6.5.2014 | 21:55
Rússland leggur til frestun forsetakosninga í Úkraínu - stjórnvöld í Úkraínu segja rússneska mótmælendur sjálfa óvart hafa orsakað eldhaf sem drap 46
Viðbrögð fulltrúa stjórnvalda vesturlanda hafa verið á þann veg að "hrauna yfir tillögu Rússa" að forsetakosningum í Úkraínu, sem fyrirhugaðar eru þann 25. nk., verði slegið á frest. En Sergei Lavrov sagði að undarlegt væri að halda kosningar við þær aðstæður þegar nánast stríðsástand ríkti í tveim héruðum landsins. Betra væri að fresta þeim - lýsa yfir vopnahléi - síðan fara í það verk sem Rússar hafa áður talað um, að endursemja stjórnarskrá landsins, í tillögum Rússa virðist þó gert ráð fyrir svo miklu sjálfræði héraða. Að það mætti líta á þ.s. nánast upplausn miðstjórnarvalds - þess vegna landsins, í sjálfstjórnarhéröð. Það gengur sennilega of langt.
Russia urges Ukraine to postpone presidential elections
Það þíðir þó ekki að hugmyndin í almennum skilningi - að fresta kosningum, að lýsa yfir vopnahléi, semja nýja stjórnarskrá í víðtæku samráði - - sé slæm hugmynd.
ÖSE getur sjálfsagt gegnt hlutverki "milligönguaðila" og hugsanlega geta fundir farið fram í einhverju aðildarlanda ÖSE - - þess vegna ef út í þ.e. farið, á Íslandi.
Líklega ekki hjá því komist að fulltrúar andstæðinga stjórnvalda í A-Úkraínu, fái fulla þátttöku.
En þeir virðast ætla að halda velli þrátt fyrir allt þ.s. ríkisstjórnin reynir, til að brjóta þá hópa á bak aftur. Þeir hörðu bardagar sem hafa sl. 2 daga farið fram í Donetsk, eru bersýnilega að framkalla hættu á frekari vandræðum - - en það hafa einhverjir óbreyttir borgarar fallið sennilega af þ.s. kallað er "stray bullets" en þ.e. alltaf hætta þegar mikið er skotið að einhverjir nærstaddir sem ekki eru þátttakendur í átökum, verði fyrir skotum - þó þeim sé ekki miðað að þeim sérstaklega.
Þau dauðsföll meðal almennra borgara þó þau séu ekki mörg - - bætast ofan á reiði vegna dauða 46 í eldhafi í Odessa sl. föstudag.
Ég skil alveg að tortryggni ríki gagnvart Rússlandi, stjórn Pútíns er ekki sérlega þekkt fyrir "lýðræðisvilja." Eða háan standard á lýðræði heima fyrir - - þannig að lexía þaðan um lýðræði hljómar sannarlega smá hjákátleg.
En á hinn bóginn, virðist líklegt að ef forsetakosningar fara fram þann 25. nk., "þá muni þær trauðlega sameina landið" líkur á að þau héröð þ.s. líklega verður ekki kosið, því þar hefur stjórnin engin völd lengur. Muni ekki líta á nýjan forseta sem "lögmætan." Fremur en þann núverandi.
Og þ.e. hætta á að ókyrrð muni breiðast út frekar en orðið er, þær tvær vikur sem eftir eru, ekki hægt að útiloka að kosningarnar verði fyrir umtalsverðum truflunum víðar.
- Afstaða t.d. forseta Frakklands, virðist vera að það sé í sjálfu sér svo mikilvægt markmið að kosningarnar fari fram, að nýr kjörinn forseti taki við.
- Að afstaða Rússlands sé tortryggileg, að baki liggi það markmið eitt - að koma í veg fyrir að kosningarnar fari fram.
- Vandinn er í dag, að landið virðist í öruggum farvegi í átt að borgarastríði.
- Einhver þarf að gefa eftir, ef það á ekki að enda þannig.
Deadly Ukraine Fire Likely Sparked by Rebels, Government Says
"A horrific fire that killed dozens in a hulking Odessa building where pro-Russian protesters had taken cover was likely sparked by rebels on the roof who accidentally dropped Molotov cocktails, according to a preliminary investigation by the government."
Ég bendi fólki að horfa vandlega á eftirfarandi myndband sem tekið var bersýnilega af húsi handan við torgið í Odessa, ef menn taka vel eftir rás atburða eftir miðbik myndbands - má sjá fólk henta molotof kokteilum á húsið, og a.m.k. einn hlaupa með slíkan í átt að því - rétt áður en klippt er á, síðan í næstu senu sýnt slökkvilið að störfum. Það má þó einnig sjá eld á einum stað á 4. hæð. En á sama tíma, mikinn eld á jarðhæð - - þ.e. "consistent" við það, að eldur hafi verið orsakaður af molotof kokteilum hent af þeim sem stóðu fyrir neðan. Þ.e. rökrétt síðan að eldurinn leiti upp- -sérkennilegt að halda því fram að hann hafi leitað niður. Ég held að niðurstaða úkraínskra stjórnvalda sé augljóslega ótrúverðug:
Þegar úkraínsk stjórnvöld standa fyrir slíku rugli - eru þau að sjálfsögðu að eyðileggja allan hugsanlegan trúverðugleika.
Niðurstaða
Það virðist vera að komið að 11. stundu fyrir Úkraínu. Einhver þarf að bakka ef ekki á að raunverulega skella á borgaraófriður í landinu, sem getur á endanum þróast yfir í mjög blóðugan hildarleik. Það markmið að forða þeirri útkomu, hlýtur að vera það mikilvægasta af öllum.
Vandinn er sá, að hvor deiluaðili ætlast til að hinn gefi eftir. Og klappliðið í kring, hvort sem það eru Vesturlönd eða aðrir - virðast hafa valið sinn aðila til að styðja.
Ef þetta reipitog heldur áfram, þá getum við séð svipaðan hildarleik í Úkraínu og í Sýrlandi.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Einar Björn
Það má ekki kalla þessa stuðningsmenn stjórnvalda í Kænugarði Neo- Nazista, þrátt fyrir að “Right sector” hópurinn sé með úlfamerkið (Wolfsangel logo) á sér og á fána (en þetta úlfamerki er reyndar viðurkennt meðal allra Neo-Nazi hópa), þar sem að allt slíkt eða Neo -Nazi er eitthvað svo neikvætt fyrir stjórnvöld í Bandaríkjunum og Kænugarði. Í annan stað þá vilja menn alls ekki minnast á allar þessar hótanir, glæpi og núna má alls ekki tala um þessar skipulögðu aftökur er "Right sector" hefur staðið fyrir þarna í Oddess -a, þrátt fyrir að til séu sjónarvottar og vitnisburðir af öllum þessum atburðunum þarna, þá á núna að þegja yfir öllu, þar sem að allt svoleiðis þjónar ekki áróðri stjórnvalda í Kænugarði og Bandaríkjunum.
Kiev and Right Sector Kristallnacht Odessa http://www.veteranstoday.com/2014/05/05/kiev-and-right-sector-kristallnacht-odessa-extreme-graphics/
'Neo-fascists killed my son!' Fear, frustration & grief grips Odessa https://www.youtube.com/watch?v=i7GeLC7k39I
Odessa Massacre - Evidence The Mainstream Media Won't Show You [WARNING: Disturbing Footage] http://scgnews.com/odessa-massacre-evidence-the-mainstream-media-wont-show-you-warning-disturbing-footage
Provocation gone wrong: Murky forces instigating Odessa violence? http://rt.com/news/156744-video-footage-odessa-fire/
How Neo-Nazi Thugs Supported by Kiev Regime Killed Odessa Inhabitants. Photographic Evidence http://www.globalresearch.ca/new-data-raise-further-doubt-on-official-view-of-august-21-gas-attack-in-syria/5380727
Allur fréttaflutningur annar frá Oddess-a skal núna kæfður í fæðingu og algjörlega gegn fórnarlömbum og sjónarvottum þarna, til þess eins að styðja við stefnu stjórnvalda í Bandaríkjunum og Kænugarði, ekki satt? Fyrrum “friðsömu mótmælendur” Kænugarðs (eða núna í dag umboðslaus stjórnvöld Kænugarðs) hafa fyrirskipað og flutt heilu skriðdrekasveitirnar áleiðis með lestum til Sloviansk. Þrátt fyrir að Sergei Lavrov hafi bent á að það þýðir ekkert að hafa fund öðruvísi en að bjóða aðgerðarsinnum á hann, þá lítur það út fyrir sem að stjórnvöld í Kænugarði og Bandaríkjunum séu ekkert á því að reyna einhverja friðsamlegar samningaviðræður.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 7.5.2014 kl. 12:17
Ukraine Crisis Today- Democracy caught on camera (this will never be shown on mainstream media) http://www.dailymotion.com/video/x1szu0n_ukraine-crisis-today-democracy-caught-on-camera-this-will-never-be-shown-on-mainstream-media_news
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 7.5.2014 kl. 12:41
How Neo-Nazi Thugs Supported by Kiev Regime Killed Odessa Inhabitants. Photographic Evidence http://www.globalresearch.ca/how-neo-nazi-thugs-supported-by-kiev-regime-killed-odessa-inhabitants-photographic-evidence/5380504
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 7.5.2014 kl. 13:10
Það sem þú hefur gaman af videóhlekkjum,þá er ég með einn slíkan einmitt frá sl. föstudegi í Donetsk: https://youtube.googleapis.com/v/Wl1oqASAmK0%26rel=1
-----------------------
Hann sýnir rússn.mælandi óeirðaseggi, þegar þeir gera atlögu að fjölmennri göngu úkraínskumælandi - upphaf slagsmála sem síðan fóru víða um bæinn. Og enduðu í voðaverkinu er rússn.mælandi hópurinn var að nokkrum hluta brenndur inni.
------------------------
Ég er viss að þetta myndband er ekki sínt á þessum áróðurssíðum sem þú heldur að flytji sannleikann.
------------------------
Síðan er ég með annað, sem sýnir Rússana í þetta sinn á flótta undan Úkraínumönnunum, í videóinu má sjá nokkra þeirra fá að ganga milli óeirðalögreglumanna í skjól að baki þeim. Taktu eftir manninum sem er vopnaður byssu í rússn. hópnum, en að baki lögreglumannanna greinilega kasta þeir hlutum að Úkraínumönnunum: https://www.facebook.com/photo.php?v=269588919887484&set=vb.100005091337039&type=2&theater
------------------------
Ég efa einnig að það myndband sé sýnt á sömu áróðurssíðum. Þú hefur bersýnilega eingöngu áhuga á annarri hliðinni á málinu - þ.e. róttækni úkraínsku þjóðernissinnanna,því að einhverra hluta vegna hefur þá ákveðið að vera fylgismaður rússn.mælandi þjóðernissinnanna- fylgja þeim að málum, trúa hverju því sem haldið er fram af netmiðlum sem virðast flytja fréttir sem gersamlega virðast "partisan" styðja þeirra málstað án nokkurrar gagnrýnnar hugsunar.
-------------------------
Þarna eru tveir hópar öfgaþjóðernissinna að takast á - þ.e. ekki að Rússarnir séu saklausir og Úkraínumennirnir séu vondir, það hefur t.d. fullt af fólki horfið sporlaust á svæðum undir stjórn rússn.mælandi þjóðernissinnanna, veit enginn afdrif flestra þeirra - geta verið lífs eða liðnir, enginn veit. Að sjálfsögðu eru þeir allir stuðningsmenn rússn.stjv. eða grunaðir um stuðning við þau. Báðir hóparnir eru að sá illsku og tortryggni, og þeir fara illa með hvorn annan þegar þeir geta.
------------------------
Og áróðurinn í málflutningi beggja er auðvitað "fáránlegur" sbr. um stjv. og stuðningsmenn - nasistar. Eða af þeirra hálfu á andstæðinga sína, hryðjuverkamenn. Áróður beggja, er að sá hatri, varpa hugi fólks - - en ekki síst, er það öfgakenndar túlkanir á rás atburða sem sjá m.a. má á þeim hlekkjum sem þú vísar á,þ.s. báðar fylkingar túlka allt sem gerist á oft ótrúlega illskulegan máta.
-----------------------
T.d. er fátt sem bendir til þess að óeirðirnar í Odessa hafi verið skipulagðar - þarna voru tveir hópar öfgamanna, sem njóta þess að berja hvor á öðrum. Að það átti við rússn.hópinn, sést á árás þeirra á úkraínska hópinn upphaf þeirra átaka, síðan sést vilji þeirra til að berjast áfram á seinna myndbandinu þ.s. þeir halda áfram, þ.e. nokkrir þeirra þó sá hópur hafi verið á flótta rétt á undan. Og auðvitað, sést bardagagleði Úkraínumannanna vel. Þetta eru tveir hópar af heimskum þjóðernisfasistum, þ.e. úkraínskir þjóðernisfasistar og rússn. þjóðernisfasistar að berjast. Þarna á milli einhvers staðar er síðan almenningur, sem lýður fyrir spellvirki og ógnir ógnarhópanna tveggja.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 7.5.2014 kl. 20:54
Sæll Einar Björn
Jú, Jú það er rétt hjá þér ég hef gaman af sjá myndbönd. Ég er reyndar búinn að heyra um "flase flag operation"dæmi áður þarna í Úkraínu, þar sem að úkraínutalandi fólk (mole) eru í því að leika aðgerðasinna (patsy), á svona undarlegum tökustað. Ef þú hefur ekki séð svona áður þá get ég bent þér á þetta hér: http://www.globalresearch.ca/how-neo-nazi-thugs-supported-by-kiev-regime-killed-odessa-inhabitants-photographic-evidence/5380504 með texta fyrir neðan myndina, þarna á síðunni:" These thugs must be found. They could tell a lot about when the murdering plan implementation has started, and how in advance they brought supplies for Molotov’s cocktails to the Trade Unions House.
Ég er viss að þetta efni eins og það er á globalresearch.ca sé alls ekki hægt að finna á áróðurssíðum Reuter, CNN, BBC (með þessum líka stóru logo- um) eða hvað hjá öllum þessum hörðu stuðningsmönnum fyrir núverandi stjórnvöld í Kænugarði og Bandaríkjunum.
Það hefði verið betra fyrir þig að nefna þessar þrjár herþyrlur er aðgerðarsinnar skutu niður. En hvers vegna ættu aðgerðarsinnar að taka myndir af sjálfum sér, og láta síðan einhverja stuðningsmenn stjórnvalda í Úkraínu setja þetta efni svona á netið? Kannski er þetta gott skólabókadæmi, en þeir hjá CIA hafa lært þetta mjög vel af þeim hjá Mossad.
Þetta myndband númer 2 í röðinni hjá þér sýnir góða samvinnu hjá lögreglunni með stuðningsmönnum umboðsl. stjórnvalda landsins gegn aðgerðarsinnum þarna. Þar sem að lögreglan leyfi öllum stuðningsmönnum umboðsl. stjórnvalda þarna að nota vélbyssur gegn aðgerðarsinnum.
Ef það er einhver leið fyrir þessa áróðursfjölmiðla N.Y. Times, BBC og fleiri með að búa til lygar gegn Rússum, þá er það nokkur vegin öruggt að það verður gert strax, en þessir atburðir þarna í Odessa er eitthvað sem ekki er hægt að klína beint á Rússa.
Þekktur saksóknari í Úkraínu General Oleh Makhnitsky hefur reyndar sagt; “This action was not prepared at some internal level, it was a well-planned and coordinated action in which some authorities’ representatives have taken part”
Auk þess benda vitnisburðir frá fórnarlömbum til þess að aftökurnar hafi verið skipulagðar.
Odessa tragedy survivor: 'Nobody expected such cruelty' https://www.youtube.com/watch?v=ZAOXqsRAORg
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 8.5.2014 kl. 02:48
Ukrainian nationalists mock, celebrate Odessa inferno victims https://www.youtube.com/watch?v=kgSwM794MJs
Ukraine another CIA coup victim: Analyst http://www.presstv.ir/detail/2014/05/05/361428/ukraine-another-cia-coup-victim/
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 8.5.2014 kl. 03:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning