Leiðtogi Kúrda telur að forsætisráðherra Íraks þurfi að víkja, annars klofni landið alveg örugglega

Það var síðast 2006 sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna kom við í Erbil, höfuðborg sjálfstjórnarsvæðis Kúrda í Írak, það var þá annar forseti - Bush og fröken Rice. Nú er það Obama sem er forseti, og John Kerry fyrrum forsetaframbjóðandi sem er utanríkisráðherra. Tilgangur viðkomu Kerry, að beita Kúrda þrýstingi - um að taka þátt í myndun "breiðfylkingarstjórnar" í stað stjórnar Malikis.

Sem margir vilja meina að eigi verulega sök á því hvernig hefur farið á undanförnu - er ISIS tóku Súnní svæðin í Írak í leiftursókn.

US troop deployment to Iraq is not intervention

Kurdish Leader Warns Kerry of Challenges of ‘New’ Iraq

 

Greinilega er Massoud Barzani ekki hávaxinn

http://thenypost.files.wordpress.com/2014/06/mideast_iraq_kerry1.jpg

Yfirlísing Barzani við upphaf fundarins var áhugaverð:

""We are facing a new reality and a new Iraq," ... he blamed prime minister Nouri al-Maliki's "wrong policies" for the violence and called for him to quit, saying it was "very difficult" to imagine Iraq staying together."

Forvitnileg mynd af höfuðborg Kúrda - Erbil. Sjá má gamla Erbil innan forna virkismúrsins!

http://dablog.ulcc.ac.uk/wp-content/uploads/2011/10/erbilcitadel.jpg

Þetta er eiginlega þ.s. maður sér mjög víða, kvartanir yfir stjórn Maliki - - sem hafi skv. mörgum talsmönnum, skapað reiði og úlfúð meðal annarra hópa.

Vinsæll stjórnmálamaður Súnníta í Írak, sem neyddist til að leggja á flótta til Erbil - undan öryggissveitum stjórnarinnar - - fer ekki fögrum orðum um stjórnarhætti Malikis.

Iraq’s Sunni could defeat Isis if Maliki steps down, says ex-minister

Rafi al-Issawi - “Only the Sunnis can defeat Isis,” - “We will kick them (Isis) out if we see our rights implemented,” - "He argued that Isis was moving so easily through Sunni provinces because Mr Maliki had failed to listen to popular demands, such as releasing thousands of political prisoners, recruiting Sunni into the army and reforming the law banning members of the Ba'ath party of ousted dictator Saddam Hussein."- “To change the mood, we need to implement the needs of the Sunni provinces and then we will be capable of defeating Isis – it will be difficult but possible,” - "Mr Issawi said Iraq should be run along a federal system, in which Sunni provinces had more autonomy over their own affairs, as the Kurds now enjoy."

Issawi virðist þeirrar skoðunar - eindregið. Að forsenda þess að unnt sé að sameina "hófsöm" öfl innan Íraks - - sé að, Nuri Kamal al-Maliki, víki.

Barzani virðist einnig eindregið sömu skoðunar.

Það er góð spurning hvort Maliki muni víkja, langt í frá víst, en hann hefur verið forsætisráðherra nú síðan 2006, eða 7 ár. Flokkurinn hans, Dawa, virðist hafa stuðning töluverðs hluta íraskra Shíta. Enda verið þessi ár - stærsti einstaki þingflokkurinn. Og er enn.

Ástæða fyrir vinsældum hans, er líklega ekki síst forsagan - þ.e. hann var foringi skæruliðahóps sem barðist gegn Saddam Hussain, var um hríð í útlegð frá Írak - vegna dauðadóms.

Deilan um bannið við því að þeir sem hafa flokksskýrteini í Bath flokknum gegni opinberu embætti, sé erfið - - ekki síst vegna þess (sem er ofur eðlilegt) hve margir Shítar hata allt þ.s. tengist stjórn Saddam Hussain.

Og ég reikna með því sem gamall forsprakki andstæðinga Saddams, sé Maliki einn af þeim - - sem tortryggir frá mjög djúpum rótum hvern þann sem hefur með nokkrum hinum minnsta hætti tengst Bath flokknum, er var stjórnarflokkur Íraks í tíð Saddam Hussain.

Vandinn við þá afstöðu er sá, að stjórn Saddams var "totalitarian" þ.e. flokkskírteini var forsenda þess að gegna opinberu embætti af nokkru tagi, það hafi þurft að vera meðlimur í Bath til að vera í opinberu starfi, t.d. lögreglumaður, starfsmaður vatnsveitu, rafmagnsveitu, hermaður o.s.frv.

Þannig að alger útilokun - - sé ópraktísk.

Þá sé verið að útiloka fullt af hæfu fólki - - af ástæðulausu. 

Og eðlilega sárni því.

Þetta virðist íröskum Súnnítum vera form af misrétti.

Til samanburðar, hafa Þýsk stjórnvöld - - ekki hreinsað út alla þá, sem einhvertíma störfuðu fyrir Stasi. Leynilögreglu og leyniþjónustu A-Þýskalands.

Menn voru rannsakaðir, og ath - hvort þeir hefðu framið þ.s. síðar teljast glæpir. En það hefur ekki verið amast við því, að margir þeir sem voru lágt settir, gegni margvíslegum venjulegum opinberum störfum víða um Þýskaland.

  • Það sjálfsagt skýri erfið samskipti hersins við íbúa í N-Írak. Ef þeir voru eingöngu skipaðir Shítum, hafandi í huga að það er ekki lengra síðan en 2008 að bundinn var endir á borgarastríð, þ.s. fjöldi Súnníta var hrakinn á flótta, fjöldi Súnníta og Shíta var drepinn í gagnkvæmum morðárásum.
  • Þegar sárin eru þetta fersk - er ekki undarlegt, að Súnnítar upplifi Shíta her, sem óvinveitt hersetulið.

Iraq re-enlists troops who fled -- um er að ræða hermenn írakshers er flúðu frá Mosul.

“It wasn’t just militants who attacked us, it was the people of Mosul themselves,” says Hassan, a 28-year old soldier. “I’m coming for those terrorists, I’ll get revenge on Mosul for my dead brothers.”

"“We had no relationship with locals. How could we? Those people pelted us with rocks. They’ve always been terrorists,” says Mohammed, a bulky, tattooed man who, like all the soldiers, refused to give his full name."

Þessi ummæli hermannanna, virðast sýna að "illviljinn" var gagnkvæmur.

Íbúar Mosul hötuðu þá - - og þeir fyrirlitu íbúa Mosul.

Borist hafa einnig fréttir af því, að a.m.k. hluti íbúa Mosul - hafi tekið innreið sveita ISIS fagnandi.

Vandinn á móti er ekki síst hvað gerðist eftir svokallað "Fyrra Persaflóastríð." Þ.e. stríðið sem Kanar kölluðu "Operation Desert Storm" 1990-1991, sem hófst með yfirtöku Saddam Hussain á Kúvæt með hernaðarinnrás. Í febrúar 1991 eftir margra mánaða undirbúning hófst árás Bandar. og var búin á ca. 100 klst. Þegar búið var að mala heri Saddam Hussain í Kúvæt í mélinu smærra.

En Íraskir Shítar sem töldu innrás Bandar. yfirvofandi inn í Írak - - gerðu víðtæka uppreisn gegn Saddam Hussain. Sem hann síðar meir eftir að ljóst var, að Bandaríkin ætluðu ekki í það skiptið að senda herinn til að steypa stjórnvöldum í Írak, barði niður með blóði.

Margar sögur fara af mannfalli í því - - en tölur upp á 100þ. heyrast gjarnan. Jafnvel enn hærri tölur.

Svo til að bæta gráu ofan á svart, koma hjaðningavígin, eftir innrás Bandar. 2003 þegar borgarastríð milli Shíta og Súnníta geisaði a.m.k. 2005 til 2007. Með mjög miklu mannfalli beggja hópa.

  • Allt er þetta svo ferskt enn - - að sennilega mundi "dýrlingur" eiga erfitt með að stýra þessu landi.

Það sé allt þetta hatur, sem nú gjósi upp að nýju af fullum þunga, í kjölfar innrásar ISIS.

Sem mjög sennilega geri það að nær ómögulegum hlut.

Að sameina þetta land!

 

Niðurstaða

Ég virkilega held að uppbrot Íraks sé besta lausnin. Það sé of mikið hatur milli hópanna. Of mikil tortryggni. Það sem má þó ekki gerast nú - - er innrás ISIS í héröð Shíta.

En þá gæti virkilega e-h sambærilegt gerst og varð í Rúvanda, þ.e. fjöldamorð á stórum skala.

Þannig að mikilvægt sé að lágmarki, að forða - - innrás trúaröfgamanna Súnníta í héröð þ.s. meirihluti íbúa séu Shítar.

Það sé kannski sem megináherslan þurfi að vera, á að forða stórfelldum mannlegum harmleik.

Síðan þurfi að finna leið til friðar milli íbúanna, sitt í hvoru lagi. Eins og að á endanum, var saminn friður fyrir rest í fyrrum Júgóslavíu. Eftir að töluvert mikið blóð hafði runnið.

Í dag eru þau lönd til muna stöðugri einingar. Það gæti vel hugsanlega það sama gerst í Írak. Að sérstakt ríki Súnníta. Sérstakt ríki Shíta. Og sérstakt ríki Kúrda. Einnig verði að einingum sem verði stöðugar, þ.e. engin þörf verði fyrir ógnarstjórn til að halda saman.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og af hverju gerist þetta ... jú, vegna þess að Bandaríkin ákváðu eitt og annað.

Og hvað geturðu lært af því ... þú átt ekki að skipta þér af þessu, nema sem minnst.  Að tala um vandamálinn, er eitt ... en Bandaríkin fóru í styrjöld um allan heim, án þess að vita við hvern, eða af hverju.  Vegna þess að 4000 manns misstu lífið, en í staðin hafa á aðra miljón manna misst lífið og afleiðingarnar eru ISIS.

Ef þér finnst þetta hræðilegt, sem er afskaplega skiljanlegt.  Þá áttu að beita þér af því, að ná í skúrkinn hann George Bush og setja hann fyrir mannréttindadómstól fyrir að hafa komið þessu af stað.  Han fór inn í Írak, myrti og drap ... olli umþoti og hatri fólks, og síðan hljópst hann undan merkjum við það að byggja upp og endurskapa þá eyðileggingu sem han olli.

Það sem þú ert að horfa upp á, eru afleiðingarnar.  Og þú átt að læra af þeim ... ekki finna tillástæðu til að valda meiri usla og vandamálum.  Þú hefur enn minni skilning á vandamálum sem þarna á sér stað, en Bandaríkjamenn ... sem þó, með því að blanda sér í málin, hafa gert allt tífallt verra.

Shita múslimar hafa stundað fjöldamorð á Sunni muslimum, undir verndarhendi Bandamanna undanfarin ár.  Sem hafa leift þessar aðgerðir, með því yfirskyni að það dragi úr möguleika Sunni múslima að geta komist aftur til valda í Írak.

Afleiðingarnar af þessari pólitik, eru hörmulegar ... vægast sagt.

Að reyna að skilja þá að, er eitt ... að styðja annanhvorn aðilan, eru afglöp ...

Síðan verð ég að segja að maður þarf að líta ISIS nýjum augum.  Maður þarf að skoða nánar, hvað hér á sér stað ... og spyrja sjálfan sig, hvort ISIS sé ekki eins og Al Qaida ... handbendi einhvers annars.  Al Qaida, voru samtök sem voru og "eru" handbendi Bandaríkjanna. Sem nota þá eins og eldvarnar síma ... hvert skipti sem almennings álitið hliðrast í aðra átt en Bandaríkjamenn vilja, kemur orðið Al Qaida upp í fjölmiðlum.  Í tæka tíð, til að bjarga áformum Bandaríkjanna.  Spurning er, hverjum þjónar þetta ISIS ... og hvert er hlutverk þeirra.  Síðan á maður ekki að hunsa orðin og simbolíkina sem notuð er.  Al Qaida ... er arabískt.  Af hverju voru arabar undir verndarvæng bandaríkjanna og englands? ISIS, er Egypsk gyðja ...

Pólitík hefur alla tíð, kallast "The great game".  Og að vera svo einfaldur, að halda að þetta sé einhver fótboltaleikur þar sem maður hrópar og skrækir eins og yxna belja á annanhvorn aðilan ... er kjánaskapur.  Þessir hlutir eru allir miklu flóknari en svo, og Íslendingar eiga að hugsa mál sitt vandlega áður en maður blandar sér í "The great game".  Því Ísland verður aldrei meir, en bara peð á skákborði "The great game".  Og peðum fórnar maður ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 25.6.2014 kl. 07:07

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ef ég mundi leita upprunsnas, væri hann í Fyrra Stríði, eða nánar tiltekið í kjölfar þess - er Frakkar og Bretar skiptu upp á milli sín löndum er áður tilheyrðu Osman veldinu.

Það sé sú ósanngjarna fullkomlega skipting landanna, sem sé undirrót vandans. Hafi búið til ríki sem í reynd gengu ekki upp. 

Saddam hafi frekar en vera "lausn" verið sjúkdómseinkenni, það séu Assadarnir einnig. Lausnin sé einmitt sú að láta þessi lönd, klofna upp á nýjan leik - - og síðan sé brotunum aftur upp raðað, í þetta sinn með tilliti til íbúasamsetningar.

Þá geti eins og hefur síðan orðið í Júgóslavíu, orðið til lönd sem ganga upp. Þjóðríki sem ekki þarf grimmar ógnarstjórnir til að halda saman.

Það hefði ekki í reynd verið nein lausn, að láta Saddam afskiptalausan, ekki ímynda þér að ógnarstjórn hans og morð á Kúrdum og Shítum, hafi ekki verið að búa til spennu innan landins, hatur. Það land hafi verið tifandi tímasprengja.

Það hafi Sýrland einnig verið alveg frá upphafi. Þessi lönd séu að springa.

Þetta hafi alltaf verið óeðlilegar samsetningar, það séu undirrót vandans.

Fordómar þínir segja Bandaríkin - - en sagnfræðin segir, Bretar og Frakkar. Bush hafi einfaldlega flýtt fyrir upplausnarferli Íraks, sem hafi alltaf verið óhjákvæmilegt á einhverjum enda.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 25.6.2014 kl. 11:17

3 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Það er reyndar gömul stefna Bandaríkjamanna að kljúfa Írak í þrjú lönd, þar sem hvert land væri veikburða og í erjum við hin löndin, og því yrðu þau öll "meðfærilegri" en Írak er nú og hefur verið. Vönustu mennirnir í ISIS-liðinu eru margir hverjir þjálfaðir af Bandaríkjamönnum til að berjast gegn Sýrlandsstjórn. Það er spurning hvað ISIS er undir miklum áhrifum frá myrkum öflum innan Bandaríkjanna og hversu hátt í stiganum Bandaríkjamenn eiga þar handgengna menn. M.ö.o. er spurning hvort atburðarásin er runnin undan rifjum illkynja elementa í Washington að einhverju leyti.

Þjóðríki er módel sem er tæpast hægt að segja að eigi sér grundvöll í Miðausturlöndum, Balkanskaga eða annars staðar þar sem þjóðum og þjóðabrotum ægir saman. Fyrrum Júgóslavía, sem þú nefnir, er einmitt ljómandi dæmi um það. Þú ættir kannski að heimsækja Bosníu eða Kosovo og sjá hvort það eru "lönd sem ganga upp". Fjölþjóðaríki, þar sem þjóðunum er tryggt menningarlegt og pólitískt jafnræði er mun vitrænni lausn.

Vésteinn Valgarðsson, 25.6.2014 kl. 19:04

4 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

þakka þér fyrir góða pisla..Sníst þetta stríð nú í Írak ekki mikið til um deilur um Landvinninga sem Sauti Arabar standa á bak við og fleiri Ríkja????????

Vilhjálmur Stefánsson, 25.6.2014 kl. 23:43

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Vésteinn, ertu virkilega að nefna þá samsæriskenningu, virkilega?Pældu aðeins í henni. Þú átt að vera rökréttari en að trúa slíku.

Þ.e. ekkert sem segir að þjóðríki geti ekki verið til staðar í Mið-Austurlöndum. Eða nefndu góða ástæðu. Tii þess að svo verði - - þarf bara að stokka upp landakortið. Af hverju ætti það að vera slæmur hlutur?

  1. Sjálfstætt Kúrdistan virðist geta verið ágætlega heildstætt ríki.
  2. Sjálfsætt Shíta ríki í S-Írak. Ætti einnig að geta verið það.
  3. Síðan virðist mér ekkert augljóslega ómögulegt með það, að sjálfstætt ríki Súnný Araba á svæðum sem nú tilheyra Sýrlandi og hluta af Írak - geti einnig orðið heildstætt.

Ég sé ekki af hverju það ættu að vera - veik ríki.

  • Mér finnst ákaflega merkilegt, hvernig samsæris sinnaðir netverjar.
  • Fara í þá átt, að vilja verja það óeðlilega ástand, sem nýlenduveldi Breta og Frakka bjuggu til, er ríki voru búin til algerlega án nokkurs tillits til íbúa.
  • En sú skipting var alltaf ákaflega óréttlát - af hverju styðja menn þá óréttlæti, sérstaklega einstaklingar sem sjálfir vilja meina að þeir standi fyrir réttlæti?
  • Það blasir við, að þau ríki sem innihalda ákfalega ósamstæð þjóðarbrot, sem að auki er illa hvert við annað - - að slík ríki að sjálfsögðu eru ákaflega veikburða.
  • Því átök innan þeirra eða líkur á átökum innan þeirra að sjálfsögðu veikja þau. Því þau þurfa þá stöðugt að viðhalda gríðarlega umfangsmiklu "security" apparrötum, til þess eins - - að halda stórum hluta landsmanna niðri.
  • Það sé engin tilviljun að í Sýrlandi og Írak, hafi lengst af verið ákaflega blóðugar ógnarstjórnir.
  • Þvert á móti, er rökrétt að ætla. Að þau ríki þó þau væru smærri, þá væru þau sterkari - vegna mun betri möguleika á innri samstöðu.
  • Ekki ætti þá að þurfa að verja stórfelldum hluta landsframleiðslu, í "innra öryggi." Í það að berja reglulega niður stóran hluta landsmanna. Þess í stað mundu þau frekar geta beitt kröftum til uppbyggingar og út á við. 

Það gæti meira að segja verið að lýðræði geti gengið upp í slíkum löndum, eftir að sæmilega samstæð lönd hafa myndast.

Þú getir verið viss um að það virkilega er ekki til neitt samsæri um að kjlúfa þessi lönd vísvitandi til að skapa veik ríki. Þó það sé ekki nema vegna þess, að samstæðari lönd sem ekki þarf að stjórna af morðóðum ógnarstjórnum, gætu þvert á móti - orðið mun öflugari lönd.

Ef það eru ill öfl sem vilja veik ríki - þá er mun sennilegra að þau vilji viðhalda hinu óeðlilega ósanngjarna landakorti.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.6.2014 kl. 00:10

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Vilhjálmur, mér virðist í gangi nokkurs konar míní útgáfa af Kalda Stríðinu, þeir sem takist á sé Íran sem hafi Rússland sem bandamann, og lýbanska Hesbollah. Sveitir Hesbollah hafii barist með stjórnarher Sýrlands, en stjórnin í Damascus sé minnihlutastjórn þjóðar Alavíta sem sé innan við 10% íbúa Sýrlands. Svo tiltölulega fámennt þjóðarbrot getur eðlilega bara stjórnað með ógnarstjórn. Að auki hafa fréttir borist af því, að róttækir Shítar hafi leitað til Sýrlands til að berjast með Assad. Áhugavert er að Alavítar eru með nokkurs konar Shítatrú þó hún sé sértrúarafbrigði.

Á móti virðast vera Saudi Arabía og Araba furstadæmin við Persaflóa. En það virðist að þau og Íran hafi samfellt verið í leynistríði síðan ca. 1979, þ.e. alveg síðan íranska byltingin varð.

Það virðist að þegar uppreisnin hófst 2011 gegn Assad. Þá hafi bandalag Sauda og flóa Araba. Séð tækifæri til að - - veikja valdastöðu Írans. Með því að styðja uppreisnarmenn gegn stj. Assad.

Það virðist að það stríð sé að dreifast til Íraks. En að vissu leiti má sjá rök fyrir því, að dreifa því til Íraks. Ef þú ert að hugsa Mið-Austurlönd sem taflborð. Og löndin séu peð í þínum augum.

  • Áhrif þess að dreifa stríðinu til Sýrlands eru þegar að koma fram, í því að iraskir shítar er voru að berjast í Sýrlandi, eru að streyma aftur heim. Til að vejrast sókn ISIS heima fyrir.
  • Og ef ISIS sækir frekar gegn Shítum í Írak - - er líklegt að Íran neyðist til að dreifa kröftunum milli þess að styðja Assad, og styðja íraska Shíta.

Á endanum gæti það leitt til þess, að uppreisnin gegn Assad. Fari að nýju að sækja á - en Assad hefur í seinni tíð virst í sókn. En nú þegar geta Írana til að styðja hann virðist geta veikst verulega.

Gæti vígstaðan breyst aftur, uppreisninni gegn honum í vil.

  • Góð spurning hvort þetta stríð heldur áfram að dreifast út.
  • En það virðist blasa við, að það geti endað í beinum átökum á sjálfum Persaflóanum milli Írans, og Arabanna við flóanna og Sauda.


Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.6.2014 kl. 00:23

7 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Afsakið hvað ég kem seint hér aftur, ég hef svo lítið verið að blogginu undanfarna mánuði að ég bara steingleymdi þessari umræðu. En hér eru orð í belg:

Að "stokka upp landakortið" á svæði eins og miðausturlöndum, þar sem þjóðabrotunum ægir saman, verður aðeins gert með þjóðernishreinsunum eða fjöldamorðum. Á þannig svæðum eru fjölþjóðaríki nauðsyn. Þess vegna eru hrein þjóðríki almennt ófýsileg í þeim heimshluta, eins og reyndar víðar. Það sem skiptir höfuðmáli er að mannréttindi séu virt. Landamærin eru ekki heilög í sjálfu sér, en ef löndunum milli Tyrklands, Írans og Egyptalands væri skipt upp í tíu eða tuttugu lönd sem 5-10 milljónir íbúa hvert, þá yrði það í þeim tilgangi að etja þessum löndum saman og geta keypt elítuna í þeim. Látum það liggja milli hluta að sinni, hvar nákvæmlega landamærin liggja, en hönnuð, ofbeldisfull atburðarás sem hefur þann tilgang að auðvelda heimsvaldastefnuna í framkvæmd, hún er greinilega af hinu illa.

En aftur að þjóðerninu. Okkar vestrænu hugmyndir um þjóðerni eru annars konar heldur en sjálfsmynd/sjálfsvitund fólks í öðrum heimshlutum, enda mótuð af annarri sögu. Ættbálka-vitund, að fólk álíti sig fyrst og fremst araba eða múslima af þessari eða hinni kirkjudeildinni, eða þjóðerni eins og í tilfelli Kúrda ... þetta er af öllu tagi og sama hvaða skilmerki eru valin, það skarast alltaf og minnihlutahóparnir búa inn á milli. Svo það er ávísun á tóm vandræði að reyna að draga einhverjar línur eftir mis-raunverulegum þjóðernum eða trúflokkum. Írak Baathistaflokksins gerði tilraun með að skapa þjóðerni, íraskt þjóðerni, og þjóðernisvitund Íraka, þ.e.a.s. sem Íraka, var sterk a.m.k. framyfir seinna Íraksstríðið. Írak var að því leyti nokkuð vel heppnað þjóðríki, þannig séð.

Vésteinn Valgarðsson, 17.11.2014 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband