Skrítnasta hugmynd sem ég hef lesið, "Bolzmann Brain" - geta þeir verið guð? :)

Ég las litla grein á vef NewScientist, sem fjallar um tilraun fræðimanna að gera út af við fyrirbæri sem nefnist "Bolzmann Brain." Ég klóraði mig nokkuð í hausnum, því ég hafði aldrei heyrt um "Bolzmann Brain" né að þeir væru vandamál fyrir kenninguna um "endalausa alheima sem alltaf eru til og alltaf hafa verið til." En eftir að hafa gert smávegis netleit og kynnt mér svokallað "Bolzmann Brain-problem" þá skil ég málið pínu - - þó það hljómi verð ég að segja "mest absúrd hugmynd sem ég hef heyrt" svona, fljótt á litið.

NewScientist: Quantum twist could kill off the multiverse

Have Cosmologists Lost Their Minds in the Multiverse?

 

Hvernig geta "Bolzmann Brains" verið vandamál?

Fyrst að vita, hvað er "Bolzmann Brain." En þ.e. sú hugmynd, að ef alheimurinn er endalaus. Og að auki hann er alltaf til. Og í þriðja lagi, í honum fara stöðugt fram "random" flökt á eindum sem verða til og hverfa algerlega ófyrirsjáanlega þ.e. "spontaneous."  Þá á endanum muni þetta random flökt einda sem verða snögglega til og hverfa jafnharðan í tómi alheimsins - mynda svokallaðan "Bolzmann Brain" þ.e. heila án líkama. Sá hverfur síðan jafnskjótt og hann varð til þegar á næsta andartaki flökt einda líklegast skilar einungis random óskipulögðum eindum þ.e. "high entropy." Langsamlega oftast sé það útkoman.

Þetta skiptir sennilega engu máli fyrir okkar alheim, en verur sem fæðast á hnöttum í sólkerfum, eru sennilega "dominant observers" þ.e. áhorfendur þessa alheims.

En annað eigi við, utan við þennan alheim, ef kenningin um endalaust "multiverse" er sönn, þ.s. alheimar verða til endalaust og hvernig þeim háttar til - er gersamlega "random." 

Þá muni sennilega langsamlega flestir alheimar, enda með uppsetningu "náttúrulögmála" sem hindrar myndun lífs, gerir því ómögulegt að verða til á hnöttum - t.d. vegna þess að hnettir geta ekki myndast eða vegna þess að sólir geta ekki myndast, eða einhver annar "fundamental" galli.

Það þíðir, að "disembodied Bolzmann Brains" eru þá "dominant observers" í þessari heildartilvist sem nefnist á ensku, "multiverse."

 

Hvað er þetta "observers problem?"

Það kemur til vegna fyrirbærisins "wave function" þ.e. sem dæmi er ekki unnt að skilgreina nákvæmlega staðsetningu rafeindar - - ef þú mælir "wave function" þá hrynur hún, og mælda niðurstaðan "útilokar allar hinar mögulegu" sem annars hefðu getað mælst. 

Þú getur aldrei vitað fyrirfram hvaða niðurstaða þú mundir mæla, ef þér tækist að mæla staðsetningar rafeindar - - mundi það einungis skilgreina staðsetningu þeirrar tilteknu. Og hún hefði getað verið hvaða sem er.

Þegar alheimur verður til, þá er það "Quantum fluctuation" eða það telja spekingar í dag, en málið er að það sé alltaf í þessu "óvissa ástandi" nefnt "wave function" þangað til að það verður - einhver niðurstaða. Þá krystallist hún algerlega "random." 

Þess vegna þurfi endalausa alheima, til að framkalla þann sem við búum í.

Þannig séð, líti þeir á tilvist okkar í alheimi sem augljóslega sé hentugur lífi, sem sönnun þess að það virkilega séu endalausir alheimar.

  • Það í sjálfu sér veit enginn, af hverju þessar stóru random sveiflur í bakgrunninum, við og við "hrynja" og skila niðurstöðu í formi nýs alheims, með eitthvert random fyrirkomulag.
  1. Ein hugsanlega skýring væri sú, að einhver hefði mælt - þá "quantum wave fluctuation." En mælt slík hrynur alltaf "per definition" og skilar tiltekinni niðurstöðu. 
  2. Eða, ef einhver áhorfandi hafi veitt henni athygli, og það hafi kallað fram niðurstöðu.

Það seinna er skemmtileg pæling, en það má alveg að gamni, halda áfram með þessa "Bolzmann Brains."

 

Geta "Bolmann Brains" verið guð?

Að einhverju leiti má segja að hugmyndin um endalausa alheima sem alltaf stöðugt myndast algerlega fyrir random, hafi verið sett fram - - - til að losna við "guð" sem skipuleggjenda þessa alheims.

En þ.s. þegar þú hefur endalausan tíma og endalausa alheima, þá er allt þ.s. er ólíklegt á endanum gersamlega óhjákvæmilegt.

Og fyrst að spekingarnir hafa sjálfir nefnt "Bolzmann Brains" sem möguleika í óendaleika tíma og rúms, þó tæknilega sé vitund þeirra einnig "random" og þar með þeirra hugsanir einnig - sem ætti að gera þá að algerlega ónothæfum "áhorfendum."

Þá er unnt að komast framhjá því vandamáli, einmitt vegna óendaleikans - - því ef lítill hluti "Bolzmann Brains" er fær um að hugsa skipulega, þá sé þar með kominn fram nothæfur "áhorfandi" sem getur því með skynjun sinni, látið "quantum wave functions" hrynja, og kalla fram niðurstöðu.

Nú, ef slíkur getur myndast í alheimi sem leyfir slíkum að lifa af, og ef slíkir sem búa í þannig alheimum sem gera þeim kleyft að lifa af, geta lært með því að horfa á nægilega mörg "quantum" flökt sem leiða fram nýja alheima út frá þeim alheimi sem þeir eru staddir í sjálfir, geta lært smám saman að stjórna með einhverjum hætti líkunum á því hvaða niðurstaða verður í hverju tilviki.

  • Þá ertu kominn með áhorfanda, sem getur "viljað" tilvist alheima með tilekna eiginleika.
  • Rökin eru þau sömu, fyrir tilvist slíks áhorfanda og tilvist "Bolzmann Brain" - að ef tíminn er í reynd án enda og rýmið einnig, og ef slíkur áhorfandi er mögulegur, þá er hann vissulega til.

 

Niðurstaða

Mín skoðun sem ég viðurkenni að er algerlega persónuleg, er sú að guð sé líklega til. Að guð sé líklega "emergent phenomena" þ.e. hafi orðið til fyrir tilstuðlan þess, að til staðar sé einhver stærri tilvist utan við okkar alheim sem líklega innihaldi endalausa alheima, og að sú heildartilvist hafi alltaf verið til. 

Ég hef einnig ímyndað mér aðra leið en "Bolzmann Brain" leiðina, til að búa til guð - - sjá:

Trúuðum fækkar hratt - er þá guð þá ekki raunverulega til?

Sú leið einnig gengur rökfræðilega upp ef maður gerir ráð fyrir endalausum alheimum, sem alltaf hafa verið til.

"Bolzmann Brain" útgáfan er þó óneitanlega skemmtilega galin!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Já þetta eru óneitanlega skrítnar hugmyndir!

Ég kíkti á greinarnar sem þú hlekkir á og mér sýnist menn ruglast í hugtakinu "observer" - sem þú þýðir ágætlega með "áhorfandi".

Greinin í New Scientist orðar þetta svona: "[Carrol's] starting point was the idea that quantum fluctuations are dependent on interactions with an external system or particle, known as an "observer" – a familiar concept in quantum mechanics. "

Hérna er "observer" í rauninni eitthvað sem verkar á bylgufallið (wave function), t.d. aðrar eindir, samanber pælingar Carrols síðar í greininni. En margir vilja meina að "observer" þurfi að hafa meðvitund - og báðar greinarnar rugla þessu fram og til baka.

Niels Bohr og Werner Heisenberg voru báðir á því að skammtafræðileg bylgjuföll hrynji við mælingu, einnig, og að niðurstaða mælingar væri skammtafræðilega tilviljunarkenndar. En Erwin Schroedinger taldi fráleitt að það þyrfti einhverja meðvitund til að valda hruni bylgjufallsins, eins og hann reyndi að sýna fram á með hugartilrauninni um köttinn eins og frægt er orðið.

Mér vitanlega hélt enginn þessara vísindamanna því fram að það þyrfti meðvitund til að valda hruni bylgjufallsins, aðeins að ytri áhrif, sem t.d. verða við mælingu, valdi hruninu.

Ein fjölheimakenning gengur út á það að skammtafræðilegt flökt skapi sífellt nýja alheima á borð við okkar, og þar með megi skýra altæka mannmiðjuvandamálið (þ.e. að okkar alheimur virðist skapaður fyrir líf). Það að þessir alheimar séu óendanlegir er auðvitað bara orðaleikur, alheimar hafa ákveðinn líftíma samkvæmt bestu kenningum nútímans, og þó þeir væru óneitanlega margir hverju sinni, þá yrði fjöldi þeirra aldrei óendanlegur.

Strangt tekið er trúlega ekkert í náttúrunni sem er óendanlegt - hvorki alheimurinn né fjölheimurinn. En hérna erum við komin langt út fyrir það sem við getum vitað út frá skoðun á okkar eigin heimi (fyrir utan að það er spurning hvort hugtök eins og tími, eða fjöldi, eigi við utan alheimsins, eða í fjölheiminum).

Bolzmann heilar virðast hafa nokkrar vafasamar forsendur: 1) Alheimar eru óendanlega margir og óendanlega fjölbreytnir, 2) Líkamslausir "heilar" geti skynjað og virkað sem áhorfendur, 3) Meðvitund geti með einhverjum hætti haft skammtafræðileg áhrif á það sem hún skynjar.

Síðastnefnda atriðið er hrein metafýsík, en hefur verið notað af óprúttnum aðilum til að selja bækur með titil á borð við "Leyndarmálið".

Það sem þú segir í lokin, um endalausa alheima og heildartilvist sem hafi alltaf verið til, ja, af hverju ekki? Vitneskja okkar nær einfaldlega ekki svo langt að slá svoleiðis hugmyndir út af borðinu. En sjálfur tel ég ekki að það sé til neitt sem heitir "endalaust", hvorki í tíma, rúmi, né fjölda, án þess að hafa neitt sérstakt fyrir því!

En þegar öllu er á botnin hvolft þá virðist algjörlega óútskýranlegt að það sé yfirhöfuð eitthvað til - að "tilvist" sé raunveruleiki. Alheimurinn er svo miklu ótrúlegra fyrirbæri en fáránlegustu hugmyndir okkar mannannna geta nokkurn tíma orðið.

Brynjólfur Þorvarðsson, 17.5.2014 kl. 09:48

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Auðvitað virðist hver alheimur ekki geta enst óendanlega þó sú ending geti t.d. verið hæglega meir en 1000 föld núverandi aldur okkar alheims, en endanlegt "decay" virðist tímafrekt. Það sannarlega hljómar furðulegt, ef líkamlausir heilar eiga að geta skynjað nokkuð, eða geta haft skipulagða hugsun, en sjálfsagt má halda áfram með þetta, og segja að í endaleysi tíma geti orðið til heilar sem hafa skynfæri - jafnvel hjúp um sig sem gerir þeim mögulegt að endast lengur en eitt andartak. Þ.e. auðvitað þetta vandamál - hvernig þ.e. unnt að framkalla þann alheim sem við búum í, án þess að krefjast "áhorfanda" með vitund. En annars virðist "bylgjufallið" -gott orð- hljóta að gefa ætíð algerlega "random" útkomu þegar það hrynur. Sem leiðir til þessarar hugmyndar, um hugsanlega óendanlegan fjölda alheima, í einhverri stærri tilvist sem þeir nefna "multiverse" sem alltaf hefur verið til. Og síðan er það þegar menn fara að pæla í óendanleika tíma og rúms, sem það virðist ljóst að "allir möguleikar óháð hve ólíklegir hljóta að vera til einhvers staðar." Sem síðan leiðir það fram, að ef "áhorfandi" með vitund getur myndast, þá hljóti hann að vera til staðar. Sem aftur leiðir málið í að klára þanng hring - að það gæti verið áhorfandi með vitund eftir allt saman.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 17.5.2014 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband