Fátt bendir til þess að samkomulag, sem átti að stuðla að sátt í Úkraínu, muni skila tilskildum árangri

Ég varaði við því í gær er ég frétti af samkomulaginu, að það gæti farið svo að það yrði án nokkurs árangurs: Það getur farið þannig að Genfar-yfirlísing Rússlands, aðildarþjóða ESB, Bandaríkjanna og stjórnvalda Úkraínu, hafi enga merkingu fyrir stöðu mála!

Þetta virðist ætla að verða útkoman, en andstæðingar stjórnvalda Úkraínu í A-héröðum. Neituðu um leið og þeir fréttu af yfirlýsingu Rússlands, Bandaríkjanna, stjórnvalda aðildarríkja ESB og ríkisstjórnar Úkraínu - - að afhenda vopn sín, rífa niður vegatálma, yfirgefa opinberar byggingar í þeim héröðum þ.s. þeir hópar virðast hafa tekið yfir alla stjórn mála, þ.e. Luhansk og Donetsk.

Síðan komu fram "nýjar hótanir um refsiaðgerðir á Rússland" - - sem er áhugavert. En túlkun Bandaríkjanna og aðildarríkja ESB - virðist vera sú, að ef "aðgerðasinnar neiti að hlýða skipunum" þá sé það Rússlandi að kenna.

New Russia sanctions threats as Ukraine stalemate goes on

Russia criticizes Washington's assessment of accord on Ukraine

  • Ég persónulega stórfellt efa, að "aðgerðasinnar" séu undir þannig beinni stjórn frá Rússlandi.
  • En þó margir séu að leggja að jöfnu rás atburða í Donetsk og Luhansk, og á Krímskaga. Þá virðast aðgerðasinnar í A-Úkraínu vera mjög sundurlaus samtíningur. Ekki eins og var á Krímskaga þ.s. þeir voru mjög augljóslega einstaklingar með herþjálfun.
  • Með öðrum orðum, á sumum stöðum má sjá greinilega einstaklinga með herþjálfun sem einnig eru harðvopnaðir, en síðan eru einnig vegatálmar undir stjórn einstaklinga er ekki virðast hafa slíka, og né nokkur sjáanleg vopn. Rétt að hafa í huga, að þó svo að til staðar séu einstaklingar með herþjálfun, þá er það ekki endilega sönnun þess að þeir séu rússn.flugumenn - en það geta t.d. allt eins verið liðhlaupar úr úkraínska hernum er gengið hafa í lið með "aðgerðasinnum."
  • Málið er líka, að á Krímskaga höfðu Rússar fyrir um 20þ. manna liðsafla í herstöð í borginni Sevastopol, svo það var þess vegna mjög trúverðugt að það væri lið þaðan væri verið að nota, í ljósi þess að hvert sem litið var - þá virtust vopnaðir einstaklingar á verði vera aðilar með herþjálfun.
  • En í A-Úkraínu sé ekki slík skýr mynd til staðar. Þannig, að ég er langt í frá viss um, að Pútín sé að "fjarstýra aðgerðasinnum í A-Úkraínu" eins og Vesturveldi virðast halda.
Eastern Ukraine's Pro-Russian Activists Stand Fast - "Denis Pushilin, the leader of the uprising that calls itself the People's Republic of Donetsk, said at a news conference in the southeast Ukrainian city's seized administration building that the activists wouldn't exit until the new leaders in Kiev leave the government, which he said they have been occupying unlawfully since late February."

""After that, we'll also agree to do it," Mr. Pushilin said. Instead, he said he and other activists in the building were continuing to prepare for a referendum on the southeast Ukraine region's future, which they intend to hold by May 11. We will defend our interests "until the last drop of blood if necessary" against the "Kiev junta," he said. (Follow the latest updates on the crisis in Ukraine.)"

Leiðtogi aðgerðasinna í Donetsk, sem sagt - segist leggja af sínar aðgerðir, ef stjórnin í Kíev fer frá og ef hópar úkraínskra þjóðernissinna, sem enn séu áberandi á götum og torgum Kíev, snúi heim til sín.

Hann sé annars að undirbúa almenna atkvæðagreiðslu í héraðinu - "væntanlega atkvæðagreiðslu þ.s. íbúar verða spurðir um hvort þeir vilja sjálfstæði héraðsins frá Úkraínu."

Mætast sem sagt - stálin stinn.

 

Niðurstaða

Mér sýnist að "aðgerðasinnar" ætli að leiða hjá sér samkomulag fimmtudagsins milli ríkisstjórna Rússlands - Bandaríkjanna - aðildarríkja ESB - og Úkraínu. Aðgerðasinnar muni líklega halda áfram undirbúningi fyrir "sjálfstæði Luhansk og Donetsk" frá Úkraínu.

Það áhugaverða við það er - - að það væri tæknilega mögulegt. Að þau héröð lýsi sig sjálfstæð í kjölfar almennrar atkvæðagreiðslu. En að Pútín, samþykki ekki inngöngu þeirra í Rússland. Þ.s. mjög ólíklegt er að nokkur annar en Rússland og hugsanlega Hvíta Rússland, muni viðurkenna sjálfstæðisyfirlýsingu þeirra héraða frá Úkraínu. Þá mundu þau í reynd - - vera algerlega háð velvilja Rússlands um sína tilvist. Virka því eins og rússnesk fylgiríki eða leppríki. Rússland gæti meira að segja látið vera, að hafa rússneska hermenn staðsetta innan þeirra. Ef restin af Úkraínu væri t.d. fallin verulega í ástand stjórnleysis og því ekki ógn þaðan að sjá varðandi sjálfstæði Luhansk og Donetsk. 

Í ljósi þess að Vesturveldin og Rússland, virðast þegar vera farin að rífast um merkingu samkomulagsins, Vesturlönd búin að ítreka fyrri hótanir um frekari refsiaðgerðir. Má líklega vænta að eftir því sem upplausnarástand í Úkraínu versnar. Muni samband Rússland og Vesturvelda kólna frekar.


Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband