30.5.2014 | 22:51
Ég mótmæli því að lóðaúthlutun fyrir moskvu, sé gerð að bitbeini í umræðunni fyrir kosningar, til atkvæðasmölunar
Ég ætla ekki að fara neitt í felur með það, að ég tek eindregna afstöðu gegn stefnu 1. sætis á lista á vegum framboðs Framsóknarflokksins í Reykjavík. En í kjölfar þess að framboðsfrestur rann út þann 10. maí sl. Hefur andstaða við mosku í Reykjavík virst all í einu vera orðið meginmál framboðsins, í stað baráttunnar fyrir Reykjavíkurflugvelli, sem þó er mjög mikilvægt baráttumál fyrir landsmenn alla.
Þetta mál, bæði að það skuli fyrst koma fram eftir að framboðsfrestur er liðinn, og málefnið sjálft andstaða við byggingu mosku í Reykjavík, þ.s. spjótum virðist beint að viðkvæmum minnihlutahóp í samfélaginu á Íslandi; stuðar mig svakalega - gerir mér ókleyft að veita framboði Framsóknarflokksins í Reykjavík stuðning í þetta sinn.
Að auki, eins og ég skil stefnu Framsóknarflokksins, er það algerlega og gersamlega gegn stefnu flokksins, að vega gegn viðkvæmum minnihlutahóp á Íslandi - sem á það á hættu að vera lagður í einelti.
Við eigum að vernda okkar minnstu samborgara, ekki vega að þeim.
Sannarlega er unnt að færa málefnaleg rök fyrir því að trúfélög skuli ekki fá ókeypis lóðir
Þetta hefur verið nefnt í umræðunni, sem hefur verið fjörleg undanfarið. Ég sé í sjálfu sér ekkert athugavert við það, að sú stefna sé mörkuð - - að hætt sé að veita trúfélögum ókeypis lóðir.
- En gott og vel, þá þarf að gæta þess - - að óeðlilegt er að breyta reglum afturvirkt.
- Þ.e. ef sett er ný regla, þá er réttlætis vegna, rangt að láta hana gilda um aðrar úthlutanir, en þær sem berast eftir að nýja reglan hefur tekið gildi.
- Sannarlega er tæknilega unnt, að lýsa allar áður fram komnar umsóknir ógildar, og heimtað að nýjar verði lagðar inn - jafnvel í tilvikum þegar umsókn hefur legið fyrir árum saman frá aðila.
- Slík nálgun mundi flokkast undir - - valdníðslu.
- Réttlætið krefst þess, að þó svo að reglunni sé breytt, fái múslimar í Reykjavík úthlutað lóð skv. eldri reglunni, er gilti þegar umsókn þeirra barst - - í því tilviki að lagt er til ofangreind reglubreyting.
Hvað með að moskan sé of stór á lóðinni, eða á of áberandi stað?
Þarna er verið að koma inn á atriði, sem kveðið er á um í borgarskipulagi - nánar tiltekið skipulagi því er gildir á því tiltekna svæði.
Moska mun að sjálfsögðu falla undir það skipulag, þær reglur um umfang bygginga sem fylgja með sem kvaðir við lóðaúthlutun, en við úthlutun lóðar er tækifæri ef menn vilja að setja inn "viðbótar skilyrði."
Þau þurfa þó að vera málefnaleg, þ.e. það þurfa að vera góð rök fyrir því að setja strangari kvaðir, en skipulag svæðisins gerir ráð fyrir.
Að einhverjum finnist það ljótt, að moska sé á þessum stað - eru tilfinningarök sem í eðli sínu skv. eru ekki málefnaleg.
Ég held þvert á móti að vel hönnuð moska, geti verið ákaflega falleg bygging.
- Mig grunar að það skíni í gegn fordómafull afstaða til mosku, þegar talað er um "bygginguna sem of áberandi" eða "of stóra."
- Ég held að enginn mundi tala um Hallgrímskirkju í dag sem of stóra eða of áberandi, þó er hún á einna mest áberandi staðnum í borginni, og er sannarlega stór.
Að ýta undir fordóma
Það er þ.s. mér finnst alvarlegasti hlutinn við þetta. Mönnum verður gjarnan tíðrætt um innflytjendur sem ógn, sérstaklega er þetta mikið rætt á meginlandi Evrópu. Ísland hefur ætíð viðhaft ákaflega stranga innflytjendastefnu, þ.s. langsamlega flestir sem koma ólöglegir til Íslands - - er vísað snarlega úr landi aftur skv. 1-lands reglunni. En Ísland er ákaflega sjaldan eðli sínu skv. 1-landið sem útlendingur kemur, sá hefur 99,99% tilvika fyrst komið í annað Evr. land - sem skv. því reglukerfi sem Ísland er hluti af, heimilar Íslandi að senda viðkomandi til þess upprunalands, þ.e. þess Evr. lands sem sá eða sú kom fyrst til sem flóttamaður.
Hingað er alls ekki að streyma sá gríðarlegi straumur og til nágrannalandanna á meginlandinu. Þetta hefur verndað Ísland - - gegn þeim vandamálum sem gjarnan hafa komið upp.
- Tek fram að þau vandamál eru ekki endilega "útlendingunum að kenna" heldur algerlega allt eins "samfélaginu sjálfu."
- En það reynir mikið á getu samfélags til umburðalyndis, þegar fjölmennir hópar koma, sem hafa aðra siði og aðrar venjur, en sem því samfélagi finnst sjálfsagðar.
- Ég tel reyndar, að oftar þegar vandamál hefjast, sé það umburðarlyndi samfélagsins sem bregst, frekar en að "helvítis útlendingarnir hafi gert eitthvað af sér."
- En samfélagið gjarnan tekur þ.s. sönnun þess, að tortryggni hafi haft rétt á sér, ef óánægjualda brýst fram meðal samfélags útlendinga í landinu.
Fordómafullir einstaklingar, kenna gjarnan "útlendingunum" alveg sjálfvirkt um - - ef það koma upp vandamál í samskiptum.
Sem dæmi get ég nefnt óeirðir sem blossuðu upp í Svíþjóð fyrir 2-árum. Þegar ungmenni sem voru múslimar gengu berserkgang í eigin hverfum, brutu og brömluðu, kveiktu í bílum og einhverjum byggingum.
Ef aðstæður þeirra ungmenna eru skoðaðar nánar, kemur í ljós - - að flest þessi ungmenni, áttu mjög litla möguleika á að fá atvinnu. Virkilega nær enga. Framtíðin var því ekki björt. Sem að sjálfsögðu fyllti þau vonleysi og óánægju. Sem síðar braust út í óeirðum.
Að einhverju verulegu leiti stafaði það af því að þau töluðu ekki málið, en þó dugar það ekki endilega til - að vernda þig fyrir fordómum, að vera altalandi á málið.
- Ég t.d. heyrði um daginn í þætti í útvarpinu á RÚV. Viðtal við pólska stelpu, sem sagði farir sínar ekki sléttar af af íslensku samfélagi.
- Samt hafði hún "aðlagast" þ.e. er fædd hér, með samt alfarið pólskt nafn, er því Íslendingur þó hún eigi pólska foreldra, talar íslensku eins vel og hver annar barnfæddur og uppalinn hér.
- En þó átti hún í vandræðum með vinnu - - vegna fordóma. Hún sagði, að eina leiðin fyrir sig, væri að mæta sjálf á staðinn, því það væri eins og að menn gerðu ráð fyrir því, að hún talaði bara pólsku.
- Að auki hefði hún oft rætt við íslendinga, sem taka henni vel meðan þeir vita ekki ætterni hennar, en að hennar sögn merkilega margir síður vel, þegar þeir vita af því.
Hópar múslima eiga að sjálfsögðu - - mun meir á hættu að verða fyrir barðinu á "fordómum ísl. samfélags." Þ.s. þeir eru mun meir ólíkir okkur, en stúlka sem talar málið reiprennandi en hefur pólskt fornafn og eftirnafn.
Þ.e. því afskaplega alvarlegt að vera að ífa þá samfélagsfordóma upp. Ljótur leikur!
Niðurstaða
Við eigum að vernda okkar minnstu samborgara - - ekki ráðast gegn þeirra hagsmunum. En samfélög útlendinga hér, eru einmitt að mörgu leiti okkar minnstu borgarar.
- Þeir fá almennt lægri laun.
- Eiga erfiðar með að útvega sér vinnu.
- Fá síður atvinnu við hæfi.
- Sæta gjarnan fordómum nærsamfélagsins, vegna þess að þeir hafa skrítna siði og venjur, og gjarnan bætist við, ef þeir tala bjagaða íslensku.
- Þeir eru því fátækari en meðaltal íbúa á Íslandi.
Tek fram, að þetta er ekki sérkenni á Íslandi. Útlendingar í öllum samfélögum eiga erfitt uppdráttar, eða erfiðar uppdráttar.
En það brennur á, alveg eins og það brennur á að vinna gegn fordómum gegn hommum og lesbíum, eða berjast fyrir réttindum kvenna, að berjast gegn fordómum gagnvart nýbúum innan okkar samfélags.
- Ef Framsóknarflokkurinn væri að leita sér að verðugu verkefni, þá í stað þess að "efla fordóma gegn tilteknum hóp útlendinga innan okkar samfélags" ætti hann að - - standa fyrir verndun slíkra hópa innan samfélagsins hér.
- Ég er að tala um, að taka að sér - - réttindabaráttu fyrir þessa hópa.
- Bendi á að um 10þ. pólverjar eru hér. Og samanlag nokkur þúsund aðrir.
- Þetta er dálaglegur kjósendahópur, þegar allt er talið.
Það mundu fáir gagnrýna það, ef Framsóknarflokkurinn mundi taka að sér, að auðvelda nýbúum það að búa á landinu, aðstoða þá í hvívetna við það verkefni að finna sér hlutverk innan okkar samfélags, höfum í huga að "aðlögun á ekki að vera einhliða" þ.e. að útlendingar taki upp okkar siði - - í þeirri afstöðu felast einmitt rammir fordómar. Því það felur í sér skort "okkar" á umburðarlyndi. Heldur "gagnkvæmri aðlögun" þ.s. þeir læra á okkar samfélag, og við lærum að lifa með þeim og umbera þau atriði sem gera "þau" öðruvísi.
Barátta gegn fordómum - - er eilífðarmál.
Þ.s. aldrei má, er að styðja við slíka fordóma.
Það mega Framsóknarmenn aldrei gera.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.5.2014 kl. 02:38 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Evrópufræðingur á að hafa reglurnar skýrar og óumdeilanlegar.
Er eitthvað óljóst í fræðunum?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 31.5.2014 kl. 00:57
Það geta engar reglur nokkru sinni verið óumdeilanlegar, né það skírar að ekki sé unnt að misskilja þær. Þ.s. geta mannkyns til að rífast um nánast hvað sem er - virðist án takmarkana, samtímis því að getan til misskilnings einnig virðist án takmarkana.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 31.5.2014 kl. 02:46
þeir fá almennt lægri laun,ójá flutt inn frá Filippseyjum,ég man það vel og ég varð að smá hrekjast úr vinnu fyrir þessu ódýra vinnuafli,á sama tíma og maður minn var með alzheimer.En ég sýndi þeim ávallt vinsemd,nema hvað! Hér er engin hefð fyrir islam, trúarbrögð sem setja sín eigin lög ofar landslögum. Aftur á móti er íslenska kirkjan og söfnuðir hennar samofin íslenskri þjóðmenningu. Einhver stakk upp á að á þessum stað yrðu reistar öndvegissúlur Ingólfs,tákn Reykjavíkurborgar og fyrstu byggðar á Íslandi. ----Fyrir nokkrum árum sótti Norðmaður á mínum vegum söngskóla vestur á Granda. Hann tók strætisvagn þangað og spurði vagnstjórann hvar hann ætti að fara út. Sá hæstvirti hreytti þá í Norðmanninn: "talaðu íslensku”,sjálfur var hann af erlendu bergi brotinn og síst betri í íslensku en sá norski,sem hafði búið hér á þeim tím um 8-10 ár. Er ekki verið að ala í liðinu hroka. -- Salman Tamini er dagfarsprúður,ég bjó í sömu blokk og hann að mig minnir í um 4 ár. en lóðin undir mosku særir mig hvað sem hver segir. Að svo mæltu kveð ég.
Helga Kristjánsdóttir, 31.5.2014 kl. 03:52
Gott að vita Einar að þú takir ekki þátt í þessari öfgastefnu.
Sandkassinn (IP-tala skráð) 31.5.2014 kl. 14:15
Ein leiðrétting: Það er FLÓTTAMANNAstefna Íslands sem ég hygg að þú meinir í öðrum hluta þessarar greinar, þar sem þú segir innflytjendastefna og að heimilt sé að senda fólk til baka til landsins sem það kom frá til Íslands. Það er samkvæmd Dyflinarsáttmálanum og hann fjallar um flóttamenn, ekki venjulega innflytjendur. Að öðru leyti: klapp á bakið.
Vésteinn Valgarðsson, 31.5.2014 kl. 17:36
Sammála þessu öllu Einar. Það á ekki að hygla fordómunum.
Jósef Smári Ásmundsson, 31.5.2014 kl. 17:40
Vésteinn, ég taldi það nægilega skýrt þ.s. þeir sem koma ólöglega til landsins, eru langsamlega flestir flóttamenn skv. ákvæðum Dyflinnar samkomulagsins, 1-lands reglan er náttúrulega ákvæði innan Dyflinnar samkomulagsins.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 31.5.2014 kl. 18:00
Það er einmitt svona pistill sem að kemur sennilega tveimur i borgarstjórn fyrir Framsoknarflokkinn.
Kveðja fra Houston
Jóhann Kristinsson, 1.6.2014 kl. 06:42
En flóttamaður er ekki það sama og innflytjandi.
Vésteinn Valgarðsson, 1.6.2014 kl. 07:07
Þeir ætla sér yfirleitt að verða innflytjendur sem koma hingað sem flóttamenn ef þeir fá tækifæri til þess. Þarna eru mörkin milli skilgreininga orðin óljós á köflum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 1.6.2014 kl. 14:30
Jóhann, ja ég veit að þú hefur þarna í Bandar. stutt andstöðu við straum spænskumælandi innflytjenda yfir landamærin við Mexíkó.
Á hinn bóginn eins og ég benti á að ofan, er sambærilegur straumur hingað stöðvaður skv. 1-lands reglunni vísað á að ofan.
Ég sé ekki að Repúblikanar séu almennt að græða á því að talsmenn andstöðu gegn innflytjendum hafa verið háværir innan þess flokks. Ég tel ekki að heilt yfir mundi Framsókn heldur græða á því, að verða fókus punktur fyrir andstöðu við innflytjendur.
Það er ekkert innflytjenda- eða flóttamannavandamál hér, a.m.k. enn sem komið er. Rétt að ryfja upp að "FN - Front Nationale" í Frakklandi, er einungis með um 9% af fulltrúum í sveitastjórnum innan Frakklands, þó þeir hafi náð nokkrum viðbótar sveitastjórnum nýlega. Þ.e. ekki beint aðlaðandi fylgisstaða.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 1.6.2014 kl. 14:39
Einar
Eg var ekki að skrifa um ólöglega innflytjendur til USA, heldur var eg að skrifa um að ef að þú, RUV og aðrir blaðamenn og bloggarar hefðuð sleppt þvi að skrifa og ræða um loðaruthlutunarstefnu Framsóknarflokksins og ekki vakið upp rasistadrauginn þá hefði Framsokn ekki fengið mann i borgarstjórn.
Framsokn var að setja fram i stefnuskrá að loðir ættu ekki að vera gefnar til trúar flokka og leifa íbúum að kjósa um hvort bænahús, kirkjur og moskur væru uthlutaðar loðir a einhverjum stað, sem sagt beinu íbúðalyðræði . Veit ekki af hverju þú ert a móti beinu lýðræði kjósenda?
Hvað gerðist; Framsokn fekk tvær konur i borgarstjórn og meirihlutinn fell.
Auðvitað ætti Framsóknarflokkurinn að senda ykkur rasistadraugsmönnum fallegan blómvönd með þökk fyrir hjálpina.
Kveðja fra Houston
Jóhann Kristinsson, 1.6.2014 kl. 16:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning