Fall risastórrar olíuhreinsunarstöðvar í hendur ISIS liða, virðist geta leitt til stórgróða fyrir samtökin

Það vekur sjálfsagt nokkra athygli að þó að bærinn Baiji hafi fallið í sl. viku. Að þá sé olíuhreinsunarstöðin nærri honum fyrst að falla á miðvikudag. Það stafi af því að stjórnarherinn hafi lagt mikla áherslu á að halda olíuhreinsunarstöðinni, vegna efnahagslegs mikilvægis hennar. Síðan hafi verið beitt þeirri hótun, að sprengja stöðina í loft upp - ef ráðist væri á hana. Hafi hún verið umkringd í tæpa viku, eftir að Baiji féll. Starfsmenn hafi verið fluttir á brott af þyrlum fyrir helgi. Einungis hermenn með alvæpni orðið eftir.

Skv. fréttum, er þetta bersýnilega ákaflega stór stöð:

Extremists Said to Take Control of Iraq’s Biggest Oil Refinery

Islamists fight for control of main oil refinery in north Iraq

"Baiji oil refinery produces about 170.000 barrels a day of gasoline and other oil products, and supplies northern Iraq and Baghdad." - "Adnan al-Janabi, head of the oil and gas committee in Iraq’s parliament, told reporters at a conference in London that with Baiji closed, Iraq will have to import more than 300,000 b/d of oil products – about half its needs."

Þessi mynd frá NyTimes kvá sýna einmitt stöðina við Baiji

Samkvæmt þessu, er það svakalegt "kúp" hjá ISIS - ef þ.e. rétt að þeir hafa nú stöðina á sínu valdi.

Það er ekki bara tekjutjónið fyrir stjórnvöld í Bagdad - heldur ekki síður að þær tekjur renna þá héðan í frá til ISIS.

http://www.ezilon.com/maps/images/asia/political-map-of-Iraq.gif

Það kom fram í fréttum sl. viku, að þegar ISIS tók Ninawa hérað að mestu í sl. viku, þá hafi þeir í leiðinni - - tekið olíusvæði í því héraði.

En einnig kom fram, að þeir brunnar hafa ekki starfað síðan fyrir innrás Bandar. 2003, en tæknilega er vel mögulegt að ræsa framleiðslu að nýju - - og nú með falli Baiji hreinsunarstöðvarinnar, hafa ISIS liðar yfrið næga hreinsunargetu til að framleiða "fullunnar olíuvörur."

En þá færðu miklu meiri tekjur - - en ef seld er óhreinsuð hráolía.

  • Ég er að segja, að með þessu sé ISIS virkilega að skjóta grundvelli undir það ríki, sem ISIS segist ætla að stofna - innan Íraks og hluta af Sýrlandi.

 
ISIS - Terror incorporated?
Það er komin út áhugaverð skýrsla um ISIS samtökin þ.s. sérfræðingar gera tilraun til að greina þær upplýsingar sem - tja, ISIS gefur út.

Það áhugaverða virðist vera, að ISIS gefi reglulega út "árangursgreiningar." Svona eins og fyrirtæki, sé öðru hvoru að tjá niðurstöður af árangursmati, t.d. í ársfjórðungaskýrslum.

Nema að þ.s. ISIS sé að mæla, séu hlutir sem fái "kalt vatn renna niður um bak."

ISIS Annual Reports Reveal a Metrics-Driven Military Command

Financial Times vakti athygli á þessu, og þeir birta nokkra punkta úr skýrslunni.

Selling terror: how Isis details its brutality

"In 2013 alone, the group’s report claimed nearly 10.000 operations in Iraq: 1.000 assassinations, 4.000 improvised explosive devices planted and hundreds of radical prisoners freed. In the same year it claimed hundreds of “apostates” had been turned." - "Isis was already extorting taxes from businesses in Mosul before its takeover, netting perhaps as much as $8m a month."

 

Það sem þetta virðist sýna - eru "ákaflega vel skipulögð samtök" sem full ástæða er að taka ákaflega alvarlega.

Það sé full ástæða að ætla, að ISIS ætli sér nákvæmlega þ.s. þau samtök lísa yfir - þ.e. að stofna Súnní íslamískt ríki, í N-Írak og S-hl. Sýrlands. 

  • Þessar reglulegu skýrslur ISIS eru þó áhugaverðar, en greinendur halda að þeim sé beint að þeim sem fjármagna ISIS. Séu virkilega þ.s. þær skýrslur virðast vera "Progress reports."
  • Sýni fjármögnurunum fram á, hvað þeir séu að kaupa.

 

Niðurstaða

Ég geri ráð fyrir að eftir töku meiriháttar olíuhreinsistöðvar, muni ISIS ganga rösklega í það verk. Að starta að nýju olíubrunnunum á olíusvæðum í N-Írak. En síðari ár, hefur olía eingöngu verið dælt upp í S-Írak. Á láglendinu nærri Persaflóa.

Það hefur auðvitað þau hugsanlegu áhrif -ábending til þeirra sem óttast olíukreppu- að framboð af olíu ætti að aukast, fremur en hitt. En samtökin vilja að sjálfsögðu fá tekjurnar af þeirri olíu.

Að sjálfsögðu þegar þær tekjur fara að skila sér, þá mun staða samtakanna styrkjast enn meir, þannig að ef ekki hefur tekist að hrekja ISIS frá N-Írak í millitíðinni, líklega muni það ekki gerast eftir það.

-----------------------------

Varðandi önnur átök, virðast enn standa átök um borgina Baqubah. ISIS virðist hafa tekið hluta af henni. En ekki alla. Þar virðist hafa verið framið "hryðjuverk" af öryggissveitum ríkisstjórnarinnar. Er nokkur fjöldi handtekinna manna voru drepnir, sem grunaðir voru um tengsl við ISIS. En þeir virðast hafa verið vegnir af lögreglunni, á aðallögreglustöð borgarinnar. Þegar óttast var að stöðin mundi falla þá og þegar. En síðan hafi ISIS hörfað nokkuð undan gagnárás. Stjórnarherinn haldi enn borginni a.m.k. að verulegu leiti. Baqubah sé í um 60km. fjarlægð frá Bagdad. Lögð virðist áhersla á, að halda ISIS í einhverri fjarlægð frá höfuðborginni. 

Engin eiginleg gagnsókn í gangi, en barist af hörku í nálægum byggðalögum.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Fyrrverandi utanrikisradherra Iran tilkynnti i gaer ad forseti Irak nyti fulls trausts Irana og a ad their vaeru reidubunir ad koma med herlid yfir landamaerin og rada nidurlogum ISIS, ef oskad vaeri eftir thvi.

Hann baetti vid ad einhverjir foringja ISIS hefdi matt thekkja alveg fra upphafi 'Arabiska vorsins' i Tunis og allar gotur thadan til Syrlands, en nefndi tho ekki berum ordum hverjir fjarmognudu og staedu ad baki thessum althjodlegu hrydjuverkasamtokum.

Jónatan Karlsson, 19.6.2014 kl. 03:57

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

P.S.

Saudi Arabiskur prins sagdi nuna rett i thessu, eftir fund Arabarikjana vid Persafloa, ad thau saettu sig ekki vid neina erlenda ihlutun i Irak, thar sem ekkert benti til ad um neina uppreisn, eda borgarastyrjold vaeri ad raeda i landinu.

Jónatan Karlsson, 19.6.2014 kl. 04:29

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sá frétt um ummæli fulltrúa Saudi arab. stjv., þau eru áhugaverð þegar haft er í huga, að mjög margir telja að Saudar séu að fjármagna ISIS.

-------------------

Ég held að það sé einmitt þ.s. Saudar eru að fiska eftir, að Íranar neyðist til að - dreifa kröftum sínum frá stuðningi þeirra við Assad.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.6.2014 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband