Þetta var hugmynd sem Joe Biden setti fram í NyTimes árið 2006 í grein, sem hann skrifaði ásamt Leslie Gelb hjá "Council of Foreign Relations." Áhugavert að Anthony Blinken nú aðstoðar öryggisráðgjafi Obama, aðstoðaði Biden og Gelb í því að móta þær hugmyndir - sem þeir félagar settu fram í blaðagreininni.
Þessar hugmyndir gengu það langt, að verða að "samþykktri ályktun" meirihluta Öldungadeildar Bandar.þings, samþykkt 75-23. Áhugavert að einn af þeim Öldungadeildarþingmönnum er greiddu atkvæði á móti, var Obama sjálfur.
Prospect of soft partition of Iraq rears its head again
You give them control over the fabric of their daily lives. You separate the parties. You give them breathing room. Let them control their local police, their education, their religion, their marriage, (Joe Biden) told the Senate in 2007. Thats the only possibility.
Hugmyndir Leslie Gelb og Joe Biden, voru ekki um - fullan aðskilnað.
Heldur "heimastjórn" með miklu sjálfforræði - til staðar væri enn "alríkisstjórn" með mjög takmörkuð völd. Og her.
- Spurning hvort að þessar hugmyndir gangi í endurnýjun lífdaga, nú þegar aftur eins og 2006 þ.e. skollið á stríð í Írak?
- Aftur eins og þá, virðast Súnnítar hafa risið upp gegn stjórninni í Bagdad.
- Einungis eftir samkomulag við Súnníta, náði yfirmaður bandar. hers í Írak að brjóta á bak aftur sveitir tengdar "al Qaeda" 2007-2008. Á tímabili kennt við svokallaða "surge."
- Þá tóku Súnní "militias" þátt í bardögum með bandar. hersveitum, þegar áður þær höfðu barist við bandar. hersveitir - og sameiginlega náðist að lama "al Qaeda" innan Íraks, um tíma.
Það sem í dag kallast "ISIS" er sú hreyfing, sem spratt upp úr þeirri hreyfingu, sem á þeim árum tengdist "al Qaeda."
Eftir að stríðið í Sýrlandi hófst 2011. Hefur sú hreyfing byggst upp að nýju innan Sýrlands, og nú gert innrás í Súnní svæðin í Írak.
Það virðist erfitt að sjá hvernig ISIS hefur getað tekið þau svæði svo snögglega yfir, nema að ISIS hafi fengið til liðs við innrásina, töluverðan fjölda íraskra Súnníta. Orðrómur sterkur, um að fj. fyrrum hermanna í her Saddam Hussain, sé nú í liði ISIS í Írak.
Þannig að um sé að ræða stórum hluta - uppreisn minnihluta Súnníta gegn stjórnvöldum í Bagdad.
Það er mjög mikill þrýstingur á að mynduð sé "ný ríkisstjórn í Írak" sem hafi víðari skírskotun, en ríkisstjórn Maliki - hefur haft
Æðsti klerkur Shíta í Írak "al Sistani" hefur kallað eftir slíkri stjórn:
Top Shiite Cleric in Iraq Urges Inclusive Government
Það virðist að bandar. stjv. - - geri slíka stjórnarmyndun. Að skilyrði þess, að þau beiti sér í Írak.
Þá er verið að ræða "loftárásir."
----------------------------------
Margir vilja kenna Nouri Maliki um þá uppreisn sem nú er í gangi, að stefna hans hafi valdið reiði meðal Súnníta - sem í vaxandi mæli hafi litið á hersveitir Írakshers sem "hernámssveitir."
Mjög áhugaverð ummæli hermanna, í tali við fréttamann - - virðast að einhverju verulegu leiti sýna fram á þetta sé rétt, að íbúarnir í N-Írak hafi snúist gegn öryggissveitum stjórnvalda.
Iraq re-enlists troops who fled -- um er að ræða hermenn írakshers er flúðu frá Mosul.
It wasnt just militants who attacked us, it was the people of Mosul themselves, says Hassan, a 28-year old soldier. Im coming for those terrorists, Ill get revenge on Mosul for my dead brothers.
"We had no relationship with locals. How could we? Those people pelted us with rocks. Theyve always been terrorists, says Mohammed, a bulky, tattooed man who, like all the soldiers, refused to give his full name."
Þessi ummæli hermannanna, virðast sýna að "illviljinn" var gagnkvæmur.
Íbúar Mosul hötuðu þá - - og þeir fyrirlitu íbúa Mosul.
Borist hafa einnig fréttir af því, að a.m.k. hluti íbúa Mosul - hafi tekið innreið sveita ISIS fagnandi.
----------------------------------
Í ljósi endurvakins gagnkvæms haturs - - mun bersýnilega vera mjög erfitt, að leita að nýju sátta.
- Það gæti hjálpað - - ef í boði verður "stórfellt aukið sjálfræði."
- T.d. í samræmi við hugmyndir Gelb og Biden frá 2006.
- Sem gangi þó skemur fullu sjálfstæði.
Kort sýnir svæði byggð Kúrdum í Mið-Austurlöndum
Sjálfstætt Kúrdistan virðist raunhæfur möguleiki
Fram hefur komið í fréttum, að í kjölfar hruns íraska hersins í N-Írak. Hafi sveitir Kúrda, Peshmerga, verið fljótar til - að taka sér stöðu á öllum svæðum sem byggð eru Kúrdum í Írak.
Í dag sé það svo, að sveitir Kúrda ráði alfarið svæðum Kúrda, íraski herinn sé t.d. ekki lengur - að sjá um landamæraeftirlit á landamærum Kúrdahéraðanna við Íran og Sýrland. Heldur sé svo að nú sjái sveitir Kúrda alfarið einar um varnir sinna svæða.
Sveitir Kúrda hafi m.a. tekið sér varnarstöðu, á svæðum þ.s. er "blönduð" byggð Kúrda og annarra, á svæðum sem áður "voru umdeild" og stjv. Íraks höfðu fram að þeim tíma - "ekki samþykkt" að tilheyrðu "sjálfstjórnarsvæði" Kúrda.
- Þannig hafi yfirráðasvæði, Peshmerga, stækkað um 1/3.
Kurds' Takeover of Iraqi City of Kirkuk Strengthens Their Hand
In Chaos, Iraqs Kurds See a Chance to Gain Ground
Eitt sem er áhugavert við sjálfstjórnarsvæði Kúrda - er, að "þar var ekkert stríð" þegar borgaraátök blossuðu upp í Írak, eftir innrás Bandar. 2003.
Heldur hefur verið samfelld "uppbygging" á svæðum Kúrda, alveg síðan þá - - kvá efnahagsleg velmegun vera nú mest, á svæðum Kúrda.
Öryggi sé þar gott, sveitir Kúrda haldi uppi friði og öryggi innan sinna svæða. Hafi tekist það í gegnum öll þau átök er urðu í Írak eftir 2003.
- Sjálfstjórnarsvæði Kúrda hafi nú nánast allt sem til þurfi, til að verða sjálfstætt.
- Þ.e. full yfirráð yfir eigin landsvæði.
- Full yfirráð yfir landamærum.
- Og með töku Kirkuk, ráða Kúrda nú yfir - olíusvæðinu í grennd við þá borg.
- Rétt að benda á, að Kúrdar innan Sýrlands, einnig eru "de facto" sjálfráða, þeir ráði sjálfir yfir sínu svæði. Og nú þegar íraskir Kúrdar ráða landamærastöðvunum akkúrat hinum megin landamæra við Írak. Þá blasi við - að sýrl. Kúrdar verði með.
Ef Kúrdar ætla að verða "fullvalda" þurfa þeir - - samkomulag við Tyrki.
Það þarf ekki að vera, að slíkt samkomulag sé ómögulegt.
--------------------------------------------
- "Even before this crisis, the Kurds, with their own security forces, diplomats and a booming economy, were steadily moving toward independence by securing deals with Turkey and international companies to pump oil out of the region, without the approval of Baghdad. Baghdad and the United States regarded those deals as illegal, contending that any oil within Iraq belongs to the nation, not to a part of it."
- "But the Kurds pushed on anyway, and two tanker ships filled with Kurdish oil are sailing around the Mediterranean Sea, having left in recent weeks from a port in Turkey, but with nowhere to dock because of threats of legal action by Washington and Baghdad."
- "Before the seizure of Mosul, preventing that oil from hitting international markets had been a centerpiece of Washingtons Iraq policy for the past two years, and American officials had believed that the sale of Kurdish oil, without Baghdad getting its cut, was a greater threat to the cohesion of Iraq than surging militants in Syria who had their sights set on bringing the fight to this country."
--------------------------------------------
Maður veltir fyrir sér - hvaða leik Tyrkir eru að leika.
En ef tyrknesk orkufyrirtæki hafa þegar samninga við Kúrda - um olíuvinnslu. Má vera að það séu til staðar þreifingar milli Kúrda og Tyrkja - um framtíðar samskipti.
En með þessu eru Tyrkir að aðstoða Kúrdana, við það að "efla sinn efnahag" sem er augljós liður, í átt að sjálfstæði. Þar með, er eins og að "Tyrkir" séu að grafa undan "einingu Íraks." Og hafi verið að því um "nokkurn tíma."
En opinber stefna Tyrklands hefur fram að þessu verið andstæð sjálfstæðu Kúrdistan.
- En ef Kúrdar verða í kjölfarið mjög tengdir inn í Tyrkneska hagkerfið.
Má ímynda sér - að sjálfstætt Kúrdistan, gæti orðið að einhverju leiti "hlið" að auknum áhrifum Tyrklands á Mið-Austurlandasvæðinu.
Hvað sem öllu tautar og raular, þá er staða Kúrda bersýnilega mjög breitt, eftir atburðarás sl. tveggja vikna. Og eins og fulltrúi Kúrda sagði, verði ekki farið til baka til ástandsins í Írak, sem byggt var upp eftir 2003. Það fyrirkomulag sé gengið sér til húðar.
Niðurstaða
Það er sjálfsagt enn tæknilega mögulegt að halda í eitthvert grunn form af einingu Íraks. Hugmyndir Bidens og Gelb, gætu orðið að uppskrift fyrir framtíð Íraks. Sem mjög laustengt samband þriggja þjóða. Þ.s. landinu væri skipt í 3-sjálfstjórnarsvæði. Með alríkisstjórn er hefði mjög takmörkuð völd.
Til þess að svo geti orðið, þarf líklega á næstu dögum að mynda þá breiðfylkingarstjórn. Sem nú er þrýst á að verði mynduð.
Síðan þarf einhvern veginn, að endurtaka þ.s. tókst 2007, að sannfæra Súnní "militias" um að skipta um lit, þ.e. fá þær til að snúast gegn ISIS. Það getir verið hægar sagt en gert, svo sannarlega.
Síðan mundi þurfa að sigrast á sveitum ISIS. Til þess að slík áætlun, um jafnvel svo takmarkað "sameiginleg ríki" - geti náð fram.
- Heilt yfir grunar mig, að meiri líkur en minni, séu á fullri skiptingu Íraks.
- Að ekki einu sinni slíkar hugmyndir - nái fram.
Eitt sé öruggt, að það fyrirkomulag sem var til staðar, þangað verði ekki snúið aftur. En ef hugmyndir Biden og Gelb hefðu verið framkv. segjum eftir 2008 þegar borgarastríðinu í Írak var lokið.
Þá sennilega værum við ekki í dag, að ræða um nýtt borgarastríð.
Hugmyndir Biden og Gel hafi verið framsýnar. En það sé líklega svo, að ástandið í Írak sé orðið of langt gengið, til þess að þær hugmyndir - eigi raunhæfan möguleika. Fullur aðskilnaður sé mun líklegri útkoma, sennilega. Sem segir ekki að það sé ekki "tilraunarinnar virði" að kanna undirtektir.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Einar Björn
Þessar hugmyndir með að skipta Írak svona upp eru ekki komnar frá Írökum sjálfum, heldur er þær komnar frá hörðum Zíonistum eins og t.d. þeim Oded Yonin, Bernard Lewis og það frá árinu 1982 (sjá A Strategy for Israel in the Nineteen Eighties-Oded Yinon), en síðan hefur þetta Zíonista-lið troðið þessum hugmyndum inn hjá Bandarískum stjórnmálamönnum og þeim Leslie Gelb og Joe Biden. Allt fyrir þessa hörðu Zíonista -stefnu að deila og drottna ,og fyrir hugmyndum þeirra fyrir Stærra Zíonista Ísrael. Nú að samaskapi þá gegnur PNAC. og og reyndar hérna Clean Break planið einnig út það að skapa glundroða, átök og allt til að ná einhverjum yfirráðum í Írak.
"The Yinon Plan was a continuation of Britain’s colonial design in the Middle East:
“[The Yinon plan] is an Israeli strategic plan to ensure Israeli regional superiority. It insists and stipulates that Israel must reconfigure its geo-political environment through the balkanization of the surrounding Arab states into smaller and weaker states.
Israeli strategists viewed Iraq as their biggest strategic challenge from an Arab state. This is why Iraq was outlined as the centerpiece to the balkanization of the Middle East and the Arab World. In Iraq, on the basis of the concepts of the Yinon Plan, Israeli strategists have called for the division of Iraq into a Kurdish state and two Arab states, one for Shiite Muslims and the other for Sunni Muslims. The first step towards establishing this was a war between Iraq and Iran, which the Yinon Plan discusses.
The Atlantic, in 2008, and the U.S. military’s Armed Forces Journal, in 2006, both published widely circulated maps that closely followed the outline of the Yinon Plan. Aside from a divided Iraq, which the Biden Plan also calls for, the Yinon Plan calls for a divided Lebanon, Egypt, and Syria. The partitioning of Iran, Turkey, Somalia, and Pakistan also all fall into line with these views. The Yinon Plan also calls for dissolution in North Africa and forecasts it as starting from Egypt and then spilling over into Sudan, Libya, and the rest of the region.
En ætli það verði ekki annað stríð fljótlega gegn Íran svo að allt hérna PANC- panið gangi upp, Sjá hérna: Zionists Plan to Occupy Middle East , (Worth Watching) !
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 21.6.2014 kl. 19:29
Þorsteinn, þ.s. þú hefur gaman af að koma með tilvitnanir, ætla ég að koma með eina slíka, munurinn er sá - að þessi er bara "nokkurra daga gömul."
Bush acolytes use Iraq crisis to defend their records
-------------------------
Af hverju - ef ekkert breyttist með Obama. Eru bandar. ný-íhaldsmenn, svo afskaplega gagnrýnir á utanríkisstefnu hans? Ef þ.e. enn svo, að "Ný-Íhaldsmenn" stjórni utanríkisstefnu Bandar.?
Með öðrum orðum, þ.e. hugmyndir þær sem Rumfeld og Cheney lístu, svokallað Project for a New American Century, er búið spil - virkilega er ekki verið að fylgja slíkri áætlun fram.
OK.
Það er ekkert samsæri í gangi, um að "skipta Miðausturlöndum upp." Virkilege ekki.
------------------------
Írak er að klofna - einfaldlega vegna þess að fólkið sem byggir það land. Vill ekki lengur búa saman. Þarf þá að neyða það til þess - áfram?
En þá mundi e-h öflugur þurfa að senda her inn í landið, og viðhalda hernámi nægilega lengi, til að koma til valda - einræðisherra sem mundi framfylgja þeirri stefnu að halda landinu saman gegn vilja fólksins.
Er það - það sem þú vilt. Nýtt lögregluríki í Írak? Svo það klofni ekki?
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 21.6.2014 kl. 21:10
Það er býsna skemmtilegt að þetta eru nánast alveg sömu tillögur og íbúar A úkraínu eru með varðandi sín mál.
Þessar tillögur geta varla átt upp á pallborðið hjá stjórnvöldum í US,allavega eru þau tilbúin að aðstoða nasistastjórnina í Kiev við að myrða fólkið sem aðhyllist lausnir af þessu tagi.
Það kom að því að þú varðs sammála Putin sem hefur oft bent á að það sé ófært að heilu landsvæðin séu lokuð inni í landi sem íbúarnir vilja ekki tilheyra.
Sérstaklega er þetta bagalegt í Úkrainu og reyndar víðar þar sem yfirvöld ofsækja þessa minnihluta.
Borgþór Jónsson, 21.6.2014 kl. 22:14
Sæll aftur Einar Björn
Það er og hefur verið stefna Zíonista, að fá allt fólkið upp á móti hvort öðru í Araba- og/eða miðausturlöndum, eða fá "fólkið sem byggir" landið til þess að vilja "ekki lengur búa saman", og koma á átökum og stríði. Hefur þú aldrei heyrt um "By way of deception you shall do war" (Mossad motto). Það er og hefur verið stefna Zíonista að koma á átökum með blekkingum (false flag hryðjuverkum), og þröngva svo fólkið til þess að skipta upp landsvæðum, og reyna svo að koma upp þægilegum strengjabrúðu- ríkisstjórnum við NWO- lögregluríkisstjórnastefnu Bandaríkjanna. Allt þetta AIPAC, ADL, JDL og svo allt þetta Zíonista- lið víða um heim hefur verið á þessari "Project for a New American Century" -stefnu, og það er ekki hægt að neita þessu lengur, þar sem að vitað er til þess að stjórnvöld hafa farið í öll þessi stríð í Afganistan, Írak, Libýu, Sómalíu, Líbanon, Súdan og alveg eftir þessari áætlun með svona líka góðum "pretext"-um aftur og aftur. Þetta hefur allt gengið upp hjá Zíonistum (Sjá: Zionists Plan to Occupy Middle East , (Worth Watching) !) nema hvað það á eftir að hefja árás eða stríð í Íran, og allt þetta Zíonista- lið hefur verið að leita að einhverri ástæðu (eða "pretext"-i ) til að hefja árás á Iran, og meira að segja John McCain hefur verið að syngja boom, boom, boom Íran, og hvar hefur þú verið?
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 21.6.2014 kl. 22:56
Eins og þú veist þá hafa þessi Pretext öll verið lygar, og það þarf örugglega að finna eins og þeir segir einhverjar lygar til að fara í stríð við Íran: 100 Years of Lies, More WAR Please! (Remixed Corbettreport)
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 21.6.2014 kl. 23:54
Þetta zionista og neocon- lið er meira og minna allt á því að skipta Írak upp gegn vilja og óskum Íraka þarna, og þessi áróður þeirra um þetta séu bara átök á milli Sunni og Shia er heldur ekki að ganga upp í þessu proxi- stríði fyrir Zíonista Israel :
"The Iraqi federal government is categorically not a “Shia government” and the ISIL is not a “Sunni”organization. Any person with a simple understanding of the configuration of the Iraqi federal government and Nouri Al-Malaki’s cabinet in Baghdad will know that it is demographically representative of Iraqi society and that, at the level of faith, it is composed of Shiite Muslims and Sunni Muslims and of Arabs, Kurds, and Iraqi ethnic minorities, at the level of ethnicity.
Looking over a list of the cabinet ministers and their parties and backgrounds will dismiss the false notions and claims that the federal government of Iraq is a “Shia government.” These facts, however, have never got in the way of the narratives and talking points that constantly refer to the Iraqi federal government as a “Shia government.”
As for the ISIL, most of its victims have been Muslims that are Sunni. The Iraqi soldiers that the ISIL fighters have killed are not exclusively Muslims that are Shiite. The ISIL fighters are also engaged in combat with the Kurdistan Regional Government’s security forces and Iraqi Arab tribes that are predominately Sunni Muslims. In fact, the vast majority of Muslims refuse to even recognize the ISIL as being Muslim, let alone as being Sunnis. In fact, Iraqis have vehemently protested this labeling of the ISIL as a “Sunni organization” and accused those doing this as trying to ferment hate between Muslims and Iraqis.
There should be no mistake about it; the US is using the ISIL to destabilize Iraq with the goal of controlling the Iraqi federal government in Baghdad and to weaken Iran and Syria. Where the US and its allies have failed in Syria, they now are turning their attentions back to Iraq"(America Pursuing Regime Change in Iraq Again)
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 22.6.2014 kl. 01:39
Hafði þá "ofstækismaðurinn" Bobbi Fischer sálugi rétt fyrir sér,eftir allt saman?!
Snorri Hansson, 22.6.2014 kl. 01:46
Sæll Snorri
Ég veit lítið sem ekkert um Bobbi Fischer, en öfgarnar, ofstæki, hatur og annað getur þú fundið hjá þessum Neocon- um og/eða Zíonistum, svo og getur þú séð það með skoða: A Strategy for Israel in the Nineteen Eighties, PNAC, Clean Break með að rústa niður öðrum miðausturlöndum með óstöðugleika (destabilization), viðskiptabönnum, stjórnar breytingum (regime change) eða hérna á besta veg fyrir Zíonista Ísrael og Bandaríkin.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 22.6.2014 kl. 12:49
"Það er býsna skemmtilegt að þetta eru nánast alveg sömu tillögur og íbúar A úkraínu eru með varðandi sín mál."
---------------------------------
Þ.e. rétt að þær eru líkar að mörgu leiti.
Þ.s. ræður hvort að slíkar tillögur ná fram - - er vanalega "styrkur uppreisnarinnar."
Ef miðstjórnarvaldið getur ekki unnið sigur, en höfum í huga að t.d. fyrir nokkrum árum, sigruðu stjv. á Sri Lanka fjölmenna uppreisn Tamíla um stofnun svokallaðs Tamil Elam, þeirra hreyfing Tamíl Tígrar voru á endanum malaðir mjölinu smærra.
Flestir upppreisnarmenn voru drepnir - - þannig enda uppreisnir oft. Að uppreisnin er barin niður.
Ef þ.e. málið þá vinnur ríkisstjórnin einfaldlega fullnaðarsigur á næstunni.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 22.6.2014 kl. 19:17
Þorsteinn Sch Thorsteinsson -- Þú þarft að hætta að lesa þessar fantasíu sem þessi náungi sem rekur þetta "global research" kemur á framfæri.
Þessi samsetningur hans er þ.s. flokkast undir kjaftæði. Þó svo að ríkisstjórn Maliki, hafi haft aðra hópa með að einhverju leiti.
Þá hefur hann tryggt að Shítar fari með mikilvægustu valdaembætti, t.d. yfirráð yfir öryggisstofnunum - Innanríkisráðuneyti, herinn, lögregla og leyniþjónusta.
En það er ákaflega erfitt að skíra annars, af hverju stjórnarher Íraks hrynur snögglega - nema með því. Að fjölmennt liðhlaup hafi skyndilega orðið. Þ.e. Súnnítar meðal hermanna, hafi yfirgefið herinn og gengið í lið með andstæðingnum þ.e. ISIS. En skyndileg framrás ISIS getur mjög vel skýrst svo, að ISIS hafi samið við heilu hersveitirnar um að - - ganga í lið með þeim.
Þá kemur einmitt fram það ástand sem við sáum, að heilu héröðin falla nær alfarið án baráttu, án bardaga - að herinn gufar upp á stórum svæðum.
Að auki bárust fregnir skv. vitnisburði sjónarvotta, að íbúa Mosul hafi margir tekið vel á móti liðssveitum ISIS.
Ekki síst er það vitnisburður hermannanna sjálfra - þeirra sem aðhyllast trú Shíta. Er urðu að flýja er herinn í kringum þá, hvarf - - sbr. ummæli sem ég hef áður vitnað til.
--------------------------Taktu eftir afstöðu hermanna til íbúa Mosul:
---------------------------------------
Þú heldur virkilega enn - að það sé e-h síonista samsæri um að kljúfa Mið-Austurlönd, þegar það blasir við - - að Írak er að flosna upp.
Vegna þess, að íbúar landsins sjálfs, eru komnir í hár saman -- en afstaða hermannanna sýnir fram á, að hermennirnir fyrirlitu íbúa Mosul og íbúar Mosul fyrirlitu þá.
Það berast að auki skýrar vísbendingar þess, að þetta sé virkilega trúarstríð - sbr. málflutningur ISIS þess efnis, að Shítar séu skurðgoðadýrkendur - séu því réttdræpir.
---------------------------
Þ.e. reyndar rétt, að "ISIS" hefur í gegnum tíðina drepið flr. Súnníta en Shíta. En þ.e. villandi málflutningur afskaplega að nota þetta - til að hafna því að um trúarátök sé að ræða.
T.d. þegar á 9. áratugnum Ísraelsmenn voru með víðtækt hernám í Lýbanon. Þá reis smám saman upp hreyfing sem heitir Hesbollah. Þ.s. margir í dag muna ekki, að sú hreyfing - - var ekki eina andstöðuhreyfin lýbanskra Shíta er kom fram. Hún er einungis eina hreyfingin meðal þeirra, sem starfar í dag.
Það var vegna þess, að Hesbollah, skyrrtist ekki um að "ráðast á aðra andstöðuhópa" - - það sama gerir ISIS. Til þess, að verða dóminerandi hópur uppreisnarinnar.
Þess vegna er verið að kalla eftir nýrri stjórn í Írak. Til þess að mynduð verði stjórn er hefði breiðari skýrskotun.
T.d. hvatti helsti trúarleiðtogi íraskra Shíta, til þess að ný stjórn með breiðari skýrskotun verði mynduð - - af hverju gerir hann það, ef þ.e. rangt að stjórnin sé "partisan" Shía Islam?
Top Shiite Cleric in Iraq Urges Inclusive Government
Þ.s. einkennir málflutning þessa manns er rekur síðuna "Global Research" er að hann er almennt séð, tóm þvæla.
- Þ.e ekkert CIA eða Mossad samsæri um að klúfa Mið-Austurlönd.
Rás atburða er ekki að sýna fram á að svo sé.Kv.
Einar Björn Bjarnason, 22.6.2014 kl. 19:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning