Ætli Marine Le Pen verði réttkjörinn forseti frakklands, maí 2017?

Ég hef stöku sinnum velt þessu upp. En nú í kjölfar kosningasigurs "Front Nationale" eða "FN" í kosningum til Evrópuþings, þá virðist það kannski ekki "absúrd" hugmynd. En skv. kosninganiðurstöðum virðist stjórnarflokkur Hollande forseta, hafa fengið einungis 13,9%. Flokkur Sarkozy fyrrum forseta, mið hægri, virðist hafa fengið 21%. Og FN virðist hafa fengið 25%. Þar með fá flokkarnir 13, 19 og 24 sæti á Evrópuþinginu.

Það virðist samt ólíklegt að róttækir andstöðuflokkar sem víða um Evrópu unnu verulega á, muni geta myndað þingflokk á Evrópuþinginu. Þar sem þeir eigi í reynd fátt sameiginlegt.

Þannig sé afar ólíklegt að FN vinni með Syriza flokki vinstri róttæklinga í Grikklandi, UMP flokkur Farage í Bretlandi, segist ekki vilja vinna með FN. Farage telur bersýnilega að FN sé of róttækur, ekki sæmandi ímynd UMP að starfa með FN í sameiginlegum andstöðuhóp á Evrópuþinginu. Gullin dögun sem einnig fékk Evrópuþingmenn, virðist geta átt töluvert erfitt með að finna flokka til að vinna með - - enda nokkum skrefum róttækari en FN, sem "hreinn" ný-fasistaflokkur.

Það getur endað þannig, að Evrópuþingsþingmenn FN finni enga til að vinna með. En það þarf ekki endilega að skaða möguleika Marine Le Pen - heima fyrir!

French far-right Marine Le Pen

  • Líklegasti forsetaframbjóðandi hægri manna í Frakklandi, er sennilega Sarkozy að nýju.
  • Það þarf varla að nefna, að Hollande er óvinsælasti sitjandi forseti síðan stofnað var til 5-lýðveldisins.

Það er eiginlega þessi staða, sem getur skapað Le Pen möguleika, þ.e. afskaplega óvinsæll forseti, á sama tíma líklegur frambjóðandi hægri manna, sá sem tapaði fyrir Hollande.

Le Pen þarf að ná inn í 2-umferð, forsetakosninga - sem gæti vel verið raunhæfur möguleiki. Í sannkallaðri kaldhæðni, er hugsanlegt að Hollande sjálfur nái ekki þangað inn. Heldur yrði í 2-umferð valið milli Le Pen og Sarkozy.

Forsetakosningarnar eiga ekki að fara þó fram fyrr en í apríl - mái 2017. Þannig að 2-heil ár eru enn til stefnu, áður en stjórnmál munu eingöngu snúast um kosningarnar framundan.

Það er auðvitað einhver séns, að efnahagur Frakklands taki við sér í millitíðinni - - en þessa stundina virðist nokkurn veginn vera sama stöðnunin eins og á sl. ári.

Hollande er undir miklum þrýstingi, að framkvæma "umbætur" sem eru aðgerðir - sem líklegar eru hans flokki að vera ákaflega erfiðar. Hollande hefur fram að þessu verið varfærinn, ekki vilja styggja vinstri menn innan eigin flokks, meðan að hann leitast samt við að gera nægilega mikið til þess að hægri kratarnir í hans flokki, séu ekki of óánægðir. Útkoman hefur verið "moð" sem enginn er ánægður með.

Líkur virðast sterkar á því, að Hollande muni áfram fara sér hægt, þó hann muni sjálfsagt gefa eftir og hrinda einhverjum af þeim "umbótum" í framkvæmd, sem þrýst er á að hann framkvæmi. En þá séu líkur á, að þær verði áfram í þeim stíl sem aðgerðir hans fram að þessu hafa verið - - þ.e. "moðsuða."

  1. Frakkland gæti því staðið fyrir - - tveim reddurum, þ.e. Sarkozy.
  2. Og síðan Le Pen, er mundi einnig setja sig fram sem reddara, en með ákaflega ólíkt prógramm.

Líkur virðast á í besta falli ákaflega hægum hagvexti í Frakklandi, ef hagvöxtur verður þá yfirleitt. Og því að sósíalistar verði sennilega á útleið þegar dregur að næstu kosningum.

En þó svo það geti verið, að Sarkozy muni reyna að selja sig sem reddara, þá hlýtur það há honum - - að hann var forseti áður. Að hann tapaði fyrir Hollande. Að hann var orðinn sjálfur afar óvinsæll, þó Hollande hafi aldeilis slegið hann út í óvinsældum.

  • Það er með öðrum orðum, ef Le Pen mætir einungis tveim "óvinsælum" frambjóðendum.
  • Samtímis að óánægja almennings með ástand mála, verði áfram á þeim suðupunkti sem ríkir í dag; þá er ekki loku fyrir skotið að Marine Le Pen geti unnið sigur í seinni umferð.

 
Niðurstaða

Það þarf varla að taka fram að það yrði svakalegur jarðskjálfti ef Le Pen yrði forseti Frakklands. Rétt er að benda á, að Le Pen er eins langt frá frjálslyndri stefnu og hugsast getur. Hún sækir fylgi til þeirra sem "óttast um frönsk gildi" - "að auki gagnrýnir hún niðurskurð í velferðarmálum" - og aukið atvinnuleysi. Hún mundi hafa sterka "protectionist" tendensa, ef hún yrði forseti. Það er, mundi leggja áherslu á að "beita franska ríkinu" til að vernda frönsk störf og frönsk fyrirtæki. Hefur lofað að endurreisa Frankann. Ríkisstjórn á hennar vegum, yrði ákaflega þjóðernissinnuð.

En ég mundi ekki kalla FN fasista. Það er meira að segja, í sterkara lagi - að kalla þau öfgafólk. En stefna þeirra hefur samt sem áður ákaflega sterkan þjóðernissinnaðan karakter. 

Það hefði verulegar afleiðingar fyrir ESB ef hún yrði forseti. Þ.s. hún mundi örugglega, gera það sama og David Cameron er að gera - - þ.e. hjóla í Brussel. Og heimta til baka margt af því sem ríkin hafa látið af hendi af völdum.

Það þarf ekki að vera að hún vilji leggja það af. En mig grunar að hún og Cameron, mundu bæði sætta sig við ESB sem hefði verið - - smættað umtalsvert niður, hvað völd áhrærir.

Þannig séð er áhugavert að bera FN við núverandi afstöðu Íhaldsflokksins í Bretlandi, en síðan Marine tók við af föður sínum, þá hefur hún "tónað" flokkinn umtalsvert niður, fært hann af "ysta jaðri" nær venjulegum flokkum. Þ.e. auðvitað umdeilt hversu djúpstæð sú breyting raunverulega er. Andstæðingar margir hverjir, vilja meina að sú breyting - - sé einungis á yfirborði. En það þarf alls ekki að vera, en frambjóðendur FN hafa margir í seinni tíða verið huggulegt fólk sem kemur vel fyrir, en það virðist að Marine hafi laðað marga nýja stuðningsmenn til FN. Slíkt getur raunverulega hafa breytt flokknum.

Fært hann yfir í að vera, þjóðernissinnaður stjórnmálaflokkur - - í stað þess sem FN er gjarnan enn túlkaður sem í pressunni, öfgahægriflokkur.

Ég sé Marine ekki fyrir mér sem "hættulega manneskju." Ég held t.d. að Syriza flokkurinn í Grikklandi, sé eiginlega róttækari - - þ.e. fjær pólitísku miðjunni, en FN eins og hann hefur þróast undir Marine.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband