Obama virðist vera að undirbúa loftárásir á stöðvar ISIS

Það hafa borist fréttir af því að Obama hafi ákveðið að senda 300 hernaðarráðgjafa til Íraks. Líklegt virðist að þarna verði á ferðinni - meðlimir sérsveita Bandar.hers. En eitt vandamál við það, að hefja loftárásir. Að til þess að hámarka líkur á því að "rétt skotmörk" séu sprengd. Þarf flugherinn að hafa sem nákvæmastar upplýsingar um væntanleg skotmörk.

Öruggasta leiðin sé að - hafa eigið fólk á staðnum.

Obama says U.S. military plans for Iraq strictly limited

United States to Send Military Advisers to Iraq

Obama to send 300 ‘military advisers’ to Iraq

Mig grunar að Obama sé í Íak málinu að endurtaka leikinn frá Sýrlandi - - þ.e. að gera eins lítið og hann framast getur, þegar innanlands pólitísk staða í Bandar. er höfð í huga.

Ég held að það sé einmitt - - snjallast fyrir Washington að gera sem allra, allra minnst

  1. Ég tel rétt að líta á átökin í Írak nú, og átökin í Sýrlandi - - sem eitt stríð.
  2. Eins og flestir ættu að vita, þá er Sýrlandsstríðið sennilega "proxy war" milli Írans og bandalags Saudi Arabíu og Persaflóa Araba furstadæma.
  3. Í seinni tíð, með aðstoð Hesbolla, sem er bandamaður Írans, hefur stjórn Alavíta í Sýrlandi - vegnað betur í borgarastríðinu. Og unnið töluvert af sigrum.
  4. Á sama tíma hafa verið vaxandi brögð á því, að Shítar sem vilja berjast, leiti til Sýrlands - til að styðja Assad stjórnina.
Það virðist mér blasa við, að augljós krókur á móti bragði, sé að - - víkka út stríðið til Íraks.
  1. Þá þurfa írösku Shítarnir, að berjast heima fyrir - og geta þá ekki lengur beitt sér í Sýrlandi.
  2. Að auki, séu líkur á að Íran, neyðist til að - aðstoða ríkisstjórn Íraks. Því hún muni ekki geta hugsað sér nýtt Súnní arabísk stórveldi rísi upp að nýju innan Íraks.
  • Þetta allt geti veikt getu Írana til að styðja við Assad stjórnina.

Höfum í huga að Saudi Arabía og Araba furstadæmin meðfram Persaflóa, eru öll - - einræðisríki. Og að auki, langflest þeirra með íslamískan bías.

Þau séu ekki líkleg að styðja lýðræðislegar hreyfingar - svo það sé á hreinu. Það virðist töluvert líklegt, miðað við það - "hve innrás ISIS í Írak getur veikt stöðu Írans í Sýrlandi." Að ISIS sé sennilega -eins og margir halda fram- í reynd fjárhagslega studd af bandalagi Flóa Araba.

Að ISIS sé líkt og Hesbolla er í Líbanon fyrir Íran, bardagasveitir fjármagnaðar og mikið til stýrt til verka af bandalagi Flóa Araba.

  • "Proxy" átökin milli Írans og bandamanna, og Bandalags Flóa Araba - séu að víkka út.

-------------------------------------

  1. Punkturinn fyrir Bandaríkin, ef við íhugum hvað rétt sé fyrir þau að gera, sé líklega að best sé að halda sig við - - þegar markaða stefnu.
  2. Munum að Íran og Rússland, eru þátttakendur í þessum átökum, í gegnum stuðning sinn við Sýrland. En ef eins og virðist líklegt, að geta Írans til að styðja við Assad - veikist. Þá má reikna með því, að Rússland muni þurfa sjálft - - að beita sér í auknum mæli.
  3. Höfum í huga sbr. hugtakið um "opportunity cost" að ekki er unnt að nota sömu "bjargirnar" tvisvar - - þannig að ef Rússland þarf að veita Assad liðsstyrk. Þá er það liðsstyrkur, sem Rússland getur þá ekki nýtt annars staðar.
  • Það gæti hugsanlega gerst, að Rússland og Íran, keppinautar Bandar. um áhrif innan Mið-Austurlanda, að þeirra geta til að hafa áhrif innan Mið-Austurlanda. Veikist, ef ISIS heldur áfram að eflast. Þannig að bæði Rússland og Ían, þurfi að beita sí vaxandi kröftum í baráttu við þau samtök.

Með vissum hætti, getur það endurspeglað áhrif sem Bandar. urðu fyrir eftir að Bush réðist inn í Írak. En þá notfærði sér Rússland það, að megnið af hreyfanlegu liði Bandar. var upptekið í Írak. Til þess, að jafna reikninga við bandamanna Bandar. á Kákasus svæðinu, þ.e. Georgíu.

Ég er þess fullviss, ef Bandar. hefðu ekki verið búin að ráðast inn í Írak, sem þíddi að hreyfanlegar liðssveitir Bandar.hers hefðu ekki verið uppteknar - - heldur hægt að senda hvert sem er. Að þá hefði Rússland ekki þorað að beita sér gegn Georgíu.

Þetta er nefnilega raunverulegt vandamál - - að geta ekki notað sömu bjargirnar tvisvar.

-------------------------------------

Höfum auk þessa í huga, að innan Írak hafa Kúrdar verið helstu bandamenn Bandaríkjanna, síðan Bandar. réðust þar inn síðast. Mér virðist líklegt, að Kúrdar mundu áfram fylgja sömu stefnu - ef þeir stofna sjálfstætt Kúrdistan í héröðum Kúrda innan Sýrlands og Íraks.

  • Þannig að Bandaríkin mundu þá græða - traustan bandamann.

Það sé rjóminn ofan á kökuna.

 

Niðurstaða

Ég held að það geti verið rökrétt fyrir Bandaríkin. Að veita stjórninni í Bagdad einhverja takmarkaða aðstoð. T.d. til þess að forða því að hún hrynji algerlega.

En aftur á móti, sé það rökrétt fyrir bandar.stjórn - að eftirláta Íran það verkefni. Að aðstoða írösk stjv. á jörðu niðri að öðru leiti. 

Sama stefnan og með átökin í Sýrlandi sé áfram hin rétta fyrir Bandar., að geta sem allra - allra minnst.

  • Það sem ég tel vera rétta nálgun að auki, liggi í viðræðum Bandar. og Vesturlanda við Íran.
  • Að einhverju hugsanlegu leiti, má halda því úti sem möguleika, gegn tilslökun Írana í þeim viðræðum, að Vesturveldi aðstoði írösk stjv. - eitthvað meir, en með einhverjum takmörkuðum loftárásum.
  • Á hinn bóginn, þjóni það sennilega tilgangi Vesturvelda með þær viðræður, að vaxandi veldi ISIS ógni enn frekar, stöðu Bandamanna Írans í Sýrlandi og Írak. 

Þegar samkomulag næst fyrir einhverja rest - geti Vesturveldi í sameiningu beitt Saudi Arabíu og Flóa Araba þrístingi, um að hætta stuðningi við hryðjuverkasamtök.

Þessar viðræður séu vænlegasta nálgunin, til að hindra núverandi stríð - í því að þróast í allsherjar Mið-Austurlanda stríð.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Godan daginn Einar.

Mer thykir thad hreinlega aepa a mig ur greinigngu thinni, ad thu minnist ekki einu ordi a storfeldar hernadar adgerdir Israelsmanna gagnvart monnum Abbas og Hamaslidum a sama tima og thad a verulega haepnum forsendum.

Thad rikir audvitad somuleidis "daudathogn"um yfirstandandi hernadaradgerdir Israelsmanna a hernumdu svaedunum her a sidum Morgunbladsins - hvort sem thad er vegna plassleysis eda einungis tilviljun?

Ad minu mati, tha eru thad Oliu Arabafurstarnir og Gydingarnir sem stjorna augljoslega thessum leik med adstod keyptra fanta og eru Bandarikjamenn audvitad eins og vanalega "the biggest bully"

Jónatan Karlsson, 20.6.2014 kl. 01:51

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Smærri atburðir falla gjarnan í skuggann af stærri. Olíufurstarnir eru miklu mun fjársterkari, þ.e. því ekki undarlegt að Ísraels-lobbýið sé nokkuð fallið í skuggann. Þegar stóru strákarnir takast á. Bandar. eru heimsveldi - það segir allt sem segja þarf. Meðan að eins og gengur, vilja minna öflug veldi - grafa undan því sem ræður mestu. Að ráða mestu þíðir ekki endilega - að ráða öllu. Það eru aðrir leikendur á stóra leiksviðinu, sem hafa sín spil og sín eigin markmið, og einnig hafa áhrif, þó þau séu heilt yfir smærri.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 20.6.2014 kl. 08:29

3 identicon

Sæll Einar Björn

Hef ekki nokkra trú á því að stjórnvöld í Bandaríkjunum fari núna að gera eitthvað, þar sem að stjórnvöld í Bandaríkjunum ásamt þeim í Saudi Arabíu og Quatar hafa verið í því að styðja alla þessa hryðjuverkastarfsemi í Sýrlandi.
Nú og maður setur bara spurningarmerki við eitthvað 300 mannlið ráðgjafa og hvað næst frá þeim og þessum neocon fjölmiðlunum?

  "Western media and government officials define them not by who they are, but by who they fight against. In Syria they constitute a “legitimate opposition, freedom fighters fighting for democracy against a brutal dictatorship”, whereas in Iraq, they are “terrorists fighting a democratically elected U.S.-supported government”:

Known and documented, Al Qaeda affiliated entities have been used by US-NATO in numerous conflicts as ‘intelligence assets’ since the heyday of the Soviet-Afghan war. In Syria, the Al Nusrah and ISIS rebels are the foot-soldiers of the Western military alliance, which oversees and controls the recruitment and training of paramilitary forces.

The decision was taken by Washington to channel its support (covertly) in favor of a terrorist entity which operates in both Syria and Iraq and which has logistical bases in both countries. The Islamic State of Iraq and al-Sham’s Sunni caliphate project coincides with a longstanding US agenda to carve up both Iraq and Syria into three separate territories: A Sunni Islamist Caliphate, an Arab Shia Republic, and a Republic of Kurdistan.

Whereas the (US proxy) government in Baghdad purchases advanced weapons systems from the US including F16 fighter jets from Lockheed Martin, the Islamic State of Iraq and al-Sham –which is fighting Iraqi government forces– is supported covertly by Western intelligence. The objective is to engineer a civil war in Iraq, in which both sides are controlled indirectly by US-NATO.

The scenario is to arm and equip them, on both sides, finance them with advanced weapons systems and then ‘let them fight’…

Under the banner of a civil war, an undercover war of aggression is being fought which essentially contributes to further destroying an entire country, its institutions, its economy. The undercover operation is part of an intelligence agenda, an engineered process which consists in transforming Iraq into an open territory.

Meanwhile,  public opinion is led to believe that what is at stake is confrontation between Shia and Sunni.” (Michel Chossudovsky, The Engineered Destruction and Political Fragmentation of Iraq. Towards the Creation of a US Sponsored Islamist Caliphate, June 14, 2014)

We knew well before the beginning of the war on terror that Saudi Arabia was a major supporter of Islamic terrorism. But being a staunch U.S. ally Saudi Arabia is the exception to the rule proclaimed by George W. Bush after the 9/11 terrorist attacks: ”We will make no distinction between those who committed these acts and those who harbor them.” The fact of the matter is they always do make a distinction, especially when it comes to Saudi Arabia. But while its support for terrorism is acknowledged by the mainstream media, the latter ignores that the fact  that the U.S. is (indirectly) supporting terrorist entities. In addition, mainstream journalists never address the reason why the U.S is not reacting to Saudi support for terrorists. The facts are clear: the US is supporting terrorism through allies like Saudi Arabia and Qatar. (US-Sponsored Terrorism in Iraq and “Constructive Chaos” in the Middle East) 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 20.6.2014 kl. 13:35

4 Smámynd: Borgþór Jónsson

Það kann að virðast skondið við fyrstu sýn að bandaríkjamenn styðji öfgasinnaða sunni muslima (ISIS) í Sýrlandi en ætli að gera loftárásir á sama hóp í Irak.

Þegar leit út fyrir að ISIS væri að fara halloka fyrir Assad ætluði bandaríkjastjórn að grípa til ponsulítilla loftárása til að jafna leikinn,nú ætla þeir að gera ponsulitlar loftárásir á ISIS í Irak til að jafna leikinn.

Það virðist vera að það sé stefna Bandaríkjastjórnar að koma í veg fyrir að átökin í miðausturlöndum lognist útaf.

Með því að styðja ponsulítið við herinn sem er að fara halloka má halda átökunum gangandi til eilífðarnóns.

Þetta er frekar hrottafengin stefna en fyllilega í samræmi við hina fullkomlega siðblindu einstaklinga sem hafa stjórnað málum í US síðustu ár.

Til lengri tíma held ég að þetta sé ekki gott því muslimar hafa þegar brugðist við þessu með því að senda kennimenn til vesturlanda og unga nú út stríðsmönnum innan vesturlanda sem munu í fyllingu tímans valda svipuðum átökum í Evrópu og við erum að verða vitni að í austurlöndum í dag.

Þegar "Prestar" muslima skýra þessa hluti fyrir annarrar kynslóðar muslimum á vesturlöndum er auðvelt að fá unga menn til fylgis eins og dæmin sýna.

Ég held að þessi stefna bandaríkjastjórnar að vopana Öfgasinnaða muslima í austurlöndum og nasista í Úkraínu sé ekki heppileg og muni koma illilega í bakið á okkur að lokum.

Sennilega er hugsunin Bandarískra stjórnvalda sú að þegar þeir hafa ekki lengur not fyrir þessa glæpahópa þá geti þeir einfaldlega drepið þetta fólk.

Kannski hafa þeir orðið tækni til að útrýma svona hópum,en ég hef samt mínar efasemdir , það virðist vera ótrúlega erfitt að útrýma þjóðum.

Borgþór Jónsson, 20.6.2014 kl. 15:45

5 identicon

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 20.6.2014 kl. 16:01

6 Smámynd: Hörður Þórðarson

Góð færsla, Einar. Það er líka gaman að sjá þessar góðu athugasemdir.

Hörður Þórðarson, 20.6.2014 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband