15.6.2014 | 01:17
ISIS samtökin virðast hafa stöðvað sókn átt til Bagdad, a.m.k. í bili
Það eru deildar meiningar um það hvað akkúrat gerðist á laugardag. En Íranar gáfu það út, að þeir hefðu gert gagnárás á sóknarvæng ISIS. Og hrakið liðsmenn þeirra samtaka nokkurn spöl lengra frá Bagdad, náð til baka nokkrum bægjum í grenn við höfuðborg Íraks. Nokkrir heimsfjölmiðlar gáfu út frétt, á grundvelli þeirrar skýringar - íranskra yfirvalda.
Á hinn bóginn "finnst mér mest trúverðug" túlkun NyTimes:
Iraq Rebels Stall North of Baghdad as Residents Brace for a Siege
En þ.e. ekki endilega ótrúverðugt að stjórnvöld í Íran - haldi fram einhverum sigri á þessum punkti. Jafnvel þó það sé gegn raunveruleika rásar atburða. Þ.s. stjórnvöld í Bagdad eftir áföll vikunnar, eiga sjálfsagt í einhverjum erfiðleikum með það, að hughreysta eigið fólk - einnig til að stappa stáli í eigin liðsmenn. Að ISIS samtökin séu langt í frá "ósigranleg."
- En skv. upplýsingum NyTimes, sé ekkert sem þeirra fréttamenn á staðnum hafi getað fundið, sem bendi til þess að slík gagnárás raunverulega hafi átt sér stað.
- Líklegra sé að ISIS hafi einfaldlega, stöðvað frekari framrás liðssveita sinna - enda sé þeim örugglega kunnugt um þá söfnun liðs af hálfu stjórnvalda Íraks sem sé í gangi, til varnar höfuðborginni.
Það sé rökrétt við slíkar aðstæður, þegar þeir standa frammi fyrir fjölmenni til varnar, út frá hernaðartaktík, að stöðva þá frekari framrás - - þangað til að samtökin hafa náð að safna fjölmennara liði til árásar, þar sem fjölmenni er til varnar.
Fréttaskýring íranskra stjórnvalda sé þá smávegis "propaganda" til að stappa stáli í eigið fólk, efla baráttuanda sinna liðsmanna, fyrir þau átök sem eru framundan - - þannig séð því "réttlætanleg lygi."
Sjá aðrar fréttir:
Iraq slows rebel advance, U.S. sends carrier to Gulf
Iraqi Military Makes Gains North of Baghdad in Conflict With ISIS
Iraqi government counter offensive halts Sunni insurgents
Getur einhver nefnt gilda ástæðu þess - - að Írak skuli ekki skiptast í sundur í 3 ríki?
Bendi fólki á að Sýrland og Írak voru búin til eftir samkomulag milli nýlenduveldanna, Bretlands og Frakklands, um "skiptingu Mið-austurlanda" þeirra á milli.
Landamæri ákveðin, algerlega án nokkurs tillits til íbúa eða skiptingar íbúa.
Sennilega er stærsta óréttlætið, að fjölmenn þjóð þ.e. Kúrdar - fengu ekki sitt ríki. Heldur var svæðum þeirra skipt milli þriggja landa.
- Það áhugaverða er, að aðstæður í Sýrlandi og Írak, gefa tækifæri til að enda það tiltekna óréttlæti, að Kúrdar hafa ekki sitt eigið þjóðríki.
- Þ.s. svæði Kúrda í báðum löndum, eru "de facto" með fullt sjálfforræði - eina sem vantar er yfirlýsing um sjálfstæði, rökrétt að Kúrdasvæðin í báðum löndum "sameinist."
- Myndi sjálfstætt Kúrdistan.
Síðan hefur það atvikast í Sýrlandi, að tiltölulega fámennur hópur, "Alavítar" - einoka stjórn landsins. Og viðhafa ógnarstjórn - til að halda meirihlutanum niðri. En "Alavítar" eru innan við 5% íbúa landsins.
Slíkt fyrirkomulag, getur ekki skoðast sem "réttlátt." Ekki furðulegt að meirihlutinn, hafi á endanum risið upp, gegn ógnarstjórn minnihlutans.
Innan Íraks, hefur stjórn einokuð af meirihluta Shíta ráðið landinu, eftir að minnihluti Súnníta tapaði völdum, er ógnarstjórn Saddam Hussain, var steypt í kjölfar innrásar Bandaríkjahers - - rás atburða sl. viku virðist sterkt benda til þess. Að fjöldi súnníta hafi fagnað yfirtöku "ISIS" á þeirra svæðum, en "ISIS" eru súnnísk öfgatrúarhreyfing. Að auki bendir margt til þess, að fjöldi fyrrum hermanna, líklega súnnítar, hafi gengið í lið með hersveitum "ISIS." Að auki, hafa fréttir borist af því, að fyrrum liðsmaður Bath flokks Saddam Hussain, hafi verið skipaður "governor" Ninawa héraðs, sem "ISIS" hertók á þriðjudag. Með öðrum orðum, er vísbending þess - - að súnníta hluti íbúa Íraks, hafi ákveðið að samþykkja yfirtöku ISIS á þeirra svæðum. Sem ef út í þ.e. farið - er þeirra réttur.
- Punkturinn er, að flest bendi til þess að hóparnir þ.e. Kúrdar, shítar og súnní Arabar - - vilji lifa "sitt í hvoru lagi."
- Og er þá eitthvað, virkilega er það eitthvað, sem er athugavert við það - að það verði niðurstaðan?
- Mér virðist einfaldlega að það mundi vera - réttlát útkoma.
Þá myndast 3-þjóðríki, tvö þeirra þá "overlappa" landamæri Íraks og Sýrlands, þ.e. ná yfir svæði beggja megin landamæranna, þ.e. ríki Kúrda annars vegar og hins vegar hið nýja trúarríki Súnníta.
Niðurstaða
Það virðist hætta á töluverðu blóðbaði á næstunni, ef ISIS lætur verða af atlögu gegn Bagdad. En segjum svo, að ekki verði af þeirri atlögu. Að fylkingar sættist á "vopnahlé." Og núverandi yfirráðasvæði - verði ný landamæri.
Þá erum við að tala um 3-ríki öll með hreint ágætan tilverugrundvöll.
Þ.e. öll 3-ráða þá yfir olíusvæðum. Og munu því geta haft tekjur af olíusölu.
- Ríki Alavíta minnkar þá verulega, verður þá sennilega eingöngu svæði við ströndina og síðan kringum höfuðborgina og næsta nágrenni, og landamærin við Líbanon - sem Alavítar haldi með aðstoð Hesbollah, flokks herskárra líbanskra shíta.
Ég hef heyrt nokkuð af skrítnum samsæriskenningum, þess efnis - að baki þessu standi eitthvert samsæri Bandar. jafnvel Ísraels einnig. En það tel ég ákaflega hæpið.
Líklegast sé málið akkúrat eins og það virðist - þ.e. íbúarnir vilji ekki lengur lifa saman.
Lái þeim það hver sem vill.
En réttlætið hlýtur að vera það, að vilji þeirra til þess að lifa í sitt hvoru lagi nái fram að ganga.
Eða, hvaða ástæðu getur einhver nefnt til þess, að það sé yfirmáta nauðsynlegt að hindra þann vilja í því að ná fram?
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:22 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Einar Björn
Ætli ISIS/ISIL- menn séu ekki orðnir eitthvað þreyttir eftir þetta allt saman. Bandaríkjamenn, Saudi Arabar og Qatar hafa verið þekktir fyrir að styrkja þessa ISIS/ISIL- menn með vopnum og búnaði í stríðinu gegn stjórnher Sýrlands (US secretly backs rebels to fight al-Qaeda in Syria), og maður á einfaldlega ekki von á því að Bandaríkjamenn fara núna að senda einhvern her gegn ISIS/ISIL og/eða þar sem að ISIS/ISIL hefur verið berjast gegn stjórnarher Sýrlands. En hvernig er það eru stjórnvöld í Bandaríkjunum á móti því að stjórnarher Irans hjálpi Íraksher í stríðinu gegn ISIS/ISIL?
US Supports Terrorist Organization ISIS امريكا تمّول داعش
Genieology! The Enemy Within the Syrian Conflict and Jihad..Mossad Agent Exposed!!
Eric Harroun, "the American Jihadist": "CIA runs Al-Qaeda" in Syria
Syria News 3.10.2013, CIA is expanding efforts to train terrorists in Syria, Sky News Report
American CIA embedded with FSA
ISIS terrorists praise war, bloodshed in Syria
Lebanese Shiite Leader, Sheikh Fadhlallah: The CIA is Behind Terror Attacks in Iraq
SYRIA The Big Lie & Dirty War on Syria How the CIA's FSA Massacred Citizens of Daraya
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 15.6.2014 kl. 11:03
Þú virðist eiga erfitt með að gera greinarmun, á "speculation" aðila sem halda fram X, og raunveruleika - - > en þó að fj. áhugamanna um samsæriskenningar tengdar Bandar. og Ísrael, haldi fram samsæriskenningum tengdum Bandar. og Ísrael í þessi tiltekna samhengi. Þá er ekkert sem beint segir að slíkar hugmyndir séu sannleikanum skv.
----------------------------
Mér finnst afskaplega ósennilegt að Kanar séu að fjármagna ISIS, að þeir hafi fjármagnað ISIS, eða hafi látið ISIS fá vopn - nema óvart er ISIS liðar hertóku vopn sem Bandar. höfðu látið her Íraks í té. Einnig sé afskaplega ólíklegt, þó samsæriskenningasmiðir haldi öðru fram, að Ísrael sé að láta ISIS frá vopn, eða styðja ISIS með nokkrum hætti. Uppgangur ISIS sé ógn við Ísrael. Ísrael, vilji ekki að stjórnin í Damaskis - hrynji alfarið. Og ISIS komi kannski í staðinn.
------------------------------
Þ.e. ekkert að marka hvað yfirmaður Hesbolla heldur fram. Sá aðili er eins óhlutlaus og mögulegt er að ímynda sér. Hann mun halda fram hvaða lygi sem er - sem hann telur henta hagsmunum Hesbolla að halda fram. Kenningar þess efnis, að Ísrael hafi skipulagt tiltekna efnavopnaárás virðast afskaplega fjarstæðukenndar svo meir sé ekki sagt, en þ.e. ekkert sérstakt sem ekki bendir til þess, að Sýrlandsher hafi ekki sjálfur framkv. þær, en þ.e. aðili sem sannarlega hefur átt efnavopn, þessi árás var vendilega rannsökuð af óháðum aðilum, sprengjur sem notaðar voru - voru af stærð skjóta þarf af skotpöllum sem færðir eru til á vörubílum, langt yfir þeirri stærð sem einstaklingar geta gengið með, þú laumast ekki svo auðveldlega með vörubíla með sama hætti og hópur laumast með RPB, skotlína sem unnt var að sjá út, sýndi að þær sprengjur komu úr sömu átt - þar sem stjórnarherinn var með liðsafnað.
---------------------------
Það er aftur á móti Sýrlandsher - hesbolla og Íran, í hag að dreifa lygaáróðri um netið, sem haldi öðru fram. Þ.e. einmitt þ.s. ætíð er í gangi, að aðilar sem eiga í átökum eru stöðugt að dreifa "fölskum upplýsingum." Þ.e. áhugavert hve "áhugamenn um samsæriskenningar" virðast ætíð trúa lygaáróðri andstæðinga Bandar. gagnrýnislaust að því er ég best fæ séð.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 15.6.2014 kl. 13:25
Ég ítreka - þ.e. mjög sennilega: ekkert CIA samsæri, ekkert Mossad samsæri, ekkert bandar. samsæri; um að styðja ISIS, eða um að kljúfa Írak í þrennt. Samsærishugmyndir, virðast fyrst og fremst, byggja á áróðri sem "dreift sé skipulega um netið" af andstæðingum Bandar. Þeir séu að trúa "lygi" andstæðinga Bandar. Í átökum ljúga alltaf báðar fylkingar, það sé Sýrlandsstjórn í hag að dreifa þeirri lygi um netið að hún tengist ekki tiltekinni efnavopnaárás, það sama eigi við um Íran og hesbollah, þeim sé í hag að dreifa slíkum lygum. Menn eiga alltaf að gjalda varhug við því hvað "stríðandi fylkingar halda fram." Þær séu ætíð líklegar til að ljúga. Í þessu tilviki eru Bandaríkin ekki "stríðandi fylking" þ.s. þeir séu ekki "beinir þátttakendur í þessum átökum." Heldur séu það Persaflóa-arabar annars vegar og hins vegar Íranar með bandamönnum sínum í hebsolla er styðji minnihlutastjórn Alavíta í Sýrlandi - sem séu að standa fyrir þessum átökum. Bandar. hafi hingað til haft "vit á að halda sér utan" við þessi átök.
--------------------------
Bandar. er engan veginn í hag, að ISIS komist til valda á svæðinu. Það sé ekkert sem raunverulega bendi til þess að bandar. eða þeirra leyniþjónusta, styðju þau samtök beint eða óbeint.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 15.6.2014 kl. 13:36
Sæll aftur Einar Björn
"Mér finnst afskaplega ósennilegt að Kanar séu að fjármagna ISIS, að þeir hafi fjármagnað ISIS, eða hafi látið ISIS fá vopn - nema óvart er ISIS liðar hertóku vopn sem Bandar. höfðu látið her Íraks í té.... ekkert CIA samsæri, ekkert Mossad samsæri, ekkert bandar. samsæri; um að styðja ISIS.."
Nei, nei þú ert alltaf í afneitun Einar Björn, jafnvel þó að sannanir liggja fyrir aðild CIA og Mossad þarna í Írak og Sýrlandi, og allt fyrir þessa neocon stefnu Bandaríkjanna, og/eða þar sem að þú ert á því að fréttamiðlar hliðholir stjórnvöldum Bandaríkjunum þeas. NYT, CNN, BBC ofrv. segja alltaf satt og rétt frá, ekki satt? Allir aðrir fjölmiðlar (eða andstæðingar Bandaríkjanna) eru alltaf í því að dreifa lygum og áróðri, ekki satt? En hvernig er það áttum við ekki að trúa öllum þessum lygum þessara fjölmiðla hliðhollum Bandaríkjunum um gjöreyðingarvopn (WMD) í Írak og öðrum lygum um nauðganir og annað "pretext" fyrir stríðið í Líbýu, þar sem að þessir fjölmiðlar hliðhollir stefnu Bandaríkjanna NYT, CNN, BBC osfrv. segja alltaf satt, og það má örugglega EKKI athuga aðra vitnisburði, frásagnir og játningar, ekki satt? Ég er hins vegar sammála honum Dr. Paul Craig Roberts :
“What Washington has done in Iraq and Libya, and is trying to do in Syria, is to destroy governments that kept Jihadists under control. Washington faces the prospect of a Jihadist government encompassing Iraq and Syria. The Neoconservative conquest of the Middle East is becoming an al Qaeda conquest. Washington has opened Pandora’s Box. This is Washington’s accomplishment in the Middle East. Even as Iraq falls to al Qaeda , Washington is supplying the al Qaeda forces attacking Syria with heavy weapons. It is demonized Iran that has sent troops to defend the Washington-installed regime in Baghdad! Is it possible for a country to look more foolish than Washington looks?”
America's Allies Are Funding ISIS
BACKGROUND: US & Saudis backing local jihadists (Islamic Front) against global jihadists (ISIS)U.S. allies let funds flow to al Qaeda in Syria
The CIA Controls Al Qaeda
Former Al-Qaeda Leader says that the CIA runs Al-Nusra, Al-QaedaULTIMATE PROOF BINLADEN & ALQAEDA WORK FOR THE CIA & MOSSAD & MI6
CIA spies joining al-Qaeda in Syria: Gurdon Duff
Connecting the Dots...The CIA and Al Qaida
The CIA is Arming Al-Qaeda in Syria
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 15.6.2014 kl. 15:10
"...að stjórnvöld í Íran - haldi fram einhverum sigri á þessum punkti......En skv. upplýsingum NyTimes, sé ekkert sem þeirra fréttamenn á staðnum hafi getað fundið, sem bendi til þess að slík gagnárás raunverulega hafi átt sér stað.
Ég skil ekkert í þér að fara alltaf eftir öllum þessum lygum og þvælu í NYT, fyrir það fyrsta þá hafa Íranir aldrei í þessu sambandi viðurkennt og/eða fullyrt um að hafa farið inn í Írak, en meir að segja hérna Aljazeera er með þetta á hreinu: "Iran denies troops on ground in Iraq, but mulls cooperation with US.No official contact between Tehran and Washington over increasing turmoil but a common interest in stability
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 15.6.2014 kl. 16:12
Bandaríkjamenn hafa verið mjög duglegir við styrkja hryðjuverkastarfsemi og/eða hryðjuverkamenn:
US Arming Syrian Rebels Likely to Inflame Already Bloody Conflict
United States Arming the Syrian Rebels Frontline Documentry
"US' PUPPETS" NOW FULLY EQUIPPED TO WIPE OUT "THE ENTIRE MIDDLE EAST"!
'US mulls arming Syrian rebels officially', intervention next?
Russia will greet US arming of Syria rebels 'with horror'
The United States is Arming, Funding Al-Qaeda, Syrian Rebels
AA4Syria Johnny Achi on US arming FSA. Nusra Front & FSA both terrorists, two faces of the same coin
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 15.6.2014 kl. 18:30
Allur þessi stuðningur Bandaríkjamanna og fleiri hefur greinilega skilað sér þarna til hryðuverkamanna, ekki satt?
Obama Deepens U.S. Support for Syrian Rebels with Secret Order http://www.thenewamerican.com/usnews/foreign-policy/item/12293-obama-deepens-us-support-for-syrian-rebels-with-secret-order
Obama authorized covert support for Syrian rebels, sources say http://edition.cnn.com/2012/08/01/us/syria-rebels-us-aid/
U.S. finalizing plan to boost support for Syrian rebels: sources http://www.reuters.com/article/2014/04/04/us-usa-syria-rebels-idUSBREA331ZI20140404Exclusive: Obama authorizes secret U.S. support for Syrian rebels http://www.reuters.com/article/2012/08/01/us-usa-syria-obama-order-idUSBRE8701OK20120801
Congress secretly approves U.S. weapons flow to 'moderate' Syrian rebels http://www.reuters.com/article/2014/01/27/us-usa-syria-rebels-idUSBREA0Q1S320140127
US and Britain to boost support to Syrian rebels, says Kerry http://www.theguardian.com/world/2014/may/15/us-britain-boost-support-syrian-rebels-john-kerry
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 15.6.2014 kl. 22:28
Sælir verið þið Einar og Þorsteinn.
Úrvinnsla Einars er alveg frábær og ætti stórblað á borð við Mbl, auðvitað að hafa mann á borð við hann í umfjöllun sinni um erlend málefni, í stað núverandi "google" þýðinga.
Hitt er síðan annað mál, að stundum virðist Einar full bláeygur og finnst mér satt best að segja þörf á að Þorsteinn tæki Einar á hné sér og leiði hann í allan sannleikann um runverulegt eignarhaldið á mörgum þessara helstu heimilda Einars.
Jónatan Karlsson, 16.6.2014 kl. 00:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning