1.5.2014 | 03:16
Hvernig er hægt að tryggja Reykjavíkurflugvöll - um alla framtíð?
Ég styð Reykjavíkurflugvöll sem Reykvíkingur - vegna þess að ég tel það vera mér sem Reykvíking í hag, að Reykjavík hafi flugvöll áfram. Vegna þess að ég tel að Reykjavík hafi hag af því að búa við flugvöll rétt við miðju borgarinnar. Á hinn bóginn tel ég að "eignin" Reykjavíkurflugvöllur sé ekki nýtt að nægilegu marki Reykvíkingum til hagsbóta.
- Vandamálið er að um nokkurra ára skeið hefur ríkjandi borgarstjórn viljað flugvöllinn burt, og hefur í því skyni vísvitandi gert sér far um að "minnka umferð um Reykjavíkurflugvöll."
- En flugvellir hafa tekjur af því að flugvélar komi og fari, þannig að með því að fækka lendingum og brottförum, hefur borgarstjórn skipulega - - minnkað tekjur vallarins.
- Sem í dag skilar því ástandi að völlurinn er "fjárhagsleg byrði."
Þetta var að sjálfsögðu hugsað til þess, að nota það síðar meir - að völlurinn væri í taprekstri. Hann væri fjárhagsleg byrði á borgarsjóði.
Þið hafið vonandi tekið eftir þessu, sbr. flytja áhugaflugmenn á Sandskeið, dragar úr kennsluflugi, banna herflugvélum að lenda, setja þá reglu að vélar í ferjuflugi yfir hafið skuli almennt lenda í Keflavík.
Stig af stigi markvisst, hefur umferðin verið nöguð niður.
Mynd sýnir hve miðlægur Reykjavíkurvöllur er á höfuðborgarsvæðinu!
Það þarf að efla Reykjavíkurflugvöll
Það þarf að margfalda flugtök og lendingar á næstu árum, svo að tekjur vallarins aukist þannig að í stað þess að borgarsjóður borgi með rekstrinum - - þá skili hann hagnaði í borgarsjóð.
- Það er þannig sem "framtíð hans verður tryggð."
- En meðan að hann er fjárhagleg byrði - - verður hann stöðugt í hættu.
- Síðan að sjálfsögðu, þarf borgin á auknum tekjum að halda, útsvarið er þegar í hámarki.
- Hvernig getum við nýtt völlinn betur fyrir Reykvíkinga?
- Svar, hefjum aftur millilandaflug frá Reykjavík!
------------------------------------------------
Ég ætla að benda á dálítið sem gerðist fyrr á þessu ári:
- Snemma á árinu voru deilur milli Isavia og Wow Air, sem enduðu með þeim hætti, að Wow Air fékk ekki þá fyrirgreiðslu sem Wow Air hafði farið fram á: WOW hættir við flug til Boston og Stokkhólms.
- Þar með hætti Wow Air við áður fyrirhugaða við útþenslu flugs á vegum félagins á þessu ári.
Sjá einnig þessa frétt: WOW air hættir við flug til Boston og Stokkhólms.
Og að auki: Sakar Isavia um að hygla Icelandair.
Ekki síst: Geta ekki breytt afgreiðslutíma Wow Air á Keflavíkurflugvelli.
Isavia svarði á þá leið, að meðferð máls væri reglum skv: Isavia harmar ákvörðun WOW---------------------------------
Deilan virðist hafa snúist um "flug á tilteknum tímum dagsins" sem eru eftirsóttastir.
Sjálfsagt tæknilega rétt hjá Isavia, að nóg sé af plássum - heilt yfir. En það "missi af punktinum."
- Punkturinn í þessu er sá, að ég "tel að það sé markaðstækifæri fyrir Reykjavíkurflugvöll."
- En ef boðið yrði einnig upp á millilandaflug frá Reykjavík, þá geta fleiri flugvélar "heilt yfir" komið og farið frá landinu, á þeim tímum sem mest eftirspurn er eftir.
- Ég veit að sjálfsögðu ekki hvort Wow Air væri til í að nýta flug frá Reykjavík, en ég sé enga ástæðu til þess - að það geti ekki verið.
Þegar haft er í huga hve gríðarlegur vöxtur hefur verið á umferð um Keflavíkurvöll, og það hefur verið látið uppi að það muni þurfa að stækka "Flugstöð Leifs Eiríkssonar" verulega fyrir 2020, ef aukning verður á sama dampi áfram og undanfarin ár.
Þá virðist mér algerlega klárt, að það sé "pláss fyrir Reykjavíkurvöll" á markaðinum.
Hvað væri svo sniðugt við það fyrir Reykjavík að hafa millilandaflugvöll?
Ég er að tala um það, að bjóða Reykvíkingum upp á það, að í stað þess að geyma bílinn sinn á Kefló, þá geti þeir þess í stað haft hann inni í eigin borg, meðan að þeir skreppa í utanlandsferð. Það er auðvitað töluvert ódýrara fyrir Reykvíkinga, að sleppa ökuferðinni til og frá Keflavík. Það er einnig tímasparnaður af því, að aka í 15 mínútur í stað þess að aka í 40. Sinnum tveir er það hálftími vs. klukkutími og 20 mínútur. Til samanburðar tekur það milli 2-3 tíma að fljúga til næstu landa. Ef þú flýgur reglulega er þetta fljótt að telja.
Síðan á hinni hliðinni, þá geta erlendir ferðamenn lent beint inni í miðri borg, þaðan sem er göngufæri beint inn í miðborgina, eða þeir geta tekið strætó þangað, eða leigubíl sem er miklu mun ódýrari en alla leið frá Kefló. Ég er að tala um að "auka ferðamannastraum til Reykjavíkur og það verulega."
Að sjálfsögðu þarf nýja flugstöð: En hún þarf ekki að vera byggð þannig að mjög kostnaðarsamt sé að reisa hana, ef t.d. byggð væri ódýr bygging sambærileg við mörg ódýr íþróttahús sem víða má finna á landinu, t.d. límtréshús einfaldlega geimur með stóru þaki úr bitum eins og víða má sjá. OK, ekki elegant, en getur verið A)nægilega stórt og B)unnt að reisa fljótt. En það þyrfti helst að ná því innan kjörtímabilsins.
Það mætti meira að segja hafa það þannig að lítið væri um steyptar undirstöður, svo að "tæknilega væri mjög fljótlegt að rífa þá byggingu að nýju" ef Reykvíkingar síðar ákveða að leggja völlinn af. En hugsa mætti sér þannig fyrirkomulag, til að "draga úr andstöðu við byggingu flugstöðvar" með því að lofa því, að hún gæti verið til bráðabirgða. Til þess að ná málinu fram.
- Punkturinn er að koma þessu sem fyrst í notkun.
En ef borgin vill auka velferð íbúa, þarf borgin að efla sínar tekjur sem hraðast.
Þ.e. einfaldlega svo, að sú starfsemi sem er í hröðustum vexti er ferðamennska, með millilandaflugvöll innan borgarinnar, gæti borgin náð miklu forskoti á öll önnur byggðalög á landinu í ferðamennsku.
- Það að sjálfsögðu með engum hætti hindrar aðrar greinar í því að vaxa sbr. tæknigreinar.
- Höfum einnig í huga að ef borginni dreymir um að verða miðstöð hátæknigreina, gæti það verið mjög nytsamt að hafa flugvöll svo nærri, að þangað sé víðast hvar einungis 15 mínútna keyrsla.
- En þá nýtist völlurinn til þess að flytja varning með skömmum fyrirvara til kúnna erlendis, "just in time manufacturing" mætti kalla það.
- Reykjavík gæti sérhæft sig í því, að "afgreiða pantanir með mjög skömmum fyrirvara."
---------------------------------
Að sjálfsögðu væri farið eftir "ströngum hávaðareglum" og síðan hef ég í huga, tiltölulega smáar vélar eins og B737 eða A318-320.
Vélar sem duga til að fljúga á tiltölulega nálæga staði eins og New York, Boston, Stokkhólm, Kaupmannahöfn, Bergen og Osló.
Niðurstaða
Framsóknarflokkurinn og Vallarvinir, ætla að hafa það sem meginkosningamál að flugvöllurinn fari hvergi. Vonandi sjá menn þá, að ef það á að takast að gera flugvallarmálið að meginkosningamáli. Þá þarf að koma fram með "nægilega djarfa tillögu um framtíð vallarins" svo að "sú tillaga vekji þá athygli er þarf."
Ég tel að sú tillaga sem ég kem hér formlega á framfæri - uppfylli þau atriði.
- Vera nægilega djörf, svo að hún vekji þá athygli sem til þarf.
- En að samtímis, sé hún það skynsöm að fjöldi Reykvíkinga ætti að vera mögulegt að sannfæra.
Það eru til það margir Reykvíkingar sem vilja hafa flugvöll í borginni að þetta á vel að vera mögulegt.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:52 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það hefur verið "neikvæða hliðin" á röksemd minni fyrir tilveru Reykjavíkurflugvölls að betra er að hafa innanlandsflug og utanlandsflug á sama stað eins og er t.d. á Gardemoen. Þannig að tillaga þín fellur í góðan jarðveg hjá mér. En gallinn er hins vegar sá að það er dýrt að halda uppi utanlandsflugi á tveimur flugvöllum fyrir svona litla þjóð því þetta kemur til með að rýra tekjur á Leifsstöð. En það er líka dýrt fyrir reykvíkinga (og utanbæjarfólk sem þarf að fljúga fyrst til Reykjavíkur) að þurfa að keyra til Keflavíkur í utanlandsflugið og það kemur að sjálfsögðu á móti í þjóðhagslegum skilningi. Helst vildi ég nú bara taka Leifstöðina og fljúga með hana til Reykjavíkur því ég tel að í upphafi hafi aldrei átt að staðsetja utanlandsflugvöllinn þar . Það var bjarnargreiði hjá bandaríkjamönnum að byggja þenna flugvöll.
Jósef Smári Ásmundsson, 1.5.2014 kl. 12:14
Af hverju er það dýrt. Ef það eru það margar komur og brottfarir að báðir flugvellir geta haft nægar tekjur til að bera sig. Þá hvar kemur sá kostnaður fram?
Auðvitað verða tekjur "Leifsstöðvar" minni en þær gætu verið. En miðað við þá aukningu í ferðamennsku sem er - - þá líklega aukast þær samt í framtíðinni miðað við núverandi ástand.
Ég meina, af hverju þurfa þær tekjur allar að koma til Kefló? Af hverju má Rvk. ekki hirða sinn skerf - nota þann hagnað til að byggja þjónustu í Rvk. upp frekar?
Þ.e. vegna þess hver það stefnir í að Ísland verði mikið ferðamannaland, að þetta gengur upp. Rvk. væri ekki nema að taka "toll af þeirri aukningu" sem annars færi öll til Kefló. En samt væri aukning á Kefló.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 1.5.2014 kl. 12:51
Þið minnist ekki einu orði á helstu rök þess að halda Rvkflugvelli áfram í núverandi mynd: 1
Þið minnist ekki einu orði á hvers vegna það sé nauðsynlegt að halda Rvk-flugvelli áfram í núverandi starfssemi: Varaflugvöllur og það sparar ykkur marga þúsundkalla næst þegar þið farið til útlanda. Kveikið þið á perunni?
Örn Johnson, 1.5.2014 kl. 21:48
Einnig við Húsavík. Sá er á öðru veðursvæði, meðan að Rvk.völlur er nánast á því sama. Þ.e. ekki sérlega líklegt að Rvk.völlur sé opinn þegar Keflav.völlur er lokaður. Á hinn bóginn, eru góðar líkur á að völlurinn v. Húsavík sé það. Þegar þ.e. slæmt veður á SA-horninu, og báðir vellirnir fyrir Sunnan líklega lokaðir - samtímis.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 1.5.2014 kl. 22:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning