Vaxtakrafa Ítalíu, Spánar og Frakklands, hefur ekki verið lægri í "aldir"

Financial Times vakti athygli á þessu: European yields hit multi-century lows. Ég fann annan hlekk þ.s. sjá má sömu myndir: Three charts that show these are extraordinary times.

 

Við lifum á óvenjulegum tímum

Sannfærður evrusinni, mundi halda því fram að þessi kort séu sönnun þess að evruaðild leiði til aukins trausts. En höfum í huga að öll þessi lönd eru í efnahagsvanda. 

Martin Wolf "....according to the OECD, by 2015 Spanish gross public debt will be 109 per cent of gross domestic product; Irish, 133 per cent; Portuguese, 141 per cent; Italian, 147 per cent; and Greek, 189 per cent. Even if bond yields remain at low levels and these countries run balanced primary budgets (before interest payments) indefinitely, nominal GDP must grow at close to 3 per cent a year (in the case of Greece, far more) merely to keep the public debt ratio stable."

Þ.e. þ.s. er áhugavert, að skuldastaða ríkjanna fer stöðugt hækkandi. Eins og Martin Wolf bendir á, þarf hagvöxt ca. 3% til að skuldir landa er skulda rúm. 100% hækki ekki - þ.e. til þess að nokkur von sé til að lækka þær.

Frakkland skuldar ekki 100% enn, en skuldar samt ekki miklu minna. Rétt innan við 90%. 

Í öllum þessu löndum er hagvöxtur rétt við kyrrstöðu, þ.e. hann er jákvæður en einungis rétt svo - fyrir utan að Grikkland er enn í kreppu, en vonast að það komist yfir í plús á þessu ári.

Í Frakklandi, Spáni og Ítalíu - - er hagvöxtur rétt mælanlegur. Einna bestur á Spáni. En Frakkland og Ítalía virðast nær stöðnunarástandi.

Þetta þíðir auðvitað að skuldirnar eru ekki greiddar niður, heldur hækka stöðugt ár frá ári. Miðað við venjuleg skilyrði, ætti það að leiða til "minnkandi trausts."

Frakkland:

Ítalía:

Spánn:

Þá er það spurning - - hvað kallar fram þessi óvenjulegu vaxtakjör?

Það virðist flest benda til þess að á ferðinni sé trú markaðarins á Seðlabanka Evrópu, að hann muni fyrir rest - tryggja ódýra fjármögnun ríkissjóða aðildarlanda, alveg sama hve háar skuldirnar verða.

"ECB" sannarlega tæknilega getur það.

Ég er aftur á móti ekki 100% viss að hann raunverulega muni - - en markaðurinn virðist sannfærður.

  • En kostnaðurinn óhjákvæmilega kemur fram einhvers staðar, jafnvel þó að ekki yrði verðbólga í löndum í vanda - ef prentunaraðgerð er framkvæmd, getur það leitt til verðbólgu í löndum þ.s. aðstæður eru betri.
  • Til þess að viðhalda svo lágum kjörum, hlýtur markaðurinn að vera að veðja á svokallað "QE" þ.e. að "ECB" fari að kaupa fyrir prentað fé.

Ef markaðurinn tapar því veðmáli - - þá gætu margir endað með stórfellt fjárhagslegt tap.

En í minni síðustu færslu, benti ég á það - - að í sinni síðustu vaxtaákvörðun, tók Seðlabanki Evrópu ekki ákvörðun um prentun eins og markaðurinn virðist hafa reiknað með:  Getur evrukrísan vaknað á næstunni?

Veikleikinn er þá sá, að ef lág vaxtakjör "byggjast á trú markaðarins á framtíðar prentun ECB" þá er sá möguleiki til staðar, að þau kjör geti snögglega breyst til hins mun verra - - ef sú trú bilar.

Að rás atburða leiði til þess að sú trú verði fyrir hnekki.

En ég sé í reynd fátt annað sem geti staðið að baki þessari óvenjulegu vaxtakröfu, en trú á framtíðar prentun "ECB."

En annað af tvennu:

  1. njóta þessi lönd meir trausts en nokkru sinni áður, eða,
  2. eitthvað óvenjulegt annað er í gangi sem skýrir málið.

Það óvenjulega annað sé Seðlabanki Evrópu eða með öðrum orðum, væntingar um aðgerðir Seðlabanka Evrópu, væntingar þess efnis að "ECB" muni tryggja að þeir sem kaupa ríkisbréf, tapi ekki á því.

 

Niðurstaða

Það er sannarlega áhugavert að vaxtakjör Frakklands, Ítalíu og Spánar séu þau lægstu sem mælst hafa sennilega síðan farið var að selja ríkisbréf á fjármálamörkuðum. En slíkir markaðir geta vart hafa verið til lengur en frá og með 18. öld. Svo með öðrum orðum, þetta séu sennilega lægstu vaxtakjör sem þessi lönd njóta í allri sinni sögu. 

Valkostirnir virðast vera, að þessi lönd hafi aldrei notið meir trausts, eða að einhver stór utanliggjandi þáttur kalli fram "óvenjulegt" markaðsástand.

Í ljósi þess að þessi lönd eru öll í efnahagsvanda, og samtímis skuldakreppu - sem auk þess ágerist stöðugt. Virðist erfitt að rökstyðja að þau njóti í reynd meir trausts en nokkru sinni fyrr.

Þannig að sennilegar virðist, að um ráði að "þessi lönd séu það stór" til þess að það sé mögulegt að heimila þeim að sökkva. Þau verði að standa uppi - - eða að samstarfið um evru sennilega rofnar.

Veðmál markaðarins sé þá, að það sé ekki hægt að tapa á að kaupa ríkisbréf þessara landa, því að "ECB" muni alveg sama hvað gerist, velja að vera til áfram,  því tryggja þessum löndum kjör sem þau mundi aldrei geta fengið við eðlilegar markaðs aðstæður.

Höfum í huga - - að þessi regla heldur þá "bara fyrir lönd" sem eru of stór til þess að þau megi verða gjaldþrota. Reglan að ef ég fell, þá verður tjónið fyrir aðra svo mikið.

Ég held að t.d. Kýpur falli ekki í þann hóp, líklega ekki heldur Ísland ef það væri í evru. Þannig að rök þess efnis, að Ísland væri með sambærilegum hætti, varið falli - eiga líklega ekki við.

Á hinn bóginn, er ekki víst að aðildarlönd sbr. Þýskaland, leyfi þá verðbólgu sem mun af verða fyrir rest t.d. innan Þýskalands, ef "ECB" raunverulega mundi fara í þá prentunaraðgerð. Svo spurningin er kannski ekki hvort "ECB" vill prenta, heldur hvort að hann fái það. Hvort að lykilríki innan sambandsins, standi með evrunni í gegnum þykkt og þunnt. Það getur einungis tíminn leitt í ljós.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband