NATO getur ekki varið Eystrasaltlöndin

Þetta kemur fram í áhugaverðum pistli í Der Spiegel, eins og Rússar tala gjarnan eins og að NATO sé stórfelld ógn við Rússland, þá virðist staðreyndin vera sú. Að þegar löndum í NATO fjölgaði, með aðild nokkurra fyrrum A-tjalds landa, auk Eystrasaltlandanna er áður voru hluti af Sovétríkjunum. Þá hafi ekki átt stað nein umtalsverð tilraun til þess að samræma varnarviðbúnað NATO, loforði NATO þess efnis - að árás á einn sé árás á alla. Lítið hafi verið um uppbyggingu NATO í nýju aðildarlöndunum. Og það hafi aldrei farið fram nokkur "stór heræfing" í þeim, þ.s. æfð eru viðbrögð við hugsanlegri árás. Þegar að auki bætist við "mikill niðurskurður útgjalda til varnarmála" í Evrópu síðan 2008, í kjölfar þess að kreppa hófst í Evrópu. Þá sé raunverulega langt í land með það, að NATO geti staðið við loforðið gagnvart nýju aðildarlöndunum, "að árás á einn sé árás á alla."

Der Spiegel - NATO Appears Toothless in Ukraine Crisis

http://www.mappery.com/maps/Major-Defense-Industries-in-Baltic-States-Map.mediumthumb.jpg

Rússland virðist hafa getu til að framkvæma - snögga fjölmenna leifturárás

Rússland hefur allra síðustu ár, bætt mjög mikið þjálfun rússneska hersins, og ástundað þ.s. ekki hefur nú í meir en áratug verið ástundað innan NATO, þ.e. fjölmennar heræfingar þ.s. æfð eru hugsanleg átök.

T.d. hafi Rússland framkvæmt sameiginlegar æfingar með her Hvíta Rússlands með samtals 60þ.hermönnum 2013, NATO hafi síðast viðhaft æfingu á 6.000 manna liðsafla sama ár í Eystrasaltlöndunum.

Það hafi verið svar NATO við æfingu Rússa, þ.e. 1/10 af liðsafla.

Sannarlega ræður NATO yfir betri vopnum, en ef 60þ.manna liðsafli Rússa réðist inn í Eystrasaltlöndin, sé ekki til staðar í Evrópu á vegum NATO, liðsafli sem geti brugðist við og varið þau lönd - gegn það fjölmennri innrás.

Flest bendir til þess að Rússar geti hvatt slíkt lið saman á nokkrum vikum.

Jafnvel þó 6.000 manna liðsafli hefði betri vopn, er ekki munurinn slíkur að það bæti upp á 10 faldan liðsmun.

  • NATO hefði 2-valkosti, að lísa tafarlaust yfir stríði, þá öll löndin samtímis, og þá mundi kannski koma í ljós hvort pólski herinn er nægilega öflugur, til að "verja Pólland."
  • En það gæti tekið meir en heilt ár fyrir NATO, að safna saman nægilegum liðsstyrk, til að fást við slíka árás. Margt getur gerst á einu ári.
  • Eða að NATO mundi sennilega leysast upp, ef ekki er staðið við "ákvæði 5" í NATO sáttmálanum.

----------------------------------

Maður auðvitað - - veltir fyrir sér, hvað Pútín ætlar sér með þann aukna herviðbúnað, tækin sem rússneski herinn hefur hafa ekki róttækt breyst, en Pútín virðist í seinni tíð hafa endurreist getu rússneska hersins til að "beita sér."

Það væri rökrétt, ef hann ætti von á fjölmennri innrás - einhvers staðar frá.

Eða, ef hann sjálfur hefur það í hyggju, að beita því herliði - til innrásar í eitthvert land.

Auðvitað er þriðji möguleikinn til staðar, að hann ætli að beita lönd þrýstingi og hótunum, út á það að hann geti augljóslega "lagt þau að velli" hvenær sem honum þóknast.

  • Þ.e. nefnilega áhugavert, að Pútín hefur leitað inn á mið sem nefnast "þjóðernis-fasismi" - umræðan í rússneskum fjölmiðlum er alveg ótrúleg, þeir hafa ekki verið verri hvað þetta varðar síðan "Kalda Stríðið" var í hámarki, þ.e. "skipulagðar áróðursherferðir" á vegum rússn.stjv. þ.s. þjóðin er æst upp í "þjóðernisæsing."
  • Stundum hafa slíkar æsingar, verið "undirbúningur einmitt fyrir stríð."  

"Ultimately" - ef þú ætlar að þjappa þjóðinni saman að baki þér í nafni þjóðernis-ofsa, þá er stríð hið klassíska hámark slíks ferlis.

----------------------------------

Viðbrögð stjórnmála í Evrópu virðast lítil, litlar líkur á "auknum vígbúnaði."

Það er því alveg rétt, að margt minnir þetta tímabil í dag, okkur á ástandið eftir 1933 - þegar nasistar höfðu hafið vígbúnað.

Það er áhugavert, að á sínum tíma - - beittu nasistar miskunnarlaust áróðurstækni, til að "bæla niður varnarvilja" nágranna þjóða, með því að titla allan viðbótar varnarvígbúnað, "stríðsæsingar" eða "tilburði til að skapa ógn." Og áhugavert er, að innan þeirra þjóða - voru öfl sem stóðu með "nasistum" og töluðu gegn tilraunum til þess að efla varnir.

Þegar til innrásar kom 1940, var varnarvígbúnaður víða í Evrópu - - mun lélegri en hann hefði getað verið. Nasistar eins og er þekkt, sópuðu borðið með hraði sumarið 1940.

Þá voru þýsku vopnin í reynd ekkert betri - - sigurinn vannst út á snjalla beitingu herforingja Hitlers á þýskum liðsafla, og auðvitað hinu klassíska - að koma andstæðingnum á óvart.

  • Lítil trú virðist á því að það sé raunhæfur möguleiki, að Pútín "ráðist á Eystrasaltlöndin" til þess að "NATO leysist upp."

Rússneski herinn að sjálfsögðu mundi aldrei komast lengra en til Þýskalands, ef pólski herinn ekki reynist nægilega sterkur til að verja Pólland. Þá sannarlega er þýski herinn nægilega sterkur til að verja Þýskaland.

Þ.e. áhugavert að rifja upp - - árás Argentínu á Falklandseyjar, í tíð Möggu Thatcher. Þá kom þetta öllum í opna skjöldu, en á sama tíma vanmat hershöfðingjastjórnin sem þá sat í Buenos Aires, þann möguleika að Bretar hefðu styrk til að taka eyjarnar til baka.

  • Sú innrás var sannarlega "þjóðernis-popúlísk" aðgerð af hálfu hershöfðingjastjórnarinnar, tja - - Pútín er vinsæll akkúrat núna, sannarlega. En þ.e. hafin kreppa í Rússlandi, á sl. ársfjórðungi mældist samdráttur. Það í fyrsta sinn í mörg ár.

Þ.e. ekki alfarið óhugsandi að Pútín mundi komast upp með "hernám" Eystrasaltlandanna og þeirra "annexation" í Rússland að nýju.

Þá auðvitað næðu vinsældir Pútíns meðal rússn.þjóðarinnar enn hærri hæðum. Að sjálfsögðu þó, mundi slík aðgerð leiða til algerra "sambandsslita" milli Evrópu og Rússlands, sem og við Bandaríkin. Fullur fjandskapur væri upp frá því - - jafnvel þó að Evrópa mundi ekki þora í stríð.

 

Niðurstaða

Ég hef sjálfur ekki haft trú á því að Pútín væri líklegur til að spila einhvern Hitler í nútíma Evrópu. En á sama tíma, verður því ekki neitað - - að ef hann vill. Þá getur hann spilað slíkan Hitler. Og það mundi taka NATO löndin töluverðan tíma, að safna kröftum og liðsafla innan Evrópu, til andsvars sem eitthvað mundi muna um. Mikið getur gerst á einu ári, en Pútín líklega hefði a.m.k. heilt ár sem nánast frýtt spil, meðan að liðsafli sá sem er til staðar "væri í nauðvörn" hvar sem verjanlega varnarlínu væri að finna.

  • Kannski getum við hérlendis prísað okkur sæl, að hafa ekki bara NATO aðild, heldur einnig varnarsamning við Bandaríkin sjálf. Ef NATO flosnar upp, þá er hann samt til staðar.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar Björn
Þó að það hafi ekki komið fram í fjölmiðlum eins og t.d. núna Der Spiegel eða í áróðursgreinum hans Einars Benediktssonar í Fréttablaðinu, þá vitum við að allt þetta stækkunar- og hernaðar-ógnunarbrölt NATO í austurátt hefur allt saman verið gegn öllum yfirlýsingum og loforðum þeirra James Baker og annarra bandarískra stjórnmálamann. Það stóð greinilega aldrei neitt annað til en að svíkja öll þessi loforð við fyrrum sovét leiðtoga, og sem sagt byggja upp frekari ógnir og miða því svo öllu beint á Rússland, þrátt fyrir að Varsjábandalagið væri farið.  
Það er greinilegt að Bandaríkjamenn og fleiri hafa aldrei hætt að líta á Rússland sem annað en stóra Satan, Hitler, Frankenstein og Drakúla í allri þessari NATO hernaðar-ógnunarbrölti.
Saga NATO alveg frá upphafi eða frá tímum Commander General Lyman Lemnitzer hefur verið skuggaleg og ljót, svo og öll þessi leynilegu tengsl við Rómaklúbbinn (Club of Rome ). Þau stríð sem NATO herinn hefur hafið hafa verið gegn alþjóðalögum, eins og t.d. þetta stríð gegn Serbíu yfir Kosovo. NATO stríðið gegn Írak og svo stríðið sem NATO háði gegn Líbýu hafa bæði verið með svona fake pretext-i og allt til þess að geta spengt allt í tætlur. Hvers vegna ætti einhver þjóð að styðja eitthvað svona NATO- ógandi hernaðarbrölt þegar að NATO notar geislavirkar úraníum sprengjur og svo bunker buster sprengjur á almenning inn í borgum og bæjum?

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 23.5.2014 kl. 09:34

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það sem þú litur framhjá er "NATO er bandalag lýðræðisríkja" - "öll löndin sem gengu í NATO eftir 1991 óskuðu eftir aðild" - "Þau höfðu auk þess öll tekið upp lýðræðisfyrirkomulag." Þegar menn tala um svik NATO eða meint svik NATO, eins og Rússar halda stöðugt fram, þá felst í því sú krafa - - að aðrar NATO þjóðir, hefðu átt að "hafna beiðni nýju aðildarlandanna um aðild." Það verð ég að segja, að mundi ganga fremur augljóslega "gegn lýðræðinu." En aftur á móti vefst það ekki fyrir Rússum, sem aldrei hafa verið lýðræðissinnar. En mér finnst ákaflega sérstakt, þegar Íslendingar - - eru að hamast gegn "lýðræðislegum vilja" þjóða A-Evrópu, sem virkilega vildu verða hluti af "Vestrinu." Það átti að bersýnilega ef marka má þínar skoðanir, að "hundsa þann vilja" - "hunda þá ósk." Út frá hvaða forsendu? Að rússar yrðu fúlir? Er það - það eina sem máli skipir? Er "fýla" Rússa mikilvægari virkilega en lýðræðislegur vilji þjóða fyrrum A-Evrópu? Þ.e. áhugavert að þegar þeir sem búa í lýðræði, virðast styðja að lýðræðislegur vilji sé hundsaður, og að ólýðræðisleg og ég verð að segja afskaplega frek krafa, þjóðar sem er sögulega vön að fara um með yfirgangi gagnvar 3-Þjóðum, skuli ráða.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 23.5.2014 kl. 10:41

3 identicon

Sæll aftur Einar Björn
Ég rétt eins og fleiri lítum ekki framhjá því að "NATO er bandalag lýðræðisríkja" en NATO og vestrænar þjóðir eiga ekki að gefa út yfirlýsingar og loforð þegar að það stóð aldrei til annað en svíkja allt saman, þú? Er það kannski orðin yfirlýst stefna lýðræðisríkja innan NATO að ljúga og svíkja aðrar þjóðir með þeim formerkjum að þessi nýja stefna eða önnur stefna sé svo lýðræðisleg?
Það er eitt að ganga í NATO og að hver þjóð hafi sínar varnir og herlið, og annað að NATO sé alltaf að troða niður fleiri og fleiri geislavirkum eldflaugum í Tékklandi, Ungverjalandi, Pólandi (1999), Búlgaríu, Eistlandi, Léttlandi, Litháen, Slóvakíu, Slóveníu (2004) og Albaníu, Króatíu (2009) á fleiri stöðum sem öllum er og hefur verið miða beint á Rússland. Hvernig er hægt að skilja þessa heift og/eða allt þetta ofstæki hjá NATO, eða hver segir að NATO þurfi að endalaust að vera í því að ógna Rússlandi? Þeir í Washington hafa reynt að troða Úkraínu, Georgíu og Tyrklandi inn í NATO, en hvað telur þú að vanti mikið uppá að ógnum (vopnum og her) í viðbót gegn Rússum í öllu þessu hernaðar- ógnunarbrölti gegn Rússlandi?

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 23.5.2014 kl. 11:58

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hvaða loforð? Hvaða yfirlísing? Það gat aldrei staðið til að veita Rússlandi - neitunarvald um það, hvaða lönd máttu ganga í NATO. Slík krafa getur ekki talist sanngjörn.

--------------------

Hvaða rugl er þetta með "geislavirkar eldlfaugar." Það eru engar "geislavirkar eldflaugar" í notkun nokkurs staðar á þessum hnetti, einu sinni gerðu Bandaríkin tilraun með kjarnorkuknúnar eldflaugar - sem aldrei voru teknar í notkun, en knýr þeirra hefði verið geislavirkur svokallað "Project NERVA." Að sjálfsögðu, er einhver vígbúnaður settur upp - annað væri fáránlegt. Því án varna getur NATO ekki staðið við loforð sitt til aðildarríkja, að þau séu öll varin. NATO ræður yfir kjarnavopnum, eins og Rússland, en eins og á við Rússland - þá eru kjarnasprengjur almennt ekki hafðar til taks. Heldur í vopnabúrum bak við læstar dyr og mikla ðryggisvörslu. Þó vopn geti borið kjarnasprengju, er þá að sjálfsögðu það sama og í Rússlandi, að 99,99% af tímanum er einungis hefðbundin hleðsla. Það er afar ólíklegt að til staðar séu kjarnasprengjur í nýju löndunum. Þær séu varðveittar í vopnabúrum t.d. í Bretlandi eða Þýskalandi eða Frakklandi.

-------------------

NATO hefur aldrei ógnað Rússlandi - - þ.e. ímyndun Rússa. Veit ekki um nokkurt dæmi þess, að NATO hafi ógnað Rússlandi síðan Kalda Stríðið hætti 1991. En Rússland hefur aftur á móti, iðkað fjðlmennar heræfingar sbr. þá 60þ. manna sem nefnd er að ofan, sem sannarlega má líta á sem ógn. En þ.e. einmitt dæmigert trix Rússa, til að "dreifa umræðunni" að ásaka aðra um það sem þeir sjálfir eru að praktísera. Þ.e. að beita ógunum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 23.5.2014 kl. 16:34

5 identicon

Sæll aftur Einar Björn

“Hvaða loforð? Hvaða yfirlísing? Það gat aldrei staðið til að veita Rússlandi - neitunarvald um það, hvaða lönd máttu ganga í NATO. Slík krafa getur ekki talist sanngjörn. “

Biddu, biddu  hvað er nú þetta hjá þér, því að flestir vita af þessum loforðum hans James Baker og annara stjórnmálamanna, um að ekki stæði til hjá NATO að sett eldflaugar út um alla Austur Evrópu, þar sem að Varsjábandalagið færi burt og heyrði sögunni til?

“Hvaða rugl er þetta með "geislavirkar eldlfaugar."

Þær eldflaugar sem NATO er með og hefur reyndar notað í Írak og núna síðast í Líbýu voru með geislavirku úraníum.

“NATO hefur aldrei ógnað Rússlandi “

NATO hefur gert í því að ógna Rússlandi þar sem að allt hefur gengið út á það eitt að svíkja loforð og byggja upp fleiri hergagna- og eldflaugastöðvar gegn Rússum eða Rússlandi. Það er rétt að Kalda stríðið hætti hjá Rússum 1991 eða þegar að Varsjábandalagið var lagt niður, en það er svo spurning hvort því lauk nokkuð hjá NATO.? Hvernig er það hefur ekki NATO lengi vel verið að leita að einhverjum óvini eftir að varsjábandalgið var lagt niður eða var ekki óvinurinn alltaf Rússland?

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 23.5.2014 kl. 18:58

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Komdu þá með beina tilvitnun í ummæli "James Baker." Ég man ekki hver þau voru - fyrst þau eru svo þekkt vefst það ekki fyrir þér. Aftur, það eru engar geislavirkar eldflaugar, svokallað "depleted uranium" er ekki notað af eldflaugum eða í eldflaugavopn, heldur eru þetta sérstök gerð af svokölluðum "penetrators" þ.e. "odda" sem settir eru fremst á skothylki, einkum notaðir á 120mm. skriðdrekabyssur þ.s. slíkir "oddar" gefa þeim skotum aukna getu til að skjóta í gegnum brynvarnir t.d. skriðdreka og annarra brynvarðra farartækja, einnig er þetta notað af A-10 Warthog flugvél Bandar. sem hefur mjög öfluga 30mm. keflisbyssu.

------------------

Evrópa aftur á móti notar ekki "depleted uranium" og þ.e. því alveg örugglega ekki til staðar í löndum A-Evrópu. Þær fullyrðingar örugglega eru rangar. Pólitísk ákvörðun, en þ.e. einnig unnt að nota "tungsten" sem einnig virkar vel þó að "depleted uranium" virki enn betur.

------------------

Ég veit ekki um neinar ógnanir NATO beint að Rússlandi, né einhverjar eldflaugastöðvar gegn Rússlandi - ekkert sem ætlað er að ógna Rússlandi hefur verið byggt eða sett upp. Þ.s. Rússar hafa verið að kvarta yfir, eru tvær "anti ballistic missile" stöðvar sem ætlað er að skjóta niður eldflaugar er hugsanlega geta borið kjarnavopn, með öðrum orðum "loftvarnastöðvar." Þær eru eingöngu ógn, ef þeir eru að planleggja að hugsanlega skjóta kjarnorkusprengjum á Evr. Ég samþykki ekki að þær stöðvar séu ógn við Rússa. Kannast ekki við nokkra ógn af hálfu NATO gegn Rússlandi.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 23.5.2014 kl. 19:58

7 identicon

Sæll aftur Einar Björn

Ég fann bara þetta frá James Baker : "US Secretary of State James Baker, a pragmatic Texan, apparently "warmed to the proposal immediately," says Elbe today. On Feb. 2, the two diplomats sat down in front of the fireplace in Baker's study in Washington, took off their jackets, put their feet up and discussed world events. They quickly agreed that there was to be NO NATO expansion to the East. "It was completely clear," Elbe comments."

En hérna hefur þú eitthvað um þetta frá honum Hans-Dietrich Genscher formanni Organization for Security and Co-operation in Europe (OSCE).

According to the German record of the conversation, which was only recently declassified, Genscher said: “We are aware that NATO membership for a unified Germany raises complicated questions. For us, however, one thing is certain: NATO will not expand to the east.” And because the conversion revolved mainly around East Germany, Genscher added explicitly: “As far as the non-expansion of NATO is concerned, this also applies in general.”

Shevardnadze replied that he believed “everything the minister (Genscher) said.”

Not a Word

The year 1990 was one of major negotiations. Washington, Moscow, London, Bonn, Paris, Warsaw, East Berlin and many others were at odds over German unity, comprehensive European disarmament and a new charter of the Conference on Security and Cooperation in Europe. The Soviets insisted that everything be documented in writing, even when all that was at issue was the fate of Soviet military cemeteries in East Germany. ....

At the beginning of 1990, the Soviet Union was still a world power with troops stationed at the Elbe River, and Hans Modrow, the former Dresden district chairman of the East German Communist Party, the SED, was in charge in East Berlin. But the collapse of the East German state was foreseeable.

Bonn’s allies in Paris, London and Washington were concerned about the question of whether a unified Germany could be a member of NATO or, as had already happened in the past, would pursue a seesaw policy between east and west.

Genscher wanted to put an end to this uncertainty, and he said as much in a major speech to the West on Jan. 31, 1990 in Tutzing, a town in Bavaria. This was the reason, he said, why a unified Germany should be a member of NATO.

Moving with Caution

But how could the Soviet leadership be persuaded to support this solution? “I wanted to help them over the hurdle,” Genscher told SPIEGEL. To that end, the German foreign minister promised, in his speech in Tutzing, that there would not be “an expansion of NATO territory to the east, in other words, closer to the borders of the Soviet Union.” East Germany was not to be brought into the military structures of NATO, and the door into the alliance was to remain closed to the countries of Eastern Europe."(http://www.spiegel.de/international/world/nato-s-eastward-expansion-did-the-west-break-its-promise-to-moscow-a-663315.html)


Ég er ekki sammála því að Evrópa notar ekki depleted úranium, þar sem að við höfum dæmi um annað, svo og frá Bretum:

 "Totally NATO used 15 tons of depleted uranium to strike targets in Yugoslavia. It was all converted into radioactive dust picked up by the wind and spread around the Balkans contaminating soil, air, plants and animals. The dust is to last forever, the radioactivity will reach its highest level after 100 years…" (http://www.strategic-culture.org/news/2013/01/29/serbia-nato-uranium-embrace.html)

"In Libya now being recorded by the WHO (world health organization), the highest deformation in fetuses inside Libya and reached 23% of newborns and also the high incidence of new forms of cancer that were not known among ordinary Libyans and now amounting to 18% of the total of cancers that have been diagnosed by the organization’s branch in Libya . Despite this serious health disaster countries involved with NATO are now demanding that Libya pay them one billion seven hundred million dollars for their help in toppling the Gaddafi regime. This is beyond absurd, first they stole 500 billion of Libyan money in the EU and the Fed and used it destroy Libya with bombs laden with radiation.( http://libyanfreepress.wordpress.com/2014/02/28/nato-war-crimes-in-libya-deformities-of-newborns-because-of-depleted-uranium-bombs/ ).


Rússar líta á allt þetta eldflaugavopnakerfi  NATO sem ógn http://www.washingtontimes.com/news/2012/may/3/russia-threatens-strike-nato-missile-defense-sites/?page=all , þar sem að öll þessi vopn (eða eldflaugum) er sérstaklega beint gegn Rússum og Rússlandi, og þetta viðhorf hefur ekkert breyst hjá NATO. 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 23.5.2014 kl. 21:38

8 identicon

Það er nú meira hvað þetta NATO lið þarna í Úkraínu er flott : 

"The complicating factor is they were riding around in OSCE vehicles. They were in a bus that seems to have been displaying OSCE markings. Now, when they were captured, there was obviously tremendous pressure exercised by the German Defense Ministry and the whole NATO apparatus on the OSCE to play along with this charade, pretending that they were sent by the OSCE, but it hasn’t worked.

On Friday evening in Vienna, on the first program of the Austrian television, Claus Neukirch, a high-ranking official of the OSCE, said this was not our group, not our visit, we were not the ones who did it. This is also admitted on the Deutsche Welle. Deutsche Welle is the international TV and radio of the German Foreign Ministry." (http://www.activistpost.com/2014/05/captured-osce-observers-in-ukraine-are.html )

"Sunday 4/27/2014 - Tarpley Points Out Fake-OSCE Observers Are Actually NATO Military Officers"
https://www.youtube.com/watch?v=81OyiZ78R3U

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 23.5.2014 kl. 22:31

9 Smámynd: Borgþór Jónsson

Einar ,það er óvenjulegt að rekast á svona stíðsglaðan einstakling hér á landi.

En varðandi hernaðargetu NATO þarftu ekki að hafa miklar áhyggjur.

Vel yfir helmingur af hernaðarútgjöldum heimsin eru á vegum NATO eins og við vitum og herir Nato eru í ágætri þjálfun vegna stöðugra árása á aðrar þjóðir.

Það er orðið býsna langt síðan NATO hermenn hafa fengið hvíld.

Þú getur þvi sofið rólegur.

Ég er hinsvegar ekki eins rólegur því þeir eru að flækjat hérna ofan við hausinn á mér,og í ljósi þess að ég hef talað illa um petrodollarann er ekki ósennilegt að þeir missi eina í hausinn á mér.

Borgþór Jónsson, 23.5.2014 kl. 22:48

10 identicon

Sæll Borgþór
Ég veit satt best að segja ekki hvernig þessar kosningar fara núna í Úkrainu, en miðað við að fleiri, fleiri yfirmenn NATO séu þarna að leika OSCE- starfsmenn, þá má reikna með að niðurstöður kosninga verði falsaðar, eða á besta veg svo hægt sé koma upp fleiri NATO eldflaugum til að beina sérstaklega gegn Rússlandi, ekki satt?

Sjá  "Sunday 4/27/2014 - Tarpley Points Out Fake-OSCE Observers Are Actually NATO Military Officers" https://www.youtube.com/watch?v=81OyiZ78R3U

 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 24.5.2014 kl. 00:20

11 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór, það er gríðarlegur munur á því að fást við "skæruliða" eins og í Afganistan, eða fjölmennan og vel þjálfaðan her, vel búinn tækjum. Það er sennilega engin lýgi að NATO sé líklega ekki tilbúið undir skjóta árás á Eystrasaltlöndin. Það er þó sennilega alveg rétt, að NATO mundi vinna slíkt stríð á endanum. Eftir að liðið hefði verið kvatt saman. Það tók Bush yngri 3-4 mánuði að safna liði fyrir innrás í Írak. En hann var ekki að fást við rússn.herinn heldur þann íraska. Ef þú ætlar að fást við þann rússneska, þarftu mun meiri herviðbúnað en þann sem beitt var í Írak síðast. Þá er sá tími er ég nefndi, þ.e. 1-ár. Raunhæft viðmið.

---------------------------

Ég kannast annars ekki við þetta "stöðugar árásir á aðrar þjóðir" nema þú sért að skilgreina "hugtakið árás" með öðrum hætti. T.d. hefur vera NATO í Afganistan verið í fullu samstarfi við stjórnvöld Afganistan, það hafa farið fram a.m.k. 3-kosningar þar. Og forsetinn í öll skiptin verið sannarlega kjörinn af meirihluta landsmanna. Því löggildur forseti skv. öllum lýðræðisreglum.

Það hófst borgarastríð í Lýbíu, uppreisnarmenn steyptu Gaddhafi, einhver uppreisnarhópurinn drap síðan karlinn líklega verið að hefna fyrir gamlar syndir, enda hafði karlinn verið miskunnarlaus harðstjóri í a.m.k. 3 áratugi, og fjölmarga drepið á þeim tíma. En mér finnst einmitt þetta áhugavert, þegar hópar netverja eru að mála sem saklaus fórnarlömb mjög blóðuga og grimma harðstjóra, sem hafa haldið löndum sínum í gíslingu ógnarstjórnar gjarnan í langan tíma. Þegar síðan landið ríst upp og steypir harðstjóranum, þá er það málað sem samsæri vesturlanda - - en bersýnilega getur það ekki gerst skv. ykkar mati, að landsmenn verði einfalldega þreittir á morðóðum harðstjórum. Uppreisnin fékk sannarlega nokkra aðstoð, annars hefði harðstjórinn líklega gengið milli bols og höfuðs í fullum skilningi þess orðalags, eins og þau fyrri skipti sem e-h hafði risið upp gegn honum. En ykkur hefði bersýnilega ekki fundist neitt að því er ég fæ best séð.

Sama á eiginlega við Sýrland, þar hófst blóðug uppreisn gegn grimmri ógnarstjórn, sem í gegnum tíðina hefur myrt tugir þúsunda a.m.k. landsmanna, það árin áður en uppreisnin hófst. Sú óskaplega blóðuga ógnarstjórn, ath - lítil minnihluta landsmanna, er samt studd með ráð og dáð, af hópum netverja. Af þessu máli hafa Vesturlönd haf lítil afskipti. Verið megni til Saudi arabískt og Persaflóa Araba "project" að fjármagna og vopna hópa andstæðinga Assads. Meðan að Rússar hafa studd hann, og Íranar.

  • Þ.e. eiginlega einn rauður þráður í ykkar málflutningi, að sérhvert ríki sem á í deilu við Vesturlönd sérstaklega Bandaríkin - er gott. 
  • Vesturlönd eru alltaf vond, sérstaklega Bandaríkin - - það virðist fyrirfram gefið.

Afstaða ykkar virðist mótast af sérkennilegu hatri á Bandaríkjunum, sem þíð hafið sannfært ykkur um, að sé undirrót alls þess illa sem gerist í heiminum.

Eins sérkennileg sem sú ályktun er.

Vegna hatursins á Bandaríkjunm, trúið þið að því er virðist gersamlega án nokkurrar gagnrýni - - málflutningi andstæðinga Bandaríkjanna. Og þá gersamlega óháð því, hve lýgilegur sá málflutningur hljómar.

En það virðist eiginlega ekki til sú fjarstæðukennda skýring um það, með hvaða hætti e-h atburðarás er Bandar. að kenna, sem þið virðist ekki vera tilbúnir að trúa alveg samstundis og gagnrýnislaust.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 24.5.2014 kl. 02:08

12 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

OK, Þorsteinn, þá er þetta eins og ég hélt, að Rússum var aldrei veitt slíkt loforð. En þessi fundir sem þú vísar til er við Gorbachev leiðtoga Sovétríkjanna og Shevardnadze utanríkisráðherra þeirra. En slíkt loforð er að sjálfsögðu ógilt, þ.s. það var veitt ríki sem ekki er lengur til. Hætti að vera til 1991.



Kv.

Einar Björn Bjarnason, 24.5.2014 kl. 02:28

13 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þorsteinn, seinni athugasemdir þínar virðast byggjast á hreint furðulegum áróðurs blekkingum, sem þú virðist samt trúa. ÖSE hefur fylgst með fjömörgum kosningum í fjölda landa, hafðu í huga að í sendinefnd ÖSE eru Íslendingar.

Þarna ertu að vísa í vefmiðla sem eru að flytja 100% bull skröksögur.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 24.5.2014 kl. 02:33

14 Smámynd: Borgþór Jónsson

Að sjálfsögðu er ég ekki að hatast við vesturlönd enda er ég sjálfur vesturlandabúi.

Það sem ég er að hatast við er að við stjórnvölinn á vesturlöndum (lesist USA) er fólk sem virðist vera búið að tapa glórunni.

Bandaríkin sem eru fallandi heimsveldi virðast hafa tekið þann kostinn að riðlast á þjóðum um allan heim til að reyna að treyna dýrðardagana aðeins lengur í staðinn fyrir að aðlaga sig breyttum tímum.

Heimsveldið er að falla og það er ekkert sem þeir geta gert í því.Það getur gerst snögglega eða það getur tekið áratug,en tíminn er kominn.

Það virðist vera að ákvörðun Obama að sprengja upp samkomulagið frá 22 feb í Úkraínu hafi orðið til þess að BRICS ríkin hafi ákveðið að taka niður silkihanskana og flýta falli dollarsins.

Það virðist vera að að þetta ferli sé lengra gengið en flestir gera sér grein fyrir.

Einhver "dumpaði" 141 milljarði af bandarískum ríkisskuldabréfum og stjórnvöld reyndu að leina því með því að "þvo" bréfin gegnum belgískt fyrirtæki.

Þessi flétta var gerð til að geta leynt því hver var seljandinn

Rússar hentu 20 milljörðum inn á markaðinn fyrir stuttu.sem er um 20% af ríkisskuldabréfum þeirra.

Hér er ágætt viðtal við Paul Craig Roberts um þetta mál og fleiri.Þessi maður er ekki óvinur bandaríkjanna eða Rússnesk málpípa ,heldur fyrrverandi aðsoðarfjármálaráðherra Bandaríkjanna

Gefum Paul orðið,Ég gæti ekki orðað þetta betur. https://www.youtube.com/watch?v=m1vndEG1Za4

Borgþór Jónsson, 24.5.2014 kl. 04:29

15 Smámynd: Borgþór Jónsson

Ég misritað prósentuna af bandarískum bréfum í Rússland,þetta voru um 26% af bréfaeign þeirra en ekki 20%

Borgþór Jónsson, 24.5.2014 kl. 04:32

16 identicon

Sæll aftur Einar Björn

Ég er ekki sammála þér Einar , því að þetta var eins og segir í athugasemd hæer fyrir ofan loforð:  Genscher told SPIEGEL. To that end, the German foreign minister promised, in his speech in Tutzing, that there would not be “an expansion of NATO territory to the east, in other words, closer to the borders of the Soviet Union.”( http://www.spiegel.de/international/world/nato-s-eastward-expansion-did-the-west-break-its-promise-to-moscow-a-663315.html )

"A diplomat with the German Foreign Ministry says that there was, of course, a consensus between the two sides. Indeed, the Soviets would hardly have agreed to take part in the two-plus-four talks if they had known that NATO would later accept Poland, Hungary and other Eastern European countries as members.

The negotiations with Gorbachev were already difficult enough, with Western politicians repeatedly insisting that they were not going to derive — in the words of then-US President George H. W. Bush — any “unilateral advantage” from the situation, and that there would be “no shift in the balance of power” between the East and the West, as Genscher put it. Russia today is certainly somewhat justified in citing, at the very least, the spirit of the 1990 agreements. (http://www.globalresearch.ca/natos-eastward-expansion-did-the-west-break-its-promise-to-moscow/5380144 )

Annað

Ég er ekki sammála þér um að þessar fréttir" byggjast á hreint furðulegum áróðurs blekkingum", en það er rétt það hefur ekki verið fjallað um þessa NATO hermenn leika OSCE starfsmenn í Úkraínu hjá þessum neocon- fjölmiðlunum. En þessar fréttir skilst mér koma reyndar frá OSCE og Austurrískri sjáonvarpsstöð, nú og eftir því Dr, Webster Tarplay karlinn segir þá nefnir hann reyndar frá hvaða löndum þessir NATO menn koma.   

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 24.5.2014 kl. 10:47

17 identicon

Tarpley: I would have to say first of all, we should stop calling them OSCE observers because all indications are that they are not. That is what the OSCE has been saying continuously since the start of it and you can see it on their website. They basically are two versions. The Western media say OSCE observers, but the mayor Mr. [Vyacheslav] Ponomaryov, the pro-Russian mayor of Slavyansk, knows them as spies. I'm afraid reality seems to be going in the direction of Mr. Ponomareyov. These are active-duty NATO military officers. They are four from Germany, one from Sweden, the Czech Republic, Denmark, and Poland. All NATO or European Union (EU).

The German officers come from a place called Geilenkirchen, which is a very important NATO base. This is where the Awacs planes are flown from. It's one of the big NATO reconnaissance centers and they particularly belong to a unit of the German army, the bundeswehr, which is called the center for enforcement or verification tasks. In other words, it's military intelligence. What seems also to be the case, is that they were accompanied by five active-duty Ukrainian officers of the pro-Kiev forces, the ones that are controlled by the regime.

The complicating factor is they were riding around in OSCE vehicles. They were in a bus that seems to have been displaying OSCE markings. Now, when they were captured, there was obviously tremendous pressure exercised by the German Defense Ministry and the whole NATO apparatus on the OSCE to play along with this charade, pretending that they were sent by the OSCE, but it hasn't worked. On Friday evening in Vienna, on the first program of the Austrian television, Claus Neukirch, a high-ranking official of the OSCE, said this was not our group, not our visit, we were not the ones who did it. This is also admitted on the Deutsche Welle. Deutsche Welle is the international TV and radio of the German Foreign Ministry. ( https://www.youtube.com/watch?v=81OyiZ78R3U )

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 24.5.2014 kl. 11:07

19 identicon

Æi hérna gleymdi þessu

U.S. promises cannot be trusted - Gorbachev

14:04 07/05/2008
MOSCOW, May 7 (RIA Novosti) - Promises made by U.S. leaders cannot be trusted, former Soviet president Mikhail Gorbachev said in an interview with The Daily Telegraph published on Wednesday.

"The Americans promised that NATO wouldn't move beyond the boundaries of Germany after the Cold War, but now half of central and eastern Europe are members, so what happened to their promises? It shows they cannot be trusted," he said in Paris.

He also said that Washington's claims that a missile defense system it is planning to build in central Europe was aimed exclusively at countering the threat from so-called rogue states could not be believed either.

The Pentagon's missile shield deployment plans continue to be a major bone of contention in relations between the U.S. and Russia. Moscow considers the project a threat to its national security.

Gorbachev said the missile shield plan jeopardized world peace and could lead to a new Cold War.

He continued that that "erecting elements of missile defense is taking the arms race to the next level. It is a very dangerous step".

"I sometimes have a feeling that the United States is going to wage war against the entire world," the former Soviet leader said.

"The United States cannot tolerate anyone acting independently. Every U.S. president has to have a war," he concluded, also saying that the world had squandered the chance in the decade after the Cold War to "build a new world order."

" http://en.ria.ru/russia/20080507/106798164.html

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 24.5.2014 kl. 14:01

20 identicon

Hann James Baker lofaði og sagði reyndar : "Look, if you remove troops and allow unification of Germany in NATO, NATO will not expand one inch to the east."  og "Jack Matlock, the US ambassador in Moscow at the time, has confirmed that Moscow was given a clear commitment that NATO would not expand" ( http://www.foreignpolicy.com/articles/2009/08/13/a_diplomatic_mystery)

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 24.5.2014 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband