Narendra Modi er næsti leiðtogi Indlands, eftir ótrúlegan kosningasigur sem skilaði Bharatiya Janata flokknum hreinum meirihluta

Þetta er fyrsta sinn í langan tíma að einn flokkur á Indlandi hefur hreinan meirihluta á indverska þinginu. Skv. fréttum fékk Bharatiya Janata flokkur Narendra Modi 282 sæti af 543 - eða 10 sætum umfram lágmarkið sem skilar meirihluta. Á sama tíma, beið Kongressflokkur Gandi ættarveldisins sinn mesta kosningasigur, með einungis 44 þingsæti. Þetta flokkast undir "afhroð." Skv. Financial Times eru um 3-áratugir síðan síðast einn flokkur var með hreinan meirihluta.

"Bharatiya Janata Party leader Narendra Modi, left, with his 90-year-old mother, Hirabenat in Gandhinagar, on Friday. Foreign Photo Service/Zuma Press"

 

Modi and BJP sweep to power in Indian election

India's Modi gets hero's welcome as he brings new era to New Delhi

Narendra Modi's Election Win Heralds New Era in India

Victor in India Promises to Make Country Strong

Narendra Modi's landslide victory shatters Congress's grip on India

Modi's Thatcherite talk cannot restore India's flagging fortunes

Hindu nationalist Narendra Modi (L), the prime ministerial candidate for India's Bharatiya Janata Party (BJP), gestures to his supporters during a road show in New Delhi May 17, 2014. REUTERS/Anindito Mukherjee

"Hindu nationalist Narendra Modi (L), the prime ministerial candidate for India's Bharatiya Janata Party (BJP), gestures to his supporters during a road show in New Delhi May 17, 2014." 

 

Modi hefur fengið algerlega einstakt tækifæri til að setja mark sitt á Indland!

Modi virðist hafa getað tappað sig inn í löngun Indverja til þess að landið þeirra breytist til batnaðar. Modi er fyrsti leiðtogi Indlands sem er fæddur eftir 1947, 63 ára að aldri. Er ekki hluti af neinu ættarveldi eða gamalli aðalsfjölskyld eða gömlum peningum, heldur maður sem hófs sig upp frá litlum efnum fyrir eigin rammleik. Þetta virðist hann hafa notað með mjög velheppnuðum hætti, til að höfða til drauma Indverja um - - betri framtíð.

Stóra loforðið hans, er einmitt um breytingar - - þ.e. betri efnahag, minni spillingu, fjölgun starfa.

Og þ.e. sannarlega af nógu að taka, því vandamál Indlands eru stór í sniðum sem landið sjálft.

Til þess að laga þau vandamál, mun þurfa einmitt - - mjög stórt átak. Og til þess að ná að skila þeim árangri, mun þurfa að traðka á afskaplega mörgum tám.

Það þíðir að sjálfsögðu, að hinn umdeildi Modi - mun óhjákvæmilega halda áfram að vera afskaplega umdeildur, jafnvel þó hann endurtaki ekki sín mistök frá því er hann var áður við völd.

Það er ekki síst: léleg samgöngumannvirki sem standa Indlandi fyrir þrifum, í og með álíka lélegu orkukerfi - - orkukerfið svo óáreiðanlegt að fyrirtæki þurfa að viðhalda sínum eigin varaflsstöðum, þegar spennan flöktar eða jafnvel dettur niður alfarið.

Vega og járnbrautakerfið, er enn þann dag í dag - litlu betra en þegar Bretar kvöddu 1947.

  • Það mun þurfa að verja gríðarlegum upphæðum, í samgöngumannvirki.
  • Og í uppbyggingu orkukerfisins.

En ef ríkissjóður Indlands á að hafa fjármagn til þess, mun þurfa að skera af það víðtæka niðurgreiðslukerfi á margvíslegum hlutum, allt frá hrísgrjónum - vatni - yfir í eldsneyti. 

Sem éta upp hátt hlutfall fjárlaga Indlands, leiða til mikils krónísks fjárlagahalla, á sama tíma og vegakerfi og orkukerfi - - lýður fyrir alltof litla fjárfestingu.

Og þ.e. alveg öruggt, að ef hann sker á þessar niðurgreiðslur, munu kjör almennings fyrst í stað - - versna. En hann mun þurfa að gera það, ef það á að vera yfirleitt hægt fyrir ríkissjóð Indlands að fjármagna þær miklu samgöngu- og orkuframkvæmdir. Sem mun þurfa til.

Ef flöskuhálsinum í hagkerfinu, sem hindrar frekari hagvöxt - - á að vera unnt að ýta í burtu.

  • Það er raunhæft að spá óeirðum meðal fátækra Indverja.
  • En í staðinn, með framkvæmdum sem mikið þarf af, verður mögulegt að skapa með frekar skömmum fyrirvara, mikinn fjölda starfa.
  • Á Indlandi er einmitt mikið tækifæri til þess, að framkvæma - - og skapa hagvöxt.

Ef Modi fókusar allri sinni orku á það verkefni, gæti hann breytt framtíð Indlands.

Sem þessa stundina virðist vera sú, að Indland haldist sem fremur fátækt land - og eigi ekki raunhæfan möguleika á að keppa við hið miklu mun skilvirkara risaveldi við hliðina, Kína.

 

Niðurstöðu 

Svo stór virðist kosningasigur Modi, að hann mun ekki þurfa á bandamönnum hans meðal öfgasinnaðra hindúa að halda. En ef flokkar sem standa honum nærri eru taldir með, hefur hann nærri 340 þingsæti. En 282 þingsæti hans eigin flokks duga ein og sér. Sem getur þítt, að sá hópur muni ekki geta beitt Modi þrýstingi, til þess að endurtaka mistökin sem urðu síðast. Þegar Modi virðist hafa átt verulegan þátt í rás atburða sem leiddi til mjög blóðugra kynþáttaóeirða í Gujarat héraði á Indlandi árið 2002, sem urðu yfir þúsund að fjörtóni. Vegna þess atburðar, er og verður Modi stöðugt undir smásjánni.

Ef hann skilar að einhverju verulegu leiti því verki sem hann hefur lofað, þ.e. að bæta verulega samkeppnishæfni Indlands. Þá verður honum örugglega fyrirgefið.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband