5.6.2014 | 00:32
Aðstoðarmaður forseta Úkraínu tjáir ótta úkraínskra stjórnvalda varðandi markmið Pútíns
Sá þetta í áhugaverðri fréttaskýringu Der Spiegel. Frásögnin er að sjálfsögðu, á ábyrgð þess einstaklings, sem gegnir stöðu aðstoðarmanns nýkjörins forseta Úkraínu. Í máli hans kemur m.a. fram að úkraínsk stjv. áætla fjölda vopnaðra uppreisnarmanna - um 12.000 í Donetsk héraði, og um 5000 í Luhansk héraði. Skv. frásögn hans, séu uppreisnarmenn nú "betur vopnum búnir en stjórnarherinn" og að auki "fjölmennari." Þess vegna séu þeir að vinna jafnt og stöðugt á.
The Fight for Ukraine's East Gets Bloodier
Yuri Lutsenko - "Putin doesn't want the Donbass region. He has other goals. First, he wants to sow anarchy in the region because it is extremely important for our economy and without it, the Ukrainians will never get back on their feet," - And secondly, he wants the separatists to gain so much independence that they will be able to veto any decision coming from Kiev. That would paralyze the state and would mean it was de facto governed from Moscow." - "We have no choice. If we abandon Donetsk, Putin will soon be in Odessa. He is in the process of establishing a cordon sanitaire around Russia. And Ukraine is now, just as Poland once was, a buffer to Europe. It is not a local war, it is a European war."
- Ég hef einnig séð þá kenningu - að Pútín vilji mynda land-tengingu milli Rússlands og Krímskaga.
Meginspurningin er eiginlega - hvort þ.e. ekki þegar orðið nánast þýðingarlaust fyrir stjórnarherinn, að berjast í Luhansk og Donetsk?
Donetsk virðist nú vera nær algerlega á valdi uppreisnarmanna, meðan að harðir bardagar hafa undanfarið verið milli stjórnarhersins og uppreisnarmanna í Luhansk.
Skv. nýlegum fréttum, féllu tvær varðstöðvar við landamærin gagnvart Rússlandi, þannig að stjv. í Kíev, geta nú enn síður - temprað flæði á milli Rússlands og héraðanna í Úkraínu "í uppreisn."
Rebels in Eastern Ukraine Capture Government Posts
Mér virðist það geta haft augljósa kosti - að hörfa frá Luhansk og Donetsk, þó það þíði - sennilega. Varanlegan missi fyrir Úkraínu á þeim tveim héröðum, þ.s. iðnaður er hvað mest þróaður.
Mér skilst að við það tapi Úkraína um 40% af gjaldeyristekjum - - ca. svipað og ef Ísland mundi einn góðan veðurdag, vakna upp við það að miðin í kringum Ísland væru steindauð.
Við það er ríkissjóður Úkraínu augljóslega "gjaldþrota" gagnvart erlendum skuldum.
- Eins og sést á "kortinu að ofan" þá eru Luhansk og Donetsk - - einu héröðin þ.s. rússn.mælandi eru í meirihluta.
- Það er eiginlega punkturinn við það að hörfa þaðan, því að í öðrum héröðum - ætti stjórnarherinn að njóta mun betri stuðnings íbúa. Þ.s. í þeim öllum eru úkraínskumælandi ívið flr.
- Og því eiga töluvert betri möguleika á að halda velli í bardögum, en nú í héröðunum tveim með rússn.mælandi meirihluta - þ.e. úkraínski stjórnarherinn sennilega fær þar lítinn stuðning frá íbúum.
Lutsenko sennilega túlkar ótta úkraínskra þjóðernissinna - þegar hann dregur upp sína "dóminó kenningu."
En á hinn bóginn, ef uppreisnarmenn í Luhansk og Donetsk, mundu ætla að "sækja inn í héröðin fyrir SV-í átt til Odessa.
Þá ætti stjórnarherinn, að geta virkjað íbúameirihlutann - með sér. Til að aðstoða við það verk að verja þau héröð.
Ég er því ekki alveg eins viss að "dómínó kenningin" sé rétt. En ég sé enga ástæðu til að efast um, að Úkraínumennirnir trúa þeirri kenningu.
- Enn eru átökin milli stjórnarhersins, og sveita vopnaðra uppreisnarmanna í Luhansk og Donetsk.
- En í ímyndaðri sviðsmynd, að uppreisnin gerði tilraun til þess að "leita inn í héröð þ.s. rússn.mælandi eru fjölmennir - en þó í minnihluta."
- Þá tel ég að stríðið mundi umhverfast yfir í - - borgarastríð.
Það er alltaf spurning um það - - hve mikla áhættu á átökum menn vilja taka.
Þ.e. ekki endilega öruggt, að Pútín hafi áhuga á að færa átökin yfir á það stig, þ.s. borgarastríð mundi sennilega skapa mikinn flóttamannavanda. Og sá mundi örugglega töluvert bitna á Rússlandi.
- En án Luhansk og Donetsk, er Úkraína mun - - veikara land efnahagslega.
- Svo er rétt að muna, að innan þeirra héraða, er iðnstarfsemi enn þann dag í dag mikið til gíruð á að framleiða fyrir Rússland, t.d. enn eru verksmiðjur þar sem framleiða varning sem er mikilvægur fyrir Rússland. T.d. Antonov risaflutningavélar.
Það er því ástæða að ætla að Rússland vilji fá að nýju - "Donbass" svæðið.
Svo fremi að Pútín geti hindrað að Úkraína gangi í NATO - eða þ.s. eftir er af henni. Þá væri Úkraína veiklað land efnahagslega, gjaldþrota land - - engin ógn fyrir Rússland.
Veik Úkraína getur hentað Rússlandi ágætlega. Hún sannarlega verður efnahagslega mjög veik án sinna mest þróuðu héraða, og kolasvæðanna í "Donbass lægðinni" en kolin eru grundvöllur iðnaðarins þar.
Niðurstaða
Rétt er að muna að Pútín lagði ekki Georgíu undir Rússland, fyrir nokkrum árum. Heldur veikti hann Georgíu, þ.e. lamaði her landsins, og svipti það mikilvægu landsvæði. Í dag stendur Georgía mun veikari á eftir, enn þann dag í dag. Ekki líklegt til að vera ógn við Rússland.
Pútín er þegar búinn að taka Krímskaga af Úkraínu, við það færðust mjög miklar framtíðar auðlyndir yfir til Rússlands, sjá: Yfirtaka Rússlands á Krímskaga, getur hafa snúist um olíu
Ef Luhansk og Donetsk renna inn í Rússland, fær Rússland aftur "kolalögin í Donbass" og að auki "hið mikilvæga iðnaðarsvæði í Donbass" en ekki síst, mun eignast öll hafsbotnsréttindi við Azovshaf.
Kannski er það raunverulega mótívið - - að leggja undir Rússland "auðlyndir." Eins og ég benti á í umfjölluninni minni hlekkjað á að ofan.
Rússland þurfi ekki "land-tengingu" við Krímskaga með því að ná til sín héröðum í S-Úkraínu. Það sé vel mögulegt þess í stað, að reisa langa brú yfir mjótt sund á milli Rússlands og Krímskaga þ.s. bilið er minnst - sjá kort að ofan. Hugmynd sem hefur verið nefnd sem möguleiki.
Með því að láta þau svæði vera, forðist Pútín "það borgarastríð er þá mundi skella á innan Úkraínu með tilheyrandi flóttamannavanda" og sennilega að auki "þau versnandi samskipti við Vesturlönd sem þá yrðu" -- það sé því sennilega ekki þess virði fyrir Pútín. Að gera alvarlega tilraun til að ná S-héröðunum.
Það sé sæmilega trúverðugt, að Pútín vilji Luhansk og Donetsk, og ætli síðan að láta það duga. Eftir standi til muna veikluð Úkraína, með mjög skerta framtíðar möguleika í efnahagsmálum. Líklega með varanlegum hætti mun fátækari en áður - - byrði hvað það varðar á Vesturlöndum.
- Í leiðinni hámarki Pútín sennilega tilkostnaðinn við það fyrir Vesturlönd, að ætla að til framtíðar halda Úkraínu í einhvers konar lágmarks starfhæfu ástandi.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:37 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Einar Björn
Í nýlegu viðtali núna á franskri sjónvarpstöð, þá segir Pútin reyndar að Rússneski herinn hafi EKKI hertekið Krímskaga (Putin to French media: Russian troops in Ukraine? Got any proof? (FULL INTERVIEW), en ég reikna með að þú kaupir ennþá allan áróðurinn frá neocon fjölmiðlunum með þetta atriði, og mótmælir því algjörlega að Úkraínski herinn hafi verið rekinn í burtu af stjórnvöldum á Krímskaga, svo og þessari atkvæðaafgreiðslu er fór fram á Krímskaga. En hvar er einhver sönnun fyrir því að Rússneski herinn hafi hertekið Krímskaga? Ég hins vegar efast um að þetta viðtal við hann Putin karlinn verði sýnt hérna á RUV, því að þetta viðtal er allt eitthvað svo jákvætt í öllum þessum áróðri gegn Rússum og Rússlandi.
Þetta sem haft er eftir honum Yuri Lutsenko þarna á reyndar ekkert skylt við það sem að Putin hefur verið að segja, en það er greinilega orðið eitthvað mikilvægt atriði að reyna sverta Putin karlinn, því að ekki er verið reyna að benda á hvað Putin hefur verið að segja eða fullyrða í þessu sambandi, ekki satt? Auðvita snýst þetta stríð er stjórnvöld Kænugarði hafa hafið gegn sínu fólki í Luhansk og Donetsk um sjálfstæði, ESB, NATO, svo og um olíu, þar sem að bæði Shell og Cevron er fyrir löngu búin að undirrita samninga til leitar og olíuvinnslu á Luhansk og Donetsk svæðinu, en það má ekki minnast á það í fjölmiðlum hérna eða hvað þá hagsmuni Bandaríkjamanna þarna í Úkraínu, eða hvað þá hagsmunaárekstra þar sem að sonur hans Joe Bidens varaforseta er orðinn stjórnarformaður Burisma Holdings í Úkraínu. Það er hins vegar orðið nokkuð ljóst að það á að sverta Rússa áfram og kenna þeim um allt saman, annað eins og að segja frá þeim 8 saklausborgurum er hafa nýlega verið myrtir af Úkraínska stjórnhernum er ekki eins mikilvægt hjá þessum neocon fjölmiðlum, ekki satt?
Því við erum eins og hún Victoria Nuland segir í fjölmiðlastríði (Welcome to Nulandistan: Propaganda and the Crisis in Ukraine)
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 5.6.2014 kl. 12:28
"Meginspurningin er eiginlega - hvort þ.e. ekki þegar orðið nánast þýðingarlaust fyrir stjórnarherinn, að berjast í Luhansk og Donetsk?"
Eins og staðan er núna eftir forsetakosningar þá hafa stjórnvöld í Kænugarði algjörlega hafnað öllum friðar- og samningaumleitunum við aðgerðarsinna, og það er ekkert sem bendir til þess annað en að stjórnarherinn haldi áfram þessu stríði gegn sínum borgurum í Luhansk og Donetsk svæðinu, nú og auk þess þar sem vitað er um alla þessa herflutninga stjórnarhersins með járnbrautarlestum að þessum héruðum. En eru menn ekki bara ennþá að reyna fara eftir planinu?
The Truthseeker: NGO documents plan Ukraine war (E35)
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 6.6.2014 kl. 01:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning