2.5.2014 | 23:15
Banvænar óeirðir í Odessa - borgarastríð hafið í Úkraínu?
Það sem stendur uppi af hinum "banvæna föstudegi" í Úkraínu, er án vafa manntjónið sem varð í blóðugum óeirðum milli fylkinga óeirðaseggja, þ.s. úkraínskumælandi og rússneskumælandi tókust á - með grjótkasti, eldsprengjum, bareflum. Mesta manntjónið virðist hafa orðið, þegar stór opinber bygging "brann að hluta" eftir að hluti óeirðaseggja hafði leitað skjóls þar, en andstæðingar hentu að því er virðist - eldsprengjum á eftir, og kveiktu í byggingunni.
38 manns virðast hafa farist í Odessa.
Sjá frétt BBC: Dozens killed in Odessa fire amid clashes
Áhugaverð fréttaskýring Guardian er ítarlegri, en skv. henni geisuðu óeirðir fyrir utan, meðan að byggingin brann, ef marka má sjónarvotta - hefndu sumir rússn.mælandi óeirðarseggjanna, sem voru inni í brennandi byggingunni, sín með því að klifra upp á þak, og skjóta á óeirðarseggina fyrir neðan - að sögn sjónarvotta voru nokkur lík að óeirðunum loknum með kúlugöt. Á endanum hafi rússn.mælandi hópurinn verið yfirbugaður, þeir sem enn voru uppi standandi verið leiddir út í lögreglubíla og ekið á brott. Meðan að slökkvilið slökkti eldinn í byggingunni - - en miðað við þessa frásögn. Er hlutverk lögreglunnar áhugavert, að hafa staðið algerlega hjá - meðan að óeirðaseggirnir tókust á megin hluta dagsins fram á kvöld, sem endaði síðan undir kvöld með harmleiknum í byggingunni:
Ukraine clashes: dozens dead after Odessa building fire
Spurning hvort að tala fallinna - eigi eftir að hækka!
Fólk reynir að flýja eldhafið!
Þá árás verður eiginlega að líta á sem "fjöldamorð."
Ég lít ekki á þetta sem sérstaklega "ríkisstjórninni að kenna" heldur sé um að kenna, því ástandi spennu sem hefur verið að stigmagnast milli fylkinga úkraínskumælandi og rússneskumælandi í landinu.
Eiga báðar fylkingar þar sannarlega - - sök.
Þarna virðist sjást til óeirðaseggs, munda sig til við að kasta eldsprengju að byggingunni þó hún þegar standi í björtu báli!
Skv. fréttum hafa áður orðið óeirðir í Odessa. Skv. Wikipedia er íbúasamsetning ca. 60/30 milli úkraínskumælandi og rússneskumælandi. En líklegt virðist að "hverfaskipting" sé til staðar.
Í kjölfarið á þessu manntjóni, er líklegt að "biturð" og reiði gæti í rússn.mælandi samfélaginu í Odessa, en það virðist skv. óljósum fréttum, að líkur séu á að hópur af þeim hafi hörfað inn í þá byggingu, sem síðan var brennd - af hinum óeirðaseggjunum.
Ef úkraínsk stjv. taka ekki á "Odessa" með hraði, til að "kæla tilfinningar" t.d. handtaka einhverja þeirra, sem vörpuðu eldsprengjunum sem kveiktu í.
Þá gæti þetta verið upphaf af hjaðningavígum á víxl, milli hópanna sem búa í borginni. Gæti hún þá hugsanlega leist upp í - víggirt hverfi. Með einskismannslandi á milli.
- Þetta sýnir líka hættuna á stigmögnun sem er til staðar, að átökin breiðist víðar út um landið.
Hvað er að frétta af átökunum í Slaviansk?
Þau átök voru framan af degi mest í fókus, þ.s. atlaga úkraínskra stjórnvalda að höfuðstöðvum uppreisnarmanna í borginni Slaviansk. Það var töluvert drama, þ.e. 2-þyrlur Úkraínuhers skotnar niður. Fórust flugmenn beggja. Og 3-þyrlan löskuð, sem náði að nauðlenda.
Á móti viðurkenndi sjálfskipaður borgarstjóri Slaviansk, Vyacheslav Ponomaryov, að 3-af hans liði hafi fallið.
Það er kannski þess vegna sem rússn. fréttastofu tala um, 43 hafi fallið. En þá passar það við það, að mannfall í Odessa hafi verið 38 að viðbættum þeim 5 sem virðast hafa fallið í dramanu við og í borginni Slaviansk.
Ef marka má fréttir, ræður stjórnarherinn - öllum leiðum inn í borgina. Hún er umkringd.
En andstæðingar ráða enn miðju borgarinnar, og meginkjarna. En stjórnarherinn einhverjum úthverfum.
Þannig séð, er vígi aðskilnaðarsinna í Slaviansk -- ekki fallið, a.m.k. ekki enn.
------------------------------------------------------
Síðan rakst ég á mjög áhugaverða skoðun: Why the Russian sanctions dont work
Sem ég er gersamlega sammála, þar koma fram punktar, sem ég hafði ekki gert mér grein fyrir - um hugsanlegar víðtækar afleiðinga "linkenndar" Vesturlanda gagnvart Rússlandi - í þeim átökum sem standa yfir.
En punkturinn er sá, að sú linkennd, muni hvetja 3-aðila til að "taka málin í sínar hendur" t.d. Ísrael gæti komið til greina, fyrst að Vesturveldi hafa sett það fordæmi - - að "ofbeldi" kostar bara "vægar refsiaðgerðir." Engin hætta á hernaðarárás!
Niðurstaða
Úkraína virðist standa á hnífsegg. Ein mistök, virðast nú geta leitt til mjög blóðugs hildarleiks í landinu, milli fylkinga. Ég er að tala um þjóðernishreinsanir.
T.d. Odessa, virðist staður þ.s. hætta á þjóðernishreinsunum virðist mikil. En þ.e. borg sem Úkraína "verður að halda." Eiginlega - hvað sem það kostar. Þeir eiga ekki aðra hafnarborg.
Án hennar væri landið ekki á vetur setjandi efnahagslega.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.5.2014 kl. 10:47 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Einar Björn
"..Áhugaverð fréttaskýring Guardian er ítarlegri, en skv. henni geisuðu óeirðir fyrir utan, meðan að byggingin brann, ef marka má sjónarvotta - hefndu sumir rússn.mælandi óeirðarseggjanna, sem voru inni í brennandi byggingunni, sín með því að klifra upp á þak, og skjóta á óeirðarseggina fyrir neðan - að sögn sjónarvotta voru nokkur lík að óeirðunum loknum með kúlugöt..."
Það er ekki hægt að segja að þetta sé góð og/eða ítarleg fréttaskýring í Guardian, þar sem að ekki verið að reyna svara því, hverjir kveiktu í þessari byggingu þarna, en við eigum greinilega að trúa því að aðgerðarsinnar hafi kveikt í sjálfum sér og svo ofan á allt, að : "..sumir rússn.mælandi óeirðarseggjanna, sem voru inni í brennandi byggingunni, sín með því að klifra upp á þak, og skjóta á óeirðarseggina fyrir neðan..", ekki satt???
Þeir hjá MI6, CIA og/eða" Tavistock Institute of Human Relations" hefðu ekki geta búið til betri áróðurslygar en eitthvað svona áróðursbull gegn aðgerðarsinnum þarna, hvað annað betra en að kenna aðgerðarsinnum um allt saman og þannig reyna hlífa öllum þessum stjórnarsinnum?
Hvað voru þessi umboðslausu stjórnvöld í Úkraínu að hugsa með að senda 3 herþyrlur og allan þennan her gegn aðgerðarsinnum svona gegn samkomulaginu og það án þess að óska eftir viðræðum um atkvæðaafgreiðslur fyrir alla íbúa í austur- og suðurhluta Úkraínu?
"..hvetja 3-aðila til að "taka málin í sínar hendur" t.d. Ísrael gæti komið til greina,.."
Af hverju hérna Ísrael, er það vegna þess að Ísrael kann að hertaka og leggja landsvæði Palestínumanna undir sig á Vesturbakkanum og í Austurhluta Jerúsalem, eða er það vegna þess að Ísrael kann að beita refsiaðgerðum, og/eða vegna þess að Stjórnvöld í Ísrael hafa verið fordæmd af SÞ í 65 skipti?
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 3.5.2014 kl. 19:38
E-h undarleg lesning á textanum frá Guardian, þar kemur skýrt fram að það voru úkraínskir óeirðaseggir sem gerðu atlögu að rússn.óeirðaseggjum er höfðu leitað þar skjóls, eftir að báðir hóparnir höfðu fyrr um daginn barist sín á milli um borg og bý í Odessa.
Með því að lesa saman fréttaskýringu Guardian og BBC; þá virðist að báðir hóparnir hafi verið að henda eldsprengjum - rússn.óeirðaseggirnir að þeim úkraínsku frá byggingunni, meðan að þeir úkraínsku líklega voru að fleygja - að byggingunni.
Eins og reyndar myndin frá "BBC" sýnir ágætlega.
--------------------------
Það virðist ekki að aðgerðasinnar í Sloviansk séu ekki beint "meinlausir" enda skutu þeir niður tvær þyrlur, drápu þar með flugmenn beggja, og löskuðu þá þriðju. Þeir virðast einnig vel vopnum búnir að öðru leiti. Enda síðast þegar fréttist, halda þeir enn velli - - en hörfa skipulega undan úkraínska hernum.
Skv. nýjustu fréttum - eru bardagar milli úkraínsku hersveitanna og þ.s. sennilega frekar en "aðgerðasinna" ætti að kalla "skæruliða" enda virðast þeir vopnaðir, meir í átt að því sem maður ætti að vænta um "skæruliðasveitir." Þeir virðast einnig berjast eins og skæruliðasveitir, ef marka má fréttir í dag og í kvöld.
Varðandi hvort að rétt sé að beita her - það fer eftir því hvað er í gangi. T.d. í Kólbombíu, hefur verið skæruliðastríð um áratugi og er stjórnarherinn enn að berjast við skæruliða Farc hreyfingarinnar.
Herinn var það eina sem ríkisstjórnin átti eftir - þegar aðrar öryggissveitir höfðu reynst gagnslausar. Þ.e. grunnskylda stjórnvalda allra landa að viðhalda lögum og reglu, að koma í veg fyrir stjórnleysi - í þessu tilviki val um það hvort á að heimila áframhaldandi stjórnleysi og upplausn í tveim héruðum og hugsanlega upplausn fleiri héraða landsins framhaldinu, eða beita hernum til að stöðva þá þróun.
Þ.e. einfalt, ef þetta síðasta úrræði mistekst. Þá hafa uppreisnarmenn unnið sigur. Það verður því áhugavert að fylgjast með átökunum áfram.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 3.5.2014 kl. 21:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning