21.5.2014 | 23:33
Ætlar Kína að steypa viðskiptakerfi Bandaríkjanna?
Það er til staðar töluverð netumræða um "hugsanlegt" hrun viðskiptakerfis Bandaríkjanna, þ.e. þess sem byggt er í kringum dollarinn, og aljóðaviðskiptakerfi Bandaríkjanna. Þessi umræða virðist töluvert vinsæl á pólitíska jaðrinum. En er eitthvað hæft í þessu?
Hagnaður Bandaríkjanna af gríðarlegri útbreiðslu dollars
Hann sást ákaflega vel í kreppunni árin 2008-2011. En í gegnum dollarinn, virðast Bandaríkin geta "flutt út sína verðbólgu" en það hefur vakið athygli að þrátt fyrir mikla prentun í Bandaríkjunum, hefur nær engin verðbólga verið þar.
Það virðist koma til af því, að verð á flestum tegundum hrávara - ekki bara olía og gas, heldur einnig á málmum og matvælum; séu ákveðin í dollar. Og nota markaðir fyrir hrávöru, dollar viðmið þegar verðmæti þeirra vara eru ákveðin. Kaup og sala slíks varnings fer einkum fram í dollar, USD.
- Sumir netverjar, nota orðalagið - "olíudollarinn" eins og að það eina sem skipti máli um verðmæti dollars, sé að olía sé verðlögð í dollar. En þ.e. afskaplega langt í frá að það sé líklega rétt.
- Skv. þeirra samsæriskenningum, eru Bandaríkin á þönum út um heim, í gegnum árin - að senda her sinn gegn hverjum þeim, sem vogar sér að nota einhvern annan gjaldmiðil en dollar, í viðskiptum með olíu.
En umfang dollars er miklu meira en bara í olíuviðskiptum eða með gas - - heldur eins og ég sagði, "öll viðskipti með hrávöru."
Síðan er dollar "megingjaldmiðill sá" sem lönd nota í "gjaldeyrisforðum" - að auki, eiga alþjóða viðskiptabankar gríðarlega forða af dollar, sá megin gjaldmiðill sem þeir hafa í sínum lausafjárforðum.
Svo má ekki gleyma, fjárfestingasjóðum sem eiga gríðarlegar dollaraeignir, verðbréfasjóðir, lífeyrissjóðir - dollar er gríðarlega mikið notaður í viðskiptum milli alþjóðafyrirtækja hverskonar.
- Umfang dollars í alþjóðaviðskiptum er yfir 80% jafnvel nær því að vera 90%.
Eigum við ekki að segja, að það virðist "absúrd" að það skipti máli fyrir Bandaríkin, þó svo að einhverjir örfáir selji sína vöru framhjá "dollarakerfinu" í sínum eigin gjaldmiðli - það sé órökrétt að það sé "threat."
- Það sem við sáum í kreppunni var, að þegar það varð aukning í prentun "US Federal Reserve" eða Seðlabanka Bandar., þá varð í kjölfarið ávalt hækkun á verðlagi á "hrávöru." Sem sagt, Bandaríkin fluttu verðbólguna sína af völdum seðlaprentunar - til heimsins. Á meðan hefur verðbólga innan Bandar. sjálfra verið óveruleg.
- Gríðarleg útbreiðsla dollars, gefur Bandaríkjunum mun meira svigrúm, en öllum öðrum ríkjum heimsins - - til að "prenta fé" án þess að við það "skapist verðbólga heima fyrir."
- Þetta er auðvitað "svakalegur gróði" fyrir bandaríska ríkið, sem fyrir bragðið á miklu mun auðveldar um vik, með að "fjármagna eigin hallarekstur." Þegar það glímir við rekstrarvanda.
- Að auki, er líklegt að það ástand að dollar er meginþungamiðja alþjóðaviðskipta, skapi viðbótar eftirspurn eftir bandar. ríkisbréfum, haldi verði á þeim niðri. Þ.s. vegna mikilvægis dollars, henti það mörgum aðilum að eiga bandar. ríkisbréf, í sínum eignapakka.
Það er ekki að undra, að mörg lönd horfi á stöðu dollarsins "öfundaraugum."
Þegar Bandaríkin settu upp sitt viðskiptakerfi, voru þau ákaflega snjöll
Málið er að frá upphafi, gættu Bandaríkin sín á því, að hafa "meðeigendur" eða "stake holders" sem líklegir voru til að aðstoða Bandaríkin við uppihald þeirra viðskiptakerfis.
Það er auðvitað vegna þess, að kerfið er uppsett þannig, að þó svo að "Bandaríkin græði mest" - - græða meðeigendurnir líka.
Dæmi um mikilvæga meðeigendur, er t.d. OPEC ríkin. Í samkomulagi Bandar. við þau í ca. 1970, þá tryggðu Bandar. að olía væri af þeirra hálfu, verðlögð og seld í dollar. Það leiðir auðvitað til "uppsöfnunar dollaraeigna" í löndum Persaflóa-araba. Sem þeir síðan gjarnan fjárfesta til baka í Bandaríkjunum sjálfum, og að einhverju leiti víðar í öðrum þátttöku löndum í viðskiptakerfi Bandar.
Bandaríkin höfðu ekkert á móti því, að meðeigendur - - græði líka. Það áhugaverða er, að olíufurstarnir við Persaflóa, í gegnum gríðarlegar peningalegar eignir sem mikið til eru varðveittar innan Bandaríkjanna, hafa alls ekki "óveruleg pólitísk ítök innan Bandaríkjanna sjálfra" þ.e. peningar eru nánast allt, ef þú vil "kaupa þér pólitísk áhrif."
Þannig verða samskiptin - - gagnkvæm, í stað þess að vera einhliða. Persaflóa-arabarnir, hafa smám saman öðlast í gegnum sitt fjármagn, umtalsverð sjálfstæð völd - - sem sést m.a. í dag á því að þeir eru að reka "skæruliðastríð í Sýrlandi" og "þeir fjármagna herstjórnina í Egyptalandi." Hvort tveggja virðast stærstum hluta, þeirra "project." Með frekar "benign neglect" Bandar. sjálfra.
- Fleiri meðeigendur eru náttúrulega, Evrópulöndin - Japan - frekar nýlega, S-Kórea - Ástralía, nokkur fj. landa smáir meðeigendur.
Þetta sést m.a. á því, ef menn skoða "hvaða lönd eiga eignahlut í AGS" - sem sjá má á IMF.org.
Hver var akkúrat krafa svokallaðra BRIC landa?
Þegar kreppan í Evrópu var í hámarki árin 2008-2011. Lögðu BRIC löndin svokölluðu, stífa áherslu á að "eignaraðild" landa innan mikilvægra stofnana í heimskerfi Vesturlanda, ekki síst AGS.
Það sem þau fóru fram á - - voru aukin áhrif.
Eða með öðrum orðum, að "eignarhlutur þeirra yrði stækkaður."
Það gat ekki gerst, nema að einhverjir aðrir mundu smækka sinn hlut á móti - - krafan var einkum um minnkun eignarhluta Evrópu.
-------------------------
- Þetta snýst auðvitað um "hver fer með völdin" innan þeirra stofnana sem "ráða yfir heimskerfinu."
- Fram að þessu, í krafti dreifingar eignarhluta, hafa Vesturlönd nær alfarið einokað stjórnun á því kerfi.
Það var aldrei tilgangur BRIC landanna, -- að ógna sjálfu viðskiptakerfinu. Enda eru þau sjálf, mjög virkir þátttakendur í því.
Kína getur "hugsanlega" ef það vill, ógnað núverandi heimskerfi
Það má ímynda sér, að Kína setti upp "hliðrænt" kerfi ásamt einhverjum fjölda þátttöku landa, sem væri rekið með gjaldmiðil Kína sem þungamiðju.
Sumir netverjar, hafa verið að spá því, að BRIC löndin - - séu áhugasöm um að ógna "dollarnum."
Með því, að sameinast um viðskipti sín á milli, í gegnum - - gjaldmiðil Kína.
- Þetta er að sjálfsögðu, afar ólíklegt.
- Eiga þessi lönd nánast ekki neitt sameiginlegt.
- Að auki, eru þau ekki "náttúrulegir" bandamenn, t.d. líta Indverjar á vaxandi hernaðarumsvif Kína sem ógn, eru að miða eigin hernaðaruppbyggingu, við uppbyggingu Kína.
- Þau gátu sameinast um það "eina atriði" að krefjast þess, að fá aukin ítök innan stofnana heims viðskiptakerfisins.
Þá er það eiginlega nánast allt upptalið. Ekki alveg að sjá það fyrir mér, að t.d. Indland væri áhugasamt, um að fara inn í kerfi utan um gjaldmiðil - undir stjórn Kína. Á sama tíma, og Indland sér Kína sem vaxandi ógn. Get ekki heldur ímyndað mér Brasilíu - að það land væri heldur til í slíkt.
- En tæknilega getur Kína samt, sett upp "lokað viðskiptakerfi" miðlægt um sinn eigin gjaldmiðil, með þátttöku einhverra landa, sem samþykkja að vera með.
- Get séð fyrir mér "Mið Asíulöndin" sem líklega eru að færast yfir á yfirráðasvæði Kína. Kannski einhver af löndum Afríku, sem eru orðin verulega háð Kína í viðskiptum. Og má vera að einhver af löndum SA-Asíu mundu vera til í slíkt.
Slík lönd yrðu "eðlilega" ákaflega háð Kína, ef þau ákveddu að vera inni í slíku kerfi.
Ég efa að þau yrðu mikið meir en leppríki.
------------------------------
Þetta getur Kína sennilega gert, ef við erum ekki að tala um raunverulega það mörg ríki, án þess að það ógni eitthvað svakalega viðskiptakerfi Vesturlanda.
En líkur eru einna helst á að lönd, sem eru þegar mjög háð því að selja "hráefni til Kína" mundu ganga í slíkt kerfi. Þ.e. ekki víst að slík lönd, þegar verulega háð Kína, mundu endilega sjá það sem slæman kost.
Það yrðu því sennilega ekki nein - - mikilvæg ríki. Sem mundu ganga inn í slíkt kínv.kerfi.
- Það er alveg hugsanlegt, að Kína geri þetta - - tryggi sér þannig, það sama ástand og Bandaríkin hafa, að geta keypt hráefni í eigin gjaldmiðli.
- Kína þarf samt að fara varlega, í aðgerðum - - sem hugsanlega ógna heims viðskiptakerfinu. Meðan að engin mikilvæg lönd væru innan kínv. kerfisins, væri það sennilega ekki "alvarleg ógn."
En ef þeim tekst að laða til sín einhver mikilvæg lönd, á hinn bóginn - - til þess að svo verði, yrði Kína að gera gjaldmiðilskerfi sitt alfarið opið, þ.e. afnema höft, tryggja nægt framboð af honum - - setja í reynd upp svipað "opið viðskiptakerfi" og Bandaríkin setu upp á sínum tíma.
Hingað til hafa stjórnvöld í Kína, ekki verið tilbúin í að "losa um hömlur á Júaninu."
Heldur er það skammtað af kínv. stjv. til þeirra landa, sem eiga í "beinum viðskiptum við Kína" þannig að þau geta nær einungis notað það, til að kaupa vörur frá Kína - - þ.e. eiginlega "merkantilískt" fyrirkomulag.
- Punkturinn er sá, að meðan Bandaríkin eru enn þann dag í dag, gersamlega drottnandi sjóveldi á heims höfunum, þá geta Bandaríkin "tæknilega séð" sett hafnbann á Kína.
- Þau geta vel stjórnað siglingum til Kína, langt úti á "ballarhafi" langt utan kínverskrar lögsögu, langt fyrir utan flugþol kínv. árásarþota eða eldflauga. Kínverjar gætu ekkert gert.
Kína þarf því að gæta sín - - ekki framkvæma neinn "blatantly hostile move" gegn meginviðskiptahagsmunum Bandaríkjanna - - fyrr en Kína hefur bygg upp sinn eigin sjóher.
- Höfum það samt í huga - - að Kína vill líklega frekar, eignast stækkaðan hlut innan núverandi heimskerfis.
- En að "leggja það í rúst."
------------------------------
Það gæti verið "negotiation ploy" hjá Kína, að styrkja getu sína til að ógna heimskerfinu. Sína fram á aukna getu til þess, án þess að það standi raunverulega til. Tilgangurinn að auka þrýsting á Vesturveldi, um að gefa að umtalsverðu leiti eftir stjórnun innan heims viðskiptakerfisins.
Uppbygging flota, gæti t.d. verið þáttur í því. Þá að sýna fram á að "Kína geti varið sínar siglingar" þannig að sá "tæknilegi möguleiki" að Bandaríkin beiti hafnbanni, fjarlægist.
Kína sýni þannig Bandar. fram á, að ef Bandar. geta ekki hindrað Kína í að ógna heims viðskiptakerfinu, þá sé betra - - að semja við Kína um "breytt valdahlutföll."
Niðurstaða
Ég er eiginlega þeirrar skoðunar, að Kína vilji í reynd frekar viðhalda núverandi heims viðskiptakerfi. En að slátra því. Þess megintilgangur sé að breyta valdahlutföllum. Ekki að sprengja upp kerfið.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 856033
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er sammála þér, Kína kemur til með að styðja efnhag USA eins lengi og hægt er.
Ef að viðskiptakerfi USA hrynur þá missa kínverjar aðgang að stærsta ruslahaug sem þeir eiga aðgang að með ónýtta draslið sem þeir eu að selja.
Niðurstaðan yrði; viðskiptakerfi kínverja mundi hrynja.
Kveðja fra Houston
Jóhann Kristinsson, 22.5.2014 kl. 18:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning