Íraskir Kúrdar hafa hafið útflutning á olíu

Ef þetta er ekki vísbending þess að Kúrdar stefni að fullu sjálfstæði, þá veit ég ekki hvað er. Fyrir nokkrum dögum sagði Barzani leiðtogi þeirra, að aðstæður í Írak væru algerlega breyttar, Kúrdar þyrftu nú að - ákveða sína framtíð.

Shia and Kurds drift apart amid turmoil of Sunni insurgency

Masoud Barzani - “After the recent events in Iraq it has been proven that the Kurdish people could seize the opportunity now. The Kurdistan people should now determine their future.”

Forvitnileg mynd af höfuðborg Kúrda - Erbil. Sjá má gamla Erbil innan forna virkismúrsins!

http://dablog.ulcc.ac.uk/wp-content/uploads/2011/10/erbilcitadel.jpg

Kúrda héröðin í Írak hafa eiginlega verið í samfelldri uppbyggingu í töluvert langan tíma, en eftir "Operation Desert Storm" 1991 þá héldu Bandar. smám saman að sauma að stjórn Saddam Hussain, yfir N-Írak var "no fly zone" flest ár 10. áratugarins, Kúrdar sem voru um hríð sundraðir í tvær fylkingar sem gjarnan áttu í átökum sín á milli. Bundu enda á deilur sínar, og á þessum árum má eiginlega segja að "de facto" sjálfstæði þeirra héraðs hefjist. Og uppbygging svæða þeirra innan Íraks.

Síðan eftir að bundinn er fullur endir á stjórn Saddam Hussain í innrás Bandar. hers 2003, þá hefur svæði Kúrda allan liðlangan tímann - verið öruggt svæði. Engin átök þar, og samfelld efnahagsleg uppbygging. Það kvá meira að segja enginn pása hafa orðið í hagvöxt þar, árin sem var kreppa á Vesturlöndum 2008-2012. 

Það kvá vera orðin nokkur efnahagsleg velmegun nú á Kúrdasvæðunum. Alþjóðleg vörumerki, hafi komið sér fyrir í höfuðborg þeirra. Nóg sé af nýjum bílum á götum.

Iran Iraq Crisis

Kúrda héröðin - - Sviss Miðausturlanda?

With new grip on oil fields, Iraq Kurds unveil plan to ramp up exports

Kurdish crude begins to hit the oil market

Til staðar er olíuleiðsla sem reist var á 8. áratugnum, sem liggur frá írösku borginni Kirkuk, til borgarinnar Ceyhan á strönd Tyrklands við miðjarðarhaf.

Kirkuk–Ceyhan Oil Pipeline

Kúrdar séu búnir að smíða tengingu við þá olíuleiðslu frá olíusvæði, sem er við borgina Taq á þeirra sjálfstjórnarsvæði.

Áður en árás ISIS hófst. Hafi þeir verið búnir að dæla nokkru magni af olíu til Ceyhan. En það hafi staðið yfir deila við ríkisstjórn Maliki - sem hafi ekki viljað gefa heimild fyrir útflutning. Og Bandaríkin, hafi ákveðið að standa með stjórninni í Bagdad í þeirri deilu. Þeir hafi með öðrum orðum staðið í vegi fyrir því, að Kúrdar gætu markaðssett þá olíu, í andstöðu við stjórnvöld í Bagdad.

En núna með yfirtöku ISIS á stórum svæðum í Írak. Og Kúrda með stækkað yfirráðasvæði um ca. 1/3. Þar á meðal með full yfirráð á Kirkuk svæðinu. Þ.s. er umtalsvert stærra olíusvæði.

Þá virðist blasa við fyrir þá, að nota þessa gömlu olíuútflutningsleið í gegnum Tyrkland. Kúrdar þurfa þá að bæta við viðbótartengingu í framhaldi af teningunni til Taq áfram til Kirkuk. Þ.s. líklega þarf að bút il hlikk á leiðsluna framhjá Mosul svæðinu þ.s. gamla leiðslan liggur um, því að ISIS ræður þar í dag.

  1. Það áhugaverða við þetta - er að sjálfsögðu afstaða Tyrkja.
  2. En það að þeir hafa að því er best verður séð, heimilað Kúrdum að flytja olíu til Ceyhan. Getur bent til þess, að stefnubreyting Tyrkja í málefnum Kúrda. Liggi í loftinu.
  3. En margir benda á svæði Kúrda, sem nánast eina stöðuga svæðið innan Íraks, Kúrda sem afl sem geti staðið sem eyja stöðugleika, í umróti öfgaafla og stríðs í kring.

Útþensla ISIS - stríðið í Sýrlandi sem virðist hafa dreift út sér til Íraks. Þetta hafi breytt stöðunni.

Að sjálfsögðu felur þetta í sér - - að Kúrdistan er efnahagslega háð Tyrklandi.

Við erum þá að tala um einhverskonar bandalag Kúrda og Tyrkja. Sem væntanlega þíðir þá, að sjálfstætt Kúrdistan er ekki, að styðja neina kúrdíska uppreisn í Kúrdahéröðum innan Tyrklands.

En áform Kúrda um stóraukinn olíuútflutning í gegnum Tyrkland.

Hljóta að benda til samkomulag við tyrknesk stjórnvöld, þó ekkert opinbert liggi enn fyrir.

 

Niðurstaða

Þó Kúrdar láti ekkert formlega uppi um stefnu í átt að sjálfstæði. Þá með í huga áform þeirra um útflutning á olíu. Að þeir eru nú vísvitandi að hundsa stjórn Maliki í Bagdad. Sem hefur hingað til neitað að veita Kúrdum heimild til að selja olíu. Þegar það blasir við, að með þeim útflutningi - mun fjárhagur Kúrda batna mjög verulega. Þar með einnig vænti ég geta þeirra til að viðhalda fjölmennum fastaher, Peshmerga, sem sveitir þeirra nefnast.

Þá virðist ljóst hvert stefnir. Það nánast eina sem sé eftir, sé heimild Tyrkja.

En olíuútflutningurinn er augljóslega heimilaður af stjórnvöldum í Tyrklandi.

Sem geta ekki annað en vitað, að hann styrkir stöðu Kúrda.

Það er þá sú spurning sem vaknar, hvort að Tyrkir séu að sjá Kúrda sem framtíðar bandamann á Mið-Austurlandasvæðinu, í hafróti vaxandi átaka og óstöðugleika?

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband