Ásakanir ganga á víxl milli fulltrúa Vesturvelda og Rússa - fjöldi látinna í Odessa virðist a.m.k. 46

Eins og við vitum voru alvarlegar óeirðir í borginni Odessa á föstudag: Banvænar óeirðir í Odessa - borgarastríð hafið í Úkraínu?. Á laugardag gengu ásakanir á víxl milli fulltrúa Vesturvelda og Rússa, þ.s. Rússar kröfðust þess að stjórnvöld Úkraínu létu af aðgerðum sínum gegn andstæðingum sínum í A-Úkraínu og sögðu ríkisstjórn Úkraínu bera ábyrgð á manntjóninu í Odessa. Á sama tíma, kröfðust fulltrúar Vesturvelda þess að Rússar "hættu stuðningi við aðgerðir uppreisnarhópa í A-Úkraínu í uppreisn gegn stjórnvöld landsins." 

Í vægt sagt mjög áhugaverðri fréttatylkynningu frá Kíev - - var því haldið fram að rússn.óeirðaseggirnir hefðu sjálfi kveikt í byggingunni, sem þeir höfðu leitað skjóls í: 

"Ukraine’s Interior Ministry said that a preliminary investigation found that the fire may have been caused by Molotov cocktails thrown from above by pro-Russian activists."

Þetta passar ekki við mjög áhugaverða ljósmynd frá Reuters, þ.s. klárlega má sjá aðila munda Mólof Kokteil við það að kasta honum í átt að húsinu, er það þegar stendur í björtu báli:

A protester throws a petrol bomb at the trade union building in Odessa on 2 May 2014

Síðan er mjög áhugavert Vídeó er virðist sýna "árás úkraínskumælandi óeirðaseggjanna" á húsið þ.s. rússn.mælandi óeirðaseggir höfðu leitað skjóls, Vídeóið virðist tekið af húsi handan við torgið - á því má sjá eld á 4. hæð, sem ekki er vitað "af hverju kviknaði" fyrir utan eldhafið á jarðhæð:

Svo er annað Videó, sem að sögn fréttar þ.s. hlekkjað var á, það sýnir "rússneskumælandi óeirðaseggi" í Odessa borg fyrr á föstudag, þegar þeir eru í miðjum klíðum að "skjóta á andstæðinga sína" úkraínsku mælandi óeirðaseggi, hluti af þeim átökum sem voru í borginni áður en harmleikurinn varð síðar um kvöldið - sjá má einstaka með "byssu um hönd:"

Að lokum eitt VIDEO enn, það virðist sýna "óeirðalögreglu" hleypa hópi rússn.mælandi óeirðaseggja í gegn, meðan að hún síðan lokar skjöldum saman að nýju - og kemur í veg fyrir að úkraínskumælandi óeirðaseggirnir geti komist að rússunum a.m.k. í það skiptið. Síðan skv. fréttum, hvarf óeirðalögreglan af vettvangi. Það sérstaka við vídeóið er að, lögreglan "afvopnar" ekki Rússana. Vel sést að einn þeirra er vopnaður byssu. Og að þeir eru að fleygja í Úkraínumennina, yfir lögregluna.

---------------------------------------------

En skv. fréttum hófust óeirðirnar einmitt á - - "árás rússn.mælandi óeirðaseggjanna" - síðan bárust leikar víða um miðborgina. Síðan um kvöldið, lét úkraínsku mælandi hópurinn "kné fylgja kviði" með hörmulegum afleiðingum - - fyrir rússn. hópinn.

Dozens killed in Ukraine fighting and fire; OSCE monitors freed

En ég held það sé enginn vafi á, að úkraínsku óeirðaseggirnir brenndu andstæðinga sína inni - - þó að hinir hafi byrjað slagsmálin. Gekk það alltof langt, að brenna hina inni.

 

Það er þó a.m.k. eitt jákvætt sem gerðist, að fulltrúum ÖSE hefur verið sleppt í Slaviansk

Fulltrúi Rússa sem fór til fundar við Vyacheslav Ponomaryov sjálfskipaðan borgarstjóra Slaviansk, fékk þá leysta úr haldi. Á myndinni að neðan má sjá Vyacheslav Ponomaryov í fullum herklæðum:

Pro-Russian leader Vyacheslav Ponomaryov (left)

Pro-Russia Militants Release OSCE Observers in Ukraine

Skv. fréttum verjast Ponomaryov og menn hans enn sókn úkraínska hersins inn í Slaviansk, skv. fréttum stjórnvalda Úkraínu sækist sóknin hægt - því að áhersla sé á að forðast mannfall almennra borgara. Skv. fulltrúa stjórnvalda í Kíev, séu hermennirnir að fást við "þrautþjálfaða málaliða."

Ukraine Suffers Deadliest Day of Fighting

Hverjir þeir eru, þá líta þeir út eins og aðilar sem hafa fengið "herþjálfun" og kunni með vopn sín að fara.

Ef svo væri ekki, þá líklega væri herinn þegar búinn að sigrast á þeim. Og auðvitað hefðu þeir ekki getað skotið niður tvær þyrlur hers Úkraínu, ef þeir væru ekki þjálfaðir til vopna. Hvort sem þeir eru fyrrum hermenn úkraínska hersins eða rússn.flugumenn, eins og stjv. Úkraínu vilja meina.

 

 Ummæli fulltrúa Bandaríkjanna á SÞ vekja ugg!

"During an emergency session of the United Nations Security Council, U.S. Ambassador Samantha Power expressed concern via Twitter about "very alarming words from Russian diplomats" on the right to do peacekeeping under the U.N. charter."

En þegar Rússar fóru inn í Georgíu fyrir nokkrum árum, skutu her landsins í spað - var sú herför sögð vera friðargæsla.

Stjórnvöld Úkraínu hafa áður sagt, að ef rússn.hersveitir halda innreið undir og segjast ætla að "stilla til friðar" muni litið á það sem innrás, og úkraínski herinn muni verjast af fullri hörku.

Í Georgíu voru harðir bardagar í ca. 2-daga þangað til að her landsins var sigraður. Rússar gætu ákveðið að fara inn í Luhansk og Donetsk héruð, og gætu ákveðið að "kalla það" friðargæslu, þó að til þess að taka sér stöðu í helstu borgum og bægjum þeirra - yrðu þær hersveitir fyrst að sigrast á stjórnarher landsins.

Ég held að enginn mundi kalla þetta annað en "innrás" nema þeir sem hafa ákveðið að taka upp gagnrýnislaust málstað Rússa. Og auðvitað rússneskir fjölmiðlar sem í dag eru ekki mikið meir en málpípur stjórnvalda Rússlands.

Það hefur verið nú lengi sú hætta vomandi, að Rússar noti átök innan Úkraínu - - sem tylliástæðu til þess að hernema hluta af Úkraínu. Þannig taka af Úkraínu fleiri sneiðar en bara Krímskaga.

 

Niðurstaða

Það verður að koma í ljós síðar meir hvað gerist. En ef Samantha Power segir rétt frá ummælum fulltrúa Rússa á fundinum í Öryggisráði SÞ, þá getur það sannarlega verið vísbending þess að Rússar séu a.m.k. að íhuga að beita hernum sem er á landamærunum við Úkraínu. Og talinn yfrið nægilega fjölmennur til að gersigra her Úkraínu. Skv. hennar frásögn gæti uppgefin afsökun aðgerða verið "friðargæsla" þó að enginn sjáanlegur munur mundi vera á þeirri aðgerð, og því sem flestir mundu nefna "innrás." Enda mundi úkraínski herinn örugglega veita mótspyrnu, þó hann líklega yrði fremur fljótt ofurliði borinn.

Ef Úkraína tapar héruðunum Luhansk og Donetsk - er landið í reynd greiðsluþrota. Því þá fýkur það hátt hlutfall gjaldeyristekna, að líklega er ekki minnsta von að standa við skuldir. Á hinn bóginn mundi það líklega litlu máli skipta, því að í kjölfar þess að her landsins mundi vera "lamaður" - væri þar með síðasta valdatæki stjórnvalda farið. Þá væri lítið sem unnt væri að gera, til að stöðva hópa landsins í því að hefjast handa við að drepa hvorn annan. Upplausn mundi þá sennilega hefjast fyrir alvöru í S-hl. landsins, þ.s. íbúarnir eru í bland Rússar og Úkraínumenn.

Ef rússn.herinn mundi blanda sér beint í það, gæti hann lent í "skæruliðastríði." Fyrir utan að ef Rússar blanda sér þar inn, gæti NATO eins og forðum daga þegar Rússar voru í Afganistan ákveðið að blanda sér í málið til stuðnings andstæðingum Rússa.

Svo að sennilega mundu Rússar kjósa að halda sér frá því svæði, en slík upplausn og borgarastríð sennilega mundi skapa verulegt flóttamannavandamál.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson

Þakka þér Einar Björn fyrir frábæra frétta greiningu. 

Snorri Hansson, 4.5.2014 kl. 03:07

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þakka þér fyrir, landið virðist vera að breytast í vitfyrringabæli þ.s. hatursfullir hópar gera í því að finna upp ástæður til að berja á hinum.

Mér virðist hætta á að ef þjóðernishreinsanir fara af stað, þá muni "báðir hópar" leitast við að mynda "ethnic clean" svæði eða þjóðernislega hrein svæði, með því að stökkva fámennari hópnum á flótta - hvar sem annar hópurinn er í meirihluta á svæði.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.5.2014 kl. 14:13

3 identicon

Sæll Einar Björn og Snorri

Þó að vitað sé um sjónarvotta og vitnisburði af þessum atburðunum, er segja beint að “pro- Kiev activist” hliðhollir þessum umboðslausum stjórnvöld í Kænugarði hafi kveikt í byggingunni, þá skal passað upp á að minnast alls ekki á það allt saman í þessum fjölmiðlum er styðja stefnu Bandaríkjanna og Kænugarðs, eða hvað þá íbúar þarna krefjist rannsókna á þessum atburðum. Því að með þessum hætti skal reyna fylgja eftir stefnu stjórnvalda í Bandaríkjunum og Kænugarði, og í staðin skal reyna að sverta alla Rússnesk fjölmiðla og aðra. Hver segir að ríkisrekna BBC og aðrir vestrænir fjölmiðlar geti ekki verið málpípur vestræna stjórnvalda? Meira að segja var það haft eftir Washington Post : “pro –Ukrainian activist said Our people had thrown the Molotov cocktail – but now they are helping them to escape the building.”, en hvað slysaðist Washington Post óvart til þess að segja sannleikann?



Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 4.5.2014 kl. 15:40

4 identicon

n Odessa, Right Sector thugs set fire the city’s Trade Union building leading to countless deaths of innocent civilians who were burn alive within the building which was set ablaze.

“Such actions are reminiscent of the crimes of the Nazis,” said Russia’s Ambassador to the UN Vitaly Churkin.

The “international community” has turned a blind eye, the Western media has described the Neo-Nazi Brown shirts as “freedom fighters”. In the words of Eric Sommers:

“May 2, 2014 -  the date that fascist forces supported by the U.S. government attacked and murdered helpless civilians in the Ukraine – is a day which will live in infamy”. 

The killings of civilians in Eastern and South Eastern Ukraine by Neo-Nazi mobs and members of the civilian militia opens up the possibility of a broader conflict within Ukraine, which could potentially lead to escalation. Moreover, prevailing divisions within Ukraine’s  armed forces could lead to military action directed towards unseating the Kiev Neo-Nazi regime. 

Known and documented, escalation is part of a longstanding scenario of military confrontation directed against the Russian Federation.

“The Anti-Terrorist Operation”

The killings are part of the so-called “anti-terrorist operation” initiated by the Kiev government with the support of the Pentagon.

The “anti-terrorist operation” is coordinated by the National Security and National Defense Committee (RNBOU).  http://www.globalresearch.ca/americas-neo-nazi-government-in-kiev-towards-a-scenario-of-military-escalation/5380384

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 4.5.2014 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband