Pútín óskar eftir því að uppreisnarmenn í A-Úkraínu, fresti almennum atkvæðagreiðslum í sínum héröðum

Menn geta ef þeir vilja verið ákaflega kaldhæðnir á hina nýju nálgun Pútíns, en á þriðjudag talaði Sergei Lavrov um þörf fyrir "sáttatilraunir í Úkraínu" og á miðvikudag, óskar Pútín eftir því að uppreisnarmenn í Donetsk og Luhansk héröðum. Fresti almennum atkvæðagreiðslum - sem fyrirhugaðar eru nk. helgi.

  • En frestun þeirra er sennilega forsenda þess, að stjórnvöld í Kíev séu til í að "íhuga vopnahlé."

Reyndar krefjast Rússar þess enn, að stjv. í Kíev - dragi herlið sitt til baka frá A-Úkraínu -> en strangt til tekið er venja um vopnahlé, að aðilar sem eiga í bardögum - hætti öllum árásum og skothríð, en liðsveitir séu áfram á sömu stöðum, á sömu víglínum. 

Ef stjórnvöld draga sig alla leið til baka, þá hafa þau sennilega þaðan í frá, enn minni áhrif á rás atburða þar en nú - - kaldhæðinn mundi álykta að það sé jafnvel allt og sumt sem Pútín vill ná fram.

Meðan á friðarviðræðum standi, mundu þá uppreisnarmenn - geta betur undirbúið sína atkvæðagreiðslu, sem eiginlega hlýtur að vera ákaflega hroðvirknislega undirbúin á nokkrum vikum undir miklum þrýstingi, almenn þátttaka íbúa gæti þá orðið lítil. Að auki, komið betra skipulagi á stjórn þeirra svæða, sem þeir hafa á sínu valdi.

Og þ.s. að sjálfsögðu hugsanlegt að þetta standi að baki hjá Pútín.

-----------------------------------

Á hinn bóginn hafa rússn. fyrirtæki verið undir töluverðum þrýstingi á mörkuðum, sem líklega þíðir að þau eru að tapa fé, rússn. aðilar hafa átt í vandræðum með "fyrirgreiðslu" og það hefur verið nokkur fjárflótti frá Rússlandi.

Ef Pútín, lækkar spennuna nú, gæti hann minnkað þetta tap, minnkað þrýstinginn á rússn. efnahag, frestað frekari refsiaðgerðum Vesturlanda - - dregið almennt úr efnahagstjóni.

Það án þess að viðræður skili nokkru - - þetta gæti einnig vakið fyrir Pútin.

------------------------------------

Svo er auðvitað þriðji möguleikinn að Pútín sé fyllsta alvara með það, að óttast þá þróun sem sé í gangi innan Úkraínu, enda ef það skellur á borgarastríð mundi flóttamannastraumur vera umtalsverður án vafa til Rússlands, að auki gæti stríðið valdið óróa innan nálægra héraða í Rússlandi.

Þannig séð, gæti hann litið svo á, að mikilvægum markmiðum hafi verið náð, þ.e. staða stjórnvalda í Kíev hafi veikst mikið - sem líklega gangi ekki til baka. Þau eru þegar sjálf farin að lofa, auknu sjálfforræði svæða innan landsins - sérstaklega Donetsk og Luhansk. Það mundi líklega vera erfitt fyrir þau að bakka frá þeim loforðum, ef það á að vera minnsta von um að binda enda á átök.

Hann gæti litið svo á, að með diplómatískum þrístingi geti hann náð fram frekari markmiðum, án þess að taka áhættu á stríðsátökum í næsta landi, og án þess að samskipti við Vesturlönd versni frekar.

  • Hið minnsta er möguleiki að nú sé komin hugsanleg opnun fyrir nýtt friðarferli innan Úkraínu.
  • Það er því líklega fyllsta ástæða til að skoða það mál af fyllstu alvöru.

Putin Says He’s Moving Troops From Border to Ease Tension

Putin calls on Ukraine rebels to put off secession vote

 

Niðurstaða

Höfum það vissulega í huga að Pútín sennilega leggur ískaldan "calculus" á allar ákvarðanir sem hann tekur. Það getur vel verið að þetta sé einungis tímabundin taktík, að minnka þrýstinginn á rússn. efnahagslíf - en ef tilraun til friðarsamninga fer fram, þá mundi þrístingurinn á Rússland og rússn. fyrirtæki minnka á mörkuðum, sem mundi draga úr efnahagstjóni. Og að auki, ekkert yrði sennilega af frekari refsiaðgerðum af hálfu Vesturlanda a.m.k. í bili. 

Síðan gæti Pútín metið það, að hlé á bardögum meðan viðræður fara fram, mundi gefa uppreisnarmönnum lengri tíma til að skipuleggja stjórn sína á þeim svæðum sem þeir hafa náð taki á betur, og að auki undirbúa betur þá atkvæðagreiðslu sem þeir ætla að halda.

Ekki síst, getur það verið, að Pútín sjái þ.s. kost - að veita stjórnvöldum í Kíev, andrými - þá til þess að þau nái betur stjórn á málum, á svæðum annars staðar innan Úkraínu en Donetsk og Luhansk. Svo þau geti kælt ástandið á þeim svæðum - hugsanlega forðað frekari upplausn landsins. En það þarf alls ekki vera að Pútín vilji þá útkomu, þ.e. svo mikla upplausn á þjóðríkinu Úkraínu að leitt gæti til borgaraátaka. 

Ef viðræður fara út um þúfur, mundu Luhansk og Donetsk héröð líklega fljótt í kjölfarið yfirgefa landið, en kannski mundi andrýmið sem Pútín gefur, veita stjv. þann frið sem þau þurfa - til þess að brotthvarf þeirra héraða framkalli ekki "frekari upplausn í landinu."

Kannski nægir það Pútín, að fá Donetsk og Luhansk héröð. Hann vilji í raun og veru ekki borgarastríð.

Hver veit, það á eftir að koma í ljós hvað raunverulega vakir fyrir Pútín. En þ.e. a.m.k. tilraunarinnar virði, að gera þessa tilraun - með vopnahlé og friðarviðræður! 

 

Kv. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband