Getur evrukrísan vaknað á næstunni?

Ég veit að menn hafa verið óskaplega bjartsýnir í seinni tíð - vaxtakrafan fyrir Írland er komin niður fyrir kröfuna fyrir Bretland og Bandaríkin, krafan fyrir önnur lönd hefur lækkað mikið. Meira að segja fyrir Spán hefur hún farið niður fyrir 4% þegar 10 ára ríkisbréf hafa verið í boði.

Svo einhver gæti sagt - hvers vegna dettur mér að halda slíku fram?

En punkturinn er sá, að það hafa verið ástæður fyrir þessari miklu lækkun vaxtakröfunnar, þ.e. síðan að Mario Draghi gaf út frægt loforð sitt júlí 2012, hefur krafan t.d. fyrir Spán lækkað úr næstum 8% þegar hún hæst fór, Grikkland mældist næstum með 30% kröfu - er nú milli 6-7%. 

  • Punkturinn er sá, að þegar Mario Draghi gaf loforð sitt um að gera hvað sem til þyrfti, og fullyrti að það yrði nóg - síðan kom fram tiltekið prógramm um kaup á ríkisbréfum án takmarkana sem aldrei þó hefur verið hrint í framkvæmd.
  • Þá hefur markaðurinn trúað því, að engu aðildarríki evru yrði leyft að verða gjaldþrota.
  • En það var trúin þess efnis á árum áður, sem kallaði fram það ástand á sl. áratug, að vaxtakrafa fyrir Grikkland var nærri því sú hin sama og fyrir Þýskaland.
  • Ástæða þess að krafan rauk síðan upp þegar krísan hófst - - var sú að þessi trú, bilaði. Skortur á aðgerðum "ECB" og karpið milli aðildarríkjanna, fyllti markaðinn óvissu um þetta atriði. Svo að markaðurinn, mat það svo að "hvert land stæði í reynd eitt."
  • Sem skilaði því ástandi, að krafan fyrir lönd sem lentu í skuldavanda - - spíralaði upp, síðan fyrir hvert landið á fætur öðru - þangað til að sumarið 2012. Að úrslitastund blasti við.
  • Þetta snýst sem sagt um það, að það sé trúverðugt talið, að sama hvað gerist, verði ekkert af aðildarlöndum, látið lenda í greiðsluþroti.

Það eiginlega þíðir að, prentunarvald "ECB" verður trúverðugt að standa að baki skuldum aðildarríkjanna.

Þar sem einungis prentunarvald "ECB" er nægilega öflug bakstoð, til þess að skapa trúverðugleika.

Eins og rækilega kom fram í kreppunni, geta aðildarlöndin ekki beitt "lánasjóðs aðferðinni" þegar stærstu löndin eiga í hlut" eins og t.d. Ítalía. 

Þau gátu heldur aldrei sett upp nægilega sterkan neyðarlánssjóð með trúverðugum hætti.

  1. Þegar prógramm "ECB" sem aldrei hefur verið notað, kom fram - - hefur mönnum virst að prentunarvald "ECB" standi óhikað að baki skuldum aðildarlandanna.
  2. Ef þ.e. talið rétt, er það rökrétt af mörkuðum, að lækka vaxtakröfu landa í skuldavanda aftur vel niður.

 

Í seinni tíð stendur Seðlabanki Evrópu frammi fyrir nýjum vanda, þ.e. hættu á verðhjöðnun

Á fimmtudag var kynnt ákvörðun þess efnis að lækka stýrivexti í 0,15%. Og setja neikvæða vexti á innlánsreikninga í Seðlabankanum þ.s. viðskiptabankar mega varðveita fé þ.e. - 0,1%. 

Að auki er kynnt ákvörðun um ný lán til viðskiptabanka frá "ECB" sem kölluð eru "TLTRO" í stað áður "LTRO." Vegna þess að nú hefur verið ákveðið að - - banna að nota það lánsfé í kaup á ríkisbréfum, og að láta það fara til húsnæðislána. T-ið fremst stendur fyrir "Targeted."

Viðbrögð markaða liggja nú fyrir:

Euro Rebounds as ECB’s Effort to Weaken Currency Rejected

Euro withstands ECB’s easing onslaught

FOREX-Euro holds ground after ECB launches fight against low inflation

  • Evran sem sagt - - hækkaði. Í stað þess að lækka eins og vonast var eftir.
  • Og vaxtakrafa ríkisbréfa á evrusvæði, lækkaði frekar.

Af hverju vaxtakrafan lækkar, skýrist sennilega af því, að bankar eru líklega að færa fé af reikningum "ECB" yfir í ríkisbréf.

Mig grunar að evran hækki, vegna þess að markaðurinn hafi verið búinn að veðja á prentunaraðgerð eða "Quantititive easing." Þegar markaðurinn veit að það stendur ekki til, þá sé markaðurinn að "endurverðleggja" evruna gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Sem skilar hærra gengi.

  1. Miðað við þetta, blasir við að verðbólga á evrusvæði mun halda sennilega áfram að lækka.
  2. Þ.e. einmitt þetta, að ekkert minna en prentun, virðist geta stöðvað þá þróun.

Reyndar hafa "analistar" sem má finna í fréttum sem hlekkjað er á, sagt að þeir telja að evran muni lækka á nk. 2-3 árum. Vegna þess að aðrir seðlabankar þ.e. Bandar. og Bretlands, muni draga úr prentun, evran þá lækka gagnvart þeim gjaldmiðlum.

Vandinn er, að þá getur verið komin "verðhjöðnun" - en "medium term" er nk. 2-3 ár.

Það er einmitt punkturinn, að það virðist stefna á verðhjöðnun - -jafnvel fyrir árslok.

Aðgerðir "ECB" virðast nær gagnslausar til að glíma við þann vanda.

Og verðhjöðnun - - gæti mjög sannarlega "endurreist evrukrísuna."

  • En skuldir Ítalíu munu hækka hratt á nk. árum, ef ekkert stórt breytist, vera komnar í kringum 150% eftir ca. 2 ár.
  • Spánn getur þá skuldað nærri 120%.
  • Ég sé enga augljósa ástæðu þess, að skuldir Írlands og Portúgals, haldi ekki einnig áfram að hækka.
  • Skuldir Grikklands í dag eru aftur milli 170-180%. Stefna þá í 200%.
  1. Það er við þetta ástand, sem mun reyna mjög virkilega á það trúarástand markaðarins á inngripum "ECB" með Mario Draghi í fararbroddi.
  2. Þ.e. virkilega áhugavert, að "ECB" skuli ekki hafa þegar ákveðið að hefja "QE." Ég hef í fjölda fréttaskýringa séð bent á, að "ECB" sé búinn að "tæma" hvað hann getur gert - með lækkun vaxta og beitingu vaxtatækisins.
  3. En á sama tíma, er hann einungis fyrir utan vaxtatækið að beita nú "TLTRO" lánum, sem eru algerlega háð eftirspurn frá viðskiptabönkum.
  4. Þó vilyrði hafi verið gefin fyrir því að kaupa lánapakka af bönkum, sem hafi verið umbreytt í lánavafninga eða afleiður, þá hafa evr. bankar ekki enn sett upp slíkan markað - slíkir vafningar standa því "ECB" ekki enn til boða. Þ.e. ekki vitað hve stór þau kaup mundu verða, ef af yrði.
  • Tæknilega getur það verið skilvirk aðferð.

Þetta er þ.s. ég á við með hugsanlega hættu á nýrri evrukrísu.

En ef aðgerðir "ECB" duga ekki, en mér virðist ekki augljóst að þær muni hamla gegn verðhjöðnun, þá heldur meðal verðbólga áfram að lækka, þangað til að verðhjöðnunar ástand er sennilega komið.

Gallinn er að þá, mun hraðinn á hækkun skulda aðildarlanda í skuldavanda, aukast frekar - þ.e. skuldirnar hækka enn hraðar.

  1. Og ef "ECB" virðist ekki geta prentað, til að hindra verðhjöðnun.
  2. Getur verið að menn fari að spyrja sig þess, hvort þ.e. nokkuð í reynd að marka loforðið frá 2012, enda hefur það tæki sem "tæknilega hefur verið í boði" aldrei verið notað. Ekki í reynd vitað hvað mun gerast, ef á það mál mundi reyna.
  • Ný óvissa um bakstuðning við skuldug ríki gæti myndast.
  • Sem þíddi, að vaxtakrafan mundi að nýju - - hratt færast í sundur milli aðildarríkjanna, þ.e. aukast hratt hjá skuldugum löndum.
  • Og aftur kæmi að spurningunni um hrun eða ekki hrun.

 
Niðurstaða

Ég er einn af þeim sem hafa verið efins að evrukrísa sé hætt. Þó svo að menn hafi verið rólegir í seinni tíð. Og smávægilegur hagvöxtur sé kominn. Það kemur til vegna þess, að annars vegar virðist ekkert geta stöðvað þróun á evrusvæði í átt til verðhjöðnunar. Og hitt, að skuldavandi aðildarlanda sem eru skuldsett, heldur áfram að magnast - og það hratt. Þó svo að tæknilega séu áætlanir í þeim löndum um skuldalækkanir, að greiða þær niður. Virðist afar ólíklegt að þeim yrði hrint í framkvæmd, þ.s. þeirra framkvæmd væri afskaplega sársaukafull fyrir almenning - sem þegar er orðinn óþolinmóður eftir því að fá bætt kjör og atvinnu.

---------------------------------

PS: áhugaverð grein sem ég rakst á: France’s Ticking Time Bomb

 

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband