Aðgerðir Mario Draghi líklega duga ekki til að afnema óttann við verðhjöðnun á evrusvæði

Á fimmtudag kynnti Seðlabanki Evrópu pakka af aðgerðum - Mario Draghi, President of the ECB, Frankfurt am Main, 5 June 2014 - þ.e. lækkun stýrivaxta úr 0,25% í 0,15%. Eitt og sér skiptir vaxtalækkun um 0,1% afar litlu máli.

En fyrir utan þetta, þá hefur "ECB" lækkað vexti á innlánsreikningum sínum, þ.s. viðskiptabankar mega varðveita fé - - í: - 0,1%. Sem sannarlega er áhugaverð aðgerð.

Hugmyndin virðist vera, að með því að láta banka "borga fyrir að varðveita fé á bókum sínum innan Seðlabanka Evrópu" - að þá muni það hvetja viðskiptabankana til þess að "auka útlán."

  • Þ.e. útlán verði hagstæðari kostur - - en að varðveita stórfé hjá "ECB."

Síðan í 3-lagi. Þá hefur "ECB" kynnt til sögunnar svokölluð "TLTRO" lán upp á 400ma.€ til 4. ára. Sem bönkum á að standa til boða. Tveir slíkir pakkar verði boðnir á þessu ári. Einn á næsta ári. Og sá 4. 2016.

Það sem gerir þessi lán að "TLTRO" í stað "LTRO" er að þau teljast nú "Targeted." Þ.e. sett eru margvísleg skilyrði fyrir lánveitingunni - um það í hvaða hluti má nýta það fé. T.d. bannað að kaupa ríkisbréf fyrir það fé - - mmm, einnig bannað að veita húsnæðislán.

Með öðrum orðum, vonir virðast bornar við það, að þessi lán verði vinsæl, og muni skapa aukningu á framboði á lánum til "smærri til miðlungs-stórra fyrirtækja."

 

Það er bersýnilegt að andstaða við - beina prentun er enn öflug

Það áhugaverða er, að Seðlabanki Danmerkur - - beitti neikvæðum vöxtum með sumu leiti svipuðum hætti og "ECB" ætlar nú að gera. Skv. þeim greiningum sem nú liggja fyrir, þá hjálpuðu "neikvæðu" vextirnir við það verkefni - - að draga úr aðstreymi peninga til Danmerkur. Sem þá voru gjarnan varðveittir á gjaldeyrisreikningum í Seðlabanka Danmerkur. Sem hjálpaði við það, að halda "tengingu krónunnar við evruna" sem var þá í hættu á að falla - - með þeim hætti að krónan mundi hækka yfir sett vikmörk.

  • "ECB" aftur á móti virðist hafa annan tilgang í forgrunni, þ.e. að letja viðskiptabanka innan Evrópu, við það að varðveita fé á reikningum þeirra í "ECB."

Ég efa að þessi aðgerð, hafi e-h umtalverð áhrif á gengi evrunnar, þ.s. ekki sé um glímu við aðstreymisfé að ræða - - > þannig að áhrif hennar til aukningar á verðbólgu verði sennilega "afar lítil" og líklega að meira að segja þau áhrif, muni ekki endast lengi.

Og ég er langt í frá sannfærður um, að bankarnir kjósi að auka útlán. En viðskiptabankarnir geta allt eins kosið að "kaupa meir af ríkisbréfum." Fyrir það fé sem þeir í dag varðveita á reikningum í "ECB."

  • Þ.e. þó spurning um áhrif þessara "TLTRO" lána. "LTRO" lánin sem áður voru veitt, höfðu nær engin áhrif til aukningar á útlánum til atvinnulífs. En það virðist t.d. síðar að þegar boðið var upp á "LTRO" hafi það fé megni til farið í kaup á ríkisbréfum.
  • Reyndar grunar marga, að nánast hafi verið samkomulag milli aðila að hafa það þannig, þ.s. að í kjölfar þeirra kaupa bankanna á ríkisbréfum fyrir "LTRO" fé "ECB" lækkaði verulega vaxtakrafa á ríkisbréf landa í S-Evrópu.

Það getur alveg verið að "TLTRO" lánin, muni framkalla útlánaaukningu til atvinnulífs í S-Evrópu.

Sem mundi ef af verður, sennilega minnka "verðhjöðnunartilhneigingar" í löndum S-Evrópu.

Þ.s. að skortur á lánsfé, er líklega stór þáttur þar um. En að sjálfsögðu ekki öll skýring þess.

Að auki gæti það bætt eitthvað við hagvöxt á því svæði, dregið út atvinnuleysi.


Þrátt fyrir þessa aðgerð, er "ECB" enn með stífustu stefnuna af stóru seðlabönkunum

Það kemur til af því, að hinir stóru seðlabankarnir eru enn staddir í "bullandi peningaprentun."

En bilið á milli "ECB" og hinna hefur aðeins minnkað, þ.e. - - lítið eitt.

Sem þíðir sennilega að evran lækkar "smávægilega" með afskaplega óverulegum áhrifum á verðbólgu innan evrusvæðis. Skv. nýjustu mælingum er hún 0,5%.

Mér finnst sennilegt að sveiflan á evrunni verði það lítil, að það dugi ekki til að hífa meðalverðbólgu á evrusvæði upp í 1%. Hún muni haldast neðan við 1% sennilega áfram.

  • Nema að áhrif "TLTRO" lánanna verði mikil.

Það auðvitað kemur ekki í ljós fyrr en síðar.

En ef áhrif þeirra reynast óveruleg, t.d. vegna lítillar eftirspurnar banka eftir þeim lánum, en virkni þeirrar aðgerðar er alveg háð því, að bankarnir sækist eftir því fé?

Þá mundi ég halda, að verðbólga verði aftur komin í ca. 0,5% áður en þetta ár er á enda.

Og menn aftur farnir að ræða um hættuna á verðhjöðnun af sömu ákefð og í seinni tíð.

  • Á hinn bóginn, sagði "Draghi" að ef aðgerðir skili ekki þeim áhrifum sem vonast er eftir, sé það alveg opið í stöðunni - - að bæta t.d. við "TLTRO" lánapökkum. 

Auðvitað mundi það ekki virka ef eftirspurn bankanna væri "lítil."

  • Tæknilega væri unnt að "auka mínusinn" á innlánsreikningum "ECB."

En það gæti verið gagnslítið, ef bankarnir væru einna helst að kaupa ríkisbréf. Kannski þá einungis hvatning fyrir þá til að bæta þar í.

 

Niðurstaða

Það á auðvitað eftir að koma í ljós hve stór áhrif aðgerða "ECB" verða. En mig grunar að áhrif þeirra á gengi evru verði lítil. En einna helst hefur t.d. Mario Draghi kennt hágengi evru fyrir hina últra lágu verðbólgu. Ef gengi evrunnar lækkar einungis óverulega, eins og mig grunar - þá verði áhrif til aukningar verðbólgu einnig afar lítil.

Það getur verið meginspurningin um áhrif "TLTRO" pakkanna. Með því að skilyrða notkun á því lánsfé, þá hyggst "ECB" fá evr. viðskiptabanka til að auka framboð á lánsfé til fyrirtækja.

Veikleiki þeirrar aðgerðar er sá, að skilvirkni hennar er alfarið háður "eftirspurn" viðskiptabanka eftir þeim lánum - - það getur alveg verið. Að notkunarskilyrði "ECB" á það fé, dragi úr áhuga viðskiptabanka á þeim lánum. 

Og áhrif "TLTRO" fyrir bragðið verði lítil.

Ef það verður svo, þá dugar aðgerð "ECB" líklega ekki til að kveða niður verðhjöðnunaróttann.

-----------------------------------------------

Ps: Skv. fyrstu fréttum morgunsins, hefur gengi evru hækkað á mörkuðum. Það bendir til þess að markaðurinn hafi átt von á stærri aðgerðum af hálfu "ECB" - sé að endurprísa evruna miðað við nýjar upplísingar. Ef hækkun hennar helst, mun verðbólga sennilega lækka frekar í nk. mánuði.

Þetta getur bent til þess að þ.s. ég sagði um líkur þess að áhrif aðgerðanna á gengið verði litlar - sér rétt:

Euro withstands ECB’s easing onslaught

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sæll Einar

Er ekki vandinn sem fyrirtæki í Evrópu, einkum S-Evrópu, eiga við að glíma, sé lítil eftirspurn??  Sérð þú fyrir þér að fyrirtæki sem sjá fram á minnkandi tekjur muni taka lán til framkvæmda, nema þeir eigi von um að eftirspurn eftir vörum þeirra aukist?

Tómas Ibsen Halldórsson, 6.6.2014 kl. 10:59

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það getur auðvitað verið heilmikið til í því. Að skortur á eftirspurn eftir lánsfé, sé a.m.k. hluti af samdrætti í útlánum til fyrirtækja. Á hinn bóginn hafa samt borist sögur af kvörtunum fyrirtækja í S-Evr. þess efnis, að bankarnir séu tregir til að lána, lán séu óhagstæðari en áður. Það getur auðvitað verið, að "tregða bankanna" til að lána, sé hluti af því af hverju "eftirspurn minnkar" því að almenningur eigi síðri möguleika á neyslulánum t.d. og að vextir á almennum lánum séu hærri - sem minnki tekjur fólks. Þetta víxlverki hvað um annað með öðrum orðum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 6.6.2014 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband