4.5.2014 | 19:43
Stjórnvöld Úkraínu virðast ekki beint góð í því að "stilla til friðar" þegar landið færist nær ástandi borgarastríðs
Eins og hefur komið fram í fréttum, urðu nokkrar múgæsingar í hafnarborg Úkraínu við Svartahaf - Odessa. Þegar þúsundir söfnuðust saman við aðallögreglustöð borgarinnar, kröfu hópsins að 67 rússneskumælandi einstaklingum er voru meðal þeirra sem voru handteknir í kjölfar óeirðanna sl. föstudag yrði sleppt, var fyrst hafnað af yfirvöldum á staðnum. En eftir að hópurinn réðst að stöðinni, leitaði inngöngu, braut glugga - - var þeim sleppt, að sögn yfirvalda.
Á meðan aðgerðum stóð sönglaði hópurinn - "Russians won't abandon their own!" - "Russia! Russia!" - "we will not forgive!""
Ef ríkisstjórnin hefði haft "lágmarks skynsemi" þá hefðu múgæsingarnar sl. föstudag "strax verið fordæmdar" - rannsókn hafin, að handtaka einhvern fjölda þeirra sem tók þátt í látunum var ekki undarlegt "strangt til tekið" - en yfirlýsingar stjórnvalda um helgina hafa ekki beint verið þess eðlis, að skapa traust á því að þeir "handteknu" fengu réttláta málsmeðferð.
Ukraine Violence Spreads as Government's Grip on East Loosens Further
Pro-Russians storm Odessa police station, PM slams local police
Ukraine struggles to maintain order
Nefnum dæmi:
- "Ukraines Interior Ministry said that a preliminary investigation found that the fire may have been caused by Molotov cocktails thrown from above by pro-Russian activists." - reynt að halda því fram að rússn.mælandi hópurinn sem leitaði skjóls í tiltekinni byggingu, hafi sjálfur kveikt í. Þetta var sagt á laugardag.
- Settur forsætisráðherra Úkraínu fór til Odessa á Sunnudag og sagði eftirfarandi sbr: "Ukrainian Prime Minister Arseniy Yatsenyuk on Sunday blamed the country's security services for failing to stop Friday's violence in Odessa. He said there would be a "full, comprehensive and independent investigation," and that all those who helped instigate the violence would be tracked down." - - En hann sagði einnig eftirfarandi If the law enforcement system in Odessa worked . . . and protected people, then all of these terrorist organisations would be disposed, - akkúrat hann og hans ráðherrar kalla andstæðinga aldrei neitt annað en "hryðjuverkamenn" og þeirra athafnir neitt annað en hryðjuverk, þá er rannsóknin á óeirðunum orðin rannsókn á hryðjuverkum, síðan sagði hann að auki - all instigators, all organisers and all those that under Russian leadership began a deadly attack on Ukraine and Odessa - með öðrum orðum að "óeirðirnar hafi verið þáttur í hinni rússnesku árás á landið sem ríkisstjórnin segir vera í gangi."
Svona orðalag er ekki beint til þess að skapa tiltrú á því að rannsókn verði óhlutdræg. Þegar að því er virðist að ráðherra telur sig vita fyrirfram - hvað var í gangi.
Vandinn virðist m.a. að aðilarnir sem takast á innan Úkraínu séu orðnir blindaðir af eigin áróðri
Stjórnvöld sjá allt sem gerist - í formi aðgerða þess hluta rússneskumælandi íbúa sem er virkur í andstöðu gegn henni, hvort sem það eru mótmæli eða óeirðir eða róttækari aðgerðir svo sem að setja upp vegatálma eða storma opinberar byggingar, sem hluti af rússnesku plotti til að "grafa undan miðstjórninni í landinu."
Allir þeir sem taka þátt í slíkum aðgerðum, virðast fá titilinn - hryðjuverkamenn.
Andstæðingar ríkisstjórnarinnar eru á sinn hátt að mörgu leiti eins slæmir, en hún virðist gjarnan kölluð "junta" sem er enskur frasi sem gjarnan er notaður utan um valdaklíkur herforingjastjórna, síðast þegar ég vissi þá varð ekki "valdarán hersins" eða "coup d'état" í landinu og landinu er ekki stýrt af fámennri herforingjaklíku.
Síðan þegar rætt er um þá sem styðja stjórnina eða vinna fyrir hana, þá eru þeir nánast alltaf titlaðir "nasistar" - - það áhugaverða er, að þessu er að því er virðist útbreitt trúað af hópum róttækra andstæðinga, að stjórnarliðar séu nasistar
- Stjórnarsinnar sjá andstæðinga sína sem hryðjuverkamenn eða einhverskonar 5-herdeildir á vegum Rússa.
- Rússneskumælandi andstæðingar, sjá stjórnina sjálfa sem "junta" - byltingin er titluð "coupe" einnig eins og um herforingjabyltingu hefði verið að ræða - og stjórnarsinnar, nasistar.
Þessi gagnkvæma "andstyggilega" orðaræða er að sjálfsögðu að eitra öll samskipti á báða bóga.
Magna upp tortryggni - - og eins og ég benti á að ofan, hvernig ráðherrar landsins tala sjálfir, eflir þá tortryggni sem er til staðar, og stöðugt að hlaðast upp. Jafnvel þegar forsætisráðherrann fór sérstaklega til Odessa, til að "gera tilraun til að lægja öldur" - með því að:
- Fyrirskipa opinbera rannsókn.
- Lögreglustjóri borgarinnar hefur verið rekinn.
Þá eyðileggur hann þá tilraun til sátta, í eigin orðaræðu.
Það má meira að segja vera að hann trúi því "heiðarlega" að andstæðingarnir séu hryðjuverkamenn, en þá á hann ekkert erindi að vera forsætisráðherra landsins. Ef hann er þetta "ofstækisfullur" sjálfur.
---------------------------------
- Það er einmitt vandamálið, að "ofstækið er gagnkvæmt."
- Og að auki, ofstæki beggja fylkinga elur á frekara ofstæki, magnar það hjá báðum.
Niðurstaða
Ég er reyndar algerleg viss um, að flugumenn Rússa eru á svæðinu. Og eru líklega að ástunda að grafa undan stjórninni í Kíev. Samt sem áður, gengur ekki sú umræða sem stjórnvöld stunda. Að titla andstæðinga sína hryðjuverkamenn og sjá allt sem gerist sem rússneskt plott.
Málið er, að þó líklega sé sannarlega til staðar rússn. plott, er örugglega ekki nærri allt sem er í gangi, hluti af því. Heldur sé raunverulega um að ræða töluverða andstöðu gegn stjórninni meðal íbúa, sem eru rússneskumælandi.
Að titla alla sem hryðjuverkamenn og/eða erlenda flugumenn - einungis magnar þá reiði sem býr í þeim andstöðuhópum. Gerir þá ákveðnari í því að berjast gegn stjórninni. Magnar þeirra tortryggni.
Þó svo að andstæðingar stundi fyrir sitt leiti afskaplega "andstyggilega" orðaræðu, þá er það ekki næg afsökun fyrir stjórnina - - að vera sjálf "jafn slæm" hvað þann þátt varðar.
Eins og málin birtast, þá talar stjórnin eins og að þeir sem sitja á valdastólum, séu sjálfir a.m.k. ekki minni róttæklingar eða öfgamenn, og þeir andstæðingar sem geta ekki talað um stjórnarsinna með öðrum hætti en sem nasista eða stjórnina sem "junta" eða byltinguna sem "coupe."
Þá verður þetta að baráttu - - tveggja öfgafylkinga um völdin í landinu.
Þegar enginn virðist vera að leita eftir því að lægja öldur, þá sé vart um annað að ræða en að vandinn haldi áfram að stigmagnast alla leið upp í borgarastríð.
-------------------------------------------------
Rakst á þessa áhugaverðu grein um "kinverskt megapródjekt" í Nígaragúa, áhugavert:
China's 'ordinary' billionaire behind grand Nicaragua canal plan
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 5.5.2014 kl. 08:32 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Einar Björn
Því miður þá er það nú einu sinni þannig með þessa fjölmiðla er styðja stjórnvöld í Bandaríkjunum og Kænugarði, að það má alls ekki tala neitt um aðild CIA og FBI manna þarna í Úkraínu, hvað þá minnast á hvað fyrrum forseti Viktor Yushchenko sagði um aðild CIA að þessu Coup d'etat gegn honum og hans þingmönnum með koma ríkisstjórninni landsins frá völdum, hvað þá um heimsókn John O. Brennan og æstu yfirmanna CIA til Kænugarðs, eða hvað þá um þessa einu hæð í Öryggisráðuneyti Úkraínu er hefur verið lögð undir starfsemi CIA starfsmanna þarna, því það á að kenna Rússum og Rússlandi um allt saman og/eða reyna skálda eitthvað upp með áróðri um að Rússar hafi áform, flugumenn og sérstakar fjarstýringar á alla rússneskumælandi íbúum Úkraínu og hvað eina. En þetta er Nuland- isminn að borga meira en 5. milljarða dollar fyrir óeirðir og ófrið til að koma sitjandi Ríkisstjórn landsins frá völdum, og svo reyna bæla niður allt sem beint er gegn Nuland-ismanum. Það má ekki gleyma því að hún Viktoria Nuland er orðin álíka fræg og öll helstu illmenni mannkynsögunnar þarna í Úkraínu, og einnig þar sem hún og Geoffrey Pyatt skipulögðu og settu saman þessa umboðslausu Ríkisstjórn landsins.
Eins og segir þá er þetta örugglega það sem að ríkisstjórn Bandaríkjanna vill líka og alveg samkvæmt bókinni The Grand Chessboard hans Zbigniew Brzezinski með að koma upp glundroða, átökum og skipta upp allri Úkraínu. Þetta hatur hans Zbigniew Brzezinski á Rússum virtist vera stimplað og skrifað inn í hans DNA., en þetta er mikill stuðnings- og áhrifamaður ríkisstjórnar hans Obama. Bandarískir stjórnmálamenn eins og t.d. John McCain og fleiri voru löngu fyrir þessa atburði í Úkraínu búnir að lýsa yfir fyrirlitningu Rússum og Rússlandi, þannig að eitthvað núna frá þeim er ekkert nýtt.
Það er spurning hvort þetta plan núna sé allt saman að ganga upp hjá stjórnvöldum í Bandaríkjunum svo og öll þessi væntanlegu stríðsáform- Neocons og fyrir alla vopna- og hergagnaframleiðsluna. Ég veit ekki eins og segir hvaða stríð byrjar næst við þetta allt saman þarna í Úkraínu, en eins og segir þá er nærtækast að benda á 'Zionist Plan for the Middle East' (hans Oded Yinon 1982) og/eða hérna PNAC og Clean Break .
General Wesley Clark fyrrum Nato Commander yfir Evrópu, er reyndar fyrir löngu búinn að átta sig á í hvað stefnir, því að eftir 11. september 2001,og komst hann að því að ekki stæði til að fara bara í stríð við Sýrland, Írak, Líbíu heldur einnig í stríð gegn Lebanon, Sómalíu, Súdan og Íran (Sjá FORA.tv). Eitthvað hefur þetta nú allt riðlast hvað forgangsröðun og tímasetningu varðar, en ég mæli með að fólk horfi á myndbandið á FORA.tv.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 4.5.2014 kl. 23:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning