23.4.2014 | 00:37
Ný skandinavísk kreppa í farvatninu?
Ég rakst á áhugaverða umfjöllun á "Money Beat" Financial Times, það má þannig séð flokka þetta sem aðvörun. Að sjálfsögðu er þetta ekki formleg spá, heldur ábending um það hvað virðist varhugavert, og gæti alveg leitt til kreppuástands í framtíðinni.
Sjá einnig verðbólgu á evrusvæði: Euro area annual inflation down to 0.5%
Það er líka áhugavert í samhenginu, að skoða eftirfarandi tölur EuroStat - Gross debt-to-income ratio of households.
Skv. tölum Eurostat skulda húsnæðiseigendur í Danmörku, Svíþjóð og Noregi miðað við eigin tekjur:
- 265,38%
- 147,22%
- 180,33%
Til samanburðar:
- Holland: 250,54%
- Írland: 197,75%
- Portúgal: 120,44%
- Spánn: 122,92%
- Bretland: 131,91%
Eins og þeir í Money Beat réttilega benda á, hefur hægt mjög á verðbólgu í Skandinavíu "seinni misserin" þ.e. "verðhjöðnun í Svíþjóð" og mjög mjög hæg verðbólga í Danmörku.
Þó svo að vextir séu lágir í Danmörku, þá hlýtur óskapleg skuldsetning húsnæðiseigenda þegar verðbólga er þetta "lág" leiða til þess, að skuldsetning mun fara "vaxandi" frekar en hitt.
Verðhjöðnun í Svíþjóð, hlýtur að vekja ugg - í samhengi "hratt hækkandi húsnæðisverðs" og að auki hækkandi verðlags á leigumarkaði - hvort tveggja í sögulegum hæðum. En verðhjöðnun þíðir að skuldir í reynd "virðishækka" og á sama tíma, hefur hagvöxtur nær alfarið "numið staðar" þannig að lífskjör fara ekki hækkandi a.m.k. ekki upp á síðkastið.
Svo jamm, það gæti verið til staðar ástæða að ætla hugsanleg niðursveifla í Svíþjóð ásamt skuldavandræðum húsnæðiseigenda, geti verið framundan.
- Ég hef reyndar ekki áhyggjur af Noregi, þó þar séu sambærileg ummerki til staðar, því að svo stór er olíusjóðurinn, að það verða engin vandræði að endurfjármagna bankakerfi þar í landi.
- En deilur gætu þó vaknað innan Noregs, ef til stendur að snerta á olíusjóðnum, til að endurfjármagna banka og aðstoða skuldara.
En annað mál er Svíþjóð og Danmörk, rétt að muna að þegar Spánn lenti í kreppu, þá skuldaði ríkið á Spáni um 40% af þjóðarframleiðslu eins og danska ríkið skuldar kringum 46%.
En sjálfsagt þarf einhvern "trigger" atburð til að starta kreppu - eins og að það var "undirlánakrísan" í Bandar. sem startaði kreppu sem sprengdi lánabólur hér og þar um Evrópu.
- Spurning hvort að deilan við Rússland geti virkað sem slíkur atburður?
Niðurstaða
Ég skal ekki fullyrða neitt. En það getur verið að önnur Norðurlandakreppa sé í farvatninu. Það er kannski þess vegna, sem Norðurlönd hafa verið einkar varfærin í nálgun sinni á deilunni við Rússland, því þau vita að þeirra hagkerfi séu viðkvæm fyrir ruggi.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning