíu í Suðri, var með skæruhernað í fjallendi þar. Stríð sem herafli Saudi Arabíu náði að kveða niður.
- En átökin hafa sannarlega farið á nýtt og miklu hættulegra stig. eftir að átökin í Sýrlandi hófust 2011.
- Og nú með því, að Írak verður hluti af þeirri átakasyrpu, þá stigmagnast þetta stríð, aftur.
Miðað við hina löngu átakasögu er erfitt að trúa öðru en að Saudar og flóa Arabar styðji ISIS
Það sé einfaldlega of hentugt sem liður í þeim átökum, að ISIS skuli hafa gert innrás í Írak. Eins og fram kemur í grein "Der Spiegel" bendir mjög margt til þess, að kjarni "ISIS" sé skipulagður af fyrrum herforingjum úr her, Saddam Hussain.
Þ.s. her Saddam Hussain, var áður studdur af Saudum og flóa Aröbum. Er ekki ósennilegt að persónulegar tengingar hafi viðhaldist. Það vekur einnig athygli, hve öflugt og gott skipulag "ISIS" hefur, sé eiginlega - - skipulagt sem her. Frekar en sem hryðjuverkahópur.
Það fittar eiginlega við það, ef hreyfingin er skipulögð af fyrrum herforingjum úr her Saddam Hussain. Þá einmitt kunna þeir að skipuleggja her, að auki kunna þeir að skipuleggja stríð, tja - - sbr. reynslu þeirra af löngu stríði við Íran.
- Punkturinn er, að innrás ISIS er þegar farin að veikja hernaðarstöðuna innan Sýrlands, þ.s. hópar íraska Shíta er voru að berjast þar, eru að streyma heim til að berjast þar í staðinn.
- Síðan mun Íran þurfa, að dreifa kröftunum milli þess að halda stjórn Shíta í Bagdad á floti, og þess að halda stjórn Alavíta í gangi.
Sem einnig veikir hernaðarstöðu Írans í Sýrlandi.
Að sjálfsögðu, vill enginn viðurkenna opinberlega að styðja "ISIS" þ.s. aðferðir "ISIS" eru vægt sagt óskaplega grimmar.
Á hinn bóginn, rímar það ekki endilega illa við það að "ISIS" sé skipulagt af fyrrum herforingjum úr her Saddam Hussain, enda var stjórn Saddam - - einstaklega grimm.
Niðurstaða
Stríðið milli Írans og Araba við Persaflóa, virðist í hættulegri stigmögnun. Þegar af því verður, að íranskur her fer að berjast í Írak. Þá hættir stríðið að vera "proxy." Hættan virðist augljós, að bein stríðsþátttaka Írans. Magni frekar en orðið er, upp spennuna við - Persaflóa. Beint stríð milli flóa Araba, Saudi Arabíu - - og Írans. Gæti skapað nýja heimskreppu - - en það virðist næsta öruggt. Að mjög dugleg verðsprenging á olíu mundi verða. Ef átökin þróast yfir í algert stríð milli Araba og Shíta.
Það er langt í frá fjarstæðukennd þróun úr því sem komið er.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 18:08 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Einar,
Ef ekki kæmi til að þetta svæði er forðabúr heimsins varðandi olíu, þá létu sennilega fáir sér þetta brölt nokkru varða. Síðast þegar ég nennti að slá því upp voru eitthvað um 400 milljarðar tunna af olíu á Arabíu skaganum + Íran + Írak. Það sem er annarsstaðar er varla nema dropi í hafið. Þetta stríð gæti því haft mjög miklar afleiðingar á efnahag heimsins. Hinsvegar þá sé ég ekki hvað aðrar þjóðir geta gert annað en reyna að miðla málum. Hernaðaríhlutun núna væri hættuleg að mínu mati vegna þess hversu margar, dreiðar og sundurleitar þessar fylkingar eru. Meira en áratuga löng hernaðaríhlutun US í Írak skilaði litlu til að bæta ástandið, enda hafa verið stympingar í þessum heimshluta í þúsundir ára.
Svo er spurning hvað Ísrael gerir ef þeim finnst þeirra öryggi vera ógnað. Það er alveg öruggt að þeir taka það ekki þegjandi og hljóðalaust. Og hvað gera Norður Ameríka og Evrópa ef olíunni er verulega ógnað? Örugglega verður meiri pressa á Keystone/Keystone XL olíuleiðsluna frá Kanada til Texas og Illinois og eins olíuleit bæði á meginlandi Bandaríkjanna og landgrunninu. En allt eru þetta bráðabirgðalausnir í orkumálum og ef allt fer í bál og brand í Miðausturlöndum er öruggt að orkuverð fer upp úr öllu valdi.
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 27.6.2014 kl. 18:18
Sæll Einar Björn
Já það er eitthvað til í þessu hjá þér með að það virðist stefna í allsherjarstríð þarna í Írak, það er samt sem áður athyglisvert að skoða þetta, þar sem að þetta lið hefur hlotið þjálfun hjá Bandaríkjamönnum, og svo þar sem þetta lið hefur verið styrkt af stjórnvöldum í Bandaríkjunum, Saudi Arabíu og Qatar.
Rand Paul: US created ‘jihadist wonderland’ in Syria, Libya and Iraq
ISIS Terrorists were Trained by US in 2012 for Syria Conflict
Oklahoma Senator Says He Has Proof That Obama Is Supporting the Enemy
Israel helps ISIS with Airstrikes Against the Syrian Government
President Obama requests $500mn for Syria militants
Kerry: Syrian militants can help us in Iraq
Obama Seeks $500 Million to Equip ISIS in Syria! TRUTH!
ISIS in Iraq stinks of CIA/NATO ‘dirty war’ op
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 27.6.2014 kl. 21:47
Sem er auðvitað af hverju ég tala um heimskreppu, ef átökin ná til Persaflóa svæðisins.
Ísraelar sjálfir fengu nóg af áratug í Lýbanon, þó þeir hafi góða hertækni, eru þeir ekki sérlega fjölmennir - þeir hafa ekki heldur mikla efnahagslega dýpt. Ég held að þeir haldi sig því utan við þessi átök. Ef þau hafa e-h áhrif, þá sennilega einna helst til þess að hvetja þá til að haska sem mest, nýtingu þeirra gaslinda er þeir hafa fundið á sínu landgrunni.
Það gæti orðið áhugavert að vera fluga á vegg á næstunni, meðan samningamenn Írans og Vesturvelda ræðast við. En ástandið hlýtur að vega þungt á næstunni í þeim viðræðum - - ef það lýtur út að stjórn Shíta í Írak sé að lenda í vandræðum með það að verjast sókn ISIS í Suður. Þá gæti náðst samstaða meðal Vesturvelda, að veita stjórn Maliki umtalsverða hernaðaraðstoð. Spurning hvaða áhrif það hefur á samningstöðu Vesturvelda gagnvart Íran, þörfin fyrir að verjast því að stríðið berist í átt til olíusvæðanna við Persaflóa.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 27.6.2014 kl. 21:50
Ég trúið því ekki að Bandar. hafi vísvitað þjálfað skæruliða ISIS. Sem þíðir ekki að það geti ekki verið rétt, að í röðum ISIS séu að finna einstaklinga er hafi bandar. þjálfun.
ISIS var ekki komið til sögunnar 2012. ISIS er eiginlega "spútnik" er sprettur fram á sl. ári, tekur yfir svæði "al Nusra" hreyfingarinnar í Sýrlandi.
Þ.s. þeir sem skipuleggja ISIS virðast hafa gert, er að þeir virðast hafa gert bandalög við margvíslega hópa er voru fyrir, sem hafi kosið að ganga í raðir ISIS, í stað þess að standa frammi fyrir því að hugsanlega vera drepnir.
Mikið af hópum sem áður voru til í Sýrlandi, hafa horfið af sjónarsviðinu, ýmist sameinast öðrum, verið yfirteknir eða þurrkaðir út. ISIS hefur einbeitt sér að því, að sækja fram gegn öðrum skæruhreyfingum - - þannig eru líklega þessi einstaklingar til komnir.
Þeir hafi verið meðlimir annarrar hreyfingar, sem síðan tók þann valkost að annað af tvennu að ganga ISIS á hönd sem skárri valkost við þann að vera þurrkuð út, eða ákvörðun var tekin um að gera bandalag við ISIS.
---------------------------
Kerry: Syrian militants can help us in Iraq
Það virðist vera kenningin að unnt sé að - - nota aðra uppreisnarhreyfingu, til að ráðast að ISIS.
Það eru örugglega til uppreisnarmenn er hata ISIS eins og pestina, svo kannski er það mögulegt. Enda hefur ISIS sl. rúmt ár síðan ISIS kom fram, einbeitt sér einkum af árásum á aðra uppreisnarhópa.
Þannig að líkur eru sannarlega á því að fyrir hendir séu uppreisnarmenn, sem gætu verið til í að þiggja vopn, sem hata ISIS - - en þ.e. alltaf spurning þegar verið er að nota "irregulars" að hafa stjórn á þeim.
Eftir allt saman virðast Kanar hafa þjálfað einhvern uppreisnarhóp, sem síðan gekk í ISIS - - svo að slík áætlun gæti mjög hæglega snúist illa í höndunum á þeim þ.e. endað í klúðri.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 27.6.2014 kl. 22:02
Sæll aftur Einar Björn
Nei, Nei þú þarft alltaf að afneita öllu svona fyrir Bandaríkin, þetta virtist vera svona gegnum gangandi hjá þér, eða allt fyrir Bandaríkin sama hvað fólk segir, eða rétt eins og Bandaríkin séu alltaf góði gæi og alveg sama hvað sannanir og grunsemdir liggja fyrir með myndum,upphæðum, vopnum og Bandarískum vegabréfum í þessu sambandi.
Hjá Bandaríkjamönnum er þetta orðið gegnum gangandi sama aðferðin, þeas. að styðja hryðjuverkamenn og hryðjuverkastarfsemi til þess eins þá að koma á átökum, stríði og heimta svo að alþjóðasamfélagið grípi inní undir “pretext”-i og/eða “humanitarian military intervention” eða allt til þess eins að steypa stjórnvöldum viðkomandi lands frá völdum (Regime Change). Þetta hjá þeim virkaði næstum því núna síðast í Sýrlandi, en svona einhver lygi svínvirkaði fyrir Líbýu stríðið, með að Gaddafi væri í því að gefa mönnum Viagra til að fá þá til að nauðga konum, og svo með allri þessari lygi um einhverjar nauðganir. Nú þarf örugglega að búa til einhverja lygi í viðbót svo hægt sé fyrir Bandaríkjamenn að ráðast á Íran, eða allt fyrir Zíonista Ísrael.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 27.6.2014 kl. 23:06
Þú ert óhress með það að ég kom með skýringu sem skýrir fullkomlega hvað líklega hefur gerst.
Þú ert alltaf að leita að tiltekinni tegund skýringa - - með því þrengir þú sýn þína og eiginlega gerir hana að þröngsýni, því með því að horfa einungis eftir einni tegund af skýringum - - hafnar þú sjálvirkt án skoðunar öllum öðrum skýringum sem einnig geta skýrt málið.
Þetta er einfaldlega mín víðsýna nálgun.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 27.6.2014 kl. 23:21
Þetta gengur bara ekki upp hjá þér Einar Björn, þar sem að ISIS- menn eru og hafa verið með Bandarísk vegabréf, og svo þar sem vitað er til þess að þeir hafa verið þjálfaðir í Jórdan (Safawi) :
"US passports?
Key members of ISIS it now emerges were trained by US CIA and Special Forces command at a secret camp in Jordan in 2012, according to informed Jordanian officials. The US, Turkish and Jordanian intelligence were running a training base for the Syrian rebels in the Jordanian town of Safawi in the country’s northern desert region, conveniently near the borders to both Syria and Iraq. Saudi Arabia and Qatar, the two Gulf monarchies most involved in funding the war against Syria’s Assad, financed the Jordan ISIS training.
Advertised publicly as training of ‘non-extremist’ Muslim jihadists to wage war against the Syrian Bashar Assad regime, the secret US training camps in Jordan and elsewhere have trained perhaps several thousand Muslim fighters in techniques of irregular warfare, sabotage and general terror. The claims by Washington that they took special care not to train ‘Salafist’ or jihadist extremists, is a joke. How do you test if a recruit is not a jihadist? Is there a special jihad DNA that the CIA doctors have discovered?
Militants from the Islamic State of Iraq and the Levant (ISIL) parading with an Iraqi army vehicle in the northern city of Baiji in the in Salaheddin province. (AFP Photo / HO / Youtube)
Jordanian government officials are revealing the details, in fear that the same ISIS terrorists that today are slashing heads of ‘infidels’ alongside the roadways of Mosul by the dozens, or hundreds if we believe their own propaganda, might turn their swords towards Jordan’s King Abdullah soon, to extend their budding Caliphate empire.
Former US State Department official Andrew Doran wrote in the conservative National Review magazine that some ISIS warriors also hold US passports." http://rt.com/op-edge/168064-isis-terrorism-usa-cia-war/Hér höfum við svo góð mynd af honum John McCain með ISIS mönnum: ISIS Post PR Photos They Took With John McCain
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 27.6.2014 kl. 23:36
Eins og Bandaríska þingkonan Cynthia McKinney segir : Allt er núna samkvæmt áætlun hans Oded Yinon, PNAC. og "Clean Break" strategy, og þetta er reyndar allt eins og Ísraelar segja sjálfir, að öll þessi sundrung Íraks getur leitt til þess að Kúrdistan fái sjálfstæði.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 28.6.2014 kl. 00:42
Ég hristi bara hausinn yfir þessari þröngsýni. En þ.e. algerlega ljóst að þessi "PNAC" hugmynd, var einungis í gangi ef hún var þá í gangi var ekki bara hugarórar nokkurra Ný-Íhaldsmanna meðan Bush var forseti. Með nýjum forseta sé önnur stefna - þ.e. alveg búið að reyna nægilega rækilega á það að það sé raunveruleg stefnubreyting til staðar með Obama miðað við hann Bush - - en þ.e. eins og það fari algerlega framhjá þér, stöðug og hörð gagnrýni Ný-Íhaldsmanna einmitt á stefnu Obama, sem þeir meina að sé stefnuleysi og dugleysi. Augljós sár óánægja þeirra er augljós vísbending, og síðan það að samsæriskenningar útskýra bersýnilega ekki af hverju það varð ekki af innrás í Sýrland, þegar samsæriskenningasmiðir nánast allir sem einn spáðu henni sem yfirvofandi, eða aðeins fyrr en þeir spáðu innrás í Íran eða stórárás sem yfirvofandi. Þess í stað hefur Obama mjög augljóslega - verið ákaflega tregur til þess að beita hernum þvert ofan á kröfur Ný-Íhaldsmanna, var fljótur að taka tillögu Rússa þegar hún koma fram á sínum tíma, þ.s. Assad stjórnin afsalar sér efnavopnum meðan að Obama lætur sér það duga þó hann viti vel að Assad muni halda einhverju eftir, og síðan að Obama hefur þvert ofan í spár samsærismiða ákveðið að hefja beina samningaviðræður við Íran. Þvert ofan í fullyrðingar þess efnis að nánast allt sé skv. kenningunni, er ekki neitt það síðan karlinn Obama tók við brúnni í Washington. Mér er eiginlega algerlega sama í hvern þú vitnar - að e-h þingmaður heldur fram því sem er ekki rétt, þíðir ekki að það verði þá rétt, vegna þess að því sé haldið fram af þingmanni.
-----------------------
Eins og þú sýnir fram á með tilvitnun - þá var áætlun um að þjálfa "hófsama" skæruliða klúður. Bandar. hafi bersýnilega látið einhverja af þeim gabba sig, enda er klárt sterkur hvati hjá einstaklingum, sem vilja vopn og þjálfun, að ljúga að þjálfurum sínum. Eins og tilvitnunin segir, er ekki til neitt gen sem sannar hvort e-h sé annað en sá segist vera. Það er eimmitt vandi sem ég benti á að ofan, að þegar þú ert að þjálfa "irregular forces" þá getur þú aldrei vitað síðar meir, hvað sá sem þú þjálfar gerir við þá þjálfun síðar meir. Almennt séð, sé áhættusamt að þjálfa skæruliða.
**Eðlilegasta skýringin er sem sagt þetta, klúður - - A)Einhverjr þeirra er fengu þjálfun hafi logið um skoðanir sínar. Sem slíkir aðilar mundu hafa augljósar hvatir til að gera. B)Síðan er ekki loku fyrir skotið, að slíkir verði róttækari síðar, er þeir kynnast nýjum róttæklingum. C)Í þriðja lagi, er vitað að þegar ISIS fór um eins og stormsveipur í Sýrlandi, einbeitti sér að árásum á aðra uppreisnarmenn, þá gengu nokkrir hópar í lið með þeim, án bardaga - - þ.e. mögileg skýring 3 að þeir sem voru þjálfaðir hafi verið í annarri hreyfingu, sem síðan hafi gengið til liðs við ISIS. Atriði sem Bandar. gátu ekki séð fyrir. D)Auðvitað í 4-lagi, að menn hafi valið þann kost að ganga í ISIS í stað þess að vera drepnir í bardögum. En þ.e. vitað að ISIS hefur gert bandalög við fj. smárra hreyfinga, þeirra badagamenn eru nú í röðum ISIS.
--------------------
Það er með öðrum orðum, nóg af öðrum mögulegum skýringum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 28.6.2014 kl. 02:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning