Rússneskur áróðursmiðill, Russia Today eða RT, orðinn næst vinsælasti fjölmiðillin á You-tube

Fjölmiðillinn sem í dag er kallaður einungis RT, áður "Russia Today" var stofnaður skv. fyrirskipun Pútíns árið 2005, beinlínis til höfuðs enskumælandi miðlum. Rússneska ríkið ver stórfé á ári hverju, til þess að fjármagna hina hröðu útbreiðslu þessa miðils.

Sem líklega er í dag - - hið öflugasta áróðurstæki sem Rússland nokkru sinni hefur átt.

En RT alveg örugglega flytur enga "frétt," sem ekki er talin ásættanleg af Kreml.

Og á sama tíma, má alveg gersamlega bóka, að sá "sannleikur" sem RT flytur, hefur allt með að gera með þá sögu af rás atburða, sem hentar rússneskum stjórnvöldum hverju sinni að sé sögð.

Það er til áhugavert viðtal við Pútín á vefsíðu RT: Putin talks NSA, Syria, Iran, drones in RT interview

Putin - "When we designed this project back in 2005 we intended introducing another strong player on the world’s scene, a player that wouldn’t just provide an unbiased coverage of the events in Russia but also try, let me stress, I mean – try to break the Anglo-Saxon monopoly on the global information streams. And it seems to me that you’re succeeding in this job." - "Certainly the channel is funded by the government, so it cannot help but reflect the Russian government’s official position on the events in our country and in the rest of the world one way or another."

Síðan áhugaverð umfjöllun Der Spiegel: How Russia Is Winning the Propaganda War

  • Það sem er nýtt við RT miðað við fjölmiðla t.d. Sovétríkjanna í Kalda Stríðinu, er að RT síðan 2011 er með fréttir á ensku. Síðan er þeim dreift skipulega í dag um netið af fyrirtæki sem stofnað var í Moskvu, þ.e. Ruptly.
  • Þetta er eins og ég hef nefnt nokkrum sinnum, að Rússland í dag undir Pútín, er orðið óskaplega skipulagt í því að dreifa áróðri á netinu, þ.e. "fréttum" sem ekki eru raunverulega fréttir, heldur lygar og áróður, í bland við hálfsannleik og villandi túlkaðan sannleik.
  • Það þarf ekki að efa, að fjöldi rússn. "intelligence operatives" starfar undir fölsku flaggi, sem "óháðir netverjar" og segjast vera að segja "sannleikann."

Eitt sem er skemmtilegt við rússn.áróður, sem ekki hefur breyst síðan í Kalda Stríðinu, en það eru "villandi ásakanir" sem hafa engan annan tilgang en þann - að rugla umræðuna.

En rússneskir fjölmiðlar eru í dag, allir fjarstýrðir frá Kreml, þar með talinn RT.

En til þess að rugla umræðuna, þá dreifa þeir fjölmiðlar, og auðvitað fj. netverja sem ýmist vinna fyrir Rússa eða lifa í þeirra lygablekkingum, þeim sögum að "vestrænir fjölmiðlar flytji ekkert annað en lygar."

Málið er að Pravda í gamla daga, hélt alltaf öllu því sama fram, áhugavert að muna að orðið "Pravda" þíðir "sannleikur." Þ.e. að vestrænir fjölmiðlar segðu ekkert annað en lygar.

  • En þ.e. gamalt rússn.trix, að ásaka andstæðinginn um það, sem Rússland sjálft er að praktisera.

Andrew Weiss, vice president of studies at the Carnegie Endowment for International Peace - "We're in the middle of a relentless propaganda war," - "Weiss describes this propaganda as a crucial tool used by Russia to conduct its foreign policy." - "The Kremlin invests around €100 million ($136 million) a year in Russian media abroad in order to influence public opinion in the West."

Það er ekki síst áhugaverður vinkill - - að rússn.stjv. eru vísvitandi að beina áróðri sínum, að almenningi á vesturlöndum.

Fólki sem gjarnan hefur ekki þekkingu til að vita muninn á áróðri, og raunverulegum fréttum.

Í von um það, að geta - - stýrt eða a.m.k. haft áhrif, á almenningsálit á Vesturlöndum.

Þó svo að Pútín sé ekki lýðræðissinni - - veit hann líklega hvernig á að hafa áhrif á lýðræðisríki, þ.e. með því að hafa áhrif beint á kjósendur, á fólkið í hverju landi.

  • Þegar þrautskipulögð rússnesk áróðursveita er orðin næst vinsælasti fjölmiðillinn á netinu, þá er ljóst að áætlun Pútíns hefur gengið upp.


Niðurstaða

Pútín er enginn vitleysingur. Sem fyrrum KGB maður, skilur hann gildi áróðurs sennilega betur en nokkur þjóðarleiðtogi uppi í dag. Sú aðgerð hans, sem hófst með stofnun "Russia Today" kallað "RT" í dag, virðist hafa skilað gríðarlegum árangri - sem sést m.a. á þeim fjölda "netverja" sem virðast hafa kokgleypt svokallaðan "sannleik" rússn.netmiðlanna, og þeirra bloggara sem og svokallaðra óháðra fjölmiðlamanna, er virðast styðja við hina rússn. áróðursvél - gera sitt besta til að flytja þann áróður enn víðar.

Eins og á tímum Kalda Stríðsins, er það hluti af Vesturlandabúum, sem gleypir við rússn.áróðri - og fer að trúa þeirri hliðstæðu sýn, sem þeir áróðursmiðlar varpa fram.

Alveg eins og í Kalda Stríðinu - - segjast rússn. áróðurmiðlarnir flytja sannleikann, og að vestrænir fjölmiðlar séu ljúga.

Eins og sagt er, heimurinn breytist - - en helst samt samur sem áður.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar Björn

Ekki hafa þessar áhyggjur, fólk er ennþá að kaupa allan áróðurinn lygarnar frá stóru neocon fjölmiðlasamsteypunum (CNN, BBC, FT, CBS, NBC eða neocon mainstream media, en það er rétt fólk er eitthvað farið að horfa á Russia Today (eða RT) og það hlýtur að vera áhyggjuefni, þegar að fólk uppgötvar og sér allar þessar lyga er hafa verið búnar til hjá neocon fjölmiðlunum New York Times, BBC og CNN. Þetta allt saman hlýtur að vera orðið alvarlegt áhyggjuefni, þegar RT. er og hefur verið að því að benda á þessar lygar hjá neocon fjölmilunum (neocon mainstream media), og svo þegar að þessir neocon fjölmiðlar missa allt þetta áhorf, ekki satt? 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 3.6.2014 kl. 00:28

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég hef ekki heyrt þetta "neo-con" fjölmiðlar nema hjá þér, spurning hvort þú áttir þig á því, hve heimskuleg slík ummæli hljóma. Þ.s. ég sé er að þú virðist fastur í lygavef rússn.áróðurmiðlanna, hvort sem þ.e. NT eða margvíslegir netverjar, sem virðast þjóna málstað Kremlverja. Í Kalda Stríðinu var Pravda alltaf að saka vestræna fjölmiðla um lygar. Þetta er gamalt trix, að rugla umræðuna með því að ásaka aðra um þ.s. Rússar eru sjálfir að ástunda. Og eins og á tímum Kalda Stríðsins, kjósa stöku íbúar vestrænna ríkja, að kokgleypa lygar rússn.áróðursveitnanna. Margir netverjar hef ég tekið eftir, að hafa tekið að sér hlutverk, hinna hrekklausu samherja, eftir að hafa fest sig í lygavefnum - gerst jafnblindir fylgismenn og kommarnir á vesturlöndum voru á tímum Kalda Stríðsins. Nú eru þetta sannarlega ekki kommar, en aðferðirnar sem Rússar beita eru þær nákvæmlega sömu. Og þeir sem trúa á áróður rússn. áróðursvélarinnar, virðast jafn blindaðir af honum og kommarnir í den.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 3.6.2014 kl. 08:51

3 identicon

Sæll aftur Einar Björn
Auðvita hlýtur þú að vita eitthvað neocon, svo og Project for New American Century, því allt orðið gengur svo mikið út á að fylgja eftir þessari stefnu Bandaríska og Breska stjórnvalda að annað kemur bara ekki til greina. Prófaðu bara að googl-a eitthvað meira “neocon” og “PNAC”.  
Allur þessi áróður neocon fjölmiðlana gengur út á það styðja og réttlæta frekari stríð í nafni lýðræðis og í nafni stríðs gegn hryðjuverkum (eða stríð ofan á stríð), stríði ofan á frið og/eða blóð fyrir olíu. Nú eins og þú veist þá gengur orðið allt út á að segja sem allra minnst frá öllu mannfali hjá innrásarliðinu, óvinaliðinu og svo er sérstaklega passað upp á að minnast hvergi á hversu margir saklausir borgara hafa verið myrtir eða handteknir af innrásarliðinu. Yfirleitt þá eru sjaldnast eða aldrei sýndar myndir af átökum og/eða föllnum bandarískum hermönnum. Þessi áróður hjá þeim fyrir fleiri stríðum ofan á frið, eða með því að segja að aðrir ljúga (eða  hérna “gamalt trix”)  hefur reyndar hingað til gengið mjög vel upp hjá þeim, þar til nú í dag að fólk er farið að spyrja og leita á aðra fjölmiðla, en þetta neocon drasl.  

BBC lies and falsifies the news in an attempt to take the country to war 

BBC Pushing Lies & Propaganda For The Royal Family

Courts: BBC Lies Misinformation & Propaglanda on 9/11 Disqualify Them From Demanding Licence Fees

Libya more BBC lies. MUST WATCH. 

BBC lies

Libya / Incredible media lies - BBC shows "Green Square" in INDIA, 24 August 2011 

Chvrches - Lies in session for BBC Radio 1

Libya more BBC lies MUST WATCH 

NYT

NYT Caught Lying about Iran & IAEA Report on Civilian Nuclear Program 

New York Times Punching Holes in GOP's Benghazi LIES

FAIR TV: Venezuela NY Times Correction, Rich Lowry, Iran's Suspicious Ship (3/28/14) 

"Russians in Ukraine" Photo Scoop NYT Pushed Turns Out Wrong

Bloomberg NYT CityTime Lies + Hiram Jail!

McCain Campaign "Blizzard of Lies" 9-11-08 Paul Krugman NYT 

O'Reilly: New York Times Lies About Ratings to Help Liberals

 

CNN

Amber Lyon reveals CNN lies and war propaganda

EXPOSED: Danny Abdul-Dayem & CNN Lying...Again

Exposing more CNN lies on Syria, Truth about Danny the Zionist

120_SYRIA CNN Manufacturing Lies (Danny Part 2).mp4

Caught Staged CNN Syria Interviews Faked By Activist Danny

Moore CNN Lies

Discovery: how media lies documentary film - CNN CBS FOX NEWS channel distorted contents

CNN staged false flag video to inflame Ukraine, Crimean Crisis? CNN shots fired lies to start WW3

CNN LIES EXPOSED ! Anderson Cooper and Danny Abdul-Dayem Lying AGAIN!

CNN SCANDAL 2012 - Syria - 72 Hours Under Fire. LIES about Syria EXPOSED ! MUST WATCH!

CNN LIES AGAIN: "Gori in ruins"? You decide! (made by RussiaToday channel)

CNN LIES media lies !

RT vs CNN - Truth vs Lies

CNN's lies on Iran

Þetta er reyndar bara smá listi yfir allar þessar lygar, en þetta er bara svona til að sýna eitthvað.  

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 3.6.2014 kl. 11:25

4 Smámynd: Ómar Gíslason

Ég hef tekið eftir því á Youtube að ekki bara RT eru að koma inn með miklum látum. Heldur eru aðrir rússneskir aðilar líka og stundum hefur það gengið það langt að þeir taka myndir frá IDF Woman sem eru konur í ísraelska hernum (hægt að sjá myndir á facebook af þeim) og það kemur út hjá þeim eins og þær séu rússneskar undir þessum myndum er alltaf tónlist.

Ómar Gíslason, 3.6.2014 kl. 18:21

5 identicon

Sæll Ómar

Þú verður að athuga það að í Úkraínu þá er búið að loka fyrir á alla rússneska fréttmiðla, svo og eru Rússneskir fréttamenn handteknir ef Úkraínsk yfirvöld ná til rússneskra fréttamanna þarna, eða allt svo að vestrænir fjölmiðlar og stjórnvöld geta haft svona fillter-ingu á öllum fréttum frá Úkraínu.
Allt fyrir áróðurinn, Þú verður að athuga það að fréttir eins og t.d. núna í dag, þar sem að lofárás var gerð á íbúa þarna má alls ekki komast í fréttir í vestrænum fjölmiðlum (OSCE confirms fatal attack on Lugansk admin building was air raid), því að allt svona getur eyðilegur allan neocon- áróðurinn. Putin karlinn hefur eins og þeir segja svikið allt NEW WORLD ORDER liðið (Vladimir Putin Traitor to the New World Order) og nú eru líkur á allt snúist við hjá NWO liðinu. 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 4.6.2014 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 856037

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband