Bandaríski herinn mun hverfa frá Afganistan - mun Kína eiga Afganistan í framtíðinni?

Niðurstaðan er auðvitað pólitísk ákvörðun, en bandaríska hernum eru gefin 2-viðbótar ár, þ.e. í stað þess sem margir töluðu um, brotthvarf fyrir lok þessa árs er formlega ákvörðun Obama, um brotthvarf fyrir árslok 2016. Þá verði samt skildir eftir 10 þúsund liðsmenn. Svo þ.e. auðvitað spurning "hvað akkúrat menn eiga við með - brotthvarfi."

  • Herinn hefur skv. því ekki fengið því ráðið, að ekki yrði sett upp tiltekin dagsetning, að "brotthvarf" væri fyrirhugað en háð skilgreindum "lágmarks árangri" eða "mission related goals."
  • Það má reikna með því, að sú niðurstaða verði gagnrýnd - - að þeir sem gagnrýna Obama fyrir að vera "soft" í utanríkismálum, muni líta á þá ákvörðun sem enn eina sönnun þess.

Ákvörðunin þíðir, að Obama getur sagt að hann hafi staðið við sitt loforð, að kveðja liðið heim áður en hann hættir sem forseti. Að auki, má gagnrýna á móti þá kröfu að viðveran sé "mission related" að það sé engin leið að áætla með vissu, hvenær sá árangur mundi nást - jafnvel ekki unnt að fullyrða að það sé yfirleitt mögulegt að ná þeim árangri. Það sé þannig séð, ekki endilega sanngjarnt að ætla bandarískum almenningi, að halda uppi stríði í Afganistan - - án endapunkts í tíma.

Gagnrýnendur fá þá það í sárabót, að 10þ. verða eftir - sem þíðir væntanlega að svokallaðar "anti terrorist operations" halda áfram. Bandar. muni áfram þjálfa her Afganistan stjórnar og líklega sjá stjórnarhernum fyrir vopnum. En bandar. her líklega hætti þeim aðgerðum, verja og tryggja öryggi heilu héraðanna innan Afganistan - gegn Talibönum. Stjórnarherinn sjái um það eftir 2016.

Obama plans to end U.S. troop presence in Afghanistan by 2016

US to withdraw from Afghanistan by 2016

http://www.ezilon.com/maps/images/asia/Afghanistan-physical-map.gif

Kína mun líklega eiga Afganistan í Framtíðinni

Þar hafa fundist gríðarlega auðugar námur, sjá: U.S. Identifies Vast Mineral Riches in Afghanistan.

Vandinn er sá að það er óskaplega dýrt einnig að nýta þær: Doubt Cast on Afghan Mining.

Kínverskir aðilar hafa samt sem áður útvegað sér námuréttindi, gert samning við stjórnvöld Afganistan um lagningu járnbrautar frá Afganistan í gegnum Pakistan til sjávar:

China could prove ultimate winner in Afghanistan

Chinese Engineers Arrive in Afghanistan to Plan Railway

China builds a plan to defend Afghan resource projects

http://southasiamonitor.org/samfolder/cms/sites/default/files/news%20thumb%20images/Regional%20Map_0.jpg

"Already the biggest foreign investor in the port city of Gwadar, China reportedly plans to establish a naval base there. Gwadar, Balochistan's winter capital, is strategically located close to the Strait of Hormuz." - "Last year, the Afghan authorities and the State-owned Metallurgical Corp of China (MCC) signed a $7 billion (Dh25.7 bn) deal to build a rail line from the border with Pakistan up through Kabul and the Aynak copper deposit south of Kabul and then up to the Uzbek border."

------------------------------------

Ég held það sé alveg augljóst að einungis Kína mun nýta þessar auðlyndir.

Kostnaðurinn er einfaldlega langt yfir þeim mörkum, að einka-aðili geti í reynd nýtt þetta tækifæri. En kínversk fyrirtæki þó þau heiti einkafyrirtæki, eru alltaf með kínv.stjv. með sér í fylgd - sérstaklega á það pottþétt við fyrirtæki sem einbeita sér að nýtingu, mikilvægra auðlynda.

Pakistan hefur nú nokkuð lengi verið, bandamaður Kína - þó þeir hafi einnig verið með bandalag við Bandaríkin, sem sýnir sennilega hvernig Pakistan leitast við að spila með stöðu sína. Þar á meðal, hefur Kína þróað með Pakistan hvort tveggja nýlega herflugvél, sem Pakistan hefur tekið í notkun og einnig núverandi megin skriðdreka hers Pakistan, útgáfa af Kína einnig notar.

http://www.ezilon.com/maps/images/asia/Pakistan-physical-map.gif

Kína hefur verið skilst mér að setja einnig umtalsvert fjármagn í framkvæmdir í hafnarborgum í Pakistan, á kortinu að ofan sést borgin Gwadar - sem sagt er frá í tilvitnun að ofan, að Kína sé með mikið umstang í - sé hentug vegna staðsetningar.

Sú borg eins og sést er ekki fjarri landamærunum við Íran.

Þ.e. einmitt hlutur sem ég hef heyrt, að Kínverja dreymi um samgönguleið milli Kína og Pakistan, væntanlega hugsað fyrir flutninga á olíu og gasi - sem skip mund landa í pakistanskri hafnarborg. Kannski Gwadar borg.

Þannig að framkvæmdir á vegum Kína í Afganistan passa ekki endilega illa inn í það samhengi.

  • Kína ræður í dag yfir gríðarlega öflugum verktakafyrirtækjum, sem líklega ráða ágætlega við það óskaplega verkefni, að búa til þær stóru brýr og allan þann fjölda jarðganga, sem mundi þurfa til að "nýta auðæfi Afganistan."
  • Og Kínastjórn er örugglega til í að "prenta öll þau júön" sem þarf, til að fjármagna það verk.

Fyrir vestrænar ríkisstjórnir getur það verkefni, sennilega ekki haft nokkurn efnahagslegan tilgang, þ.s. kostnaðurinn sé - - alltof mikill.

En Kína sé ekki einungis að meta slíkt verk, frá "kostnaðar hagkvæmnis mati" heldur einnig frá þörfum ríkisins - - sem hefur áhuga á að tryggja sér auðlyndir, sem eru strategískt mikilvægar. 

Svo að Kína hafi þær bjargir til umráða, sem geri því kleyft - - að verða raunverulegt "challenge" við núverandi heimsveldi, Bandaríkin.

  • Fyrir Afgani líklega þíðir það að verða "kínversk nýlenda."

 

Niðurstaða

Ég held að Afganistan muni á næstu árum, færast yfir á kínverskt yfirráðasvæði. Kína mun sennilega múta fylkingum innan Afganistan, til að halda þeim góðum. Þetta getur að mörgu leiti orðið svipað hjá Kína, og þegar Bretland á 19. öld hafði samskipti við "lókal" höfðingja t.d. í Afríku, meðan þeir voru þægir tryggðu Bretar að þeir og þeirra fjölskyldur hefðu það gott og að auki fengu þeir áfram "að nafni til" að vera stjórnendur sinna svæða.

Kínverjum muni verða sama hvort að lýðræði í Afganistan deyi drottni sínum - eða ekki. Meginmálið verði að tryggja, að námusvæðin séu örugg. Að járnbrautirnar sem Kínverjarnir muni reisa, verði ekki sprengdar. Kínverjar geti vel verið til í að tryggja öruggt flæði á mútufé.

Kaupi hefðbundna héraðshöfðingja í Afganistan, og ættbálkahöfðingja. Kínverjar verði líklega nervösir með það, að koma fyrir fjölmennu herliði í því landi. Eftir að hafa orðið vitni að óförum 3-ja heimsvelda á undan þ.e. Bretlandi fyrir 100 árum, Sovétríkjunum á 9. áratug 20. aldar, og Bandaríkjunum í seinni tíð.

Kína hafi langtímaáætlun fyrir bandalag sitt við Pakistan, það bandalag sé einmitt ein lykilástæða þess, að Indland hefur verið í hraðri "vopnavæðingu" þ.e. eflingu flughers, flota og landhers - á allra síðustu árum. Spenna á Indlandshafi sé því líkleg að aukast, sérstaklega ef Kína kemur sér upp flotastöðvum í Pakistan - - eins og margir telja líklegt. Afganistan smelli inn í þessa heildarmynd.

  • Áframhaldandi viðvera Bandaríkjanna á svæðinu, sé ef til vill ekki síst - - til þess að þeir hafi "assets" á staðnum, til að fylgjast með því sem líklega verða hratt vaxandi umsvif Kína.

 

Kv. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar Björn

Hann Obama karlinn er orðinn þekktur fyrir að svíkja loforð (sjá hérna 65 Outrageous Lies by President Obama), en hvað heldur þú virkilega að CIA og félagar ætli að fara hætta núna þarna í Afganistan?

CIA, Wall Street establish drug empire in Afghanistan: Stephen Lendman

CIA Fueling New U.S. Drug Epidemic Using Cheap Afghani Heroin?; CIA, Obama Team Up to Hide Darkest Secrets http://americanfreepress.net/?p=16169#sthash.5raLs9Nq.dpuf

CIA Fueling New U.S. Drug Epidemic Using Cheap Afghani Heroin?; CIA, Obama Team Up to Hide Darkest Secrets - See more at: http://americanfreepress.net/?p=16169#sthash.5raLs9Nq.dpuf
CIA Fueling New U.S. Drug Epidemic Using Cheap Afghani Heroin?; CIA, Obama Team Up to Hide Darkest Secrets - See more at: http://americanfreepress.net/?p=16169#sthash.5raLs9Nq.dpuf
CIA Fueling New U.S. Drug Epidemic Using Cheap Afghani Heroin?; CIA, Obama Team Up to Hide Darkest Secrets - See more at: http://americanfreepress.net/?p=16169#sthash.5raLs9Nq.dpuf

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 28.5.2014 kl. 11:33

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Í Afríku hafa Kínverjar komið fram við stjórnvöld eins og jafningja en ekki hlutast til um innanríkismál (til hins betra eða verra) eins og hrokafull vesturveldin hafa alltaf gert. Þar að auki hafa þeir borgað fyrir umsvif sín þar með því að byggja upp innviði í staðinn, einkum skóla og sjúkrahús ásamt vegum og járnbrautum. Án þess að ég ætli að fella dóma yfir stefnu Kínverja í fátækum löndum -- þá hefur stefna vesturveldanna verið mun skaðlegri, bæði í lengd og bráð. Þannig að ef Afganistan færist undan þvinguðum áhrifum Bandaríkjanna og innundir áhrif Kínverja, sé ég ekki að það sé ills viti.

Vésteinn Valgarðsson, 28.5.2014 kl. 11:40

3 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Ég vil reyndar bæta því við að þetta er áhugaverð samantekt hjá þér.

Vésteinn Valgarðsson, 28.5.2014 kl. 11:41

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Vésteinn, vestræn ríki skildu eftir sig margvíslega innviði, sbr. að járnbrautakerfi bæði Indlands og Pakistan er frá nýlendutímanum enn þann dag að stærstum hluta, það járnbrauakerfi sem til staðar hefur verið fram á síðari ár í Afríku, er einnig frá nýlendutímanum. Það má einnig nefna hafnarmannvirki - námur sem enn eru víða grundvöllur þeirra landa er áður voru nýlendur, verksmiðjur þ.s. hentaði að vinna á staðnum. Að sjálfsögðu voru Vesturlönd að reisa þá innviði til að auðvelda nýtingu auðlynda þeirra svæða, ég geri ráð fyrir að sama hugsun standi að baki hjá Kínverjum - en eins og hjá Vesturveldum snýst málið að sjálfsögðu fyrst um þeirra eigin gróða, þeir gera ekkert nema að gróði komi á móti og sennilega drjúgur. En þessir innviðir sem Vesturveldi skildu eftir, hafa samt nýst þeim löndum þ.s. þeir eru enn til staðar. Þeir eru eðlilega nokkuð úr sér gengnir í dag, svo mörgum árum síðar, og að auki standast ekki kröfur nútímans. Að sjálfsögðu hentar það örugglega Afríkulöndum að fá nýjar járnbrautir - nýja vegi - nýja skóla - ný sjúkrahús; en ég velti fyrir mér hvað látið var á móti, hvort um er að ræða 100 ára samninga t.d. um nýtingu eins og Vesturveldi ástunduðu gjarnan í tilvikum, hvort mútum var beitt til að fá hagstæðari samninga tja eins og Vesturveldi ástunduðu. Ég hef afskaplega miklar efasemdir þess efnis, að Kína ætli að koma betur fram við þessi lönd þegar málin eru skoðuð í heild.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 28.5.2014 kl. 12:36

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þorsteinn, þú heldur áfram að lesa miðla sem flytja bullsögur.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 28.5.2014 kl. 12:38

6 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Gott og vel, Einar. Ég sé ekki í hugskot kínversku ríkisstjórnarinnar en ég veit vel að þetta er bissness en ekki góðgerðastarfsemi. Samt finnst mér holur hljómur í umræðum sem oft heyrast um "gulu hættuna" þegar (a) Kínverjar gera í svipaða hluti og vesturlönd hafa gert um árabil og (b) gera það ekki á skaðlegri hátt heldur oft á uppbyggilegra hátt heldur en vesturveldi nútímans gera. Þannig að það sem býr að baki umræðunni á Vesturlöndum eru auðvitað áhyggjur af sínum eigin hagsmunum -- ekki neitt annað.

Vésteinn Valgarðsson, 28.5.2014 kl. 13:15

7 identicon

Sæll aftur Einar Björn

PressTV og American Free Press eru ekki í því að flytja bullsögur, ekki frekar en dr. Peter Dale Scott sem hefur að samaskapi fjallað um aðild CIA þarna í Afganistan, sjá bækurnar

Drugs, Oil, and War: The United States in Afghanistan, Colombia, and Indochina 

American War Machine: Deep Politics, the CIA Global Drug Connection, and the Road to Afghanistan 

Nú og ekki var hann Michael C. Ruppert að ljúga þegar að hann opinberaði um aðild CIA að  innfluting til Bandaríkjana, en það er greinilegt að þú trúir öllu sem birtist í neocon fjölmiðlunum eingöngu og öðru ekki.  

Former LA Police Officer Mike Ruppert Confronts CIA Director John Deutch on Drug Trafficking https://www.youtube.com/watch?v=UT5MY3C86bk


Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 28.5.2014 kl. 14:07

8 Smámynd: Jónatan Karlsson

Einar Björn er frábær greinir og Vésteinn er klár. Þorsteinn les söguna auðvitað út frá ísköldum staðreyndum og við hin verðum síðan að fylla í eyðurnar.

Jónatan Karlsson, 28.5.2014 kl. 16:16

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Vésteinn Valgarðsson - - Það má alveg hafa í huga að töluvert vatn hefur runnið til sjávar síðan Evr.lönd fóru um heiminn með rupli og ránum. Tíðarandinn er annar en þá.

---------------------

Aðrir tímar einnig, en Kína stendur frammi fyrir ríkjum fátækum en þó nokkuð skipulögð, sem eru felld inn í alþjóðlegt kerfi þ.s. landamæri eru "heilög" nánast. Það ástand kallar á aðra nálgun, en þegar Evr.lönd fóru um, ekkert alþjóðlegt kerfi var sem öll lönd samþykktu, og voru hluti af, þau hittu víða fyrir lönd sem ekki voru skipulagsheildir heldur "tribal."

---------------------

Kína þarf að íhuga afstöðu margíslegra 3-landa, sem mundu óttast Kína, ef það færi að beita sér með algerlega sambærilegum hætti og Evr.lönd gerður á t.d. 19. öld. Það að núverandi ástand, tékkar af hegðun Kína - - þíðir ekki endilega að þeir séu í reynd í einhverjum skilningi betri.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 28.5.2014 kl. 18:11

10 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þorsteinn, þó menn skrifi bækur þíðir það ekki, að þeir séu að skrifa þ.s. vit er í. Mjög mikið er gefið út af bókum í heiminum á ári hverju, einnig þeim gefin eru út sem fræðirit, gæðastandardinn er afskaplega víður. Allt frá frábærum bókum í fullkomið rusl, einnig meðal svokallaðra fræðirita. Mikið af því sem er skrifað, og fjallar um meint eða raunveruleg ógnarverk á vegum Bandar., er ákaflega líklega a.m.k. ýkjukenndar frásagnir. Menn séu að taka orðrómi sem staðreyndum, séu að mistúlka eða rangtúlka. Þ.e. hægt að fara margar nálganir að því, að hafa rangt fyrir sér.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 28.5.2014 kl. 18:15

11 identicon

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 28.5.2014 kl. 21:28

12 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Það eru aðrir tímar já, þar sem nýlendustefnan hefur verið brotin á bak aftur í þjóðfrelsisbaráttu og ný-nýlendustefna eða hrein heimsvaldastefna tekið sæti hennar. Nýr veruleiki skapar nýjan tíðaranda. Vekur annar hugrenningartengsl um muninn á því að eiga þræl og að vera með verkamann í vinnu; þú þarft að passa þrælinn því það er dýrt fyrir þig ef þú þarft að kaupa þér nýjan, en verkamanninum geturðu hent eins og tusku þegar þú ert búinn að kreista allt úr honum.

Kannski tékkar ástandið Kína af -- eða í öllu falli setur ástandið þeim (eins og öllum) skilyrðin sem þeir lifa og starfa við -- en ekki hefur það aftrað vestrænum fyrirtækjum í að fara um rænandi og ruplandi (þótt þeir kalli það "viðskipti"), mútandi og fóðrandi dauðasveitir og fjármagnandi og skipuleggjandi valdarán þegar því er að skipta. Það mega Kínverjar eiga, að þeir hafa ekki verið í þessum bransa. Kannski eiga þeir eftir að gera það, hvað veit ég, en það er ekki hægt að dæma þá eftir því sem verður kannski einhvern tímann. Þeirra framferði hefur eftir sem áður verið -- tja, í það minnsta skömminni skárra, svo ég taki hóflega til orða.

Vésteinn Valgarðsson, 28.5.2014 kl. 21:38

13 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Vésteinn, þarna skilur á milli þín og mín, að ég lít ekki á kapítalisma sem rán, eða það að gegna launuðu starfi sem form af þrældóm þó að launin séu lág.

Varðandi tengsl fyrirtækja og valdarána, þá var það algengt samband á velmektarárum Bandar. í Mið-Ameríku, en eins og þú réttilega bendir á, hefur vakning almennings gert slíkar valdaránstilraunir of kostnaðarsamar, en slík valdarán voru þannig séð form af viðskiptum sennilega í augum Bandar. - sem þíddi það að ef kostnaðurinn varð of hár, hætta þessi valdarán.

Þ.s. einmitt vísbending um eðli Bandar. sem heimsveldis, þ.e. þ.s. mætti kalla "commercial power" - þ.e. Bandaríkjamenn séu kaupsýslumenn. Þ.e. þannig sem þarf líklega að skilja aðgerðir þeirra.

  • Það sem skilur ákveðið milli mín og Þorsteins að ofan, sé að ég sé ekki Bandar. sem "evil" eins og hann sér þau, en ef marka má hann þá er CIA verri en nokkur glæpahringur sem hafi verið til stofnað, ríkissj. Bandar. sé djúpt innvikluð í gríðarlega alvarlega glæpi um allan heim, þar með forsetar Bandar. Allt að sjálfsögðu ásakanir, sem ekki er nokkur lifandi leið að sanna. En hann trúir þeim þó að sjálfsögðu - - þ.e. hann telur Bandar. hið illa afl í heiminum.
  • Þannig séð, er afstaða hans með skemmtilegum hætti, akkúrat spegilmynd afstöðu dæmigerðs bandar. hægri sinnaðs þjóðernissinna, sem telur Bandar. besta land í hemi, þjóðina þá fremstu allra tíma, Bandar. helstu uppsprettur felsis og framfara í heimunum - andstæðinga Bandar. illmenni af verstu sort.

Aðgerðir Bandar. snúist um vernd tiltekins viðskiptafyrirkomulags, sem sé hnattrænt. Aftur á móti tel ég ekki að Kína - - hafi áhuga á að steypa því viðskiptafyrirkomulagi. Enda í dag þegar mikilvirkur þátttakandi.

En Bandar. hafa verið "clever" að því leiti, að þau hafa gert öðrum löndum kleyft að auðgast líka, þó þau græði meir - þá leiðir gróði annarra til þess að þau ríki gerast þannig séð, "fellow stake holders" og hafa hag af því að viðhalda kerfinu.

Þetta er ekki endilega slæmt, því það hefur eftir allt saman stuðlar að vaxandi velmegun víða - - þ.s. Kína líklega vill. Sé að Bandar. deili völdum með Kína með öðrum hætti, innan þeirra stofnana sem ráða yfir viðskiptakerfinu.

Þ.e. mín skoðun, það má auðvitað vera að Kína skipti um skoðun eða hafi Plan B í bakhöndinni, en það geti verið hluti af langvarandi samningatækni, að Kína efli flota- og herstyrk, sýni fram á að Kína geti ógnað valdastöðu Bandar. - - til að sýna endanlega fram á, að Bandar. ættu að semja við Kína um breytt valdahlutföll.

Kv.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 29.5.2014 kl. 01:15

14 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þorsteinn, þú getur alveg sleppt þessu. Ég sé ekki nokkra ástæðu af þessum hlekkjum, til að taka nokkuð hið minnsta mark á þessum ásökunum.

Þó að menn endurtaki ásökun oft, sama asökunin sé endurflutt á mörgum netverjum, verður hún ekki sönn - ef hún er það ekki.

Það eina sem hefur e-h smávegis sennileika sem mér dettur í hug sem sannleikskorn, er auðvitað það - - að spilling getur þrifist innan allra stofnana. 

Leyniþjónustur eru að sjálfsögðu engin undantekning, spilling hefur t.d. oft komið fram í lögreglusveitum víða um heim. T.d. er hún mjög þekkt vandamál í Brasilíu þ.e. spilling lögreglunnar. Ef þú ert starfsm. CIA og þú ert í landi þ.s. þú veist af því að eiturlyf eru framleidd, þá geta spilltir starfsmenn tekið upp hjá sjálfum sér að skipuleggja smygl. Slíkt gerist oft í lögreglusveitum, sérstaklega þeim sem berjast gegn eyturlyfjum, þ.s. slíkar sveitir eru mest í snertingu einmitt við eiturlyf og eiturlyfjabaróna. 

Að sjálfsögðu ef slík spilling hefur einhverntíma á tímabilinu blossað upp innan CIA, mundi CIA fela sönnunargögnin, til að vernda orðstír stofnunarinnar sjálfrar. Sem að sjálfsögðu, mundi sannfæra auðveldlega hvern þann - - sem er á höttunum eftir hneyxli, og er samsæringakenningasinnaður, að e-h meira en spilltir starfsmenn hafi verið undirrót vandans.

Að öðru leiti sé kenningin líklega ein af þessum furðusögum, sem menn gjarnan spinna upp, og síðan endurtaka hver eftir öðrum. Hún geti haft upphaf í spillingu fárra starfsm, en síðan er sagan spunnin upp í meint samsæri, af áhugamönnum um samsæriskenningar sem sannfæri sjálfa sig um að hafa afhjúpað enn eitt samsærið.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 29.5.2014 kl. 01:24

15 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Vésteinn Valgarðsson - tek fram að ég lít ekki á Kína sem "evil" heldur. Þannig séð sé ekkert rangt við það, að Kína vilji efla sín völd og áhrif. Á hinn bóginn þegar slíkt er í gangi, þá ífast sögulega séð ætíð upp þau lönd, sem eru að missa spæni úr sínum öskum. Það verður vopnakapphlaup, spenna - hugsanlega stríð. Það sé þó ólíklegt vegna kjarnavopna, en hugsanlega gæti orðið kalt stríð. En ég eiginlega efa einnig að það verði niðurstaðan. Kína sé á endanum að leita eftir "samkomulagi" e-h "arrangement" við Bandaríkin.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 29.5.2014 kl. 01:28

16 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Það er náttúrlega barnaskapur að skýra stjórnmál með einhverjum móralíseringum, eins og að segja að einhverjir séu bara vondir eða góðir.

Viðskipti, peningar, efnahagslegir hagsmunir eru það sem heimsvaldastefnan snýst fyrst og fremst um. Að vestræn fyrirtæki komi fjárfestingum inn í arðbærustu geira efnahagslífsins í fátæka landinu, s.s. námur eða olíulindir. Bein valdbeiting er bara notuð þegar þeir meta hana borga sig.

Valdarán og valdaránstilraunir Bandaríkjanna í nágrannalöndum sínum í suðri heyra annars ekki sögunni til. Það er stutt síðan þeir stýrðu valdaránum í Hondúras og Haítí og reyndu það sama í Venezúela, svo ég nefni dæmi.

Vésteinn Valgarðsson, 29.5.2014 kl. 11:17

17 identicon

Einar Björn Það er ekkert nýtt að Obama gefi það út að Bandaríski herinn sé að fara frá Afganistan, hann Obama karlinn er búinn að syngja þessa rullu áður 2007, 2011 og svo núna 2014, og ég trúi því ekki að Bandaríski herinn sé núna loksins að fara frá Afganistan vegna þeirra hagsmuna sem menn hafa af Ópíum og öðru þarna. Það er hins vegar ekkert nýtt að Bandaríski herinn ásamt CIA standi fyrir því að vernda svona ræktun á Ópíum þar sem hvert metið á fætur öðru hefur verið  slegið í ræktun á Ópíum þarna. Þetta hefur gengið mjög vel hjá þeim svona, en það er ekkert nýtt að CIA og félagar standi fyrir svona innflutningi til Bandaríkjanna, og besta bókin sem ég get mælt með í því sambandi er bókin Dope,INC eftir hann Lyndon LaRouche.
Þetta hjá CIA og félögum í Afganistan er því eitthvað meira"spilltir starfsmenn hafi tekið upp hjá sjálfum sé", þar sem öll ræktunin er svo vel vernduð og hvert metárið er slegið í ræktun á ópíum. 

"In 2012, a Mexican government official from Juarez told Al Jazeera that the CIA and other international security forces “don’t fight drug traffickers” and that instead, the agency tries to “manage the drug trade.”

 “Americans themselves admit that drugs are often transported out of Afghanistan on American planes. Drug trafficking in Afghanistan brings them about 50 billion dollars a year – which fully covers the expenses tied to keeping their troops there…[the US military doesn't] have any planned military action to eliminate the [Taliban].” http://www.mediaroots.org/opium-what-afghanistan-is-really-about/

Sjá einnig hérna "
Secret ties between CIA, drugs revealed For nearly a decade the CIA, helped spread crack cocaine in Black ghettos"

Blacks Were Targeted for CIA Cocaine It Can Be Proven By Michael C. Ruppert

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 29.5.2014 kl. 11:56

18 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Vésteinn, það var verulegur munur á því sem gerðist í Haiti fyrir nokkrum árum og t.d. þegar þeir réðust inn og steyptu Manuel Noriega i Panama. En síðan afhentu þeir SÞ Haiti, á Haiti steyptu þeir herforingjastjórn og endurreistu einhvers konar lýðræðislega stjórn. Þ.e. nýtt - þ.e. á árum áður virtist lýðræði engu máli skipta. Og ég sé ekki að Bandar. hafi einhvern augljósan gróða af því að hafa rekið þá herforingjastjórn frá völdum í Haiti fyrir nokkrum árum. Þetta hafi meir verið pólitísk aðgerð, í sbr. v. Noriega þ.s. Bandaríkin bersýnilega voru að tryggja hagsmuni sína. En Panama er mikið lykilland fyrir Bandar. vegna skurðarins, sem gerir bandar. flotanum mun auðveldar um vik að beita sér samtímis á Atlantshafi og Kyrrahafi.

Atburðurinn í Hondúrar, var ekki innrás. Ég skal endursegja aðeins - - ég er  sérstaklega að vísa til innrása, þegar Bandar. steypa stjórn með innrás og setja aðra sér þóknanlegri. Slíkt virðist almennt séð hætt, varðandi Hondúras þá grunar mig að sú stjórn sem féll í það skiptið, hafi verið og nátengd eiturlyfjabarónum sem stunda smygl milli Bandar. og Kólumbíu. Þetta hafi þannig sér verið liður í "war on drugs" sem virðist snúast um að, halda aftur af áhrifum eiturlyfjabaróna. Þetta hafi ekki snúist um, þ.s. afskipti Bandar. almennt í fortíðinni hafa snúist um, að hygla bandar. fyrirtækjum. 

"Bein valdbeiting er bara notuð þegar þeir meta hana borga sig."

Þ.e. einmitt málið, stríð verður "commercial venture." Þ.e. einmitt þess vegna, að ég var algerlega viss um, að Bandar. mundu ekki ráðast inn í Sýrland - - sú hugmynd að ráðast inn í Írak sem bersýnilega var sett fram sem "commercial venture" af ný-íhaldsmönnum, hafi skilað tapi. Bandar. séu sennilega búin að sjá, að þau hafi ekkert annað en tap af Afganistan, séu til í að eftirláta það land til Kína. Ef þeir hefðu sent her inn í Sýrland, væru þeir í dag staddir í meiriháttar skærustríði í Mið-Austurlöndum, sem líklega næði inn í Lýbanon og a.m.k. hluta af Írak. 

  • Sú nálgun sem þeir viðhafa í dag, er einmitt þ.s. maður á von á þegar "commercial empire" á í hlut, þ.e. ef stríð er of kostnaðarsamt, er ekki farið í stríð.

Kína vilji í reynd "hlutdeild" af þessu kerfi.

Eiga sinn skerf.

--------------------------------------

Varðandi Venesúala, þá virðist mér stjórnin þar vera að falla hægt og rólega, vegna eigin spillingar er hlaðist hafi upp í gegnum árin ásamt vaxandi óstjórn þeirra sjálfra, sem skilar stöðugt hnignandi efnahag þrátt fyrir að olían hafi ekki hætt að streyma. Bandar. sennilega þurfi ekkert að gera annað en að bíða - - sjá landið á endanum taka eigin ákvörðun um aðra ríkisstjórn. Ég á von á því að eftir svo langvarandi vinstristjórn, taki hægri stjórn við stjórnartaumum og skipt verði að mestu leiti um stefnu. 



Kv.

Einar Björn Bjarnason, 29.5.2014 kl. 13:04

19 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þorsteinn, Bandar. hafa alveg örugglega enga ópíumtengda hagsmuni í Afganistan. Sú kenning er algerlega örugglega þvættingur. 

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 29.5.2014 kl. 13:08

20 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Valdarán fara oft ekki fram með innrás heldur gera innlend öfl -- oft herforingjar -- valdaránið og njóta ráða, stuðnings, fjármagns, þjálfunar o.fl. frá bandarísku leyniþjónustunni. Þannig var það í Hondúras þegar Zelaya var steypt, og það sama var reynt í Venezuela þegar naumlega mistókst að steypa Hugo Chavez. Og sama leikinn hafa þeir leikið víðar. Afbrigði af því sama er reynt í Sýrlandi, en þar stendur stjórnin of styrkum fótum - og almenningur óttast íslamistana of mikið - til þess að það gangi.

Vésteinn Valgarðsson, 29.5.2014 kl. 14:15

21 identicon

Sæll aftur Einar Björn

"Bandar. hafa alveg örugglega enga ópíumtengda hagsmuni í Afganistan. Sú kenning er algerlega örugglega þvættingur.

" Þvættingur eða ekki þvættingur?

Það er vitað að Bandarískir hermenn og CIA eru ennþá í því að vernda alla þessa Ópíum ræktun þarna sérstaklega í Afganistan, við höfum vitneskju og sannanir fyrir því að ópíum frá Afganistan hefur fundist í miklu magni víða í Bandaríkjunum, og það hefur ekki verið einhver skortur á ópíum frá því að Bandaríski herinn hertók Afganistan. Nú og það þrátt fyrir að bandaríkjamenn nota árlega talsvert mikið, þá hefur engin frekari skortur verið í heiminum á Ópíum. En eins og þú veist þá vilja Bandarísk yfirvöld alls ekki rannsaka svona mál, hvað þá þegar CIA flugvél full af 3.2 tonnum af kokaíni hrapar niður eða eitt eða neitt, því að það þarf að afneita öllu og afneita öllu strax, ekki satt? 

CIA Plane Crashes in Yucatan Carrying 3.2 Tons of Cocaine

 War on drugs revealed as total hoax - US military admits to guarding, assisting lucrative opium trade in Afghanistan

‘OPIUM’ REAL REASON FOR AFGHANISTAN WAR: Why Pat Tillman Was Killed / CIA Suiciding US Soldiers Overseas For Bankers

"The Obama government’s policy of selective interdiction also helps explain its reluctance to consider the most reasonable and humane solution to the world’s Afghan heroin epidemic. This is the “poppy for medicine” initiative of the International Council on Security and Development (ICOS, formerly known as The Senlis Council): to establish a trial licensing scheme, allowing farmers to sell their opium for the production of much-needed essential medicines such as morphine and codeine. [13]

The proposal has received support from the European Parliament and in Canada; but it has come under heavy attack in the United States, chiefly on the grounds that it might well lead to an increase in opium production. It would however provide a short-term answer to the heroin epidemic that is devastating Europe and Russia – something not achieved by McCoy’s long-term alternative of crop substitution over ten or fifteen years, still less by the current Obama administration’s program of selective elimination of opium supplies.

An unspoken consequence of the “poppy for medicine” initiative would be to shrink the illicit drug proceeds that are helping to support the Karzai government. Whether for this reason, or simply because anything that smacks of legalizing drugs is a tabooed subject in Washington, the “poppy for medicine” initiative is unlikely to be endorsed by the Obama administration.

Afghan Heroin and the CIA’s Global Drug Connection

There is another important paragraph where McCoy, I think misleadingly, focuses attention on Afghanistan, rather than America itself, as the locus of the problem:

At a drug conference in Kabul this month, the head of Russia’s Federal Narcotics Service estimated the value of Afghanistan’s current opium crop at $65 billion. Only $500 million of that vast sum goes to Afghanistan’s farmers, $300 million to the Taliban guerrillas, and the $64 billion balance "to the drug mafia," leaving ample funds to corrupt the Karzai government (emphasis added) in a nation whose total GDP is only $10 billion.

What this paragraph omits is the pertinent fact that, according to the U.N. Office on Drugs and Crime, only 5 or 6 percent of that $65 billion, or from $2.8 to $3.4 billion, stays inside Afghanistan itself. [14] An estimated 80 percent of the earnings from the drug trade are derived from the countries of consumption – in this case, Russia, Europe, and America. Thus we should not think for a moment that the only government corrupted by the Afghan drug trade is the country of origin. Everywhere the traffic has become substantial, even if only in transit, it has survived through protection, which in other words means corruption.

There is no evidence to suggest that drug money from the CIA’s trafficker assets fattened the financial accounts of the CIA itself, or of its officers. But the CIA profited indirectly from the drug traffic, and developed over the years a close relationship with it" (http://www.voltairenet.org/article167754.html

"CIA-supported Moujahedeen rebels engaged heavily in drug trafficking while fighting against the Soviet-supported government and its plans to reform the very backward Afghan society. The Agency’s principal client was Gulbuddin Hekmatyar, one of the leading druglords and leading heroin refiner. CIA-supplied trucks and mules, which had carried arms into Afghanistan, were used to transport opium to laboratories along the Afghan-Pakistan border. The output provided up to one half of the heroin used annually in the United States and three-quarters of that used in Western Europe. US officials admitted in 1990 that they had failed to investigate or take action against the drug operation because of a desire not to offend their Pakistani and Afghan allies.{16} In 1993, an official of the DEA called Afghanistan the new Colombia of the drug world.{17} "(http://www.capitolhillblue.com/node/13035

'CIA are drug smugglers' - Federal Judge Bonner, head of DEA - Best Evidence

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 29.5.2014 kl. 14:43

22 Smámynd: Jónatan Karlsson

Ég má til með að lýsa vonbrigðum mínum þínum vegna staðhæfingar þinnar um að orð og álit Þorsteins á aðkomu Bandaríkjamanna að dóp framleiðslunni væru "þvættingur" Mér þykir þú setja nokkuð niður með svona orðfæri.

Eftir að Talibanar náðu vðldum í Afghanistan, eftir brotthvarf Rússa, þá stöðvuðu þeir nánast alla ópíumrækt landsins, en nú er heimsframleiðslan mettuð og yfir 90% hennar fer fram undir verndarvæng "okkar" og ríkjandi leppstjórnar.

Það er rétt að heroin er að verða vinsælla (á ný) í Bandaríkjunum, og nóg framboð er í Evrópu. Hagsmunir Bandaríkjanna í þessu máli eru auk einhverra fjárhagslega kannski ekki síst þeir að líklega helmingur efnisins fer rakleiðis í æðar nálægt fjórum milljónum rússneskra fíkla, sem auðvitað er stórkostlegt vandamál og dregur úr styrk rússneska bjarnarins.

Ðnnur helsta breytingin á framleiðsluferlinu frá ópíum til heróíns er sú að nú fer hún að öllu leyti fram (undir öruggu eftirliti "okkar")á nokkrum stöðum innan Afghanistan, nálægt norður landamærunum - Tilbúið til útflutnings.

P.S.

Eina ástæða þess að íslenskir krakkar og unglingar hafa að mestu sloppið við heróínið er auðvitað smæð markaðarins og að því virðis undarlega greiður aðgangur í svokallað læknadóp.

Jónatan Karlsson, 30.5.2014 kl. 03:10

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband