22.4.2014 | 01:07
Fulltrúi ÖSE sem ræddi við andstæðinga stjórnvalda Úkraínu í A-Úkraínu, sagði einungis að skipst hefði verið að skoðunum
Ég átti ekki von á að sendimaður Öryggis og Samstarfsstofnunar Evrópu, mundi ná fram tilætluðum árangri með sendiför sinni á Páskadag, þ.e. að sannfæra "aðgerðasinna" í Donetsk og Luhansk héruðum, að hætta aðgerðum sínum - skila vopnum - yfirgefa opinberar byggingar o.s.frv. En aðgerðasinnar í Luhansk hafa víst líst yfir stofnun sjálfstæðs Alþýðulýðveldis, þó sennilega meini þeir það ekki í sama skilningi og "svokölluð kommúnistaríki fyrri tíma er ávallt voru titluð "alþýðulýðveldi" a.m.k. opinberlega. Eins og fram kom í fréttum, var skotbardagi snemma morgunn á páskadag við Slaviansk í A-Úkraínu. 3 sagðir hafa fallið - og að sjálfsögðu kenna deiluaðilar hvorum öðrum um, sem er venja í slíkum deilum þegar allt er á suðupunkti. En a.m.k. ekki enn hafið eiginlegt "stríð."
Ég að sjálfsögðu hvet fólk til að taka öllum fréttum um slíka hluti með fyrirvara - þ.e. fullyrðingum hvors deiluaðila, þ.s. hinum er kennt um og viðhaft mjög harkalegt orðalag, og fordæming.
Við slíkar aðstæður þegar taugar eru þandar, tortryggnin er í algleyming, eru æsingar þ.s. maður á að vænta, viðbrögð vanalega ekki yfirveguð - - engin leið að vita hver sannleikur máls er.
En í slíkum deilum, eru frásagnir vanalega ákaflega "partisan" - það þarf ekki að vera menn ljúgi vísvitandi, þó slíkt sé ekki sjaldgæft við slíkar aðstæður, en gróusögur og ýkjur sérstaklega af neikvæða taginu þegar beint er að hinum aðilanum, verða gjarnan þættir sem trúnaður er lagður á - burtséð frá raunverulegum sannleika að baki.
Við slíkar aðstæður trúa menn gjarnan í fyllstu einlægni, margvíslegum raunverulegum þvættingi, um mótaðilann. Eins og ég sagði, þarf ekki að vera vísvitandi lýgi þó frásögn sé ekki sönn nema að einhverjum litlum hluta, en sannleikskorn getur verið upp blásið.
Eins og sagt er - sannleikurinn er gjarnan fyrsta fórnarlambið.
Ukraine peace deal falters as rebels show no sign of surrender
Deadly gun attack in eastern Ukraine shakes fragile Geneva accord
Russia steps up rhetoric on possible intervention
Russia, U.S. Trade Charges of Violating Ukraine Deal
- Ummæli utanríkisráðherra Rússlands á mánudag vekja nokkurn ugg!
Sergei Lavrov - There are more and more calls to Russia for rescue from this lawlessness, - That puts us in an extremely complicated situation. Those who are deliberately trying to trigger a civil war, obviously hoping to provoke a big, serious, bloody conflict, are engaging in a criminal policy. And we will not only condemn but also stop it.
- En það getur vel verið að ráðandi aðilar meðal aðgerðasinna í A-Úkraínu, vilji fá rússn. herinn inn í sín héröð. Þ.e. ekki útilokað að sannleikur sé að baki þessu tali herra Lavrov. Þó það geti einnig vel verið ósatt.
Ég á samt sem áður ekki von á því að Pútín sendi herinn inn - - hlutverk hans á landamærunum við Úkraínu.
Sé "intimidation" þ.e. gagnvart stjórnvöldum Úkraínu, tryggja að þau þori ekki að beita hernum - þó aðgerðir þeirra í sl. viku hafi runnið út í sandinn, endað í niðurlægingu. Þá eiga þau nokkur þúsund hermenn með skriðdreka, og herþotur.
En slíkar aðgerðir væru líklega "casus belli" fyrir Rússa, en það henti Rússum líklega - - að Luhansk og Donetsk héröð, séu komin undir stjórn "aðgerðasinna" sem virðast vera rússneskumælandi íbúar á þeim svæðum, a.m.k. í Donetsk hefur verið lýst yfir að til standi að halda almenna atkvæðagreiðslu meðal íbúa af hálfu þess aðila, sem segist yfir því sem hann titlar "Alþýðulýðveldi Donetsk."
- Tæknilega geta þau lýst yfir sjálfstæði, og sennilega úr þessu er fátt sem stjórnvöld í Kíev geta gert, nema að hugsanlega - - að gefa heilmikið eftir, áður en héröðin 2 hafa sagt bless.
- En miðað við tal setts forsætisráðherra allra síðustu daga, þá standi þeim héröðum til boða, verulega aukið "sjálfræði" - sennilega. Þetta nefndi hann þó ekki fyrr en aðgerðasinnar voru búnir að ná öllum völdum þar. Núna, getur slíkt tilboð verið þegar orðið um seinan.
- Vandamál þeirra héraða væri að sjálfsögðu, að enginn mundi viðurkenna sjálfsætt "Luhansk" og "Donetsk" nema kannski Rússland, og Hvíta-Rússland. Tilvist þeirra væri því algerlega háð "góðvilja" stjórnvalda í Moskvu. Svo að þau mundu þá enda sem nokkurs konar "protectorates."
- Ef Rússland tekur þá afstöðu, að taktískt séð snjallara, sé að viðhalda slíku millibilsástandi, í stað þess að fara leiðina sem farin var með Krímskaga, að innlima hann formlega.
- Slíkur taktískur leikur, væri þá væntanlega af hálfu Pútín, til þess gerður að veikja samstöðu Vesturlanda, en líkur eru sterkar á því að almennar atkvæðagreiðslur í þeim héröðum, mundu um þessar mundir skila meirihluta íbúa með yfirlýsingum um sjálfstæði.
- En ef Pútin sendir ekki "herinn inn" og "samþykkir ekki að þau sameinist Rússlandi" en þess í stað "einungis viðurkennir þau sem sjálfstæð."
Þá gæti það flækt sérstaklega innan Evrópu, fyrir því að það myndist samstaða um verulega hertar refsiaðgerðir gegn Rússlandi.
En Pútín er örugglega til í að bíða nokkurn tíma, kannski 2. - 3. ár, t.d. Meðan að aðstæður gerjast frekar. Ef t.d. óöld væri hafin víðar í S-Úkraínu. Gæti verið að sjálfstæðisyfirlýsing Luhansk og Donetsk væri nánast gleymd. Í því fári sem þá væri komið. Og Pútín gæti samþykkt innlimun þeirra héraða, án þess að það vekti umtalsverð viðbrögð.
Ég er því a.m.k. að hluta sammála þessari grein: Putin playing the long game over Russian kin in Ukraine. Pútín sé alveg örugglega til í að auðsýna "taktíska þolinmæði."
Ef það skilar því að gagnaðgerðir Vesturvelda, lágmarkast.
Pútín sé að leita eftir því, að fá fram sem "mest" gegn sem minnstum "tilkostnaði."
Niðurstaða
Ég er alveg viss um að Pútín er mjög kaldur og rólegur þegar hann vegur og metur stöðuna. Nýlega talaði Pútín um söguleg mistök sem átt hefðu sér stað á 3. áratug 20. aldar, þegar Stalín færði nokkur héröð undir Úkraínu - sem þá var hérað í Sovétríkjunum. Þarna er verið að vísa til Donetsk og Luhansk, og einhverra frekari svæða. Þetta auðvitað skaut rótum undir grun margra, að Pútín ætli að færa þessu svæði aftur inn í Rússland.
Á hinn bóginn, þá flækir það töluvert málið - - að a.m.k. rússn.mælandi íbúahluti SA-héraða Úkraínu, virðist líta meir til Rússlands en stjórnvalda í Kíev. Kannski ekki undarlegt þ.s. þetta var hluti af sama ríkinu, til 1991. Á hinn bóginn, þegar Luhansk og Donetsk héruðum sleppir.
Þá eru rússn.mælandi alls staðar í "minnihluta" þó þeir séu í nokkrum héröðum "fjölmennur minnihluti."
Hættan er því augljóslega á því, að áhugi rússn.mælandi aðgerðasinna, ef sá breiðist út fyrir Donetsk og Luhansk héröð, þá skapist við það - átök við úkraínskumælandi íbúa meirihluta þeirra héraða. Eða með öðrum orðum, borgarastríð.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 3
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 856033
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Einar Björn
Maður hafði nú reiknað með því að þessi sendimaður Öryggis og Samstarfsstofnunar Evrópu mundi eitthvað tala við þessa umboðslausu stjórn- og hernaðaryfirvöld í Kænugarði, en ekki bara við þessa"aðgerðasinna" í Donetsk og Luhansk héruðum. Til þess þá að fá eitthvað af öllum þessum her skriðdreka og þungra fallbyssuvagnadrasli í burtu, er þessi umboðslausa stjórn (fyrrum "friðsömu mótmælenda" Kænugarðs) kölluðu yfir “aðgerðarsinna” Donetsk og Luhansk. Þessir fyrrum “friðsömu mótmælendur" (eða núverandi umboðslausu stjórnvöld) er notuðu reyndar bensínsprengjur, mólatofsprengjur og kveikti í opinberum byggingum, svo og dekkjum og drasli á sjálfstæðistorginu í Kænugarði getur alls ekki ætlast til þess að aðgerðarsinnar afvopnist einir og sér, hvað þá eftir að þrír aðgerðarsinnar hafa látið lífið. Ekki reyndi þessi umboðslausa stjórn Úkraínu (eða fyrrum“friðsömu mótmælendur) að semja við aðgerðarsinna um atkvæðaafgreiðslur í þessum héruðum, heldur tók þessi umboðslausa stjórnin upp á því að senda allan þennan her skriðdreka og þungra fallbyssuvagna inn í héruðin gegn aðgerðarsinnum, eitthvað sem fyrrum lýðræðiskjörin ríkisstjórn Úkraínu gat alls ekki hugsað sér.
Ekki var fulltrúa “aðgerðarsinnar” í Donetsk og Luhansk héruðum boðið á þennan umtalaða fund, en þessi umboðslausa stjórn Kænugarðs var boðið að senda Andrey Deshchytsa á fundinn og hefur það verið víða gagnrýnt.
Það er ekki hægt að segja að þessi umboðslausa stjórn Úkraínu hafi reynt að sýna einhvern sáttarhug í þessari deilu, hvað þá fulltrúar Bandaríkjanna með öllum þessum hótunum með kenna Rússum um allt. En eins og áður segir þá eru Bandríkjamenn búnir að eyða meira en 5. milljörðum dollara í þetta Coup d'etat til að koma að sínum strengjabrúðum er Victoria Nuland og Geoffrey Pyatt skipulögðu svo eftirminnilega sem eru reyndar við völd í dag, þannig að þetta fólk vill ekki einhverja atkvæðaafgreiðslur. Ef eitthvað þá vill ríkisstjórnin hans Obama bara refsiaðgerðir, læti osfrv. svo hægt sé að koma Chevron, NATO og IMF- þvingunar draslinu öllu á Úkraínu.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 22.4.2014 kl. 15:12
"En eins og áður segir þá eru Bandríkjamenn búnir að eyða meira en 5. milljörðum dollara í þetta Coup d'etat..."
Þetta var ekki "valdarán" heldur bylting, á því tvennu er mikill munur. Þó í báðum tilvikum sé ráðandi stjórnvöldum steypt. Munurinn er að bylting er alltaf fjöldaaðgerð, og það sást mjög vel á þeim mikla fjölda sem mótmælti mánuðum saman í N-hluta Úkraínu, að þetta var virkilega fjölda-aðgerð. Það þarf því sérstaka "fordóma" til að kalla þetta, "valdarán."
Hafðu í huga að á móti þessum 5ma.USD var Pútín búinn að bjóða Viktor Yanukovych 15ma.USD. Var stjórn Yanukovych þegar búinn að taka við 2ma.USD. Miðað við þetta, var fjármögnun Pútíns nokkuð "yfirgnæfandi." Magnað hve fljótt andstæðingar Kíev stjórnarinnar, hafa gleymt milljörðunum 15 sem Pútín var búinn að lofa Yanukovych. Í
Þú ert of mikill "andstæðingur" stjórnvalda í Kíev, til að sjá málin í fullkomnu jafnvægi. En ef Kíev stjórnin er "umboðslaus" þá er ekki gott að sjá heldur "hvert umboð" aðgerðasinna í A-Úkraínu er. En þeir hafa ekki frekar verið kjörnir til valda.
Síðan kannast ég ekki við að stjórnin í Kíev, hafi sent einhvern svakalegan herafla til A-héraðanna í umliðinni viku, fréttir bárust af einni lest herbíla ásamt 3-skriðdrekum, lest sem á endanum var stöðvuð af aðgerðasinnum, og við það lét enginn líifð. Það hefur enginn fært sönnur á annað, en að þær aðgerðir hafi verið án blóðsúthellinga. Þá voru þær bersýnilega framkvæmdar af varfærni.
Síðan þegar búið var að stöðva lestina af brynvörðum bílum og skriðdrekum, þá var gerð tilraun til að senda lið á svæðið með þyrlum. En ekki virðist það hafa gengið neitt að ráði betur - - eiginlega sýna þær aðgerðir "hve afskaplega veikar aðgerðir stjórnvalda voru" sem sýnir hvílík gargandi þvæla það er að andstæðingarnir hafi staðið gegn einhverju ofurefli liðs, eða óverjandi ofbeldi.
Hafðu í huga, að ríkisstjórnir í öðrum löndum, mundu einnig leitast við að brjóta á bak aftur "ólöglegar andstöðuaðgerðir" - en það getur ekki verið í samræmi við landslög, að taka opinberar byggingar traustataki, setja upp vegatálma til að hindra aðgang aðila á vegum stjórnvalda - - ef t.d. íbúar á "Fjóni" mundu taka opinberar byggingar traustataki á "Fjóni" - setja upp vegatálma, loka höftnum og flugvöllum. Þá mundu dönsk stjórnvöld alveg örugglega, senda öryggissveitir á vettvang til að "skakka leika." Og það mundu stjv. í öðrum evr.ríkjum einnig gera, ef sambærilegar aðgerðir væru í gangi í þeim löndum þ.s. uppreisn væri í einstökum héröðum. Aðgerðir úkraínskra stjv. voru því með engum hætti "óvenjulegar" eða "óeðlilega" harkalegar, þegar þetta er haft í huga.
Höfum í huga, að þær voru til muna "mildari" en sambærilegar aðgerðir stjv. þeirra sem fyrir einu ári síðan sátu við völd í Kíev. Það veit enginn hver drap þessa 3-einstaklinga sl. sunnudag, eða á Páskadag. Ekkert sérstakt sem bendir til þess að það hafi verið aðilar á vegum úkraínskra stjv.
Það hefði verið út í hött, að bjóða fulltrúum aðgerðasinna á fund OECD, en þetta eru alltaf fundir á "level" ríkisstjórna, þangað mæta eingöngu ráðherrar. Rússar bersýnilega með því að mæta á fundinn, samþykktu rétt ráðherra á vegum stjv. Úkraínu. Þeir hefðu annars átt að hundsa fundinn, eða neita mæta nema að enginn á vegum stjv. Úkraínu, væri á fundinum eða einungis heimila að slíkir aðilar væru í hliðarherbergjum. Ef það hefði staðið til að halda því prinsippi til streytu, að stjv. Kíev hefðu ekkert lögmæti.
Það er síðan hlutverk "sendinefnda" á vegum OECD, að "miðla málum" og þ.e. þ.s. fulltrúi OECD átti að vera að gera, sendinefndin á að leitast við að skapa vettvang þ.s. fulltrúar stjv. og fulltrúar "aðgerðasinn" geta hist, rætt málin og hugsanlega leyst sinn ágreining, þeir fundir geta verið í Úkraínu eða í 3-landi á fundarstað sem aðilar koma sér saman um. Þær tilraunir eru væntanlega í gangi.
Aðgerðasinnar halda þannig séð Luhansk og Donetsk héruðum, hafa því sterka stöðu eftir að komið er í ljós að stjv. í Kíev "geta ekki brotið niður þeirra aðgerðir."
Ef þeir hafa áhuga á að semja, þá er nær öruggt að þeir geta náð miklum tilslökunum fram - - en þ.e. þó eitt öruggt. Að þeir geta ekki "fært klukkuna til baka" en þó svo að "byltingin" njóti ekki stuðnings í SA-héröðum Úkraínu, virðist hún njóta stuðnings í NV-hluta landsins - - annars væru mótmæli í N-hlutanum.
Þ.s. nefnilega atriði, að rússn.mælandi íbúar eru kringum 1/ heildarfjölda landsmanna, það þarf að sjálfsögðu að mæta þeirra kröfum að einhverju verulegu leiti, en sú krafa að stjv. í Kíev leggi sig af, er bersýnilega óraunhæf miðað við víðtækann stuðning úkraínskumælandi við þá stjórn er virðist til staðar.
- Íbúar landsins þurfa að ná samkomulagi.
- Það á að vera hlutverk sendinefndar OECD að veita milligöngu, þ.e. því ekkert óeðlilegt að þeir leiti eftir því að ræða við andstæðinga stjv. í SA-Úkraínu. Þ.s. eftir allt saman, hafa þeir sendinefnd einnig í Kíev og hæg heimatök, að ræða við fulltrúa stjv. í Kíev.
Kv.Einar Björn Bjarnason, 22.4.2014 kl. 18:52
Sæll Einar Björn
Þetta var eins og þeir segja þaulskipulögð og kostnaðarsöm bylting til þess eins að koma lýðræðiskjörinni ríkisstjórn Úkraínu frá völdum, og sem Bandaríkjamenn hafa núna borgað yfir 5. milljarða dollara fyrir skv. fullyrðingum hennar Victoriu Nuland. Fyrir utan það þá borguðu Bandaríkjamenn mótmælendum 15 -20 dollara á dag til að reyna koma fyrrverandi stjórnvöldum frá.
Það sem þú gleymir í þessu sambandi er að þessi umboðslausa ríkisstjórn Úkraínu hefur einmitt tekið yfir opinberar byggingar traustataki, og “sett upp vegatálma til að hindra aðgang aðila á vegum..”. Þessi umboðslausa ríkisstjórn hefur ekkert verið viðurkennd í sínu heimalandi Úkraínu, en hún er orðin viðurkennd á vesturlöndum þar sem að stjórnmálamenn hafa allt að því slefað sig upp við hana algjörlega gegn öllum þjóðarvilja Úkraínu. Annað sem þú gleymir er að mikið af þessum skriðherdeildum er voru sendar gegn aðgerðarsinnum hafa skipt liði og tilheyra núna aðgerðasinnum, en það er rétt þetta er eitthvað sem ekki er fjallað um í vestrænum fjölmiðlum, þar sem allt slíkt kann að vera móðgandi og leiðinlegt gangvart umboðslausum stjórnvöldum í kænugarði og bandarískum hagsmunum.Þetta Coup d'etat (eða ólögleg stjórnar breyting) var ekki eitthvað lán eða styrkur beint til Úkraínu, heldur fórnarkostnaður er Bandaríkjamenn hafa lagt í til að steypa fyrrverandi stjórnvöldum frá völdum til að koma að sínum strengjabrúðum er hún Victoria Nuland og Geoffrey Pyatt völdu sérstaklega, og er hafa vissan tilgang til að koma að Chevron, NATO og IMF drápsklyfjunum yfir alla Úkraínu.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 22.4.2014 kl. 20:25
Former U.S. Intelligence Officer Says U.S. Orchestrated Coup In Ukraine https://www.youtube.com/watch?v=de9DcWM2X74
Ron Paul: State Dept. Plotting Coup d'état Against Ukraine https://www.youtube.com/watch?v=HvlSqiY7a4M
'US miscalculated will of Ukrainian people' https://www.youtube.com/watch?v=TzyL9OfPsFo
URGENT! Ukraine & Russia: The EU/NATO/NWO "Democracy Projects" are NOT Democratic https://www.youtube.com/watch?v=xumVoc_-91g
Switching Sides: Ukrainian armored unit joins anti-govt protesters in east https://www.youtube.com/watch?v=i3sBOpziyyc
Second Ukrainian Army Column Switches Sides to Russian Separatists; Kramatorsk 16-04-2014 https://www.youtube.com/watch?v=SOD4DOgG3_c
Ukrainian Army Units Switch Side to Anti-Kiev Protestors https://www.youtube.com/watch?v=F-oL327ZZ2Y
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 22.4.2014 kl. 23:33
Þú neitar að taka tillit til milljarðanna 15 sem Yanukovych var lofað af Pútín. Ég hef heyrt þetta viðtal þ.s. Nuland nefnir 5ma., en það var með engum hætti klárt í hvaða samhengi þeir 5ma. voru. Menn eru einfaldlega að álykta út í loftið, að þeir 5ma. hafi verið notaðir til að fjármagna stjórnarandstöðuna, að auki eru þessar fullyrðingar að hver og einn andstæðinga hafi fengið tiltekna upphæð, augljóst skot í loftið. Ein af þessum áróðurskenndu fullyrðingum, sem koma fram einmitt þegar deilur sem slíkar eru í gangi - þ.s. fylkingar slá fram fullyrðingum um mótaðilann, sem oft eiga lítt skilið við nokkurn sannleika.
Vandinn er sá, að þú tekur áróðri annars aðilans upp algerlega eins og það sé sannleikur, síðan býrð þú ekki til byltingu með mörg hundruð þúsund manns á götum úti, þú getur ekki skapað slíkt ástand úr engu, sama hve mörgum milljörðum væri mokað í fólk. Sú hugmynd, að hún hafi verið búin til af Vesturveldum, er önnur af þessum áróðurskenndu fantasíum.
Þ.s. gerðist var að það spratt upp útbreidd óánægjualda í Úkraínu með stjórn Yanukovych, hún var ekki búin til upp úr þurru.
En á hinn bóginn, virðist að Evrópa og Bandar. hafi aðstoðað uppreisnina, þ.e. óvíst að hún hefði haft betur án aðstoðar.
-----------------------
En þ.s. þú tekur ekki tillit til, er að Yanukovych naut einnig mikillar aðstoðar Pútíns. Þarna toguðust Vesturveldin og Rússland á, Vesturveldin höfðu betur í þeirri viðureign.
En Rússland er ekki hætt, er með "Plan B" í gangi, þ.s. að minnka Úkraínu - það virðist a.m.k. ekki ósennilegt, að Rússland sé með margvíslegm hætti að aðstoða við andstæðingar stjv. í Kíev.
Þannig ef leikar halda áfram, geti togstreitan milli Vesturvelda og Rússlands, haldið áfram að stigmagna ástandið alla leið yfir í borgarastríð.
------------------------
Vandinn við þína nálgun er sá, að hún virðist mótast af andstöðu við Vesturveldi - þú sérð því ekki að í gangi er klassískt reipitog um landið milli Rússlands og Vesturvelda, þ.s. báðir aðilar "ekki bara vesturveldi" eru að gera sitt ítrasta til að styðja "sinn" aðila.
Þú getur verið gersamlega viss um að Pútín, er a.m.k. ekki minna tækifærissinnaður en Vesturveldi. Að andstæðingar stjv. í Kiev, hversu slæm sem þau hugsanlega eru, eru ekki hótinu skárri.
Eða það virðist að það hafi verið framið morð á stuðningsmanni stjv. í A-Úkraínu:
U.S. to Move Troops to Allies Near Russia as Tensions Flare in Eastern Ukraine
"The local politician, Volodymyr Rybak, had disappeared days earlier when a car pulled up alongside him as he was walking down the street of his hometown of Horlivka, near Slovyansk, according to a local press report." - "Vyacheslav Ponomaryov, the separatist-appointed mayor of Slovyansk, said the corpse found in a river was possibly that of Mr. Rybak, but denied any rebel role in his death."
Þessi maður hafði verið áberadi í því að mótmæla á sínu svæði, andstæðingum stjv. í Kíev. Nú er hann allur.
Kannski er morðið á honum "hefnd" fyrir það að einhverjir drápu 3-stuðningsmenn andstæðinga Kíev stjórnarinnar um daginn.
En ef svo er, þá eru "blóðhefndir" in tit for tat fashion" að hefjast. Þetta er líklegt að vefja frekar upp á sig.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 22.4.2014 kl. 23:42
Sæll aftur Einar Björn
Ég veit það ekki en kannski ætlast fólk til þess að ég og aðrir fari eftir öllum vestrænum fjölmiðlum og samþykki þessa líka umboðslausu stjórn Úkraínu er vill núna alls ekki reyna friðsamlega samningagerðir við aðgerðarsinna, heldur bara taka upp stríðshanskann gegn öllum aðgerðarsinnum þarna í Úkraínu.
Þetta er örugglega það sem að Obama ríkisstjórnin vill líka og alveg samkvæmt bókinni The Grand Chessboard hans Zbigniew Brzezinski með að koma upp glundroða, átökum og skipta upp allri Úkraínu. Þetta hatur hans Zbigniew Brzezinski á Rússum virtist vera stimplað og skrifað inn í hans DNA., en þetta er mikill stuðnings- og áhrifamaður ríkisstjórnar hans Obama.
Hver segir að menn geti EKKI fjármagnað og styrkt mótmælendur með 5 milljarða dollara fjármagni yfir einhvern tíma, rétt eins og fyrirtæki hafa gert í gegnum tíðina til að koma að sínum strengjabrúðum (stjórnmálamönnum), hefur þú aldrei heyrt talað um color revolution eða orange revolution áður?
Þó að það sé nú annað mál þá var pakkinn sem Putin bauð stjórnvöldum í Úkraínu mun betri, en þessi pakki sem að Evrópusambandið og Bandarísk stjórnvöld eru núna að bjóða Úkraínu.
Það verður samt sem áður að segja það eins og er, að “Right sector” stjórnmálaflokkurinn er hefur barist gegn aðgerðarsinnum var búinn að hafna algjörlega að leggja niður vopn er Genfar samkomulagið gekk út á, og hefur alls ekki lagt niður vopn.
Það er ekki rétt að ég fylgist ekki með vestrænum fjölmiðlum, þar sem að ég fylgist mikið með öllum stríðsrekstri Bandaríkjanna í Afganistan, Írak, Pakistan og Sómalíu og Yemen, svo og þar sem Putin er uppnefndur hvað eftir annað sem Hitler, Stalín osfrv. og allt til að réttlæta aðgerðir vestræna stjórnvalda, ekki satt?
Eins og þú veist þá styðja vestrænir fjölmiðlar sína stjórnmálamenn með allan stríðsáróðurinn fyrir öll væntanleg stríðsátök, svo og fyrir alla vopna- og hergagnaframleiðsluna.
Ég veit ekki á hvaða Proxi stríð byrjar núna í viðbót við þessi átök þarna í Úkraínu, en kannski er nærtækasta dæmið að benda áform frá áttunda og níunda áratugnum 'Zionist Plan for the Middle East' (eftir hann Oded Yinon 1982), svo og PNAC og Clean Break í þessu sambandi. General Wesley Clark fyrrum Nato Commander yfir Evrópu, er reyndar fyrir löngu búinn að átta sig á í hvað stefnir, því að eftir 11. september 2001,og komst hann að því að ekki stæði til að fara bara í stríð við Sýrland, Írak, Líbíu heldur einnig í stríð gegn Lebanon, Sómalíu, Súdan og Íran (sjá hérna á FORA.tv). Eitthvað hefur nú þessi áætlun riðlast hvað forgangsröðun og tímasetningu varðar, en greinilegt er á öllu að markmiðið er það sama. Það er reyndar búið að koma fyrir 14 bandarískum herstöðvum þarna allt í kringum Íran, þannig að Íran verður sennilega sprengt í upp í tætlur rétt eins og gert var með Írak.
Í dag þá berast okkur fréttir af átökum í Sýrlandi, og það er búið að gefa það út að stjórnvöld í Bandaríkjunum og fleiri standi fyrir því að styrkja al nusra hryðjuverkastarfsemina í Sýrlandi. Núna bíða fréttamenn bara eftir fréttum af átökum, sem við fyrirfram vitum að vestrænir fjölmiðlar eiga eftir að reyna kenna “aðgerðarsinnum”um allt saman, rétt eins og hefur verið að undanförnu, það má því segja að vestrænir fjölmiðlar hafi algjörlega unnið allt þetta fjölmiðlastríðið, ekki satt?
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 23.4.2014 kl. 10:54
leiðr. Núna bíða fréttamenn bara eftir fréttum af átökum, sem við fyrirfram vitum að vestrænir fjölmiðlar eiga eftir að reyna kenna “aðgerðarsinnum”um allt saman í Úkrainu, rétt eins og hefur verið að undanförnu, það má því segja að vestrænir fjölmiðlar hafi algjörlega unnið allt þetta fjölmiðlastríðið, ekki satt?
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 23.4.2014 kl. 11:47
"The New York Times states that “Conspiracy Theories” are coming out of“State-Controlled Russian Television” constantly. Well, Reuters did confirm that the head of the Central Intelligence Agency was in Kiev for high level consultations:
“We don’t normally comment on the CIA director’s travel but given the extraordinary circumstances in this case and the false claims being leveled by the Russians at the CIA we can confirm that the director was in Kiev as part of a trip to Europe,” White House spokesman Jay Carney told reporters.”
How about that other conspiracy theory concerning the US Assistant Secretary of State Victoria “F**K the EU” Nuland and US Ambassador to the Ukraine Geoffrey R. Pyatt and their conversation on how they can install a “Puppet” government in the Ukraine by nominating Bat’kyvshchina Party leader Arseniy Yatseniuk as Deputy Prime Minister and have Udar Party leader and former Boxer Vitaly Klitschko step aside. At the same time, Nuland and Pyatt agreed to discredit the Svoboda party, a Neo-Nazi political party they originally backed. These are not conspiracy theories, these are the facts. However, the New York Times did admit that
“There is no question that the new Ukrainian government and its Western allies, including the United States, have engaged in their own misinformation efforts at times, with officials in Kiev making bold pronouncements in recent days of enforcement efforts that never materialized. On Tuesday, some American officials were spreading unverified photographs allegedly showing Russian rocket launchers carried by pro-Russian demonstrators in eastern Ukraine.”
The anti-Russian crusade carried out by the American mainstream media is more apparent as the crisis continues. The media reports are even sometimes laughable. The New York Times is at least truthful in one sense; they do report “All The News That’s Fit To Print.” Nobody in the alternative media would ever disagree with that statement"(http://www.globalresearch.ca/u-s-media-propaganda-russia-accused-of-spreading-conspiracy-theories-on-ukraine/5378072).
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 23.4.2014 kl. 13:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning