Vægt sagt hugrökk ákvörðun AGS að lána Úkraínu 9 milljarða dollara, með klofning og borgarastyrjöld yfirvofandi!

Þessi ákvörðun var reyndar kynnt á miðvikudag af AGS, skv. yfirliti sem finna má á vef Reuters - Ukraine wins IMF deal, faces $9 billion in debt payments this year - þurfa stjórnvöld í Kíev að standa straum af eftirfarandi greiðslum í ár:

  1. $2.9 billion to the IMF - due over the course of the year
  2. $1 billion on Eurobonds in June; $0.9 billion in coupon payments
  3. $0.9 billion due to other international financial organizations/countries
  4. $1.3 billion repayment of local dollar bonds
  5. $1.6 billion early repayment of local dollar bonds
  6. $0.5 billion local bond coupon payments and T-bills

Eða samtals 8,2 ma.USD. Á móti skv. samkomulagi við AGS og Vesturlönd, á það að fá:

  1. $3.2 billion from the IMF with the program approval
  2. $2.7 billion from the European Union; expects up to $1 billion this month
  3. $1 billion from World Bank
  4. $1 billion guarantee from the United States
  5. $1 billion Eurobond issue possibly in the second half of the year
  6. $0.3 billion from local dollar bond placement

Eða samtals 9,2ma.USD. Þar fyrir utan fær Úkraína 1,4ma.USD í júlí, september og desember, í kjölfar áfangauppgjörs. Eða samtals: 13,4ma.USD ásamt öðru fé sem lofað hefur verið ár.

Pro-Russia protesters burned material seized from the local prosecutor's office on Thursday in Donetsk, Ukraine.

 

Eins og við vitum er eitt og annað í gangi, sem skapar töluverða áhættu fyrir prógrammið:

  1. Ekki síst fyrirhuguð almenn atkvæðagreiðsla í Luhansk og Donetsk af hálfu þeirra róttæku rússneskumælandi þjóðernissinna sem hafa tekið þau héröð að mestu yfir, þann 11 maí nk. T.d. hefur Vyacheslav Ponomaryov sem verður sjálfsagt í dag teljast "raunverulegur borgarstjóri" Slaviansk, að hann muni telja atkvæðagreiðslu "gild" óháð "þátttökuhlutfalli."
  2. Undanfarna daga hafa róttæku rússn.mælandi þjóðernissinnarnir tekið flr. borgir yfir í héruðunum tveim, stökkt stuðningsmönnum ríkisstjórnarinnar á flótta. En á sama tíma, er alls óvíst að ríkisstjórnin hafi ekki enn - spil á hendi eða mótleiki. En þ.e. áhugavert að Pútín, skuli hafa "krafist þess að ríkisstj. flytti lið sitt frá héruðunum tveim" sem mundi að sjálfsögðu þíða - formlega uppgjöf hennar ef hún færi að þeim fyrirmælum Rússlands: Putin Demands Ukraine Pull Forces From Southeast
  3. Forsætisráðherra Úkraínu, varaði við þeim hættulegu 10 dögum sem eru framundan, en þ.e. gersamlega ljóst að ríkisstj. mun gera allt þ.s. hún getur, til að trufla - tefja eða skemma áætlanir andstæðinga sinna í Donetsk og Luhansk: Ukraine PM warns of ‘most dangerous 10 days’
  4.  Ef marka má a.m.k. Vyacheslav Ponomaryov - verða birt úrslit. Kosningarnar verði haldnar, þátttökuhlutfallið - - gæti þá orðið ákveðin prófraun á raunverulegan stuðning íbúanna við hina róttæku rússn.mælandi þjóðernissinna.
  • En höfum í huga að enn eru fyrirhugaðar almennar kosningar í Úkraínu þann 25. nk.
  • En, áður en þær eiga að fara fram - - - geta 2-mjög mikilvæg héruð verið búin að segja bless.
  • Og þ.e. aldrei að vita, að Pútín muni í kjölfarið "senda rússn. herinn inn í þau héröð" sem getur orðið algerlega bardagalaust, ef þ.e. gert skv. vilja rússn.mælandi þjóðernissinnanna, og í samræmi við framkomna beiðni þeirra, um að sameinast Rússlandi.
  • Að sjálfsögðu mun verða óvissa um "réttmæti kosninganna" þ.e. hversu áreiðanleg úrslitin munu raunverulega vera. Þó ekki um "lögmæti" þeirra þ.s. þær eru "ólöglegar." þ.e. ekki í samræmi við landslög Úkraínu, algerlega án nokkurs vafa.

Vandinn við það ef Luhansk og Donetsk héruð fara, að þá yfirgefa Úkraínu - - 2 - mikilvægustu iðnhéruðin.

Og þar með skilst mér 40% af útflutningstekjum - - Æ!

Þar fer líklega geta landsins til að standa við greiðslur af ofangreindum skuldbindingum.

Þar fyrir utan, að þ.e. langt í frá öruggt að vandræðin stoppi á þeim punkti, að Luhansk og Donetsk héruð fara, því það eru "fjölmennir" hópar rússn.mælandi í mörgum öðrum héruðum í Sunnanverðu landinu, þó þeir séu hvergi í meirihluta.

Sjá dreifingu rússneskumælandi innan Úkraínu

Er ágætur séns, að þar hefjist sambærilegar "vakningahreyfingar" róttækra þjóðernissinna - - þegar þeir síðan fara að kljást við róttæka úkraínska þjóðernissinna, sem róttæku rússn.mælandi þjóðernissnnarnir uppnefna gjarnan - Nasista. Þó að í raun og veru sé nánast enginn munur á róttækni fylkinganna.

  • Þá dömur mínar og herrar, mundi mjög sennilega hefjast borgarastríð - milli fylkinga hinna róttæku þjóðernissinna í báðum fylkingum.

Ég ætla að sjálfsögðu ekki gera upp á milli þeirra - þ.e. róttækra rússn.mælandi þjóðernissinna eða róttækra úkraínskumælandi þjóðernissina, eða nasista eins og þeir eru gjarnan uppnefndir af sínum andstæðingum, og sumum netverjum. Þarna fer meira eða minna "sama tóbakið."

 

Niðurstaða

Það virðist mjög áhugavert veðmál í gangi af hálfu Vesturlanda og AGS, að Úkraína einhvern veginn hangi saman, þó flest bendi til þess að stjv. í Úkraínu séu þegar búin að tapa nær allri stjórn á þeim tveim héruðum í A-Úkraínu þ.s. rússn.mælandi eru í meirihluta - sjá kort. Hvernig Úkraína á að geta staðið við skuldbindingar eftir að tapa kringum 40% af gjaldeyristekjum - verður mjög forvitnilegt. En það væri sennilega svipað og að ef Ísland einn góðan veðurdag vaknaði upp við nýjan veruleika að fiskimiðin kringum landið væru dauð. Svo er það auðvitað hættan á borgaraátökum, sem mundu leiða til styrjaldar innan landsins og að öll orka þess mundi fara í "stríðsrekstur." Í því ástandi hliti landið að hafa tekið þann kúrs, að lísa sig greiðsluþrota. 

Að sjálfsögðu hefur AGS oft virst taka nokkra áhættu í lánveitingum í gegnum svokallaða evrukrísu. 

En sú áhætta sem AGS er að taka í þetta sinn, er á allt - allt öðru plani.

-------------------------------------------------------

Fréttir - úkraínsk stjórnvöld virðast vera að gera árás á annað höfuðvígi andstæðinga stjórnvalda í A-Úkraínu, í borginni Slavians:

Rebels down Ukraine helicopters, Putin denounces city assault 

Að sögn frétta hafa 2 þyrlur veið skotnar niður af þeim sem eru til varnar í Slaviansk, sú 3-hæfð löskuð. Frekari fréttir munu örugglega berast síðar í dag á erlendum fjölmiðlum.

-------------------------- 

Á BBC segir að margir hafi fallið, en bendi á að sú frétt byggir á fréttatilkinningu stjórnvalda, sem gæti ekki verið "nákvæmlega rétt lýsing á atburðum" - en þar er viðurkennt þó að sóknin gangi ekki eins hratt og reiknað hafi verið með, hvað sem það þíðir akkúrat, vísbending kannski um "harða mótstöðu:" 'Many dead' in Ukraine offensive

--------------------------

Skv. nýjustu fréttum, virðist Sloviansk "ekki fallin í hendur stjórnarsinna" þ.e. "andstæðingar verjast enn í meginhlutum borgarinnar, en stjórnarherinn virðist hafa umkringt hana "sennilega gersamlega" hafa náð einhverjum úthverfa - - ef marka má BBC er "standoff" á mikilvægum brúm þ.s. hundruð fólks stendur í vegi fyrir brynvögnum stjórnarhersins, fréttir um mannfall virðast óljósar - - á Reuters segir að andstæðingar segist hafa misst 3 fallna, stjórnarherinn 2 þegar þyrlur voru skotnar niður, með öðum orðum - - 5 fallnir. Á BBC mætti skilja að mannfall sé meira en "engar tölur nefndar:

'Many dead' in Ukraine offensive in Sloviansk - Turchynov

Rebels down Ukraine helicopters, three dead in Odessa 

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson

Ef til vill væri skinsamlegt hjá bráðabyrða stjórn Ukrainu, ESB og US að breyta framkomu sinni

Koma fram við þetta fólk sem jafningja en ekki úrhrök eins og verið hefur hingað til.

Snorri Hansson, 2.5.2014 kl. 03:12

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þarf 2-til. Hinn aðilinn beitir orðalaginu "faistar" eða "nasistar" - þeir hafa heldur ekki sýnt nokkurn áhuga á samningum. Og þessi Vyacheslav Ponomaryov hefur verið að taka fj. fólks í gíslingu og heimtað lausnargjald í formi handtekinna félaga í hreyfingum aðskilnaðarsinna. Í tilvikum eru afdrif einstaklinga óþekkt, hafa horfið. Ég verð að segja eins og er, að ég sé ekki að öfgamennirnir í hinni fylkingunni séu í nokkru skárri. Þarna séu tvö öfgasjónarmið að kljást og sveigjanleikinn sé nákvæmlega enginn hjá báðum. Þarna eru engir englar að verki hvort sem eiga í hlut stjórnvöld eða andstæðingar þeirra. Þarna eru ekki góðir vs. vondir, meir vöndir vs. vondir. Fólkið er síðan leiksoppar - - deilna öfgafylkinganna tveggja.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 2.5.2014 kl. 04:09

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Einar Björn.

Hver ert þú eiginlega í sannleikans ljósi?

Evrópufræðingur ætti að vita meira um mannréttindi heiðarlega rekinna fyrirtækja og vakafólksgrunnstoða ríkja innan Evrópu! Og ættir að vita betur um réttindin, heldur en almenningur innan Evrópu-ríkja?

Ert þú ekki yfirstjórnar-valinn, Evrópufræða-útskrifaður, og sannleiksvelmenntaður Evrópufræðingur?

Í hverju felst menntun sannra og heiðarlegra Evrópufræðinga, (verkalýðs-þrælakaupsýslumanna EES/ESB)?

Fyrir hverja vinna Evrópufræðingar, í löglegu raun-réttlæti og sannleika?

Mannréttindum allra, eða hótandi/rænandi Lífeyrissjóða/banka-mafíustjórnar-foringjum?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.5.2014 kl. 17:51

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Anna, hver er sannleikurinn er ákaflega oft "torræður" þegar átök milli aðila eru í gangi. Við getum einungis kynnt okkur þær fréttir sem berast, gert tilraun til að lesa milli lína - bera þær saman. Einhvers staðar í flóðinu er einhver sannleikur.

Ég þykist ekki vita með neinni vissu hver sá er. En aftur á móti eru alltof margir - sem mynda sér skoðanir gjarnan út frá mjög litlum gögnum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 2.5.2014 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband