22.6.2014 | 16:52
Pútín segist styðja vopnahlé í Úkraínu - segir þörf fyrir friðarviðræður án skilyrða / ISIS sækir enn fram í Írak
Eins og fram hefur komið í fréttum, lýsti nýlega kjörinn forseti Úkrainu, Petro Poroshenko, yfir vopnahléi sl. föstudag. En formið á skilyrðum þeim er hann setti fram - gerði yfirlýsingu hans eiginlega að "úrslitakostum" frekar en almennri yfirlýsingu um frið og viðræður aðila.
Höfum í huga að þessi aðferð er ekki endilega "órökrétt" ef fréttir eru réttar frá Kíev, þess efnis - að stjv. hafi dagana á undan. Tekið þær landamærastöðvar sem skæruliðar uppreisnarmanna höfðu vikunum á undan tekið.
Því ef stjv. hafa tekið landamærin - geta þau einmitt sett "úrslitakosti" því þá geta þau "einangrað svæði uppreisnarmanna."
- Herinn á skv. yfirlýsingunni - - ekki að sækja fram.
- Og ekki að skjóta af fyrra bragði.
- En hann má verja sig árás - - það síðasta atriði er áhugavert, því uppreisnarmenn vilja meina "að það sé bara ekkert vopnahlé."
En höfum í huga, að ef hvað telst vera svar við árás var ekki nákvæmlega skilgreint, geta hermenn á staðnum sennilega túlkað hvað telst svar afskaplega vítt. Án þess að yfirlýsing forseta hafi verið lýi.
------------------------------------
Í Írak: heldur ISIS áfram að sækja fram í héröðum í N-Írak. Á laugardag tóku ISIS liðar síðasta landamærabæinn, sem enn var á valdi stjórnvalda. Ræður ISIS því öllum landamærum landsins við Sýrland - - nema litlu svæði sem sveitir Kúrda, Peshmerga, halda og verja gegn ISIS.
Síðan hefur ISIS haldið áfram að tína upp smábæi hér og þar Norðarlega í Írak - þ.s. kallast á ensku "mopping up." Bersýnilega eru þeir að hreinsa til, svo að ekkert lið stjórnvalda sé þeim að baki, þegar þeir síðar meir fara væntanlega að nýju - að einbeita sér að S-vígstöðvunum.
Sunni Insurgents Capture More Territory in Western Iraq
Það var mjög fjölmennt "rallý" svokallaðs "Madi Army" sem er "militia" áhrifamikils shíta klerks, Mogtada ali Sadr, en það virðist í gangi "mobilization" í borgum víða um S-Írak, í kjölfar "fatwa" æðsta klerks íraskra Shíta, "al Sistani" um daginn.
Vandinn við þetta, er að það að sjálfsögðu tekur tíma, að gera skipuleggja slíkar sveitir, í bardagasveitir sem eru "nothæfar á vígvelli."
Þetta er væntanlega - af hverju þ.e. engin gagnsókn enn. Það taki Shíta tíma, að skipuleggja lið sitt - tryggja að allir hafi vopn um hönd, einhverja lágmarks þjálfun, og hóparnir lúti skipulagi.
Answering a Clerics Call, Iraqi Shiites Take Up Arms
Sem hefur kannski þá hliðarverkan - - að veita ISIS nægt svigrúm, til að halda áfram sókn sinni Norður í landi. Þ.s. Shítarnir, séu ekki tilbúnir með þær fjölmennu liðssveitir, sem til þurfi - ef það á að hefja alvöru gagnsókn.
En á meðan, þ.s. ISIS hafi nú fulla stjórn á landamærunum fyrir utan það svæði, sem Kúrdar ráða. Geti ISIS nú flutt lið frá Sýrlandi til Íraks - og það eru einmitt nú vísbendingar um slíka liðsflutninga.
Þetta kort sýnir umráðasvæði uppreisnarmanna í A-Úkraínu!
- Bendi á að þetta er kort sem stjórnvöld í Kíev hafa gefið út.
- Svo að rétt sé að taka það með einhverjum fyrirvara.
En þetta kort virðist "consistent" við þær fréttir sem hafa borist um átök, milli skæruliða uppreisnarmanna og stjórnarhersins.
Þar sem barist hefur verið um borgirnar sem sýndar eru, þ.e. Slovyansk, Kramatorsk, Donetsk o.s.frv.
Það er rökrétt, ef víglínan er við þær borgir, að þær séu þá einmitt - á útjaðri umráðasvæði uppreisnarmanna.
Það vekur einnig athygli - - mannfall uppreisnarmanna. En ef stjórnvöld segja rétt frá, þá féllu um 300 af þeim, þegar seint í sl. viku, stjórnarherinn tók stöðvar uppreisnarmanna á landamærunum.
Þá er það vísbending þess, að uppreisnarmenn - - séu ekki sérlega fjölmennir. En ábendingin er sú að það sé svo strategískt mikilvægt fyrir uppreisnina að viðhalda samgöngum yfir landamærin - að þeir hljóti að hafa varið þau með eins miklum liðsstyrk, og þeir gátu tínt þar til varnar.
Ukraine declares ceasefire and claims borders nearly secure
"Oleksandr Turchynov, Ukraines parliament Speaker, said on Friday that forces had completed an operation to seal the border by taking control of the border city of Izvarino." - "Ukraines security services estimate that 300 rebels have been killed in the past two days near the villages of Yampil and Zakitne a figure that could not be independently verified while seven of their own soldiers were lost."
Ef sú frásögn er rétt - - hefur svæði uppreisnarinnar, í reynd skroppið saman - þ.e. það nær þá ekki lengur "að landamærunum við Rússland." Er þess í stað, umkringt.
- Ef það er rétt - - þá eru "ultimatum"/ úrslitakostir Poroshenko komnir í rökrænt samhengi.
- Þ.s. stjórnarherinn, búi sig undir, að mala uppreisnina - í orðsins fyllstu merkingu.
- Í reynd felst þá tilboð stjórnvalda í Kíev, í tilboði til uppreisnarmanna um uppgjöf.
- Áður en herinn, leggur til lokaatlögu.
Ég geri ráð fyrir því - að stjórnarherinn hvíli þá lið sitt, safni vopnabirgðum og frekari liðssveitum, undir lokasóknina - - sem fer þá fram eftir viku. En ekki er reiknað með uppgjöf uppreisnarinnar.
Bendi fólki á að sambærilegur hlutur gerðist fyrir nokkrum árum í Sri Lanka, er stjórnin ákvað að hætta friðarviðræðum, þess í stað að mala svokallaða Tamíl Tígra, í mélinu smærra - lauk stríðinu þar fyrir nokkrum árum, með fullnaðar sigri stjórnarhersins. Uppreisnarmenn voru einfaldlega flestir - drepnir.
Þannig enda uppreisnir - stundum.
Poroshenko's Ukraine peace plan gets limited support from Putin
"Alexander Borodai, prime minister of the self-styled Donetsk People's Republic, told a news conference the ceasefire was not working and appealed to Russia to send in peacekeeping forces." - ""Since last evening, combat activities are continuing. Poroshenko's artillery is bombing Slaviansk and the air force has made several raids. Words about a ceasefire as always were just that - words," Borodai said." - ""The anti-terrorist operation against the people of the Donbass is in full swing," he said."
- Þ.e. alltaf spurning - hvernig herinn er að "túlka fyrirmæli forsetans" - - en það er vel hugsanlegt að túlkun sé það frjálsleg, að t.d. ef uppreisnarmenn gera vélbyssuárás á einn stað, þá svari herinn með stórskotaárás og jafnvel síðan með liðssveitum.
- Þannig að vera má, að skothríð sé í reynd lítt minnkuð, ef uppreisnarmenn hafa ekki slakað á af sinni hálfu - - eini munurinn sé kannski sá að stjórnarherinn sé ekki að sækja fram.
Það er einmitt góð spurning hvað Rússar gera - en takið eftir, að "Borodai" sem hafið í huga, er "rússneskur ríkisborgari" og góðkunningi Rússn. stjv. - sjá umfjöllun um hann: Rússneskur flugumaður virðist hafa tekið fulla stjórn á svokölluðu "Donetsk People's Republic" í A-Úkraínu í sl. viku. Hann er að óska eftir innrás rússneska hersins sbr. ósk hans um friðargæslusveitir!
En athygli hefur vakið að - - undanfarna daga, hefur verið nýr liðssafnaður af hálfu Rússa við landamærin. Og á laugardag, var eftirfarandi skipun gefin - "On Saturday, Mr. Putin ordered 65,000 Russian troops in central Siberia to undergo a surprise combat readiness test."
- 65þ. manna lið - er yfrið nægilega fjölmennt. Til að ráðast inn í Úkraínu. Og sópa stjórnarhernum í burtu. Taka í reynd eins mikið af landinu, og Pútín kærir sig um.
- Spurning hvort að Pútín, notar ósk "flugumanns síns" í A-Úkraínu, sem átyllu til innrásar?
En ef stjórnarherinn, virkilega er að undirbúa að mala uppreisnina í mélinu smærra.
Kemur að því, að Pútín þarf á ákveða, hvort að hann gefur dæmið alfarið eftir - eða hvort að hann tekur skref lengra - kannski jafnvel, miklu lengra.
Niðurstaða
Það er allt í einu að aukast spennan að nýju í A-Úkraínu. Eftir yfirlýsingu Poroshenko, sem eðlilegt er að túlka sem úrslitakosti, tilboð um uppgjöf - eða þeir verði malaðir í mjölinu smærra.
Sennilega er það einmitt, þ.s. til stendur - þegar herinn hættir viku langri pásu, í sókn sinni.
Og í því samhengi, er nýr liðssafnaður Rússa, áhugaverður. En spurningin um hugsanlega innrás, hlýtur að vakna að nýju.
En það má vel vera, að Poroshenko, taki "game of chicken" á þetta.
En þ.e. gersamlega ljóst, að liðssafnaður Rússa, er margfalt ofurefli liðs. Engin leið að úkraínski stjórnarherinn, geti varist lengi ef svo fjölmennur rússneskur her, gerir atlögu að þeim.
Það er þá kannski spurning - - hvort er "Chicken" Putin eða Poroshenko?
----------------------------------
Á meðan í Írak. Heldur ISIS áfram að styrkja stöðu sína, aðgerðum sem virðast klassískar "mopping up" aðgerðir þ.s. ISIS virðist vera að tína upp þá smábæi hér og þar, sem stjórnarherinn enn réð í N-hluta landsins. Virðist nú hafa nær fulla stjórn á landamærunum við Sýrland.
Sem færir bersýnilega nær veruleika, drauminn um að "stofna eitt ríki" á þeim landsvæðum í Írak og Sýrlandi, ISIS virðist í dag stjórna. Sem eru umtalsverð landsvæði - virkilega.
Á sama tíma, einbeita Shítar sér að því er best verður séð, að safna liði. Og undirbúa sig undir hugsanlega gagnsókn síðar - eða nýtt áhlaup ISIS Suður - ef það verður útkoman.
- Augljóslega - hafa stríðin í Sýrlandi og Írak, runnið saman.
- Síðan er annað stríð í Úkraínu - sem kannski er við það að ljúka, eða að þ.e. við það að stækka og það mikið, ef Rússar hefja innrás.
Það eru áhugaverðir tímar!
---------------------------
PS: Athygli vekur fordæming æðsta klerks Írans, "Ali Kamenei" - eða "Supreme leader" en valdahlutföll milli hans, og forseta landsins - eru í þoku; á afskiptum Bandar. að Írak.
Iran rejects U.S. action in Iraq as militants push east
Sú fordæming stingur í nokkuð í stúf við málflutning forseta landsins í sl. viku, sem virtist hvetja til samstarfs Bandar. og Írans um baráttu gegn ISIS, og háttsettra embættismanna í stjórn landsins - er virtust vilja að Bandar. sendu herlið til Íraks.
En ummæli "ali Khamenei" virðast - höfða til klassískra samsæriskenninga um afskipti Bandar. að Írak.
Meðan að það virðist, að borgaralag stjórnvöld Íran - styðji ekki slíkar túlkanir.
Klerkarnir í Íran annars vegar og hins vegar að borgarleg stjórnvöld í Íran - - virðast hafa algerlega andstæða skoðun með öðrum orðum á hlutverki Bandar. í Írak, og því hver ber ábyrgð á upprisu ISIS samtakanna undanfarið.
Til sbr. frétt sl. viku:
Iran leaders look to US over Iraq crisis
"...senior Iranian government adviser...The US has no choice but to clear up this mess in Iraq, otherwise its achievements and credibility in the region would be gone. The US should help remove this infection [Sunni extremists] from the region."
"Irans President Hassan Rouhani...We have not seen the US making any decision yet. Whenever we see the US take any action against terrorist groups in Iraq, then we can think about it [co-operation with US]," - "Mr Rouhani said predominantly Shia Iran was ready to help the Iraqi government in every possible means, but stressed that this did not mean sending troops." - "Mr Rouhani insisted Iran was serious about meeting the July 20 deadline to reach a comprehensive nuclear deal with world powers, which he said was do-able."
Takið eftir að embættismaðurinn virðist hvetja Kana til að senda lið til Íraks - - og að Rouhani forseti, nefnir samstarf við Bandar. um baráttu gegn ISIS - sem möguleika.
- Málið er að innan Írans er "valdabarátta" sem snýst um það - - hvort á að semja við Bandaríkin, og hugsanlega hefja samvinnu við þá.
- Eða, hvort að það á að halda áfram fyrri stefnu, að líta á Bandar. sem megin andstæðing Írans.
Þessi klofningur kemur bersýnilega fram nú.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 18:16 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ISIS er bara stærsta og þekktasta morðingjagengið í Írak núna. Þeim gengur ágætlega á meðan þeir mæta engri mótspyrnu.
Um leið og einverjum dettur í hug að plaffa á þá á móti lekur allur vindurinn úr þeim.
Ásgrímur Hartmannsson, 22.6.2014 kl. 21:14
Af hverju gengur þeim þá svo vel í Sýrlandi? Þeir hafa haldið velli, þrátt fyrir að um tíma - hafi allra aðrar andstöðuhreyfingar sameinast gegn þeim. Þeir þurftu að hörfa frá nokkrum svæðum. En þeir eru samt með mjög sterka stöðu þar.
Ég held að það sé meir en vindurinn að baki þeim.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 22.6.2014 kl. 21:18
Sæll Einar Björn
Biddu, biddu átti Putin karlinn að koma með einhver skilyrði, eða hefur það ekki verið nóg hjá honum að biðja um það aftur og aftur, að hann óskaði eftir því að stjórnvöld í Úkraínu hefðu saman friðar- og samningaviðræður við aðgerðasinna þarna í austurhluta Úkraínu? Það er hins vegar merkilegt að Petro Poroshenko forseti Úkraínu vilji núna loksins hefja firðar- og samningaviðræður eftir að hafa verið í því að láta varpa phosphorous– sprengjum á íbúahús í Slaviansk gegn alþjóðalögum (Proof Kiev using illegal White Phosphorus bombs in Slaviansk | June 12, 2014 ). En allir svona glæpir gegn íbúum þarna passa fjölmiðlar hliðhollir stjórnvöldum í Bandaríkjunum upp á að komist ekki fyrir almenningssjónir, í staðin þá er okkur sagt frá einhverjum svokölluðum “flugumanni” er gaf það út sjálfur opinberlega án þess að fela það á nokkurn hátt að hann væri Rússi, og er það ekki merkilegt?
Eins og staðan er þá hafa stjórnvöld í Bandaríkjum bara verið í því að bíða eftir því að geta klínt einhverju lygum (eða Pretext-i) á Putin karlinn, og allt hefur snúist um að reyna fá menn til þess að skjóta niður svona fake merkta UN herþyrlu, eða sem svona ástæðu (eða Pretext-i) til að magna upp stríðið og reyna a draga Rússland inn í stríðið. En hérna stjórnvöldum Bandaríkjanna og Úkraínu til mikillar gremju þá komst upp um eitt svona dæmi með einmitt fake merktri UN herþyrlu ( NATO false flags in Ukraine ), þannig að þessi stjórnvöld í Bandaríkjunum og Úkraínu hafa bara verið í því að reyna kenna Rússum um, að konur og börn séu að flýja frá Austurhluta Úkraínu til Rússlands, því að það þarf að reyna finna eitthvað á Rússa, ekki satt?
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 22.6.2014 kl. 23:58
Þetta friðarplan hans Petro Poroshenko er líklega ekki komið frá Petro sjálfum eða hvað þá frá einhverjum öðrum úkraínskum stjórnmálamann þarna í Úkraínu, en þetta plan hefur örugglega verið samið af yfirvöldum í Washington með þessum skilyrðum.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 23.6.2014 kl. 01:37
Þessi "false flag" brandarar, sem ganga um netið. Og þú virkilega trúir því að sjálfsögðu. Nei, þ.e. ekkert Washington plan um að gera Rússum skráveifu. Þ.s. gerðist er að það varð uppreisn í Úkraínu þ.e. bylting, gegn stjórn sem var hliðholl Rússum. Að sjálfsögðu geta Rússar þ.e. nánar tiltekið, rússn. stjv. - aldrei trúað því að e-h geti fundið upp á því hjá sjálfum sér, að gera uppreisn gegn þeim vinveittum stjv. - jafnvel þó slík stjv. hafi verið óskaplega spillt og gagnslaus, landið sé komið að efnahagshrun ástandi. Svo að í staðinn - - er spunninn upp vefur. Um meint samsæri gegn slíkri stjórn. Því það getur aldrei verið satt bersýnilega, að vinveitt stjv. Rússum, eða nánar tiltekið stjv. í Rússl. geti hrunið í byltingu. Nema að til sé að dreifa, samsæri meginandstæðingsins - sem Rússar eða nánar tiltekið Pútín, skilgreina sem Bandar.
------------------------
Þetta er allt að sjálfsögðu hrein ímyndun. Slíkt samsæri var aldrei til staðar. En vegna þess að elítan í kringum Pútín virðist samt trúa slíku - er furðusögum um meint samsæri dreift um netheima og í fjölmiðlum. Síðan er þjóðinni sem reis upp gegn vinum Pútíns, refsað með því að "skipulega gera tilraun til að ræna hana auðlyndum sínum og gera hana fátækari" síðan sem afsökun þ.e. "raunveruleg false flag aðgerð" búin til í formi algerlega samansoðinnar í Moskvu uppreisnar gegn stjv. í Kíev. En þ.e. einmitt málið að uppreisnin í A-Úkraínu er "false flag" aðgerð, "false flag" aðgerða - drifin áfram af einstaklingum eins og ágætum Rússa, nú sjálfskipuðum forsætisáðherra uppreisnarmanna, og flr. rússum m.a. yfirmaður hersveita uppreisnarinnar, svo eru þarna einstaklingar frá Tétníu, fj. málaliða héðan og þaðan frá Rússlandi, og einhver fámennur hópur keyptra rússn.mælandi Úkraínumanna - - sem mynda þessa meintu uppreisn, eins og ég sagði "false flag" aðgerð. Að sjálfsögðu, vill Pútín að samið sé við "false flag uppreisnarmennina" eins og þeir séu raunverulegir uppreisnarmenn, svo þannig stjv. í Kíef, gefi þeirri "fals flag" aðgerð raunveruleika stimpil. En stjv. í Kíef sjá í gegnum þetta, alla Pótemkín smíð Pútíns, og nýkjörinn forseti, veitir eingöngu "ultimatum." Þ.s. þeir fá frest til að leggja niður vopn, eða þeir verði drepnir. Þ.s. þetta er ekki raunveruleg uppreisn, heldur "fals flag" aðgerð Pútíns, til að skapa Pútín átyllu til að ræna enn frekar en orðið er, Úkraínu auðlyndum sínum. Þá á að sjálfsögðu, ekki að semja við þá aðila.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 23.6.2014 kl. 03:04
Sæll aftur Einar Björn
Þetta er nú vel staðfest allt saman með myndum af þessum false UN merktum herþyrlum Úkraínumanna þarna, og því er ekki um að ræða einhverja ímyndun, en þú þarft alltaf að afneita öllu svona strax jafnvel þó að sannanir séu til staðar, og allt fyrir málstað Bandaríkjanna og Úkraínumanna, ekki satt?
Við höfum hins vegar frétt að CIA hefur komið þarna að málum, reyndar hefur John Brennan æðstiyfirmaður CIA viðurkennt, að hafa verið þarna í Úkraínu ásamt sínum mönnum, en hvað þú þarft sem sagt að reyna vísa þessu í einhvern annan farveg, ekki satt? Það er öllu ljóst að samsæri er þegar tveir eða fleiri framkvæma glæp, en það rétt það eru til menn sem að afneita öllu svona samsæriskenningum sama hvað og trúa bara á opinberar samsæriskenningar.
Alveg frá byrjun eða eftir að Bandaríkjamenn voru búnir að borga meira en 5 milljarða dollara fyrir þessa byltingu, og þau Victoria Nuland og Geoffrey Pyatt voru búin að skipa þessa ömurlegu ríkisstjórn Úrkanínu þarna, hefur allt snúist um að finna eitthvað á Rússa og reynt að kenna Rússum um allt saman. Það er nú einu sinni þannig að við fáum daglega fréttir af refsiaðgerðum gegn Rússum, þannig það er ekki lengur hægt að neita því að stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa verið í því að “gera Rússum skráveifu”. Rússafóbían tröllríður öllum neocon- fréttum og greinilega komin til að vera.
Það er hins vegar rétt hjá þér að þetta núna hjá stjv. Kíef við aðgerðarsinna í austurhlutanum eru eingöngu "ultimatum." eða “þeir fá frest til að leggja niður vopn...”, en ekki get ég fallist á að þetta sé "fals flag" aðgerð Pútíns, reyndar hefur Pútin verið í því að óska eftir því við stjv. í Kíef að þeir hefji friðar og samningaviðræður við aðgerðarsinna í austurhluta Úkraínu.
Eitt er þó víst að friðar- og samningaviðræður við aðgerðarsinna er allt eitthvað sem stjórnvöld í Bandaríkjunum og Úkraínu, svo og allt liðið hjá Council on Foreign Relations, Burisma Holdings, Shell, Chevron og fleiri fyrirtækum kæra sig alls ekki um og tala alls ekki fyrir, þannig það stendur greinilega ekkert annað til eftir þetta en áfrahaldandi loftárásir og/eða stríð gegn aðgerðarsinnum þarna.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 23.6.2014 kl. 10:05
Varðandi Írak
Þú gleymir alveg að minnast á að stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa farið fram á það, að hann Nouri al- Maliki og hans stjórnin víki frá völdum (eða regime change), og eftir það allt saman þá kemur loksins til greina hjá Bandarískum stjórnvöldum og hernaðaryfirvöldum að aðstoða Íraka ásamt Írönum í aðgerðum gegn ISIS. Þannig að skiljanlegum ástæðum þá eru menn ekki sáttir við svona skilyrði frá stjórnvöldum í Bandaríkjunum.
Því er þetta hjá Bandarískum stjórnvöldum núna orðið eins og þeir segja á ensku: “damned if you do, damned if you don't.” eða þar sem að Obama og hans lið vita ekki lengur hvað þeir eiga að gera, eftir að hafa verið í því ásamt Saudi Aröbum og Qatar að styðja alla þessa hryðjuverkamenn og hryðjuverkastafsemi þarna í Sýrlandi.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 23.6.2014 kl. 12:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning