1914 eða 2014, getur Úkraínukrísan startað ófriðarbáli, 100 árum eftir að Evrópa svefngekk inn í stórstyrjöld?

Eins og staðan mála er að þróast - - virðist engin góð útkoma eftir í Úkraínudeilunni. Alveg sama hvernig fer - virðist niðurstaðan leiða til "stórfellds taps" fyrir Evrópu. 

  1. En ef Evrópa gerir ekkert eða lítið, eins og fram að þessu, mun Rússland sennilega smám saman "parta niður" Úkraínu, ekki með innrás heldur með notkun hópa róttækra rússn.þjóðernissinna í A-héröðum Úkraínu, sem með líklega "leynilegri aðstoð Pútins" færa út kvíar, taka yfir eins mörg héröð innan Austur og Suður Úkraínu, og þeir geta. Það ferli líklega leiðir til borgarastríð. Sem þíðir flóttamannavandamál, eyðileggingu og mikið manntjón.
  2. Ef Vesturlönd taka sig til, beita ýtrustu úrræðum, sem kannski duga til þess að Rússland bakkar með stuðning við aðgerðir róttækra rússn.þjóðernissinna, þá líklega "leiðir það til nýrrar efnahagskreppu í Evrópu" og "jafnvel heimskreppu."

Mig grunar að fyrri sviðsmyndin sé sennilegri. Evrópa og Bandar. haldi áfram að auðsýna veik viðbrögð, sem Pútín taki sem skotleyfi á Úkraínu - þannig að aðgerðir hópa rússn.þjóðernissinna, bandamanna hans, muni snjóboltast stig af stigi, og á endanum leiða til borgarastyrjaldar.

  • Möguleikinn er þó sá, að borgarastríðið þróist í langvarandi "proxy war" eins og stríðið í Sýrlandi.  Og í því felst sú hugsanlega hætta, að það verði þ.s. mætti kalla "Víetnam-sering" þ.e. NATO og Rússland, blandi sér stöðugt dýpra í þau átök.
  • Sem gæti leitt til styrjaldar milli NATO og Rússlands.

---------------------------------

Sjálfsagt munu margir leita að ástæðum þess að málið blossar upp. En "trigger" atburður var ef einhver man eftir, deila um viðskiptasamning við ESB sem fyrri ríkisstjórn Úkraínu sú sem síðar hrökklaðist frá var búin að ljúka samningum um. Einungis eftir að binda slaufurnar á samkomulagið - - en þá kom babb í bátinn. Rússland taldi að "viðskiptasamningurinn" ógnaði hagsmunum landsins, og beitti Viktor Yanukovych þáverandi forseta - miklum þrístingi um að falla frá samningum við ESB. Vildi að í staðinn, gengi Úkraína inn í nýtt tollabandalag með Rússlandi, sem einungis fram að þessu Hvíta Rússland og Armenia hafa samþykkt. Viðskiptaþvinganir voru hluti af þrístingnum sem Pútín beitti Úkraínu.

Þegar Yanukovych hætti við samninginn við ESB, þá reis upp mikil óánægjubylgja í N-hluta Úkraínu þ.s. höfuðborgin Kíev er. Þ.e. margt áhugavert við þau mótmæli, en það virðist enginn vafi á að þau nutu umtalsverðs stuðnings - aðila sem tilheyra vesturlöndum. Á hinn bóginn, tel ég að sá stuðningur hafi komið til "smám saman" og "einnig aukist eftir sem á leið" þ.e. uppreisnin varð til, Vesturlönd smám saman átta sig á tækifærinu sem í henni felst. Og fara að styðja hana, og sá stuðningur verður fyrir snjóboltaáhrifum, vex eftir því sem á lýður.

Það hafa margir að því er virðist gleymt, 15ma.USD sem Pútín lofaði Yanukovych. Var Yanukovych búinn að taka við 3ma.USD áður en stjórn hans hrundi. Ég geri ráð fyrir því, að það fé hafi farið í það að "verjast" byltingunni. Meðan að á sama tíma, voru Vesturveldi að styðja hana fyrir sitt leiti.

  • Með vissum hætti má segja, að Vesturveldi hafi "sigrað" í 1-hluta reipitogsins.
  • Þegar stjórn Yanukovych hrökklaðist frá, stjv. hlynnt Vesturveldum tóku við í Kíev.
  • En Pútín gefst ekki auðveldlega upp - - hann bersýnilega er kominn í "Plan B."

---------------------------------

Maður getur einungis ráðið óljóst í það hvað hann ef til vill hugsar í ljósi atburða. En eins og við þekkjum, hremmdi hann með hraða sem kom Vesturveldum í opna skjöldu - Krímskaga. Í aðgerð sem engin ástæða er að ætla annað en að hafi algerlega verið stýrt frá Kreml. 

Að auki bendir flest til þess að úrslit atkvæðagreiðslunnar hafi verið fölsuð - en það þannig séð virðist ekki skipta miklu máli, aðgerðin er búin og verður ekki umsnúið úr þessu.

  1. Eitt er klárt að þeir sem tóku yfir Krímskaga voru rússn.sérsveitarmenn. Enda var sú aðgerð öll framkvæmd svo "prófessíónal" að athygli vakti.
  2. En þeir "aðgerðasinnar" eða "rússn.mælandi.þjóðernisöfgamenn" sem eru að beita sér innan Luhansk og Donetsk héraða í Úkraínu, eru bersýnilega af allt öðru "caliper" - sem sést á aðgerðum þeirra. Sem hvað standard varðar bersýnilega stendur langt að baki, aðgerðum "Spetnaz" liða rússn.hersins á Krímskaga.

Þ.e. skiljanlegt af hverju Pútín beitir ekki rússn.hersveitum í Donetsk og Luhansk, en hafa ber í huga að Krímskagi hafði fjölmenna rússn.herstöð í borginni Sevastopol. Það voru því hæg heimatökin, að beita hluta þeirra hersveita - í snöggri yfirtöku skagans.

Í Donetsk og Luhansk, hefur Pútín ekki sambærilega aðstöðu. Svo þess í stað, virðist hann vera að beita sér í gegnum hópa, þá sem yst eru úti á jaðrinum - meðal rússn.mælandi íbúa. En "aðgerðasinnar" virðast ekki flr. en nokkur þúsund, meðal nokkurra milljón íbúa héraðanna tveggja. 

Það stendur heima við það, að þeir tilheyri fámennum jaðarhópum yst til hægri.

En meðan meirihluti íbúa er "passívur" - kannski vegna þess að íbúarnir eru ekki vissir um það hvað þeir vilja. Þá komast "öfgamennirnir" bandamenn Pútíns upp með hvað þær ætla sér.

  • En meðan almenningur er passívur, geta fámennir hópar tekið völd.
  • Það á enn eftir að koma í ljós - - í hvora átt meirihluti íbúanna mun hallast.

En það getur verið, að almenningur munu láta teyma sig alla leið inn í Rússland. Gegnt t.d. loforðum um "betri kjör t.d., en Úkraína stendur frammi fyrir djúpri lífskjaraskerðingu."

Að þessir fámennu hópar, dugi til að "hrifsa héröðin 2" út úr Úkraínu.

En aðgerðir stjórnvalda virðast "algerlega lamaðar" ekki síst vegna þess, að lögreglan á svæðunum virðist gersamlega passív. Stendur aðgerðalaus þegar öfgamennirnir beita sér. Það bendir til þess, að lögreglan í svæðunum tveim - sé klofin í því "hvort hún styður stjórnvöld eða ekki." Klofningur innan hennar leiði fram - aðgerðaleysi, að hún standi hjá beiti sér hvorki fyrir stjv. né "aðgerðasinna."

  • Mjög áhugavert gerðist á þriðjudag - - sýnir örvæntingu stjórnvalda, vegna gagnsleysis lögreglunnar í héröðunum tveim, en það var að innanríkisráðuneyti Úkraínu "skoraði" á almenning að mynda "sjálfshjálparsveitir" og "hverfisöryggissveitir."
  • Þetta gæti verið hið eiginlega "upphaf borgaraátaka."
Lögreglan gæti haldið áfram að vera passív, tja - eins og her Líbanons var passívur áhorfandi í gegnum allt borgarastríðið í Líbanon.

---------------------------------

Það að stjórnvöld Úkraínu í örvæntingu biðli beint til íbúa, að skipuleggja öryggi eigin hverfa, til að halda "óróaseggjum frá" gæti leitt til þróunar - að mismunandi vopnaðir hópar stjórni hverfum.

Alveg eins og var í Beirút í borgarastríðinu í Líbanon.

 

 

Niðurstaða

Borgarastríð virðist hröðum skrefum nálgast óhjákvæmileika í Úkraínu. Nú þegar stjórnvöld í örvæntingu eftir að síðustu dagar hafa sínt algert gagnleysi lögreglusveita í A-héröðum landsins. En t.d. á mánudag var fjölmenn ganga í borginni Donetsk. Nokkur þúsund manns gengu fylktu liði til stuðnings "sameinaðri Úkraínu." En síðan var ráðist á gönguna af hundruðum aðila með kylfur.

Í kringum torgið þ.s. átökin fóru fram voru hundruð lögreglumanna, sem stillt hafði verið upp - einmitt til þess að halda aðgerðasinnum frá göngunni. En lögreglumennirnir gerðu ekki neitt. Meira að segja gripu aðgerðasinnar skildi af fjölda lögregluþjóna og beittu gegn stuðningsmönnum stjórnvalda Úkraínu.

Síðan gerðist í Luhansk atburðir, þ.e. árás á höfuðstöðvar lögreglunnar - ég meina árás. Og síðan atlaga að höfuðstöðvum stjórnvalda þar, sem voru teknar meðan lögregla stóð hjá og horfði á. Virðist borgin vera að falla í hendur aðgerðasinna - - sem skýrir örvæntingu stjórnvalda.

En aðgerðasinnar eru ekki fjölmennir þannig að þ.e. langt í frá út í hött, að einstök hverfi geti skipulagt sitt eigið varðlið. Og haldið þeim frá þeim hverfum. 

Eins og ég sagði, þetta getur verið punkturinn þ.s. borgarastríðið hefst.

---------------------------------------

Ukraine separatists seize second provincial capital, fire on police

Pro-Russia Forces Extend Grasp in Ukrainian City of Luhansk

Police become focus of control as Kiev loses grip in the east

Stríðshættan í framhaldinu, getur síðan tengst borgarastríðinu þegar þ.e. loks hafið. Þá á ég við, hve mikil stigmögnun afskipta Rússlands annarsvegar og Vesturvelda hinsvegar mun verða. En ef rússn. hermenn og NATO, fara að taka beinan þátt í bardögum? Eins og var í Víetnam!

En slík stigmögnun gæti tekið nokkurn tíma. T.d. þegar flóttamenn eru orðnir flr. en milljón. Þegar "pulic outcry" hefur orðið vegna einhvers stórs hryðjuverks á íbúum.

Samskipti Vesturvelda og Rússland, geta stig af stigi versnað mikið - í kjölfar þess að slíkt stríð hefst.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson


Allt er þetta gott og blessað og frásögnin í stórum dráttum rétt. Það  stingur mig  hvernig höfundurinn flokkar þjóðina.


Úkraína er löngu fyrir þessa atburði , sögulega og menningarlega tvískipt.


 Í Kiev er framin „uppreisn“ með fjárstuðningi og stjórnBandaríkjanna og ESB. Það er alveg sannað.


Líklega er meiri hluti íbúa vestur  Úkraínum nokkuð ánægðir með  þær og afleiðingar sem „uppreisnin“ olli. Þar sem þar vilja margir halla sérað ESB.


Breytingarnar eru en algjörlega til bráðabirgða og engin veit hvernig  þjóðinni í heild líkar.


Þær virðast falla íbúu austurhlutanum  mikið síður enda frekar hallir undir Rússa.


Engar kosningar hafa farið fram.


Bráðabyrgða  afsprengi  „uppreisnarinnar“  fyrir  vestan eru farnir að skipa og hóta þeim fyrir austan.


Er það einkennilegt að austur hlutinn sé ekki  parhrifinn?  Verðmætin verða að mestu leiti til austanmegin og það eru milljónir Úkraínumanna sem búa handan landamæranna í Rússlandi.


Það sem stingur mig við lestur greinarinnar er sá hvað það skín í gegn  hverjir eru hinir „góðu“


og hinir „vondu“.  Af hverju er fólk Rússneskrar ættar hinir vondu og þeirra væntingar og vonir  slæmar.?  Lífskjör í Rúslandi hafa batnað mjög mikið og það er ekkert athugavert við það að austurhlutinn horfi til Rússlands ekki  sýst þar sem gríðarlegur niðurskurður er frammundan í þessu gjaldþrota landi.


Snorri Hansson, 30.4.2014 kl. 04:20

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þ.s. vantar í þetta hjá þér, er að nákvæmlega enginn veit hver stuðningur íbúa A-hlutans raunverulega er við "uppreisnarmenn" - það getur vel verið að stuðningur við þá sé raunverulega ekki það útbreiddur meðal almennings á þeim svæðum. Að almenningur sé þó á sama tíma ekki spenntur fyrir stjórninni í Kíev, eða með öðrum orðum viti ekki í hvorn fótinn skal stigið, sé eins og lögreglan á svæðinu "aðgerðalaus áhorfandi" meðan að "öfgamennirnir" hvort sem þá er að finna meðal "stuðningsmanna stjórnvalda" eða "andstæðinga stjórnvalda" bítast um völdin í landinu.

Svo að auki fyrir utan Luhansk og Donetsk héröð, eru úkraínskumælandi í meirihluta þó til staðar sé fjölmennur rússn.mælandi minnihluti hvað önnur héröð í SA-hluta landsins varðar. Og þó að rússn.mælandi séu meirihluti í Luhansk og Donetsk héröðum, eru úkraínskumælandi fjölmennur minnihluti þar.

Þú færð ekki auðveldlega fram einhverja "hreina" skiptingu landsins, líkur á átökum milli hópanna sem byggja það - virðast yfirgnæfandi. Ef markmið "rússn.þjóðernissinnanna" stuðningsmanna Pútíns er að ná sem mestu af landinu til Rússlands.

  • Síðan lítur þú framhjá því að - á móti stuðningi Vesturvelda við byltinguna í Kíev, koma stuðningur Pútíns við fyrri stjórn.
  • Að nú eftir að hafa orðið undir í þeirri lotu, virðist hann vera að beita sama krafti í að efla "stuðningsmenn sína" í A-héröðum Úkraínu.

Að með öðrum orðum, utanaðkomandi öfl séu að togast á um landið, eins og á við Sýrland í dag, eins og átti við Lýbanon á árum áður og auðvitað fjölmarga staði vítt um heim sbr. "El Salvador" - "Nígaragúa" - "Mósambík" - "Angóla" - "Víetnam" o.s.frv.

Lönd þ.s. áður voru borgarastríð sem urðu ekki síst svo blóðug vegna þess að samkeppni utanaðkomandi aðilar kynti undir þeim og viðhélt þeim árum og árum saman.

Rússar eru engir englar í þessu - menn mega ekki missa sig svo í gagnrýni á Vesturlönd að þeir sjái ekki að mótherji Vesturvelda er a.m.k. engu betri.

Fyrir utan að ef Vesturveldi hafa betur, "hversu slæmt yrði það í raun" þ.e. landið yrði "vestrænt" en mörg lönd hafa orðið það og vegnar nokkuð vel í dag, þau af fyrrum A-tjalds löndum sem hafa orðið Vestræn?

Menn þurfa að spyrja sig að því hvort þeir mundu virkilega vilja búa sjálfir í landi Pútíns, hvort þeir mundu virkilega vilja sjálfir búa við stjórn hans, hvort hann sé kannski eftir allt saman ekki frekar "dökk týpa."

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 30.4.2014 kl. 11:23

3 identicon

Sæll Einar Björn og Snorri

" Af hverju er fólk Rússneskrar ættar hinir vondu og þeirra væntingar og vonir  slæmar.?"

Það er greinilega mikilvægt atriði hjá öllum vestrænum fjölmiðlum- og stjórnvöldum að magna upp hatrið og gera Rússa, Rússland og/eða Ræussnesku ættað fólk að stóra Satan, Hitler, Frankenstein  osfrv., og til þess þá að hvítþvo allt, svo og réttlæta allar refsiaðgerðir Bandarískra stjórnvalda, þar sem að stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa alls ekki hugsað sér að reyna einhverjar samningaleiðir. Allt traust er núna lagt á að hefja upp refsiaðgerðir gegn Rússum og ekkert annað. Vestrænir fjölmiðlar og stjórnvöld hafa náð að koma inn sínum lygum og áróðri, um að 16.000 manna Rússneskt herlið hafi flutts yfir og hertekið Krímskaga, þegar að herliðið var búið að vera með aðsetur skaganum í undanfarin 15 ár, svo og þar sem að passað var svona sérstaklega upp á að minnast ekki á að Héraðsstjórnvöld á Krímskaga hefði ákveðið að reka ætti allan þennan her umboðslausa Úkraínskra stjórnvalda í burtu af skaganum og hefja atkvæðaafgreiðslu.

Allir fengu að heyra þessa lygasúpu um innrás , eða: “16,000 Russian soldiers had been deployed” (Ukraine’s statement at the UN), það er reyndar búið að benda á þessar lygar vestræna fjölmiðla varðandi kvað stóð á atkvæðaseðlunum og hvað ekki. En hvað þá kemur bar fram ein önnur lygin í viðbót ofan á allt, þar sem að menn vilja alls ekki trúa því að meira en 90% íbúa á Krímskaga hafi greitt atkvæði með innlimun Krímskaga í Ræussland, því að auðvita vilja menn trúa því frekar að þetta fólk vilji fá allar IMF þvingunarklemmurnar yfir sig, léleg laun, lélegan ellilífeyri, lélegar örorkubætur, aukið atvinnuleysi og allt skert. Vestrænir fjölmiðlar skilja það ekki að þetta Rússneskuættað fólk þarna sem er búið að fá nóg af því að vera undir fána Úkraínu, svo og núna þessari ömurlegri ríkisstjórn Úkraínu.     

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 30.4.2014 kl. 12:13

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þorsteinn, þú átt erfitt með að viðurkenna að rússn. herlið virkilega hertók Krímskaga. Það er lið á netinu sem heldur öðru fram, en það fer með útúrsnúninga og þvætting. Og ég gruna marga þeirra um að vera að flytja "vísvitandi áróður og blekkingar."

---------------------

Þú getur ekki rökstutt að niðurstaða kosninganna sé trúverðug, að 90% með 83% þátttöku hafi samþykkt niðurstöðuna. Rússn.mælandi eru bara um 60% íbúa á skaganum. Þ.e. vitað að útbreidd andstaða við innlimun var meðal annarra hópa á skaganum. Þú ert að endurtaka fullyrðingavaðal "netmiðla sem geta verið að ástunda skipulagðan andvestrænan áróður."

---------------------

Þ.e. ekkert verið að búa til illan satan úr Rússum eða Rússlandi, sannleikurinn er einfaldlega að Rússland undir stjórn Pútíns er að hegða sér með "aggressívum" hætti. Varðandi Rússa sem búa í A-Úkraínu - þá veit enginn hver afstaða þeirra er. Við vitum afstöðu fámennra hópa öfgamanna sem vaða uppi í A-Úkraínu, hafa tekið byggingar herskildi - hafa ástundað mannrán - hafa barið fjölda manns til óbóta - og að auki hefur nokkur fj. einstaklinga horfið afdrif óþekkt veit enginn hvort þeir eru lífs eða liðnir - - þegar maður sér slíka hópa vaða um. Er erfitt að trúa því að þeir hafi mikinn stuðning. En öfgamenn vanalega hafa það ekki.

-----------------------

Þú virðist eiga erfitt með að viðurkenna, að Pútín er að beita fyrir vagn sinn í A-Úkraínu þeim sem virðast vera mjög varasamir hópar öfgamanna. Því flr. svæði sem þeir aðilar taka því meiri verða líkurnar á borgarastríði. Og já ef það fer af stað, mun Pútín eiga verulega sök á þeirri útkomu. Sem þíðir ekki að sök Vesturvelda sé alls engin.

---------------------------

Vesturveldi og Pútín eru að keppa um áhrifasvæði þarna, og þegar slík keppni er í gangi - þá eru það íbúar þess lands sem keppnin sníst um sem líða fyrir.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 30.4.2014 kl. 15:22

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það verður enginn styrjöld næstu 10 árin með Obama og Hillary í Hvíta Húsinu.

Spurningin er; hversu mikið landsvæði vill Pútinn, kanski að hann vilji hluta af Þýskalandi? En af hverju bara hluta af Þýskalandi, af hverju ekki allt Þýskaland?

Eitt er vízt að Austur Evrópa er fallinn, það kemur enginn til með að rétta þeim hjálparhönd, enda eru svokölluð vesturveldi fjárhagslega gjaldþrota.

Það kostar peninga að reka styrjöld.

USA með 0.10% GDP firsta ársfjórðung 2014, Evrópa "you are on your own."

Kanski að Ísland sé í áættlun Pútins, hver veit?

Þá læra nemendur rússnezku í staðin fyrir dönsku í grunnskólum, svo sem ekki mikil breyting.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 30.4.2014 kl. 17:03

6 Smámynd: Borgþór Jónsson

Það sem gerðist á Krímskaga var algerlega fyrirséð.Öll herveldi í heiminum hefðu gripið til ráðstafana til að tryggja flotastöðina sína við þessar aðstæður.

Rússum til mikillar heppni voru flestir íbúarnir á svæðinu sammála þessum ráðahag og einnig stór hluti úkraínska hersis sem lagði niður vopn. Eftir sátu nokkrir hermenn innilokaðir í herstöðvum sem að lokum tóku saman föggur sínar og fóru í friði.

Engu skoti var hleift af.

Svipað er um A Úkraínu þó það sé ekki eins einsleitt og á Krím.

Aðskilnaðarsinnar sem þú kallar hættulega öfgamenn hafa verið til árum saman og hafa ekki sýnt af sér neina öfga,þeir eru bara aðskilnaðarsinnar og hafa fullan rétt á því.

Stuðningur við ofbeldið í Maidanbyltingunni eftir 22 febrúar var lítill í A Úkraínu enda nasistar ekki með nema um 1% fylgi í austur hlutanum.

Einu öfgamennirnir í landinu eru nasistarnir sem sitja nú í Kiev.

Þer eru það að mínu mati ,mati austur úkraínumanna og að mati ESB ,sem í Des 2012 alyktaði um að Svoboda væru hættuleg öfgasamtök og fóru þess á leit við aðra flokka í Úkraínu að þeir hefðu engin samskifti við þenna óþjóðalýð.

Það gengur maður undir mann á vesturlöndum að reyna að skrúbba versta óþverran af þessum lýð og segja að þeir séu nú ekki alvöru nasistar og þeir séu nú ekki einir í stjórninni.

Sannleikurinn er sá að þeir eru einmitt í þeim stöðum sem nasistar vilja vera og eru verulega valdamiklir í ástandi eins og ríkir núna,verandi með aðstoðar forsætisráðherra,æðsta yfirmann hers lögreglu og dómsmála.

Vandamálið fyrir SVOBODA er að þeir hafa ekki fulla stjórn á hernum ,verulegur hluti hersins sem sendur er austur til að myrða aðskilnaðarsinna vill ekki ráðast á samlanda sína og koma þar með á borgarastyrjöld.

Yfirmaður fyrstu bylgju sérsveitanna sagði af sé með þeim orðum að honum væri samkvæmt lögum óheimilt að ráðast á úkraníska ríkisborgara

Til að reyna upphefja þetta bann hefur Kiev stjórnin gefið út að þetta séu hryðjuverkamenn sem gerir þá réttdræpa,en enginn heilvita maður tekur undir þessa túlkun enda uppfylla þeir engan veginn þær kröfur sem gerðar eru til slíkrar nafnbótar.

Svar SVOBODA við þessu er að mynda "sjálfshjálparsveitir og Öryggissveitir" sem í raun þýðir að það á að mynda einhverskonar nútímaútgáfu af brúnstökkum fortíðarinnar til að stjórna landinu.Það á að vopna öfgahópa sem ráfa nú um göturnar og siga þeim á friðsama samborgara sína.

Við höfum séð það áður hjá fyrirmyndum þessara manna

Það er frekar óljóst hver stuðningur er við báða deiluaðila en það er samt visbending að úkraníski herinn hlýðir ekki fyrirmælum að fullu.

Að mínu mati er ástæðan fyrir því hvernig komið er að SVOBODA sprengdi upp friðarsamkomulagið 22 feb til að geta náð völdum.

Þessi gæludýr Jonhn MCcain og annarra hauka í USA vissu sem var að þetta var þeirra eini sjens til að komast til áhrifa í landinu,hafandi takmarkað fylgi.

Þetta flísféll svo saman við gremju bandarísku haukanna sem sáu fram á að ná ekki takmarki sínu með 5 milljarða fjárfestingu sinni.

Úr ráði varð að láta skjóta á mótmælendahópinn og lögreglu til að hleypa upp friðarsamkomulaginu eftir að hafa tryggt sér stuðning bandaríkjastjórnar. Og hér erum við í dag.

Borgþór Jónsson, 30.4.2014 kl. 17:25

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jóhann, nei peningar eru í reynd ekki vandamál, Bretland var nærri gjaldþrota þegar Seinni Styrjöld hófst sem þó hindraði ekki Bretland í því að berjast af krafti - - ef þ.e. styrjöld þá er kerfið svissað yfir í "War economy" og búinn til peningur eftir þörfum.

"War economy" gegnir eiginlega töluvert öðrum lögmálum, þegar allt samfélagið er gírað inn á stríð.

En eins og á árunum milli Fyrra Stríðs og þess Seinna, eru Vesturveldi stríðsþreitt - meira að segja Repúblikanar á Bandar.þingi, leggja ekki til þ.s. mundi virka - - þ.e. að NATO sendi her til Úkraínu.

NATO getur það ágætlega, það væri ekki eins kostnaðarsöm aðgerð og að reka stríð í um áratug í Afganistan með um  100þ. manna liðsafla, tel að 30þ. væri nög og alveg örugglega 60þ.

Safna liðinu saman inni í Úkraínu. Ef það væri 60þ. er ég viss um að það mundi virka. Og Pútín verða miklu bljúgari í kjölfarið.

En þ.e. þ.s. þeir sem vanir eru að beita ofbeldi skilja, þ.e. trúverðug hótun um beitingu á ofbeldi.

Pútín ætlar sér eins langt og hann kemst - þ.e. án þess að það myndis hætta á formlegu stríði við NATO. Ef við notum Hitlers samanburð eins og er vinsælt í dag, þá væri það Hitler sem nemur staðar eftir að hafa tekið yfir Tékkóslóvakíu. Ef Hitler hefði gert það, þá gæti það verið að Nasistar væru enn við völd í Þýskalandi.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 30.4.2014 kl. 18:26

8 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ef bretar voru svona klárir til hvers var Chursill að halda betlunarræðu í sameinuðu þingi USA á stríðsárunum?

NATO er papírstígrisdýr og meðan að fjárhagur USA er í molum þá gerist ekkert á vegum NATO á hernaðarhliðini, af því það er engin her nema það sem eftir er af USA hernum.

Pútinn er mjög vel gefin maður virðist vera, ef ekki, þá er hann með mjög góða ráðgjafa sem hafa sýnt fram á það að svokölluð vesturlönd koma ekki til með að gera eitt eða neitt í landagræðgi rússa.

Úkraínumenn voru auðvitað plataðir upp úr skónum þegar vesturlöndin (NATO) fengu þá til að eyðilegja öll kjarnorkuvopnin sem þeir voru með og lofuðu að verja Úkraínu ef rússar gerðust ágengnir.

Og hvað er að gerst? Hvar er öll vörnin sem var lofað?

Kanski að Pútinn mundi hafa sleppt því að taka Krímskagan ef Úkraína væri með kjarnorkuvopn?

Nei það verður engin styrjöld, spurningin er; hversu langt ættlar Pútinn, kanski öll Evrópa, Mið-Austurlönd og Afríka. Hver veit, en eitt veit ég það verður enginn franskur, þýskur, brezkur, ítalskur her etc etc sem kemur til með að stoppa Pútinn.

Þessi lönd þora ekki einu sinni að setja viðskiptaþvinganir á rússa hvað þá heldur stríð.

Hversu langt ættlar Pútinn, það er spurningin og hann fær það sem hann vill, það er enginn vilji í Evrópu að stoppa gæjan.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 30.4.2014 kl. 19:38

9 Smámynd: Borgþór Jónsson

Þetta eru flottar bollaleggingar hjá ykkur félagar,en þið eruð auglóslega búnir að gleyma að Pútin hóf ekki þetta stríð og það er ekkert sem bendir til að hann sé að fara nokkurn skapaðann hlut.

Þið eruð greinilega búnir að horfa yfir ykkur á stríðsæsinga ræður.

Borgþór Jónsson, 30.4.2014 kl. 23:13

10 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Borgþór þú hefur augsýnilega ekki lesið það sem ég hef skrifað. Það verður ekkert stríð þó svo að Pútinn tæki alla Evrópu.

Til að það verði stríð þá þarf fleirri en einn aðila að vilja berjast með banvænum vopnum. USA kemur ekki til með að blanda sér í innanálfu erjur Evrópuríkja og vestrænu Evrópuríkin er svoddan liddur að þeir koma ekki einu sinni til með að verja sín eigin lönd.

Eina von Evrópu eru mússarnir. Rússar hata mússa eins og pestina.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 30.4.2014 kl. 23:29

11 Smámynd: Borgþór Jónsson

Það er ekkert sem bendir til að Pútin hafi áhuga á Evrópu.Eina sem gerist er að hann fer inn í Úkraínu ef SVOBODA byrja að myrða Rússa í austurhlutanum eins og hann hefur oft sagt.

Annað eru bara fantasíur.

Borgþór Jónsson, 30.4.2014 kl. 23:49

12 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Já Borgþór þú hefur kanski horft í augu Pútins eins og George W. Bush og veizt alveg nákvæmlega hvað Pútinn er að hugsa og plana.

Ég á hinn bóginn set spurningamerki um hvað Pútinn er að hugsa og plana.

En hvað svo sem það nú er þá kemur enginn til með að berjast við Pútinn með banvænum vopnum þó svo að Pútinn tæki alla Evrópu.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 1.5.2014 kl. 00:04

13 Smámynd: Borgþór Jónsson

Auðvitað veit enginn hvað Putin er að plana ,en þessar hugleiðingar um heimsyfirráð kallsins eru hreinir hugarórar og hafa engann fót í raunveruleikanum.

Ég hef reyndar fylgst lengi með Pútin af því mér er löngu ljóst að hann á eftir að verða áhrifavaldur með einhverjum hætti.

Fyrir okkur almenning er það ekki gott að US skuli hafa gert þessa tilraun til að pressa NATO upp að landamærum Rússlands ,það gæti átt eftir að reynast dýrkeypt fyrir evrópubúa.

Það er með ólíkindum að ESB hafi ekki stoppað það af að úkranískir nasistar væru hervæddir.Þetta er hreinlega veisla hjá nýnasistum um alla Evrópu.Ég hélt einfaldlega að menn hefðu sæst á að nasismi er ekki heilnæmur

Sennilega hefur ESB misst tökin á atburðarásinni eða þeir eru einfaldlega of veikir til að stoppa bandarísku haukana af.

Það er samt fagnaðarefni að margir þjóðarleiðtogar eru hættir að missa þvag þegar forseti bandaríkjanna segir lausnarorðið "Democracy" því það vita allir orðið að þá ætlar hann að fara að leggja enn eitt landið í rúst.Friðar Nóbelsverðlaunahafinn í Hvítahúsinu stendur ekki sérlega vel undir nafnbótinni.

Borgþór Jónsson, 1.5.2014 kl. 00:36

14 Smámynd: Borgþór Jónsson

Hér er ágætis tilvitnun í uppáhaldið okkar og forsetaframbjóðanda sem er studdur af forsætisráðherra Úkraínu

Getur þetta nokkuð verið skírara

Yulia Tymoshenko herself has confirmed the authenticity of the conversation that included the following statements: “This is really beyond all boundaries. It's about time we grab our guns and kill those damned Russians together with their leader.” And “I would have found a way to kill those a***es. I hope I will be able to get all my connections involved. And I will use all of my means to make the entire world rise up, so that there wouldn't be even a scorched field left in Russia.”

Það er ekki skrítið þó Putin greyið öngli saman nokkrum hermönnum á landamærin.

Borgþór Jónsson, 1.5.2014 kl. 00:46

15 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Jæja hvernig ættli norðmenn hugsi til Obama núna með dróns út um allan heim og drepur bæði illmenni og saklaus börn og konur.

Sem betur fer þá er USA að hverfa aftur til the Declaration of Independance, látið okkur í friði og við látum ykkur í friði.

Það var Chursill sem kom USA út í þessa vitleysu að hjálpa Evrópu úr klóm Nazista. Auðvitað átti USA ekki að skipta sér af þessu og allir í Evrópu væru þýskumælandi í dag, rússarnir líka.

Það er enginn áhugi hjá almenning í USA að skipta sér nokkurn skapaðan hlut sem er að gerast í Evrópu.

Gefa þessu nokkur ár mesta lagi 10 að ég held og Evrópa; you are on your own, skiptir ekki máli hvort aðal málið er þýska eða rússnenzka.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 1.5.2014 kl. 00:56

16 identicon

Auðvita þarf að reyna að kenna Rússum um allt og /eða reyna bara að troða einhverju uppá Rússa rétt eins og Rússar hefðu fjarstýringu á öllu þarna og/eða hefðu fjarstýringu á öllum aðgerðarsinnum inn í miðju landi Úkraínu. Allt kapp er núna lagt á að reyna réttlæta allar þessar refsiaðgerðir Bandaríkjamanna, sem vestrænir fjölmiðar gagnrýna alls ekki neitt eða nákvæmlega ekki neitt.  Allt kapp er svo lagt á það í vestrænum fjölmiðlum að reyndar troða inn þeim lygaáróðri um þessa svokölluðu innrás frá Rússlandi inn á Krímskaga, og svo áróðri um að vestræn stjórnvöld verði nú að bregðast við þessu öllu, ekki satt? Það er eitt þegar að Héraðsstjórn Krímskaga gaf það út að þessi umboðslaus her Úkraínu skildi fara af skaganum, sem og hann gerði reyndar, og allt annað þetta kjaftæði vestræna fjölmiðla um þessa svokölluðu innrás, þú? Þessi svokallaða innrás inn á Krímskaga frá Rússlandi var aldrei gerð, þar sem að Heimastjórn Krímskaga heimtaði og svo rak allan þennan umboðslausa her Úkraínu af skaganum með valdi.

Stríðsfréttaáróður vestræna fjölmiðla er allur á þá leið að reyna gera hann Putin karlinn að Hitler, Stalín osfrv. og algjör óþarfi að reyna neita því, eða hvað þá þessum lygum í New York Times, þar sem að  NYT-fjölmiðillinn tók upp á því notaða myndir að allt öðrum atburðum og gaf það svo út með lygum að Rússar hefðu farið inn í austurhluta Úkraínu núna fyrir fáeinum dögum síðan, og allt þetta svona vel skáldað upp til að magna upp hatur á Rússum. Það sama má reyndar segja um allar þessar lygar í vestrænum fjölmiðlum, þar sem að vestrænir fjölmiðlar umorðuð allan textann á atkvæðaseðlunum sem notaðir voru á Krímskaga í sínum áróðursfréttaflutningi til þess eins að magna upp hatur á Rússum. Það er greinilegt að upp komst með þetta falsaða plagg er hann John Karry notaði, svo að ekki er lengur hægt að nota þetta falsað drasl allt saman til þess að magna upp hatur á Rússum, þannig að núna verða Bandarísk yfirvöld að reyna búa til eitthvað gegn Rússum, ekki satt?   

Þessi ólögleg valdabreyting (Coup d'etat) á lýðræðiskjörinni Ríkisstjórn landsins Úkraínu tókst fullkomlega hjá stjórnvöldum í Bandaríkjunum, og er það eitthvað furðulegt að þetta lið sé núna að reyna finna eitthvað á Rússa, þar sem að þeir eru búnir að borga meira en  5. milljarða dollara til þess eins koma þessum fyrrum Ríkisstjórn Úkraínu frá völdum. Eins og hún Victoria Nuland opinberaði á fundi svo og núna fleiri, að þá borguðu menn yfir 5. milljarða dollara í að steypa fyrrum lýðræðiskjörnum stjórnvöldum Úkraínu frá og ofan á allt þá skipulögðu fulltrúar Bandarískra stjórnvalda þau Victoria Nuland og Geoffrey Pyatt alla þessa umboðslausu ríkisstjórn Úkraínu sem er við völd í dag. Þetta hefur kostað sitt fram til þessa, svo og að halda upp einni sérhæð í Öryggisráðuneyti Úkraínu fyrir allan þennan hóp CIA  –manna og borga mótmælendum 15-20 dollara á dag fyrir svona mótmæli þarna í Kænugarði.  

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 1.5.2014 kl. 01:06

17 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Þorsteinn öll þessi rulla um eitthvað stríð í Úkraínu er bara bull. Pútin gengur þarna um eins og honum sýnist.

Hitler notaði sömu ástæðu og Pútin notar núna.

Hvenær byrjar rússnezkukenslan á Íslandi?

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 1.5.2014 kl. 01:32

18 Smámynd: Borgþór Jónsson

Ég er nú ósköp feginn að USA tók þátt í styrjöldinni og kom í veg fyrir að rússar færu vestur að Atlandshafi. Það hefði verið frekar dapurt að vera undir stórn Stalíns gamla,þá væri ég kannski austur í Úkraínu núna því Stalín átti til að færa til heilu þjóðirnar ef honum þótti það fara betur í landslaginu annarsstaðar.

En bandaríkin hafa breist mikið síðan þá, þegar þeir voru fyrirmynd lýðræðisríkja. Fiðarverðlaunaforsetinn er nú meira eins og Stalín ,leysir upp eina þjóð á ári ,njósnar um þegnana og færir til bókar ef honum mislíkar eitthvað í fari þeirra og ofsækir þá síðan og fangelsar án dóms og laga.

Fólk er flutt í gúlök (guvantamo) og geymdir þar og pyntaðir árum saman án ákæru.

50.000 sinnum sáum við á síðasta ári að sérsveitir réðust inn á heimili fólks og drápu fjölda saklausra manna.

Sama daginn og friðarforsetinn kom í sjónvarpi og krafðist þess að lögreglan færi af logandi götum Kiev lét hann handtaka 350 manns sem höfðu bundið sig við girðingu skammt frá Hvíta húsinu og sátu þar í grasinu,þeir voru síðan skráðir eins og A-þjóðverjarnir forðum og eru núna komnir á lista yfir hættulegt fólk.

Þeir höfðu engin barefli eða bensínsprengjur í farteskinu,bara "rangar" skoðanir og voru lýti á landslaginu.

Þetta stöðuga ofbeldi sem bandarísk stjórnvöld hafa sýnt í Afríku og Suður Ameríku undanfarin ár eru líklega fjörbrot heimsveldis sem er komið að fótum fram.

Eins og einhver góður maður sagði "Dollarinn er ekki lengur tryggður með gulli ,heldur Pentagon" enda er US búið að selja mest af sínu gulli til Kína

Vonandi kemur fram einhver bandarískur Gorbachev sem getur leyst upp hræið án blóðsúthellinga þegar þar að kemur.

Borgþór Jónsson, 1.5.2014 kl. 01:58

19 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jóhann, þú gleymir því að Bretar töpuðu nánast öllum sínum vígbúnaði sumarið 1940. Þeir höfðu ekki nægilega stóran iðnað, til að bæta sér það tjón upp með nægilegu hraði. Þess vegna leituðu þeir stuðnings Bandar. Ekki vegna fjárskorts heldur vegna skorts á "industrial capacity." Japanir lentu síðar meir í svipuðum aðstæðum, eftir að hafa tapað stórum orustum á kyrrahafi - gátu ekki endurreist flugherinn, skorti nægan iðnað og hráefni til þess. Ekki peninga.

  • Peningar eru almennt ekki vandamál í stríði - nema þú þurfir að kaupa vopn af öðrum.
  • Ef þú átt nægan iðnað sjálfur og hráefni, þá prentar þú peninga og pantar vopn frá eigin framleiðendum án takmarkana.

Þetta gerðu bæði Bretar og Bandaríkjamenn, stríðið af hálfu bandar.hers var stærstum hluta fjármagnað með seðlaprentun. 

Ef NATO lenti í stríði við Rússland, væri það sama endurtekið þ.e. hafin "endalaus seðlaprentun" síðan pöntuð hergögn frá hergagnaframleiðendum "án takmarkana." Greitt með "prentuðum peningum" - -  þessi skuldaumræða þín, er algerlega "beside the point" en í striði verður skuldastaðan óhjákvæmilega "ignored."

  • Það pælir enginn í slíkum hlutum þá.

Þ.e. allt í lagi - - svo fremi sem þú vinnur sigur. Sá sem tapar, gjaldmiðill þess aðila tapar öllu verðgildi þ.e. hrynur í óðaverðbólgu. Ekki gjaldmiðlar sigurvegaranna.

------------------------------

Nei ég hef engar áhyggjur af því að Rússland sé við það að valta yfir NATO. Rússland er pappírstígur - - ef þú hefur gaman af sbr. v. Seinna Stríð væri réttmætara að nota sbr. v. Mussolini og Ítalíu. 

Rússland er land í djúpri hnignun, þ.e. hnignandi efnahagur - hmignandi fólksfj. - og með risaveldi sem er að banka að dyrum í Austri, Kína er þegar langt komið með að hirða af Rússum gróðann af auðlindum A-Asíu. Örugglega stutt í að Kína fari að hirða héruð af Rússl. í Austri.

Rússland kemur á einhverjum enda "emjandi" til NATO - vittu til. Alveg eins og 1941.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 1.5.2014 kl. 02:02

20 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Vonandi hættir Kaninn að hafa áhyggjur af því sem er að gerast í öðrum löndum, þá kanski getur Kaninn farið að hugsa og einbeita sér að velferð og velmögun sinna eigin lansmanna.

Hvað kemur ameríkönum við það sem er að gerst í Evrópu, Afiríku for that matter Asíu, ekki nokkurn skapaðan hlut.

Vonandi verður enginn amerískur Gorbachev, önnur lönd hljóta að geta séð um sig sjálf án þess að fá aðstoð og dollara frá þessum gjörspilltum ameríkönum.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 1.5.2014 kl. 02:08

21 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þorsteinn, ég veit ekki hvaða veröld þú ert staddur í, en í raunheimum gerðu Rússar innrás á Krímskaga og beittu til þess sérsveitum rússn.hersins - Spetnaz.

Ef við ímyndum okkur Ísland í hliðstæðri veröld þ.s. Ísland t.d. samþykkti 1946 99 ára leigu á herstöð Bandar. á Miðnesheiði, ímyndum okkur að á Íslandi væri framin bylting og "and bandar." stjórn mundi taka völd. Bandar. væru óhress með það, ákveddu að skakka leika - - beittu til þess hersveitum með bækistöðvar við Kerfló.

Þá væri það að sjálfsögðu "innrás" þó sá herstyrkur sem beitt væri - væri staðsettur í landinu.

------------------------

Þessi ímyndaða sviðsmynd er sambærileg við aðgerð Rússa á Krímskaga, þ.e. að nota setulið sitt í borginni Sevastopol til framkvæma leiftursnögga yfirtöku á skaganum öllum.

Það flokkast sem innrás, þó svo að liðið hafi verið staðsett á borg sem finna má á skaganum.

-----------------------------

Byltingin í Kíev, var ekki ólöglegri - en svokölluð búsáhaldabylting hér á Íslandi.

Að nota orðalagið  "Coup d'etat" er kolrangt, þú þarft eiginlega að losa þig frá þessum aróðursmiðlum sem þú lest sem halda að þér "sýndarveruleika" sem passar ekki við raunheiminn. 

En þegar hundruð þúsund manna rísa upp gegn eigin ríkisstjórn, og sú á endanum hrökklast frá. Kallast það bylting ekki "valdarán." 

Að kalla byltingu "valdarán" flokkast undir "illviljaðan" áróður. Þeir aðilar á netinu, sem fullyrða að bylting sé valdarán, eru ekki að lísa sannleikanum - - þeir eru sjálfir að halda á lofti lygum og hálfsannleik. Þeirra miðlar eru sennilega notaðir í áróðurskyni, en þ.e. þekkt að leyniþjónustu helstu landa heims "beita sér á netinu" því á maður ávalt að vera á verði fyrir því, þegar leyniþjónustur vísvitandi dreifa áríðóðri undir því yfirskyni að þar fari "óháðir greinendur" og "þær síður sem notaðar eru" séu "óháðar." Þ.e. auðvitað skemmtileg blekking.

En leyniþjónusta Rússa hefur langa reynslu af því að dreifa blekkingum og hálfsannleik, og þeir hafa einnig langa reynslu af því - að beita fyrir vagn sinn einstaklinga, sem einhverra hluta vegna - hafa sjálfir kosið að gerast "and-vestrænir."

Að sjálfsögðu kalla slíkir aðilar "ráðsetta fjölmiðla" lygaveitur og segja aðra en sig vera dreifa lygum. En þeir þurfa að dreifa slíku ryki, til að fá áhangendur til að taka þátt í leiknum með þeim - að villa þeim sýn, fá þannig fólk sem telur sig í góðri trú, til að ganga erinda þeirra. 

Þ.e. einmitt þ.s. leyniþjónustur ástunda, að gabba og misnota fólk. Láttu ekki misnota þig svona herfilega, til að dreifa rússn.áróðri um netið.

Losaðu þig frá þessum blekkingarvef, sem þú hefur ánetjast.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 1.5.2014 kl. 02:21

22 identicon

Sæll Jóhann   "..Pútin gengur þarna um eins og honum sýnist. Hitler notaði sömu ástæðu og Pútin notar núna."
Hermenn hans Putins og/eða Rússneski herinn er alls ekki inn í Úkraínu, en hvernig er það gengur ekki allur stríðsreksturs hans Obama bara fínt í Írak, Afganista, Pakistan, Sómalíu og Yemen með öllum þessum ástæðum (eða
Under the Pretext of 'War on Terrorism')?
Eins og segir þá hafa vestrænir fjölmiðlar bara verið í því að tengja Putin við Hitler, Stalín osfrv. og það er ekki hægt að neita þessum hatursáróðri í vestrænum fjölmiðlum, en hérna Jóhann hvaða ástæðu notaði Pútin karlinn, þar sem þú segir "..
sömu ástæðu og Pútin notar núna"? Veit hins vegar ekkert um það hvenær rússneskukennslu byrjar hér á Íslandi.

Kveðja frá Reykjavík

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 1.5.2014 kl. 02:30

23 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Þorsteinn færðu verki með þessu?

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 1.5.2014 kl. 02:42

24 Smámynd: Borgþór Jónsson

Einar það sem gerðist fram að 22 feb var bylting það sem gerðist í framhaldinu var valdarán nasista sem eru nú þessa dagana að reyna að festa sig í sessi með ýmsum aðferðum.

Það er frekar ódyrt að reyna að kæfa alla gasgnrýni með því að segja að hún sé rússneskur áróður,en það er það sem þú ert að gera.Uppræta gagnrýna umræðu.

Chris Hedges bandarískur blaðamaður og Pulitzer verðlaunahafi er ekki rússnesk málpípa eða illa upplýstur.Hann er bara einstaklingur sem blöskrar ofbeldisfull og heimskuleg utanríkisstefna USA og hann hefur ágæta innsýn inn í þá kreðsu.

Hann var meðal annars rekinn frá NYT fyrir að reyna að upplýsa lesendur blaðsins um að innrásin í Írak væri að öllu leiti byggð á lygi sem er nokkuð mikil eining um í dag held ég.

Bandarísku stjórnmálaprófessorarnir John Mearsheimer og Stefan Cohen eru ekki rússneskar málpípur eða illa að sér.

Þeim var úthýst úr bandarískum fjölmiðlum fyrir að reyna upplýsa fólk um Íraksstríðið og benda á að exceptionalisminn í innstu kreðsu bandarísku stjórnsýslunnar er ekkert annað en önnur byrtingarmynd af kenningunni um yfirburði ariska kynstofnsins.

Þetta fólk lítur á sig sem einhverskonar ofurmenni sem gnæfa yfir aðra.

Það sem eykur manni bjarsýni er að það er aftur farið að heyrast í svona fólki í bandaríkjunum eftir að hafa verið algerleaga kæfðir af trommuslætti stríðsæsingamanna undanfarin ár.

Það er ekki með öllu útilokað að það verði aftur komið á lýðræði í landinu.

Síðustu forsetakosningar gengu bara út á hvort þú vildir hvíta eða svarta dúkku í forsetastólinn.

Eins og nýleg rannsókn í USA sýndi eru ákvarðanir teknar annarsstaðar hvort sem er.

Borgþór Jónsson, 1.5.2014 kl. 09:58

25 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hvernig veistu það fyrir víst Bergþór að þeir séu það ekki? En málflutningur slíkra aðila virðist snúast um það að bandar. og vesturlönd séu hið illa afl í heiminum, að þau lönd sem séu í deilum við Bandar. og Vesturlönd séu hið góða afl. Slíkur málflutningur gæti ekki þjónað betur hagsmunum landa eins og Rússlands, en ef sá væri beinlínis kominn frá þeirra leyniþjónustum. Málið er að það þarf ekki svo til að þeir séu sjálfir persónulega á launum frá rússn.leyniþjónustunni. Allt og sumt sem þarf til, er að þeir séu háðir gögnum frá aðilum "sem ef til vill þeir telja genuine" en sem eru aðilar á vegum rússn.leyniþjónustunna. Þú getur verið að þjónka þeirra markmiðum, ef þú gætir ekki nægilega vel af því "hverjr þínir heimildamenn eru" en þú getur verið 100% viss um að þeir "notfæra sér and-vestræna einstaklinga" sér til framdráttar. Annaðhvort með beinum hætti með þeirra vitneskju eða með óbeinum hætti án þeirra vitneskju, með því að "þykjast vera t.d. óháðir blaðamenn" að framkvæma eigin rannsókn. En einhvers staðar frá fá þessi einstaklingar sín gögn, þeir eru yfirleitt ekki sjálfir á "staðnum" - - mig grunar að verna "fordóma sinnna" og "neikvæðni" gagnvart Bandar. og Vesturlödnum, séu þeir ákaflega líklegir til að trúa slíkum "rangupplýsingum" og séu því "líkleg fórnarlömb" slíkra opinberra aðila.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 1.5.2014 kl. 12:25

26 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"Vonandi hættir Kaninn að hafa áhyggjur af því sem er að gerast í öðrum löndum, þá kanski getur Kaninn farið að hugsa og einbeita sér að velferð og velmögun sinna eigin lansmanna.

Hvað kemur ameríkönum við það sem er að gerst í Evrópu, Afiríku for that matter Asíu, ekki nokkurn skapaðan hlut.

Vonandi verður enginn amerískur Gorbachev, önnur lönd hljóta að geta séð um sig sjálf án þess að fá aðstoð og dollara frá þessum gjörspilltum ameríkönum.

Kveðja frá Las Vegas"

Fylgir því að vera heimveldi, Bandaríkin eru "breska heimsveldið" hið síðara - ef maður hugsar út í það. En Bretland samdi við Bandar. upp úr 1950 um yfirtöku á þeirra heimveldi sem fór friðsamlega fram, þ.e. þeir afhentu herstöðvar við Persaflóa og víðar um heim sem urðu bandar. herstöðvar, og Bandar. tóku við því hlutverki sem Bretar höfðu haft að vera "meginflotaveldi heimsins" og "heims lögga."

Ég held þetta sé eina tilfellið í heimssögunni þ.s. annað stórveldi segir við annað land, "við getum ekki lengur viðhaldið þessu verkefni" - - gerið það, takið við þessum kaleik!

Ég held að lexía Bandar. sem tekin var eftir hvað gerðist árin frá 1933-1939 annars vegar og hins vegar frá 1937-1941 þ.e. upprisa 3-ríkisins og hitt stríð Japans gegn Kína síðan árás Japans á Bandar. 

Hafi sýnt Bandar. fram á, að þau "hafa hagsmuni af stöðugleika" í heiminum. Að ef "óvinveitt öfl" fá að vaxa án þess að vera "tékkuð af" þá á endanum "ógni þau Bandar."

Ef við ímyndum okkur að Bandar. munu hætta eins og sumir hægri menn leggja til afskipum af restinni af heiminum haldi sig við Monroe kenninguna eins og milli 1919 og 1941. Neiti að skipta sér af átökum í heiminum eða því hvort það eru að rísa upp önnur "heimsveldi." Eða hve mörg stríð þau önnur veldi reka.

Segjum að það mundi fara þannig að "Rússland legði Evr. undir sig" að eins miklu leiti og þeir væru færir. Segjum að Kína fari eins með Asíu eða leppríkjavæði það af henni sem hún getur. 

  • Það sem héldi velli af Evrópu væri þá "ákaflega hervætt" sama um það sem stæði uppi af Asíu.
  • Vandinn er að slík þróun mundi nánast með 100% öryggi leiða til nýrrar stórstyrjaldar í heiminum. Síðustu 2-skipti hefur það leitt til þess að Bandar. hafa neyðst til þátttöku.
Ef það koma upp "kjarnorkuátök" þá munu Bandaríkin ekki sleppa við geislavirka úrfellið eða kjarnorkuveturinn - ekki satt?
 
Þ.e. enginn valkostur fyrir Bandar. skárri, en sá sem það hefur fylgt síðan upp úr 1950 er þeir taka yfir verkefni Breta í heimsmálum. Að vera veldið "sem ástundar þ.s. var hin klassíska breska jafnvægispólitík." Þ.e. að leitast ávalt við að vega á móti, ef þ.e. að rísa upp annað veldi. Svo það nái ekki að myndast annað dóminerandi veldi sem síðar geti orðið ógn.
 
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 1.5.2014 kl. 12:44

27 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er málið, þau lönd sem eru með kjarnorkuvopn verða aldrei fyrir innrás af annari þjóð.

Þetta Úkraínu vandamál væri ekki fyrir hendi, nema af því að USA og Vestur Evrópulöndin plötuðu Úkraínu til að eyðilegja öll kjarnorkuvopnin sem þeir voru með.

Í staðinn átti Úkraína að vera varinn af USA og Vestur Evrópu ef önnur þjóð gerði innrás á Úkraínu.

How is that working out for Úkraínu?

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 1.5.2014 kl. 16:43

28 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Evrópa vill stríð. Þráir það. Er með alla anga úti til að starta einu.

Það gekk ekki í Sýrlanda, svo þetta er næsta skotmark. Ef þeir fá ekki stríð þarna, hvert leita þeir þá?

Ásgrímur Hartmannsson, 2.5.2014 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband