1.6.2014 | 14:27
Stóra fréttin í sveitastjórnarkosningum á landinu, er án vafa - - sigur Framsóknarflokksins í Reykjavík
Að Framsókn sé með 2-borgarfulltrúa er ákaflega sérstæður atburður í sögu flokksins. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir taka því sæti í borgarstjórn. Þetta er í fyrsta skipti síðan 2006 að Framsóknarflokkurinn fær mann inn í borgarstjórn. En ég er ekki búinn að skoða hvort að Framsókn hefur nokkru sinni haft 2 fulltrúa. Það má vera, en er þá lengra síðan en ég get munað persónulega.
- Þ.s. þarf að hafa í huga, er að megnið af fylgissveiflunni til Framsóknar, virðist koma í kjölfar þess að Sveinbjörg hefur upp raust sína, og gagnrýnir áform um mosku hér í Reykjavík.
- Þessi hópur er væntanlega "nýr inn í flokkinn" en í kjölfar þessa sigur, er sá hópur líklega kominn til með að vera. Einmitt það atriði - - varpar upp spurningum.
En ég er nú um nokkurra ára skeið búinn að vera töluvert virkur í þjóðfélagsumræðunni hér á netinu, þ.s. ég hef stundað það að "verja Flokkinn gagnrýni" t.d. þeirri tegund gagnrýni, að flokkurinn sé að þróast yfir í sambærilegan flokk við "FN - Front Nationale" í Frakklandi eða "UKIP - United Kingdom Independence Party."
Ég hef ekki álitið þá gagnrýni sanngjarna, miðað við stefnu flokksins í gegnum árin. Og auðvitað stefnuskrá ásamt öðrum yfirlýstum markmiðum.
- En spurningin er, hvað gerist með flokkinn, eftir að þessi "andstöðuhópur við Mosku" er kominn inn í flokkinn?
- En hann hlýtur að hafa einhver áhrif innan hans, og því á stefnu hans.
Spurning hvort það verði "mission creep" eins og þ.e. kallað á ensku, þá á ég við að "fyrst verði það andstaða við Mosku" - "síðan ef enginn innan flokksins rís upp og mótmælir, eða forystan stappar ekki niður fæti, þá geti flokkurinn orðið að segli fyrir andstöðuhópa innan okkar samfélags við útlendinga almennt, og hugmyndir um andstöðu því, víkkað út?"
En það eru eftir allt saman ekki bara múslimar hér, heldur einnig nokkur hópur frá Asíu, svo má ekki gleyma fjölmennum hópi Pólverja.
- Forysta framsóknar getur verulega mikið "ákveðið" hve stór áhrif á stefnu Framsóknar til framtíðar, þessi óvænti sigur í Reykjavík mun hafa, þ.e. hvort þeim sem eru í andstöðu við mosku og hugsanlega ekki bara mosku, er gefið undir fótinn - - með þeim hætti að "gagnrýni sé hugsanlega kæfð."
- Eða hvort hún gefur hreint út, að þessi úrslit þíði ekki, að flokkurinn styðji afstöðu gegn innflytjendum á Íslandi.
- Væri það ágætt, að Sigmundur Davíð, mundi gefa það hreint út sem fyrst, að hann hafni andstöðu við útlendinga á Íslandi. Í stað þess eins var unnt að lesa út úr orðsendingu frá honum síðast, þ.s. hann nefndi tilvik þ.s. andstæðingar höfðu gagnrýnt flokkinn í fortíðinni með ekki endilega sanngjörnum hætti, sem þegar nefnt var í samhengi við gagnrýni á flokkinn í tengslum við hið óvænta úrspil Sveinbjargar, var a.m.k. unnt að skilja sem tilraun til "þöggunar á gagnrýni einmitt á hið nýja útspil í Reykjavík."
- Ef menn fara í það far - - að öll gagnrýni innan og utan flokksins sé "ósanngjörn," leitast verði við að bæla hana niður, kæfa óánægju innan flokksins sem utan - - þá verða það að sjálfsögðu ákveðin skilaboð ekki bara til flokksmanna heldur til samfélagsins í heild, um það í hvaða átt Framsóknarflokkurinn er ef til vill að leita.
Ég hef hingað til hafnað því, eins og ég sagði, að Framsókn væri sambærilegur við "FN" eða "UKIP" en ég hef augu og eyru, og ef ég sé það gerast að flokkurinn sé að færast einmitt í þá átt.
Þá mun engin tilraun til að kæfa gagnrýni á slíka þróun, lengi villa mönnum sýn.
Ef Framsókn virkilega þróast í þá átt, hættir tiltekin gagnrýni að vera "ósanngjörn" sem þíðir, að þeim mun fjölga sem hlusta á hana - og ef forystan hamlar ekki á móti, gefur engin skilaboð um það að hún vilji ekki slíka þróun; er langt í frá loku fyrir skotið að Framsókn endi einmitt sem slíkur flokkur.
- En ég bendi þá á móti þeim sem horfa á uppgang flokka eins og "FN" og "UKIP" í dag, að það er vegna tiltekinnar þróunar innan Evrópu sbr. mikið atvinnuleysi, óánægja því með þróun mála meðal kjósenda, þeim finnst hefðbundnu flokkarnir ekki vera að standa sig.
- Flokkar sem spila út á andstöðu við útlendinga, eðli málsin skv. eru vanalega ekki stórir, heldur litlir.
Þetta er atriði sem forysta Framsóknar þarf að hafa í huga, að ef hún vill að flokkurinn sé stór - - þá gengur þannig þróun, að Framsókn hugsanlega rói á þau mið, sambærileg við þau mið sem "FN" og "UKIP" hafa verið að róa á; í berhögg við draum forystunnar þess efnis að Framsókn verði stór flokkur í framtíðinni.
- En stór flokkur þarf að hafa víðtæka skírskotun, sem einmitt - - krefst umburðarlyndis.
Þá á ég við, að stefna flokksins sé aðlaðandi - hafi sem víðtækasta skírskotun; en í eðli sínu er stefna sem felur í sér "gagnrýni á einstaka samfélagshópa" fráhrindandi - nema á þá kjósendahópa sem styðja slíka gagnrýni.
Flokkar með "fráhrindandi stefnu" eru því yfirleitt litlir - - nema að óvenjulega aðstæður komi fram, tja eins og þær sem til staðar eru óneitanlega í Evrópu, í hinu mikla atvinnuleysi þar og þeirri óánægju með stjórnmál almennt, sem þar er upp risin.
- Að taka mið af upprisu andstöðuflokka við innflytjendur - - er því villuljós fyrir Framsókn. Ef menn halda annað.
Þessi listi yfir úrslit sást á vef MBL.is: Skv. MBL.is síðast "Uppfært 1.6. kl. 07:11"
Atkvæði | % | Fulltrúar | ||||||
B - Framsókn | 5.865 | 10,7% | 2 | |||||
D - Sjálfstæðisflokkur | 14.031 | 25,7% | 4 | |||||
R - Alþýðufylkingin | 219 | 0,4% | 0 | |||||
S - Samfylking | 17.426 | 31,9% | 5 | |||||
T - Dögun | 774 | 1,4% | 0 | |||||
V - Vinstri græn | 4.553 | 8,3% | 1 | |||||
Þ - Píratar | 3.238 | 5,9% | 1 | |||||
Æ - Björt framtíð | 8.539 | 15,6% | 2 | |||||
Á kjörskrá: 90.489 Kjörsókn: 56.896 (62,9%) | Talin atkvæði: 56.896 (100,0%) Auð: 2.024 (3,6%); Ógild: 227 (0,4%) |
Það blasir við að Samfylking og Björt Framtíð, mun annaðhvort slá sér upp með fulltrúa Vinstri-Grænna eða fulltrúa Pírata, í Reykjavík
Útkoman í Reykjavík virðist ekki benda til þess að fulltrúar Framsóknar verði meðstjórnendur borgarinnar. En líkur virðast litlar á því, að í ljósi stefnu nýkjörinna borgarfulltrúa Framsóknar, að samstarf við þær Sveinbjörgu og Guðfinnu, höfði til fulltrúa Samfylkingar og Bjartrar Framtíðar.
Þó það væri tölfræðilega séð traustari meirihluti.
Það verður áhugavert að sjá hvernig þær stöllur spila með moskumálið, en líklega verður moskan reist á þeim stað sem tillaga liggur fyrir, fyrst að Samfylking og BF líklega slá sér upp með VG eða Pírötum.
Það gæti meir en verið meira að segja, að kosning þeirra stalla fyrir hönd Framsóknar, vegna þess að það gerist í samhengi við moskumálið, hafi öfug áhrif á hina flokkana - - verði til þess að það verði nánast óhugsandi annað í augum Samfó, BF og Pírata eða VG - annað en að hún rísi á þeim stað.
Þeir verði hugsanlega líklegir til að taka þ.s. nokkurs konar prinsipp mál, má jafnvel vera að þeir verði til í að láta einmitt á það reyna, hvort að fulltrúar Framsóknar muni þá standa fyrir einhverjum hávaða um málið, þegar mjög sennilega grænt ljós verður gefið af nýrri borgarstjórn á moskuna á þeirri lóð.
- Það getur nefnilega verið í kaldhæðni örlaga, að með því að fá atkvæði út á þetta mál, hafi þær algerlega tryggt að moskan verði einmitt byggð á þessum tiltekna reit.
- Þær þurfa sennilega fljótlega að ákveða hve mikið þær ætla að gera úr því máli.
Ég mundi leggja til, að í kjölfar kosninganna - - verði engum mótmælum við hreyft, sem minnst sagt, þegar líklega fljótlega verður ljós að moskan mun mjög sennilega rísa nákvæmlega akkúrat þarna.
En hinir fulltrúarnir muni ef þær stöllur gagnrýna málið, einfaldlega fyrir þau mótmæli - sennilega fá sérstaka ánægju út úr því, að hundsa þær mótbárur.
Svo þeirra sjálfra vegna, mæli ég með því, að þær segi sem fæst um þetta mál héðan í frá. Þær eru komnar inn í borgarstjórn. Hafa þar með tækifæri til að láta ljós sitt skína í mörgum málum.
Þær aftur á móti geta alveg örugglega ekki annað en tapað þessu tiltekna máli. Ef þær halda til streitu gagnrýni á moskuna, og sú andstaða síðan verður örugglega hundsuð af meirihlutanum. Þá virkar þær "impotent."
Þær þurfa einnig að muna eftir þörfum flokksins, ef t.d. farið væri í það far að standa fyrir mótmælastöðu á lóðinni, tæknilega möguleg leið ef menn vilja mótmæla þegar mótbárur hafa verið hundsaðar, þá mundi það setja forystu Framsóknar í mjög áhugaverða klemmu, sem ég er algerlega viss um - - að forysta Framsóknar mun ekki fagna eða vara þakklát fyrir.
Skv. Ólaf Þ.: Meirihluti með Vinstri grænum líklegastur
Var kosningaþátttaka sú minnsta í sögu sveitastjórnakosninga í Reykjavík. Þátttaka 20% minni en 2002 og 10% minni en síðast.
- Margir voru líklega á faraldsfæti um landið, vegna uppstigningardags sl. fimmtudag, virðast margir hafa tekið föstudags frí og sennilega farið í ferðalag innanlands.
Spurning hvort að Framsókn græddi á þessu í borginni?
Niðurstaða
Þær stöllur Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir hafa með kosningasigri sínum fengið tækifæri til áhrifa. Vonandi munu þær beita þeim áhrifum til góðs frekar en til ills. Það atriði er í þeirra höndum.
En flokkurinn væri mjög líklega ákaflega þakklátur þeim, ef þær beita sér stíft í flugvallarmálinu. Ég efa að þakklætið verði alveg það sama, ef þær beita sér stíft áfram í moskumálinu.
Það er miklu mun umdeildara mál innan flokksins, meðan að þ.e. alger samstaða um flugvallarmálið - þá er alveg öruggt að þær fá stuðning óskoraðan.
Þarna liggur valið í þeirra höndum.
Varðandi forystu flokksins, liggur val - um þeirra viðbrögð. Ef innkoma hóps andstæðinga mosku inn í Framsóknarflokkinn, laðar að þá til flokksins sem hafa áhuga á að beita sér gegn "útlendingum á Íslandi."
Það er nú möguleiki, forystan þarf þá að taka af varfærni á gagnrýni innan flokks sem utan á slíkar áherslur, því ef slík gagnrýni er kæfð - - verður það álitið bæði af samfélaginu og af innanflokksmönnum, sem "samþykki við þeirri stefnu" að toga flokkinn í átt til flokka á við "UKIP" eða "FN."
Þessu ræður forystan, þ.e. í hennar höndum að hindra slíka þróun. Með öðrum orðum, framtíð flokksins hver hún verður er í hennar höndum.
Draumurinn um nýtt stórveldi Framsóknarflokksins í ísl. stjórnmálum, er algerlega ósamræmanlegur við hugsanlegar tilraunir til þess að íta honum í átt að stefnu "UKIP" eða "FN."
Flokkurinn getur ekki orðið stór og á sama tíma siglt í slíka átt. Þau markmið útiloka hvort annað.
Þ.e. eitt af því sem forystan þarf að ákveða, vill hún að flokkurinn sé stór flokkur með víða skírskotun og því víðtæk áhrif innan ísl. stjórnmála, eða flokkur með þrönga skírskotun lítið fylgi og lítil áhrif innan ísl. stjórnmála.
En þó svo að "FN" hafi fengið nýlega töluvert fylgi í Frakklandi, eru áhrif "FN" almennt séð lítil innan landsstjórnmála í Frakklandi, t.d. hefur "FN" einungis um 9% af fulltrúasætum í sveitastjórnum, fáa þingmenn - hafa almennt verið hundsaðir af öðrum flokkum.
"FN" er því ekkert sérstaklega aðlaðandi fordæmi, ef menn eru að íhuga áhrif innan stjórnmála.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það hlýtur að vera það firsta sem Framsóknarflokkurinn gerir er að leggja fram tillögu um að loðarafhending fyrir moskuna verði seinkað þangað til að kjósendur Reykjavíkur hafa fengið að samþykkja eða vera móti núverandi staðsettningarplani.
Annað væri kosningasvik.
Kveðja fra Houston
Jóhann Kristinsson, 1.6.2014 kl. 17:02
Þær stöllur gera það ef þær vilja, en það mundi koma mér afskaplega á óvart ef ríkjandi meirihluti, sem væntanlega verður Samfó + BF + VG, mundi ekki greiða atkvæði gegn þeirri tillögu þannig að hún mundi ekki ná fram að ganga. Það séu mjög litlar líkur á að slík tillaga nái fram. Persónulega er ég algerlega andvígur slíkri atkvæðagreiðslu.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 1.6.2014 kl. 19:23
Ég er alveg viss um það Einar, en þær verða að leggja fram tillöguna eins og þær lofuðu, svo er það meirihlutans að hafna eða kanski skoða málið betur og hafa þá vilja íbúana sem leiðarljós.
Kveðja fra Houston
Jóhann Kristinsson, 1.6.2014 kl. 20:32
Það er mikill misskilningur þeirra sem halda því fram að andstaða við moskubyggingu hér á landi snúist um trúfrelsi.
Eins og þú Einar bendir réttilega á þá eru hér á landi fólk frá ýmsum þjóðum sem aðhyllast ýmis trúarbrögð sem eru okkur framandi og höfum við Íslendingar ekki verið að amast við þeim. Flest þetta fólk hefur aðlagast okkur með ágætum.
Hvað múslíma varðar þá láta þeir lítið fara fyrir sér meðan þeir eru fámennir, en þegar þeim fer að fjölga fer meira að bera á þeim og þeir vilja halda fast í sýna "trúarsiði" sem að mörgu leiti stríðir gegn þeim venjum og viðhorfum sem við eigum að venjast. Þetta staðfestir sagan í nágrannalöndum okkar, múslímar eru farnir að krefjast þess að saríalög gildi í Bretlandi til jafns og í sumum tilfellum fram yfir Bresk lög.
Ætlum við að láta yfir okkur ganga það sama og hin norðurlöndin hafa þurft að horfa uppá s.s. svo kölluðu "heiðursmorð", ég tala nú ekki um að hendur verði höggnar af þjófum og Guð má vita hvað annað þeim dettur í hug?
Eigum við bara að horfa upp á það að múslímar smám saman fari sínu fram í nafni pólitískrar rétttrúnaðar hugsunar?
Í New York safnast hópur múslíma saman á fjölförnum umferðargötum, loka þeim meðan þeir beygja sig í áttina að Mekka og lögregluyfirvöld þora ekki að hrófla við þeim. Þannig stoppa þeir alla umferð meðan þeir láta alla sjá að "þeirra er valdið".
Fráfarandi borgarstjórn fór offari í þessu svo kallaða moskumáli, en ég bið og vona að ný borgarstjórn sjái að sér og taki þetta mál allt til endurskoðunar.
Tómas Ibsen Halldórsson, 2.6.2014 kl. 10:49
Tómas, það reynir alltaf meir á samfélög, þegar hópar búa meðal þeirra sem hafa verulega ólíka siði og venjur. En þumalfingursregla er sú, að því meir sem bilið er á milli menningar hópa, því líklegra sé að fordómar komi upp.
En samfélög sem óvön eru siðum hópa sem eru verulega framandi, en mannkyn gjarnan óttast það framandi, fara gjarnan í baklás - - sérstaklega ef venjur hins hópsins, ganga gegn sýn þess samfélags á hvað telst "réttmæt hegðan."
Þú bendir með réttu á, að í mörgum löndum múslima tíðkast hegðan, sem ekki er samþykkt sem "réttmæt" meðal íbúa Vesturlanda, og það hefur ekki alltaf gengið vel að sannfæra múslima í öllum löndum þ.s. þeir hafa sest að, um að falla frá slíkum siðum.
Þ.e. akkúrat misskilningur margra, heiðursmorð snúast ekki um íslam - - þau eru t.d. alls ekki tíðkuð í öllum múslima löndum. en sannarlega í sumum - - t.d. Tyrklandi.
------------------------------------
Þú gerir of mikið annars úr þessum "vanda" en múslimar eru ekki fjölmennir hér.
Ísland beitir grimmilega 1-lands reglunni, til að almennt vísa "flóttamönnum" sem vilja setjast hér að, úr landi.
Þ.e. ekki það mikill flóttamannastraumur hingað, að Ísland - geti ekki mögulega tryggt það, að þeir sem setjast hér að - - séu nægilega upplýstir um siði samfélagsins hér.
Ísl. samfélag þarf einnig að aðlaga sig - - þ.e. læra að lifa í sátt og samlyndi með fólki sem eru öðruvísi en við.
Þ.s. þarf er gagnkvæm aðlögun, ekki bara á einn veg.
-----------------------------
Hafðu að lokum eitt í huga - - hvort eru múslimar sem hér búa líklegri að vera til vandræða.
Ef við förum vel með þá, heimilum þeim að halda mörgum af sinum siðum og venjum þó þeir séu e-h framandi - - - > eða ef við beitum þá þvingunum, hótunum, heimilum þeim ekki sambærileg réttindi við þ.s. öðrum trúarhópum hefur verið veitt?
Þ.e. einmitt í því tvennu sem lykillinn að góðum samskiptum liggur:
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 2.6.2014 kl. 22:26
Hvað er framandi við að höggva hendi af þjófi?
Hvað er framandi að drepa samkynja fólk?
Bara tvö dæmi sem við þurfum að skilja um þeirra venjur.
Eg spyr, er eitthvað sem vel menntaðir íslendingar skilja ekki, bara af þessum tveim siðvenjum sem við þurfum að skilja?
Eru þetta kanski tveir siðir sem við eigum að heimila þeim að halda?
Þvi fyrr sem íslendingar skilja að þetta fólk a enga samleið með okkur og okkar síðum þvi betra.
Kveðja fra Houston
Jóhann Kristinsson, 3.6.2014 kl. 01:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning