23.6.2014 | 12:19
Egyptaland leppríki Saudi Arabíu?
Ég hef undanfarið farið að velt því fyrir mér, hvort að Egyptaland ætti ekki í dag með réttu nefna - leppríki Saudi Araba? En athygli mína vakti frétt á Financial Times: Egyptian court confirms Muslim Brotherhood death sentences.
Mr Sisi, late on Friday, held a brief meeting at Cairo airport with Saudi Arabias King Abdullah whose country, like Egypt, has branded the Brotherhood a terrorist organisation, viewing its Islamist doctrines as a threat to Saudi dynastic rule.
Áhugavert að "Al Sisi" var ekki nægilega mikilvægur, til að fá formlega opinbera heimsókn.
Það sem ekki kemur fram í fréttinni - er óskaplegur fjárstuðningur Saudi Arabíu, og furstadæmanna við Persaflóa, við stjórn Abdel Fattah al-Sisi.
Eða milli 10 og 11 milljarðar USD.
Margfaldur fjárstuðningur sá sem Egyptaland áður fékk frá Bandaríkjunum.
- Það er áhugaverð endurspeglun í gangi, þegar kemur að aðgerðum Saudi arab. stjv. gegn gegn Bræðralagi Múslima í eigin landi.
- Og aðgerðum al Sisi gegn Bræðralaginu í Egyptalandi.
Í báðum löndum hefur Bræðralagið verið formlega bannað og skilgreint sem hryðjuverkasamtök.
Það er mjög sterk kaldhæðni í þessu, því að á sama tíma, er Saudi Arabía og bandamenn í furstadæmunum við Persaflóa, að dæla miklu fé í öfgasinnuð samtök súnníta, m.a. af mörgum talið að bandalag þeirra, hafi fjármagnað ISIS samtökin.
Höfum í huga, að "al Qaeda" kemur fyrst til sögunnar í Saudi Arabíu.
Flest hættulegustu Súnní Íslam hreyfingarnar, eru tengdar við - - Wahabi, trúarskólann sem er ríkistrú Saudi Arabíu.
- Mig grunar að raunverulega ástæða þess, að Saudi Arabía fjármagnaði uppreisn hersins í Egyptalandi undir stjórn "al Sisi" gegn lýðræðislega kjörnum forseta landsins, sem einnig er félagi í hreyfingu, Bræðralags Múslima.
- Hafi verið sú ógn sem Saudar töldu vaxandi áhrif Bræðralagsins vera, ég er ekki að tala um Mið-Austurlönd, heldur heima fyrir í Saudi Arabíu.
- Sennilega er nær hvergi á byggðu bóli, eins mikil efnahagsleg misskipting og einmitt í Saudi Arabíu, þ.s. gríðarlegum auð landsins - sé skipt upp á milli "Al Saud" valdaættarinnar, og hennar rúmlega 100 svokallaðra prinsa.
- Sem hreyfing, hefur Bræðralag Múslima, einkum verið að einbeita sér að - fátækari hluta almennings. Hefur skipulagt "eigin skóla með sterku trúarlegu ívafi" - "eigin heilsugæslu" og "jafnvel barnapössun." Þannig fær fátækt fólk sem gengur í hennar raðir, oft þjónustu sem ríkisvaldið í þeirra landi - - einfaldlega veitir því ekki.
- Og þ.e. alls ekki sérdeilis ólíklegt, hafandi í huga, óskaplegt félagslegt óréttlæti í Saudi Arabíu, að hreyfingin hafi raunverulega verin orðin, að hugsanlegri framtíðar ógn fyrir völd "al Saud" ættarinnar.
Lausn "Saud" ættarinnar, þegar þeir sáu Bræðralagið komið til valda í Egyptalandi, og þeir sáu fram á að þarna væri hugsanlega risið upp - - annað trúarríki.
Með sinn eigin súnní íslam trúarskóla, þess áhrif voru í vexti innan Saudi Arabíu.
Að ráðast að rót vandans, þ.e. miðstöð Bræðralagsins þ.s. þ.e. langsamlega sterkast, þ.e. Egyptalandi.
- Eina öfgahreyfingin sem ég veit fyrir víst, að tengist Bræðralaginu - - er Hamas.
Meðan á móti, við höfum "al Qaeda" - "Talibana" og nú "ISIS" sem virðast mér, miklu mun varasamari hreyfingar.
Og auðvitað, mun öfgasinnaðri.
- Þ.e. eitt sem er áhugavert við Bræðralagið - - að það virðist ekki eins íhaldsamt, ekki eins mikið á móti nútímavæðingu, ekki eins ákveðið, and lýðræðislegt.
- Og trúarhreyfingar þær sem, Wahabi skólinn hefur skapað.
Ég hef ekki orðið var við það, að "Hamas" hafi rekið einhvers konar "Talibanistan" á Gaza svæðinu.
Þannig að ef ég mundi bera saman ógn þá sem af hreyfingu Wahaba stafar, og af hreyfingu Bræðralagsins - - þá mundi ég túlka það svo, að hreyfingar Wahabi skólans séu margfalt varasamari, að auki til muna andstæðari vestrænum viðhorfum.
Í fréttinni kemur fram - - að dauðadómar yfir fjölda liðsmanna Bræðralagsins hafi verið staðfestir.
"An Egyptian court has confirmed death sentences against the leader of the Muslim Brotherhood and 182 supporters,..."
Fram að þessu hefur Bræðralagið, ekki hvatt til vopnaðrar andstöðu.
En ef herinn lætur verða af því, að taka af lífi helstu leiðtoga þess í Egyptalandi, þar á meðal þjóðkjörinn forseta þess - - þá má reikna með "radicalization" þ.e. að í staðinn rísi upp nýir leiðtogar.
Sem væntanlega beri minni virðingu fyrir, hugmynd þeirra leiðtoga um "friðsama baráttu" sem sú forysta er þá verður tekin af lífi - stóð fyrir.
Með því, verður þá sú stefna hugsanlega "discredited." Þ.s. stór hluti egypsku þjóðarinnar, styður bræðralagið. Skynjar maður raunverulega hættu á borgaraátökum þar.
- Þá gætu skollið á 2-trúarstríð í Mið-Austurlöndum.
- Annað milli Wahabi ofsatrúarmanna, og Shíta. Í samhengi við átök Írans og Saudi Arabíu.
- Og hitt, milli Bræðralagsins og Wahabi Súnníta.
Áhugavert verður - - ef "Saud" valdafjölskylda, keyrir upp 2-trúarstríð. Klýfur þannig Mið-Austurlönd, annars vegar milli öfgahreyfinga tengda Wahabi skólanum og Shíta. Og hins vegar meðal Súnníta, milli þeirra er styðja Bræðralagið og þá sem styðja Wahabi trúarskólann.
Niðurstaða
Saud valdafjölskyldan, virðist vera í vaxandi mæli - að vera að færa út völd sín um Mið-Austurlönd. Í gegnum ofsalegt fjárhagslegt vald.
Hún virðist hafa keypt eitt stykki byltingu í Egyptalandi - vegna valdahagsmuna ættarinnar. Og síðan fjármagni hún ásamt bandamönnum, þá ógnarstjórn - sem virðist við völd í dag innan Egyptalands.
Síðan, fjármagnar hún ásamt bandamönnum, fjölmennar uppreisnir gegn bandamönnum, Írans í Mið-Austurlöndum. Hvort sem þ.e. í Sýrlandi eða Írak.
Rekur að því er best verður séð, átök sem eru í vaxandi mæli að magna upp trúarstríð milli fylkinga Súnníta er hallir eru undir Wahabi trúarskóla ríkistrú Saudi Arabíu, og fylkinga Shíta.
Á sama tíma, rekur Saud valdafjölskyldan að því er best verður séð - "pogrom" gegn Bræðralagi Múslima, er virðist hvað áhrif varðar - vera sá trúarskóli er næst gengur að áhrifum meðal Súnníta áhrifum Wahabi skólans. En mig grunar, að vaxandi áhrif Bræðralagsins í Egyptalandi, hafi verið skilgreind sem ógn, við valdastöðu Saud fjölskyldunnar.
Þannig virðist vera að myndast - - annað trúarstríð. Í þetta sinn, meðal Súnníta. Er getur klofið þá. Jafnvel geisað innan Saudi Arabíu sjálfrar.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Einar Björn
Má þá ekki að samaskapi segja að Saudi Arabía sé leppríki Bandaríkjanna núna, miðað við þessi tengsl við Petrodollar- fyrirkomulagið, og svo þar sem að Bandaríkin, Saudi Arabía ásamt Qatar hafa verið í því að styðja alla þessa hryðjuverkamenn og hryðjuverkastarfsemi þarna í Sýrlandi?
Obama Deepens U.S. Support for Syrian Rebels with Secret Order http://www.thenewamerican.com/usnews/foreign-policy/item/12293-obama-deepens-us-support-for-syrian-rebels-with-secret-order
Obama authorized covert support for Syrian rebels, sources say http://edition.cnn.com/2012/08/01/us/syria-rebels-us-aid/
U.S. finalizing plan to boost support for Syrian rebels: sources http://www.reuters.com/article/2014/04/04/us-usa-syria-rebels-idUSBREA331ZI20140404Exclusive: Obama authorizes secret U.S. support for Syrian rebels http://www.reuters.com/article/2012/08/01/us-usa-syria-obama-order-idUSBRE8701OK20120801
Congress secretly approves U.S. weapons flow to 'moderate' Syrian rebels http://www.reuters.com/article/2014/01/27/us-usa-syria-rebels-idUSBREA0Q1S320140127
US and Britain to boost support to Syrian rebels, says Kerry http://www.theguardian.com/world/2014/may/15/us-britain-boost-support-syrian-rebels-john-kerry
Sjá einnig:
West's astonishment over Iraq hypocritical, they've been supporting same radicals in Syria
US-Sponsored Terrorism in Iraq and “Constructive Chaos” in the Middle East)
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 23.6.2014 kl. 14:37
America's Allies Are Funding ISIS
BACKGROUND: US & Saudis backing local jihadists (Islamic Front) against global jihadists (ISIS)
U.S. allies let funds flow to al Qaeda in Syria
The CIA Controls Al Qaeda
Former Al-Qaeda Leader says that the CIA runs Al-Nusra, Al-QaedaÞorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 23.6.2014 kl. 14:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning