16.6.2014 | 14:04
Átökin í Írak - virðast vera að færa Íran, nær Bandaríkjunum. Spurning hvort að Íran söðlar um, en bæði Bandaríkin og Íran geta grætt mikið á bandalagi
Þetta eru áhugaverð áhrif þess að "ISIS" virðist vera að rísa upp sem meiriháttar afl innan Mið-Austurlanda. Þ.e. augljóst af tali talsmanna beggja þ.e. Írans - stjórnvalda í Teheran, og Bandaríkjanna - stjórnvalda í Washington. Að bæði stjórnvöld líta á hraða framrás "ISIS" sem ógn.
Það eru áhugaverðar tilvitnanir í íranska aðila í frétt Financial Times:
Iran leaders look to US over Iraq crisis
"...senior Iranian government adviser...The US has no choice but to clear up this mess in Iraq, otherwise its achievements and credibility in the region would be gone. The US should help remove this infection [Sunni extremists] from the region."
"Irans President Hassan Rouhani...We have not seen the US making any decision yet. Whenever we see the US take any action against terrorist groups in Iraq, then we can think about it [co-operation with US]," - "Mr Rouhani said predominantly Shia Iran was ready to help the Iraqi government in every possible means, but stressed that this did not mean sending troops." - "Mr Rouhani insisted Iran was serious about meeting the July 20 deadline to reach a comprehensive nuclear deal with world powers, which he said was do-able."
"Ali Shamkhani, secretary of Irans Supreme National Security Council, rejected co-operating with the US, describing it as psychological war and totally unreal."
Það kemur ekkert sérstaklega á óvart - endilega, að presta ráðið "Supreme Council" sé annarrar skoðunar, en embættismenn stjórnvalda og forsetinn - sem hefur stutt eindregið samningaviðræður við vestræn stjórnvöld.
En forsetinn virðist íja að samstarfi við Bandaríkin sem möguleika, ef Bandaríkin - gera árásir á "ISIS." En beiðni liggur fyrir frá "forsætisráðherra Íraks" þess efnis - að Bandaríkin geri loftárásir á stöðvar og herflokka "ISIS."
Áhugaverð er afstaða "embættismannsins" sem - - segir eiginlega beint að Bandaríkin beri ábyrgð á ástandinu í Írak. Og það sé þeirra verkefni, að "hreinsa til." Sem virðist nánast segja, að embættismenn stjórnvalda í Teheran, væru alveg til í að sjá "Bandaríkin senda að nýju hersveitir til Íraks."
- Skv. því, virðast stjórnvöld í Teheran, ekki trúa á "vinsælar samsæriskenningar þess efnis að Bandaríkin séu að baki ISIS."
- Annars væru þau vart að kalla eftir "hernaðaraðgerðum af hálfu Bandaríkjanna gegn ISIS, jafnvel - nýrri hersetu Bandaríkjanna innan Írak."
Það virðist mega lesa úr þeim ummælum enn frekar - - að Saudi Arabía og Persaflóa arabar, séu óvinur Írans.
En miðað við þessi ummæli, þá eigi sú óvinaskilgreining ekki endilega við Bandaríkin sjálf.
Með öðrum orðum, að lesa megi úr ummælum íranskra aðila, að þau telji ekki að "Bandaríkin standi að baki aðgerðum persaflóa Araba og Saudi Arabíu" til stuðnings margvíslegra Súnní arabiskra öfgasveita í Mið-Austurlöndum.
Þetta er í samræmi við mína skoðun - - en ég hef talið um töluverðan tíma, að í gangi sé stríð milli Írans og Persaflóa arabaríkja annars vegar og Írans, þ.s. flóa arabar styðja fylkingar Súnnita um gervöll Mið-Austurlönd en Íranar, fylkingar Shíta um gervöll Mið-Austurlönd.
- Bandaríkin, hafi ákveðið að taka ekki beinan þátt í þeim hildarleik, er þau ákváðu ekki á sl. ári að senda herlið til Sýrlands.
Stjórnvöld í Teheran hafi veitt þeirri ákvörðun athygli - þannig að stjórnvöld í Washington, séu ekki innan skilgreiningar Teheran, á óvini - a.m.k. ekki þessa stundina.
Varðandi stöðu mála í Írak - síðan á sunnudag
Þá virðist "ISIS" hafa stöðvað sókn í átt að Bagdad, enda ljóst að þar er verið að safna saman fjölmennu liði til varnar borginni. Í staðinn virðist að ISIS sé að styrkja frekar stöðu sína í N-Írak. Sem er algerlega rökrétt, ef ISIS ætlar - - síðar meir að ráðast fram í S-Írak.
Þá er snjallara, að hafa tryggt stöðugt ástand - sér að baki.
T.d. segja fréttir, að liðssveitum Kúrda, hafi verið boðið vopnahlé. En skv. frétt, hafa sveitir Kúrda, "Peshmerga" tekið sér stöðu við bæinn, Bayji (sjá kort) - rétt innan Salahaddin héraðs. Sem stærstum hluta sé nú undir yfirráðum Sveita ISIS. En þ.e. rökrétt af "ISIS" að vilja ekki berjast við Kúrda.
Skv. nýrri frétt Wall Street Journal, hafa "Peshmerga" að auki, tekið sér stöðu á hluta landamæra Írak við Sýrland, eða við bæinn Rabia - sjá kort (bærinn sést reyndar ekki á kortinu en vegurinn er sýndur sá sem er lengra í Austur). En þó svo fréttaskýrendur WSJ túlki þ.s. jákvætt fyrir stjv. Íraks, þá þarf svo ekki endilega að vera; en ef Kúrdar ætla að stofna sjálfstætt Kúrdistan og hafa bræður sína í Kúrda héröðum Sýrlandsmegin með, þá þarf "Peshmerga" að stjórna hluta landamæranna við einmitt Sýrland, svo að samgöngur á milli séu tryggðar. Að auki ráða sveitir ISIS örugglega öðrum svæðum á landamærunum þ.s. vegasamgöngur eru á milli, t.d. vestari leiðin í gegn, svo er það annar staður miklu Vestar þ.s. sveitir ISIS pottþétt hafa öll tögl og haldir. ISIS er örugglega með nægar samgönguleiðir á milli, en Peshmerga hefur þá tryggt að það sé a.m.k. ein í þeirra höndum, síðan verða stjv. í Írak að semja við "Peshmerga" um að hleypa traffík á vegum stjv. í gegn, þannig að í þessu samhengi er þetta "Win-Win" fyrir "Peshmerga" að ráða eina staðnum sem stjv. geta hugsanlega komist þarna á milli, getur haft töluverð áhrif á valdahlutföll milli Kúrda og stjórnvalda:
Iraq Government Loses Control of Another Key City
Sveitir Kúrda eru þræl vel vopnaðar, sem m.a. má sjá á mynd frá sl. föstudag, er sveitir þeirra tóku sér stöðu við Kirkuk, þ.s. sjá mátti "skriðdreka" Peshmerga. Þó þeir séu gamlir fyrrum sovéskir T55. með líklega 100mm byssu. Þá er samt öflugt að hafa skriðdreka, ef mótaðilinn á þá kannski ekki.
Sveitir ISIS virðast halda áfram sókn sinni í N-Írak, síðan á sunnudag, ég geri ráð fyrir svo að "engar sveitir íraskra stjórnvalda verði þeim að baki - þegar ISIS hefur síðar meir átök í Suðri." Hörð átök hafi verið um bæinn, Tall Afar, sem hafi fallið. Og síðan hafi sveitir ISIS haldið áfram að taka stöðvar stjv. á landamærum við Sýrland á mánudag.
- Líklega er mikið flóttamannavandamál, sem skollið er yfir "Kúrda," en þ.e. væntanlega eina áttin, sem flóttamenn frá sveitum ISIS geta leitað, í N-Írak. Þegar leiðirnar beint Suður eru annars lokaðar.
- Það eru vísbendingar þess efnis, að héröð Kúrda, séu orðin að þjóðbraut fyrir bæði liðssveitir írakshers á flótta frá ISIS og almennra Shíta á flótta undan ISIS, á leið til Suðurs.
Það séu með öðrum orðum að eiga sér stað - - þjóðernishreinsanir í Írak.
Það að "ISIS" sé að "klára yfirtöku héraða í N-Írak" annars vegar og hins vegar, að leita eftir "vopnahléi við Kúrda" - - sé allt sennilega liður í undirbúningi, undir herför á Bagdad svæðinu, og hugsanlega í S-Írak.
--------------------------------------
Skv. frétt Reuters "Þriðjudag" getur verið að sókn ISIS í Suður sé hafin að nýju, en harðir bardagar skv. fréttum voru í gærkveldi um borgina Ba'qubah, höfuðborg Diyala héraðs. "Sjá kort" NA-af Bagdad.
Forsætisráðherra Írak, Shítinn "al Maliki" hafi ásakað Kúrda, um að vinna með "ISIS" í því að grafa undan stöðu stjórnarhersins í N-Írak. Það væri dásamlegt, ef Maliki tekst að pyrra svo Kúrda, sem hafa öflugar bardagasveitir - - að þeir hætti að "hleypa hermönnum stjórnarinnar á flótta undan sókn ISIS í gegnum sín héröð á leið til Suðurs." Maliki er sakaður um það, að bera einna mesta ábyrgð á stöðu mála.
Scores killed during battle for Iraq provincial capital
Bæði Bandaríkin og Íran, geta grætt mjög mikið á bandalagi
Íran mundi þá koma í stað Pakistan sem bandalagsríki. En Pakistan hefur aldrei stutt Bandaríkin af heilum hug. Á sama tíma og þeir hafa unnið nokkuð með Bandaríkjunum, hafa Pakistanir einnig unnið töluvert með Kína, t.d. hafa Kínverjar og Pakistanar þróað sameiginlega: núverandi megin skriðdreka hers Pakistan - og - herflugvél. Hvor tveggja, skriðdrekinn og flugvélin, verða einnig notaðar af Kína.
Pakistan hefur augljóslega verið að spila með áhuga stórveldanna beggja, á samstarfi við Pakistan. Þannig leitast við að skapa Pakistan svigrúm, til eigin stefnu í málum t.d. Afganistan. Og auðvitað leitast við, að styrkja stöðu sína gegn Indlandi - - með því að fá tæki bæði frá Kína og Bandar.
En fyrir bragðið, treysta Bandaríkjamenn Pakistan ekki sérlega vel, þ.e. vel hægt að segja - að það traust hafi borið enn frekari hnekki, er Osama Bin Laden fannst í Pakistan. Ég held að Bandaríkin eigi erfitt með að trúa því, að pakistanska leyniþjónustan "ISI" hafi ekki vitað af honum þar.
----------------------------------
Þetta rímar einnig við það, að Bandaríkin hafa verið í seinni tíð - að leita eftir bandalagi við Indland, aðal andstæðing Pakistan til langs tíma.
Bandalag við Íran, mundi einnig -sjá kort- tryggja Bandar. aðgang að Afganistan svæðinu, og Íran að auki á einnig landamæri að Kákasus eins og Tyrkland.
Hugsanlegt bandalag, styrkir því einnig stöðu Bandar. á Kákasus svæðinu. Og að sjálfsögðu, á Persaflóa svæðinu.
- En fyrir írönsku byltinguna, var Íran - - ekki Saudi Arabía. Megin bandamaður Bandar. við Persaflóa.
----------------------------------
Bandalag við Íran - gæti einnig komið að einhverju verulegu leiti, í stað bandalags við Saudi Arabíu. Saudi Arabía virðist vera farin töluvert að fara sínu fram, á Mið-Austurlandasvæðinu, sbr:
- Fjármagna gagnbyltingu í Egyptalandi, og sameiginlega með flóa Aröbum, er Saudi Arabía að fjármagna stjórnina í Kæró. En án þess fjárstuðnings, væri Egyptaland löngu hrunið í efnahagslega óreiðu. Kostnaður getur verið meir en 10 milljarðar dollara per ár. Við erum a.m.k. að tala um "fjárstuðning" sem er mun meiri að umfangi, en sá sem Bandar. áður veittu Egyptalandi. Stjv. í Kæró eru því, í eigu Saudi Arabíu - ekki Bandar. Það að þau séu í eigu Saudi Arabíu, þíðir ekki að þau séu þá í eigu Bandar.
- Síðan, hafa stjórnvöld í Ryadt verið að fjármagna, súnníta öfgahópa um Mið-Austurlönd, sérstaklega í Sýrlandi, í átökum þeirra hópa við stjv. í Damaskus. Margt bendir til þess, að Saudi Arabía - hafi fjármagnað ISIS, ásamt bandamönnum sínum, flóa Aröbum. "Sá stuðningur sé ekki á vegum Bandar." Viðrbrögð stjv. í Teheran, sýna að Teheran geri greinarmun á "aðgerðum Saudi Arabíu" og "aðgerðum Bandar."
Með Saudi Arabíu og flóa araba, farnir að - - fara sínu fram, burtséð frá vilja stjv. í Washington.
Með stjv. í Ryadt vera beinn þátttakandi, í trúarátökum þeim sem fara stig magnandi í Mið-Austurlöndum, þannig að hætta á allsherjar stríðs átökum í Mið-Austurlöndum virðist fara hratt vaxandi.
- Sé rökrétt að - - Bandaríkin og Saudi Arabía, séu farin að - - vaxa hvor frá öðru.
- Hið gamla bandalag, getur verið að - liðast í sundur.
- Þ.s. hagsmunir Saudi Arabíu, og Bandaríkjanna, fari ekki lengur saman.
En allsherjar Mið-Austurlanda trúarstríð, væri stórvarasamt, gæti startað - - 3 .heimsstyrjöldinni.
----------------------------------
- Íran er í sérkennilegu ástandi, nefnilega því að þrátt fyrir að flytja út olíu - flytur Íran inn bensín og dísil. Þ.s. Írönum hefur ekki gengið nægilega vel, að endurreisa olíuhreinsunar mannvirki, sem voru skemmd eða eyðilögð í styrjöld við Írak á sínum tíma.
- Þar er talið að viðskiptabannið um valdi að stærstum hluta.
- Bandaríkin geta augljóslega -þ.s. Þau ráða yfir mjög góðri olíuvinnslutækni- boðið Írönum að stórfellt auka tekjustreymi Írana af olíuvinnslu, með því að aðstoða við endurnýjun olíuhreinsunar mannvirkja.
- Sem mundi lyfta upp verulega lífskjörum í Íran.
- Að auki, geta þau boðið Írönum að nýju aðgang að bandar. hertækni, en Íranar eiga enn mikið af bandar. hergögnum, sem þeir hafa þurft að leggja - vegna skorts á varahlutum. M60 skriðdrekar, sem voru áður megin skriðdrekar Írana, þó gamlir - eru ekkert ónýtir ef þeir fá tæknilegar uppfærslur. Í birgðageymslum Írana eru líklega einnig Fanton þotur, og vitað er, F 14 þotur.
- En ekki síst, geta Bandaríkin boðið, "endi á viðskiptabann" og "inngöngu í -WTO- eða Heimsviðskiptastofnunina." Eins og það mundi nefnast, "full normalization." Full innganga í viðskiptakerfi það sem stofnað var af Vesturlöndum.
Stóra málið sem Bandar. geta boðið - er veruleg bæting kjara íransks almennings.
Þ.s. eftir allt saman, er Íran - - lýðræðisríki. Þó lýðræðið sé nokkrum takmörkunum háð, þá virðist mér lýðræðið í Íran meira - en innan Rússlands. Meðan að Saudi Arabía, er konungs-einræði enn í dag.
Öll arabasmáríkin við Persaflóa, eru "einræðisríki."
En það þíðir, að vilji íransks almennings, sem líklega kallar eftir bættum kjörum, skiptir raunverulegu máli í írönsku samhengi.
Niðurstaða
Þrískipting Íraks sem virðist við blasa. Ásamt því að nýtt Súnní íslam trúarríki virðist vera að spretta upp í Súnní héröðum Íraks, fyrir utan héröð Kúrda, og svæðum innan Sýrlands. Virðist vera að breyta verulega stöðunni í Mið-Austurlöndum.
- Það merkilega er, að Saudi Arabía - - er að rísa upp sem "svæðisbundið stórveldi" í Mið-Austurlöndum.
- Mér virðist að hagsmunir Sauda og Bandar., fari ekki lengur saman. Þó þeir hafi áður gert það.
- En á móti, virðast hagsmunir Írana og Bandar. - að nýju í vaxandi mæli fara saman.
Ef mál fara eingöngu eftir hagsmunum aðila, getur það þítt. Að bandalag Bandar. og Saudi Arabíu - sé að fjara út. Meðan að nýtt bandalag Írans og Bandar. geti blasað við í Framtíðinni.
---------------------------------
Bandaríkin muni þó sennilega, a.m.k. reyna að halda í Saudi Arabíu í kjölfar á endurnýjuðum vinskap við Íran. En það gæti reynst erfitt, þegar fullur fjandskapur og raunverulegt hatur sem ríkir milli Teheran og Ryadt er haft í huga. Stjv. í Ryadt virðast vera, að keyra af fullum krafti á, eflingu Súnní arabískra öfgahópa - sem hallast að Wahabi trúarskólanum, sem er ríkistrú í Saudi Arabíu.
Ástæða þess, að stjv. í Ryadt steyptu stjórn Bræðralags Múslima í Kæró, er líklega það - að Bræðralag Múslima hefur sína eigin Súnní íslam kenningu, sem ekki er sú nákvæmlega sama og kenning Wahabi skólans. Ef Bræðralag Múslima hefði haldið Egyptalandi, hefði Bræðralag Múslima, getað notað bakstuðning frá Egyptalandi - til að rísa upp og verða áhrifameiri meðal Súnníta í samhengi Mið-Austurlanda. En athygli hefur vakið, að innan Saudi Arabíu, hefur einnig verið skipulagðar ofsóknir gagnvart Bræðralaginu í kjölfar byltingar hersins í Egyptalandi.
Saudi Arabía sé skipulega að efla sína ríkistrú um Mið-Austurlönd, efla þá hópa sem hallist að Wahabi. "ISIS" er sagt vera innan Wahabi geirans.
Athygli hefur vakið, að skóli Bræðralagsins hefur fram að þessu verið mun friðsamari, en engin þekkt dæmi eru enn a.m.k. um það, að aðilar á vegum Bræðralagsins hafi staðið fyrir sjálfsmorðsprengjuárásum, sem eru algengar meðal öfgahópa sem tengjast Wahabi.
Það setur fullyrðingar Sauda, þess efnis að þeir séu að styðja stjv. í Kæró í baráttu gegn hryðjuverkum, og að auki að "pogrom" innan Saudi Arabíu gegn bræðralagi múslima - sé barátta gegn hryðjuverkum; í áhugavert samhengi. Þegar Saudi Arabía, virðist jafnvel orðin - - að megin stuðningsaðila hættulegra hryðjuverkahópa víða um heim. Það land í heiminum, sem mest stendur fyrir því, að efla hættulega hryðjuverkahópa heiminn vítt.
Bandaríkin hafa gagnrýnt stjv. í Kæró, þeirra ofsafengnu nálgun, á þ.s. fram að þessu hafa verið að mestu friðsöm mótmæli. Meðan að hættulegum hópum tengdum Wahabi trúarskólanum, vex hratt fiskur um hrygg um Mið-Austurlönd.
- Með þetta í huga, sé kannski ekki furðulegt, að Bandaríkin - - leiti eftir endurnýjuðum vinskap við Íran.
- En Íran, samanborið við stjv. í Ryadt, er miklu "frjálslyndara afl" þrátt fyrir klerkaveldi sé til staðar í Íran, sé samt Íran hlutfallslega frjálslynt í þeim samanburði. Að auki, þá hafi hópa Shíta þó þeir séu öflugir, verið til muna - hófsamari í nálgun sinnar baráttu. Tek fram að Hesbollah hefur beitt sjálfsmorðsárásum þegar Ísrael hefur beitt sér innan landamæra Lýbanon. En það eru fá dæmi þess -að öðru leiti- að hópar Shíta hafi beitt hryðjuverkum á alþjóðavettvangi. Þau fáu dæmi, hafa beinst gegn ísraelskt studdum stofnunum eða sendiráðum.
- Meðan að hættulegustu íslamista hryðjuverkahóparnir, virðast allir - vaxnir upp frá wahabi trúarskólanum, og fjármögnun margra þeirra virðist tengjast Saudi Arabíu beint eða óbeint.
Það má með öðrum orðum, fullkomlega rökstyðja það - að Saudi Arabía sé miklu mun hættulegra ríki, heldur en Íran hafi nokkru sinni verið. Þannig að ef út í þ.e. farið, ætti frekar að "einangra Saudi Arabíu." En það verði líklega aldrei gert, vegna gríðarlegs mikilvægis Saudi Arabíu.
Þ.s. líklega er að gerast, sé að Saudi Arabía, sé að notfæra sér breytt valdahlutföll í heiminum, þ.e. "hlutfallsleg veiking vesturlanda" sé að skapa Saudi Arabíu svigrúm, til að fara sínu fram. Til þess að vera, sjálf - - svæðisbundið stórveldi. Til að fylgja eigin stefnu, hvað sem e-h annar vill, þar með talin Bandaríkin. Svo mikilvæg sé Saudi Arabía, að hún líklega geti komist upp með það.
En í staðinn, muni sennilega samskipti Sauda og Bandar., kulna hægt og rólega. Ef af samkomulagi og síðan bandalagi Bandar. og Írans verður. Mundi sennilega verða umtalsverð kólnun á samskiptum milli Ryadt og Washington. Það þarf þó ekki að leiða til tafarlausra vinslita, þ.s. Bandar. muni líklega beita Írani þrýstingi, um að - - bæta samskiptin við flóa araba. En slíkt er hatrið þarna á milli, að í besta falli, sennilega - hægir það einungis á kólnun samskipta milli Washington og Sauda.
Í framtíðinni, í krafti gríðarlegs olíuauðs, verði líklega - bandalag flóa araba, með Saudi Arabíu í broddi fylkingar. Að "regional power" í Mið-Austurlöndum. Sem fylgi sinni stefnu. Ekki stefnu Bandar. Ekki stefnu Kína. Þetta sé sú þróun sem sé hafin, sem sjá megi í því - að Saudi Arabía styrki hættulega hópa um Mið-Austurlönd. Gegn að því er best verður séð, bandarískum hagsmunum.
Bandaríkin að sjálfsögðu munu ekki sætta sig við slíkt, á endanum hætta þau þá - öllum stuðningi við Saudi Arabíu. En sá endapunktur getur þó enn verið allnokkur ár inn í framtíð.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 17.6.2014 kl. 13:00 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning