Foringi uppreisnarmanna í A-Úkraínu, samþykkir vopnahlé

Alexander Borodai, sem er mjög áhugaverður einstaklingur með bersýnilega mjög litríka baksögu, sjá fyrri umfjöllun: Rússneskur flugumaður virðist hafa tekið fulla stjórn á svokölluðu "Donetsk People's Republic" í A-Úkraínu í sl. viku. Tók að því er virðist - - ákvörðun um vopnahlé.

  • Mig grunar að þessi maður - sé raunverulegur stjórnandi uppreisnarinnar.
  • Ef maður lítur framhjá Pútín.

Hann er rússneskur þjóðernisöfgamaður, fer ekki einu sinni í felur með það, hefur áður komið við sögu þ.s. átök hafa staðið milli Rússa á svæðum innan og í grennd við landamæri Rússlands, t.d. í S-Ossetíu - hann virðist einnig hafa verið í Tétníu, og hann var á Krímskaga þ.s. hann var um tíma "ráðgjafi" skipaðs leiðtoga þess svæðis "sem ég tel að þíði að hann hafi verið maðurinn er gaf skipanir." 

Hann sé örugglega einnig nú maðurinn sem ræður. Þó hann hafi boss, Pútín.

Hann virðist mér með öðrum orðum - vera nokkurs konar fixer. Sem starfi "óopinberlega" fyrir stjórnvöld Rússlands, en þó þannig að þau "geti alltaf afneitað honum."

 

Skv. ákvörðun þeirri er Borodai kynnti, stendur vopnahléið fram á föstudag

Pro-Russian Rebels in Ukraine Agree to Cease-Fire

Ukraine rebel leader agrees ceasefire

Ukraine Rebel Leaders Agree to Join Government Cease-Fire, Begin Talks

Bæti við þessari frétt:

Pro-Russian Rebels in Ukraine Match Government Cease-Fire

Þetta getur þítt að Pútín og Poroshenko, séu búnir að ná samkomulagi, um grófar útlínur friðar.

En það hefur verið ljóst um nokkurt skeið, að "uppreisnin" er undir fullri stjórn Kremlverja, en fyrir nokkrum vikum - - varð bylting í Donetsk borg. Og Borodai virðist hafa tekið völdin.

Vostok liðssveitin, þ.e. áhugavert að það var einnig til staðar Vostok liðssveit í Tétníu átökunum, sem Borodai virðist stjórna - - tók þá stjórnarbyggingar í Donetsk borg. 

Og rak út þá rússneskumælandi uppreisnarmenn sem höfðu fram að þeim tíma leitt uppreisnina í Donetsk héraði, þ.e. gerði heimamennina brottræka.

Vostok liðssveitin, er að sjálfsögðu skipuð rússn. ríkisborgurum - sem virðast koma héðan og þaðan frá héröðum Rússlands, Borodai sjálfur upprunninn í Moskvu borg.

  • Þá hættir þetta "proxy war" sem Pútín hefur verið að reka um nokkurt skeið í A-Úkraínu.

Ég geri ráð fyrir því, að allan tímann meðan átök hafa staðið yfir, hafi Pútín statt og stöðugt "vegið og metið" aðstæður. 

Matið sé alltaf á grunni "cost/benefit" - - að sjálfsögðu hafi aðgerðir Pútíns aldrei snúist um hagsmuni íbúa Úkraínu hvort sem það eru rússnesku- eða úkraínskumælandi.

Hvað akkúrat Pútín fær í eftirgjöf frá stjórninni í Kíev, gegn því að hætta þessu "Proxy War" - veit ég að sjálfsögðu ekki.

  • En hann fær örugglega e-h, örugglega a.m.k. tryggingu fyrir því að aldrei verði af NATO aðild Úkraínu.
  • En síðan má vera að hann fái einhverja "efnahagslega eftirgjöf" í A-Úkraínu, þannig að héröðin 2-Luhansk og Donetsk fúnkeri sem efnahagslegur hluti Rússlands.
  • Og kannski að auki, einhverjar viðbótar tryggingar, varðandi þau héröð - sem tryggi að iðnaðarsvæðin þar sem enn í dag framleiða mikilvægan varning fyrir Rússland, séu undir stjórn aðila vinveittir stjv. í Kreml.

Síðan má vera að unnt verði loksins - - að halda almennar þingkosningar í Úkraínu.

Svo bráðabirgðastjórnin geti látið af völdum.

 

Niðurstaða

Það getur vel verið. Að við séum að sjá fyrir endann á átökum í A-Úkraínu. Líklega hafi forsetarnir tveir, þ.e. Pútín og Poroshenko, náð einhverju grunni að samkomulagi sín á milli. Sem síðan á þá eftir að hamra nánar, þeirra á milli.

En ég stórlega efa, að svokallaðir uppreisnarmenn, komi nokkurs staðar nærri þeim viðræðum. Þeir fái "hand me down" frá forsetunum tveim.

Síðan pakki saman allir þeir sem Rússar hafa sent til A-Úkraínu. Enda sé þá störfum þeirra lokið.

Uppreisnin taki enda.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar Björn "...uppreisnin er undir fullri stjórn Kremlverja.."

Ég held að þessi fullyrðing hérna fyrir ofan hjá þér sé ekki rétt, sérstaklega þar sem að fólkið þarna í austurhluta Úkraínu fór alls ekkert eftir tilmælum hans Pútins með að fresta þessum kosningum um sjálfstæði þarna, en svona áróður eins og þetta er örugglega komin beint upp úr þessum öfgafullu neocon- fjölmiðlum er þú tekur svo mikið mark á, ekki satt? 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 23.6.2014 kl. 23:51

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Alltaf jafn bráðfyndið þetta "neocon fjölmiðlar." En þú sérð bersýnilega ekkert athugavert við að kalla alla helstu fjölmiðla hins vestræna heims "ómerkinga." Magnað eiginlega.

En yfirtaka Borodai manns Pútíns á staðnum gerðist eftir að sú kosning fór fram.

Þ.e. aldrei að vita að skortur á nægilegri hlíðni við skipanir Pútíns, hafi verið hluti af ástæðunni, að Borodai var sendur á staðinn, til að taka yfir.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 24.6.2014 kl. 03:01

3 identicon

Sæll aftur Einar Björn "Alltaf jafn bráðfyndið þetta "neocon fjölmiðlar."

Þú ættir kannski að kynna þér hvað annað fólk hefur að segja um alla þess neocons fjölmiðla? 

FEDERAL RESERVE & Major NEWS MEDIA is Owned by CRIMINALS , NeoCon Methodist own little Papers

PART 1/2 - NEOCONS & ZIONIST'S WARS AGAINST IRAN & THE WORLD BY PROF. M. REZA SALAMI, Ph.D., P.E. 

PART 2/2 - NEOCONS & ZIONIST'S WARS AGAINST IRAN & THE WORLD BY PROF. M. REZA SALAMI, Ph.D., P.E.

Þó að Borodai ráði einhverju þarna, þá ræður meirihluti aðgerðasinna þarna öllu, en ástæðan fyrir því að fólk þarna í austurhluta Úkraínu féllst á vopnahlé, var vegna þess að fólk þarna óskaði eftir vopnahléi, þar sem það hefur ekki mat, rafmagn og margt fólk þarna hefur ekkert vatn. En hérna um hvað skipanir er þú að tala um, eða þar sem þú segir hérna "skipanir Pútíns" og hvað skipanir hefur Pútin verið að gefa út? Því að ég hef ekki orðið var við eitthvað svoleiðis í öllum þessum neocons- fjölmiðlum, er segja reyndar ekkert frá þeim fréttamönnum er hafa verið handteknir og drepnir þarna, því að allt svoleiðis er eins og þú veist svo neikvætt gegn áróðri stjv.í Bandaríkjunum og Úkraínu.     


Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 24.6.2014 kl. 12:11

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég tek nú ekki "skoðunum" einhverra netverja alvarlega jafnvel þó þeir titli sig "phd" sem er gríðarlega misnotuð titlun, en þú getur aldrei vitað hvenær netverji er að flagga fölskum titlum og hvenær ekki, eða hvenær sá er að flagga fölsku nafni og hvenær ekki, eða hvort mynd sem hann setur á sína síðu og sögð er af hönum er raunverulega af honum eða ekki, og jafnvel þó þeir noti orðalagið "fact" sem ef e-h er, enn meir misnotað. Svo algeng er að orðið "fact" sé misnotað að nánast má segja, að maður eigi ávalt að hafa fyrirvara við það, er netverji notar orðið "fact" og í útleggingu sinni. En ég hef gríðarlega oft rekið mig á, að e-h er sagt "fact" sem er það ekki, og auðvelt er að afla sér gagna sem sína fram á að svo er ekki.

------------------------

Þó að einhver fj. netverja sé sömu skoðunar og þú. Þíðir það ekki að sú skoðun sé rétt.

**Þ.e. í raun og veru ekki neitt sem bendir til þess að vestrænir fjölmiðlar séu almennt ómarktækir.

**Þvert á móti séu stóru fjölmiðlarnir oftast nær, að gera sér far um að flytja sannleikann - - þó þeim mistakist það í töluverðum fj. tilvika.

**Sé það af og frá, að Vestrænir fjölmiðlar séu flytja samræmdan áróður.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 24.6.2014 kl. 16:08

5 identicon

Að kalla hann fixer er bara kjanaskapur hja þer vinur ... Það finnst alveg vanalegt orð yfir þetta, sem bandarikjamenn notast við alls staðar, og það er insurgents. Ef þu tekur af þer blinduna, og litur a myndir fra lybiu uppreisninni, þa geturðu seð ameriska sersveitarmenn i allri sinni reisn ... Dulbunir með arabahött, en saknar bara litarhaft heimamanna.

Og siðan að vitna i russa sem öfgasinnaða þjoðernissinna er aumkunarverð tilraun til að dreifa athyglinni fra að ukrainumenn eru þjoðernis sinnaðir.

Kallast reverse psychology...

Svona þer að segja, ef putin væri boss og hefði einhver aform yfir höfuð yna amerisk vopn sem þeir hafa sjalfir femyndi hann gera eins og kaninn, og sja til þess að þessir insurgents sköpuðu tækifæri fyrir hann. Kina er að verða kommuniskt aftur, og allar aðstæður benda tul þess að hægt verði að gereyða kananum ef ut i það færi.

En, hvorki putin ne kinverjar fara þessa leið ... Og ef þu hefur vit ættir þu að spyrja af hverju? Að svara spurningu er miklu mikilvægarar en að jagast með russagriluna aftur og aftur. Kinverjar klæða sig i ameriska buninga og syna amerisk vop sem þeir framleiða sjlfir.

Það segir gamalt orðatiltæki, af gerðum þeirra skalt þu dæma þa ekki orðum þeirra. Og það er hættulegt að halda að kaninn se neinn vinur i veum her ... Kaninn, er alveg eins og russinn ... Falskari en andskotinn og treysta skalt þu hvorugum.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 24.6.2014 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband