29.4.2014 | 01:22
Vesturveldi skortir enn vilja til að beita Rússland hörðu
Vesturveldi hertu sínar refsiaðgerðir, en skv. fréttum þá áfram mótast þær aðgerðir af því, að tilteknum einstaklingum sem taldir eru tilheyra "elítunni" nærri Pútín, eru teknir fyrir. Að auki er á listanum nokkur fjöldi fyrirtækja, en skv. fréttum eru það einkum fyrirtæki í byggingariðnaði og einhver fjöldi "smárra banka."
Það áhugaverða sé, að "ekkert af rússn.orkufyrirtækjunum" sé a.m.k. enn innan refsirammans.
Að auki, enginn af stóru rússn.bönkunum.
Þessar aðgerðir séu því sennilega áfram sem áður, bitlitlar.
Og því ekki líklegar til að "breyta" að ráði "kostnaðar/hagnaðar" reikningum Pútíns og hans skósveina.
U.S., Europe Impose New Sanctions on Russia
U.S. sanctions Putin allies as Ukraine violence goes on
1 of 25. Pro-Russian men attack pro-Ukrainian supporters during a pro-Ukrainian rally in Donetsk, eastern Ukraine April 28, 2014.
Öfgamennirnir sem ráða í Donetsk virðast skipulega - herða tökin
Á myndinni að ofan, má sjá atburð er varð á mánudag, þegar mótmæla aðgerðir á vegum nokkur þúsund einstaklinga sem "styðja áframhaldandi veru" Donetsk héraðs í Úkraínu, voru brotnar á bak aftur - - með grófu ofbeldi.
Pro-Moscow rebels intimidate journalists in east
Þeir skirrast ekki heldur til að beita "ógnunum" á fjölmiðla, fréttir hafa borist af því að fj. sjálfstæðra fjölmiðla, hafi á undanförnum dögum fengið heimsóknir - "rudda" sem skipuðu þeim, að "sjálfsritskoða sig" þ.e. "þeim voru lagðar línur" um það "hvernig fréttaflutningur ætti að vera" og sama tíma, "hvernig hann ætti ekki að vera."
Þetta er talin vísbending þess, að stjórnendur svokallaðs "Donetsk lýðveldis" séu virkilega að undirbúa "almenna atkvæðagreiðslu" - - áður ætli þeir að tryggja að fjölmiðlar í héraðinu flytji eingöngu fréttir með þeim hætti sem njóti velþóknunar.
Með öðrum orðum, að "pressunni" verði umbreytt í "áróðurs" apparat.
Human Right Watch - varar við því að "ofbeldi" og "hótanir" gagnvart blaðamönnum, séu í hröðum vexti í Úkraínu: Kidnappings, Mob Violence Threaten Journalists and Activists
- Þetta er afskaplega "ítarlegt skjal" en þar kemur m.a. fram, að a.m.k. 11 blaðamenn hafi verið handteknir eða nánar tiltekið "rænt" af öfgamönnum, afdrif nokkurra þeirra séu óþekkt.
Í ljósi þess hvernig "ruddarnir" sem stjórna "Donetsk" héraði hegða sér, þá finnst mér töluvert fyndið þegar "meðvirkir netverjar" fara mikinn um meinta hættu sem stafar af stjórnvöldum í Kíev, þegar það blasir við hverjum þeim sem vill sjá, að "þjóðernisfasismi" er sannarlega að verki meðal þessara svokölluðu "þjóðfrelsishetja" eða "friðsömu mótmælenda."
Þessir aðilar séu augljóslega - - a.m.k. í engu skárri, en öfgamennirnir í Svoboda hreyfingunni.
Það er oft sagt að þú getir þekkt mann af því, hvaða vini sá velur sér
Pútín bersýnilega velur sér til fylgilags, öfgamenn úti á ysta jaðri rússn.öfgaþjóðernissinna - þannig séð má nota orðalagið, þjóðernisfasisma yfir öfgar innan þjóðernishyggju þegar þær ganga mjög langt.
Hérna er áhugaverð skoðun: The Russia Problem
En ég er að mörgu leiti sammála honum, þ.e. að Pútín sé að velja sér leið "öfgaþjóðernishyggju" ekki síst, til að tryggja áframhaldandi völd hans sjálfs og hans skósveina svokallaðra "siloviki."
- En ég hef fjallað áður um tiltekið atriði - - sem sannarlega ógnar Rússlandi.
- Þ.e. upprisa Kína.
- Kína er þegar farið að höggva harkalega inn í þ.s. fram á síðustu ár, hefur verið yfirráðasvæði Rússlands í Mið-Asíu. En nú er Mið-Asía að færast hratt yfir á kínv. yfirráð.
- Og þar með, gróðinn af orkuauðlyndum þar: Ég tel þrátt fyrir allt að vesturlönd og Rússland, ættu eigin hagsmuna vegna að vera bandamenn
Ég held að - - Rússland sé þegar farið að finna fyrir þeim tapaða gróða.
Sem skýri líklega - - hvers vegna það hefur hægt verulega á hagvexti í Rússlandi, sl. 2-3 ár.
Það stefndi í "hagkerfisstöðnun" - - vandinn fyrir Pútín, er að stór hluti af fylgi við hann, hefur komið til vegna þeirrar "batnandi kjara" og "batnandi efnahagslegrar framtíðar" sem stjórn hans hefur virst vera að skaffa.
En nú, þegar Kína er farið að "slá á gróða Rússlands af orkuauðlyndum" hagvaxtarstöðnun tekin við, hafi þurft "nýja ástæðu" fyrir rússn. almenning, að fylkja sér að baki Pútín.
- Þjóðernishyggja er gamalt trix, t.d. þegar argentínski herinn réðst inn á Falklandseyjar, var óvinsæl herforingjastjórn í Argentínu. Hún varð um tíma "mjög vinsæl" þegar hernaðarævintýrið virtist vera að virka. En skömmu eftir að breski herinn tók Falklandseyjar að nýju, féll herforingjastjórnin.
Ég get nefnt fjölda sambærilegra dæma - flest þeirra eru þó margra áratuga gömul.
- Sá punktur sé réttur, að með því að gera "þjóðernishyggju" að miðpunkti "stuðnings" að baki stjórn sinni.
- Þá muni Pútín, þurfa að viðhalda "spennuástandi" gagnvart Vesturlöndum, og að auki - til þess að réttlæta þær efnahagslegu fórnir fyrir almenning, sem verða örugglega nokkrar fyrir rest.
- Þá mun hann væntanlega þurfa "að stigmagna spennuna frekar" á einhverjum punkti.
- Líklega stendur raunverulega til, að færa flr. héruð sem tilheyra Úkraínu, yfir á rússn. yfirráð.
- Þ.s. Pútín er eftir allt saman ekki "heimskur fantur" þá mun hann líklega ekki senda rússn. herinn inn, þ.e. ekki búa til stríð með rússn. herinn í miðjunni.
- Planið sé frekar á þá leið, að nota "proxy" hópa innan þeirra héraða, sem Pútín hafi ráðið til verksins.
Niðurstaða
Áfram halda refsiaðgerðir Vesturvelda að vera bitlausar eða a.m.k. það bitlitar að þær skipti ekki máli. Pútín og skósveinar hans, eðlilega munu "tel ég" álykta af refsiaðgerðunum, að þeim sé óhætt að færa "aðgerðaáætlun" á næsta stig. Það má því reikna með því að aukinn kraftur verði færður í aðgerðir þeirra hópa, sem hafa sennilega tekið verkið að sér fyrir Pútín - - það má reikna með "almennum atkvæðagreiðslum um sjálfstæði" og því að "niðurstaðan verði svipuð skv. opinberum yfirlýsingum og á Krímskaga." En atkvæðagreiðslan þar var með augljóst "falsaðar atkvæðatölur" þ.s. þ.e. ekki trúverðugt, að skv. 83% þátttöku hafi 91% greitt atkvæði með því að yfirgefa Úkraínu. Þ.s. rússar á Krímskaga eru einungis um 60% íbúa. Á sama tíma, og andstaða við "innlimun" var töluvert almenn meðal minnihlutans - þ.e. Úkraínumanna og Krímtatara sem samanlagt eru um 40% íbúa.
Eina leiðin til að tölurnar standist - er eiginlega að einungis hafi verið talin atkvæði rússn.mælandi.
Ég er algerlega viss að atkvæðatölur með sambærilegum hætti verða falsaðar í Donetsk og Luhansk héröðum, enda miðað við nálgun Pútíns - - þá er það hans venja að láta "yfirborðs" trúverðugleika duga. Síðan þ.s. erfitt er að sanna með 100% öryggi að tölurnar séu vitleysa. Þá kemst hann yfirleitt upp með að fullyrða að öllum lýðræðislegum kröfum hafi verið mætt.
Pútín viðhefur "leiktjöld lýðræðis" án þess að viðhafa innihald þess.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kína, Rússland og einhverjar aðrar þjóðir ætla að stofna Evrópu-Asíu bandalagið 2015. Kínverjar munu byggja nýja stóra höfn í Krím sem á að vera 20m djúp. Rússar munu leggja olíu og gasleiðslur til Kína.
Það sem nú gengur á í Úkraínu hefur engin áhrif á þessi plön.
Snorri Hansson, 29.4.2014 kl. 02:44
Snorri ég er 100% viss um eitt, að fyrir Rússland væri Bandalag við Kína, sú langsamlega versta hugmynd sem Rússar geta mögulega innleitt - lestu færslu mína sem ég hlekkja á að ofan, en ef e-h land er nægilega stórt til að kokgleypa Rússland þá er það Kína, og að auki er Kína þegar farið með harkalegum hætti að taka yfir rússn. yfirráðasvæðin í Mið Asíu, ekkert land sé í reynd í meiri hættu á að tapa og það illa heldur en Rússland eftir því sem veldi Kína vex, eða með öðrum orðum, á endanum ef rússn. stjórnendur hafa e-h vit, hljóti þeir að skilja að Kína sé það land sem Rússlandi stafi "langsamlega mest" ógn af: Ég tel þrátt fyrir allt að vesturlönd og Rússland, ættu eigin hagsmuna vegna að vera bandamenn
Bandalag við Kína væri meir í ætt við "harakiri." Bandalag Rússl. og Kína geti ekki endað vel fyrir Rússland. Sú versta hugmynd sem Rússar geta fengið.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 29.4.2014 kl. 11:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning