17.4.2014 | 19:37
Það getur farið þannig að Genfar-yfirlísing Rússlands, aðildarþjóða ESB, Bandaríkjanna og stjórnvalda Úkraínu, hafi enga merkingu fyrir stöðu mála!
Fyrir forvitna hlekkur á texta yfirlísingarinnar: Geneva Statement on Ukraine. Texti yfirlísingarinnar er ekki langur. Það vekur athygli að engu orði er minnst á Krímskaga. Sjálfsagt eru aðildarþjóðir samkomulagsins orðnar áhyggjufullar um þróun mála innan Úkraínu.
Four-way talks call for end to Ukraine violence
Geneva talks produce agreement on defusing conflict
Ukraine Talks End With Accord on Steps to De-Escalate Conflict
U.S. and Russia Agree on Pact to Defuse Ukraine Crisis
Four-way talks end with agreement on calming Ukraine tensions
U.S., Russia, Ukraine, EU call for end to Ukraine violence
Ástæða þess að ég segi, að það geti verið að þessi yfirlísing muni verða merkingarlaus
Er sú að það getur vel verið, að upplausnarástandið innan Úkraínu sé farið að lifa sínu lífi.
Með öðrum orðum, utanaðkomandi aðilar svo sem Rússar, eða Bandaríkin eða ESB - séu ekki með stjórn á því. Það sama eigi við stjórnvöld Úkraínu.
"All illegal armed groups must be disarmed; all illegally seized buildings must be returned to legitimate owners; all illegally occupied streets, squares and other public places in Uk rainian cities and towns must be vacated."
Þetta eru sannarlega virðingarverð markmið - sérstaklega í ljósi þess að því fylgir í næstu málsgrein, að sérhver sá sem skilar inn stolnum vopnum - yfirgefur opbinberar byggingar sem hafa verið teknar yfir; fái fulla sakaruppgjöf.
Vandinn er sá, að ég óttast að ekki sé boðið upp á næga eftirfylgni. Þó svo að það verði "monitoring mission" á vegum ÖSE. Þá mundi slík vart hafa meir en eigin lífverði, hvergi er minnst á að senda inn "SÞ liða" eða "liðssveitir" til að aðstoða við það verk að fylgja þessu fram.
En undanfarnir dagar hafa sýnt að ríkisstjórn Úkraínu, virðist hafa fullkomlega misst stjórn á tveim héruðum í landinu, þ.s. rússneskumælandi íbúar eru í meirihluta. Þó svo að "aðgerðasinnum" í þeim héröðum sé heitið sakaruppgjöf.
Þá er algerlega óvíst, að látið verði af núverandi mótmælastöðum. Eða að þeir sem hafi tekið vopn ófrjálsri hendir úr vopnabúrum hersins muni skila þeim. Eða að þeir sem hafa tekið yfir opinberar byggingar. Muni yfirgefa þær og afhenda aftur til aðila á vegum úkraínskra stjórnvalda.
- Það auðvitað getur verið, að áhrif yfirlísingarinnar verði "mikil" og allt sem þar kemur fram gangi eftir, þegar eftirlitsmenn frá Rússlandi, aðildarríkjum ESB og Bandaríkjunum - mæta á staðinn; til að hafa eftirlit.
- Þar sem því er lofað að hafin verði víðtæk umræða um nýja stjórnarskrá fyrir landið. Það loforð í samhengi við loforð um sakaruppgjöf - - getur alveg haft mikið að segja.
Ég ætla ekkert að fullyrða að mótmælendur muni fara sínu fram, að ástandið muni halda áfram að velta upp á sig stjórnlaust.
Ég er einfaldlega að benda á, að á þessari stundu er sennilega ekki unnt að spá fyrir um hvort áhrif yfirlísingarinnar verða: Mikil - lítil eða jafnvel, alls engin.
Niðurstaða
Næstu daga verða að leiða fram hver áhrif hinnar nýju yfirlísingar Bandaríkjanna, Rússlands, aðildarþjóða ESB og Úkraínu verða. Þau áhrif geta verið farið yfir allt sviðið, frá því að vera mikil í að vera nákvæmlega engin. Að snjóboltinn innan Úkraínu haldi áfram, að atburðarásin sé einfaldlega þegar orðin stjórnlaus. Eða, að Bandaríkin, aðildarþjóðir ESB og Rússland, hafi enn slík áhrif á rás atburða. Að þeir aðilar geti í sameiningu ákveðið - að stöðva snjóboltann. Þegar stjórnvöld Úkraínu virtust vera búin að missa alla stjórn á rás atburða.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 19:41 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Einar Björn
"Með öðrum orðum, utanaðkomandi aðilar svo sem Rússar, eða Bandaríkin eða ESB - séu ekki með stjórn á því. Það sama eigi við stjórnvöld Úkraínu."
Af einhverjum ástæðum þá virðist sem að fulltrúum mótmælenda frá austur- og suðurhluta Úkraínu hafi ekki verið boðið á þennan fund, sennilega þar sem að fulltrúar Bandaríska stjórnvalda og Evrópusambandsins vilja ekki sjá eða hvað þá styðja svoleiðis mótmælendur, því að vestræn stjórnvöld vilja frekar styðja þessa mótmælendur er komu stjórnvöldum frá með leyniskyttum og bensínsprengjum. Það er greinilegt að mönnum er ekki gert jafn hátt undir höfði.
Bæði Evrópusambandið og Bandarísk stjórnvöld hafa fagnað þessum umboðslausu Neo- Nazista fulltrúum Úkraínu (er þeir hafa áður nefnt sérstaklega sem “friðsama mótmælendur”), en hins vegar þá gagnrýna þau allar aðgerðir og mótmæli mótmælenda í austur og suðuhluta Úkraínu. Það er greinilegt á öllu að það er ekki sama hverjir taka yfir opinberar byggingar og/eða koma stjórnvöldum frá með látum?
Það verður ekki annað sagt eftir þetta allt saman en að Bandarísk stjórnvöld og Evrópusambandi séu slæmir friðarsinnar.
Ef þessi héruð fengju að hafa þjóðaratkvæðaafgreiðslu um sjálfstæði í friði frá Úkraínu eins og mannfólkið á Krímskaga fékk, þá er einhver von fyrir þetta fólk, en eins og þetta er núna þá eru ekki miklar vonir bundnar við þetta.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 18.4.2014 kl. 13:41
Þorsteinn, þetta var fundur ríkisstjórna. Þ.e. hluti af samkomulaginu að Rússland, Bandaríkin, aðildarríki ESB - - sendi sína fulltrúa á vettvang. Bæði til eftirlits en einnig að þeir muni taka þátt í viðræðum stjórnvalda í Kíev við mótmælendur, ef eftirspurn er eftir því af hálfu aðila innan Úkraínu - t.d. ef þ.e. skortur á trausti milli aðila innan Úkraínu. Tja, eins og skv. atburðum dagsins í dag, virðist að sé.
-------------------
Ég kann ekki við þetta tal þitt að stjv. í Kíev, séu ný nasistar. Þá ertu að samþykkja gagnrínislaust málatilbúnað andstæðinga stjv. í Kíev. Ég sé ekki ástæðu til þess, að taka upp málsstað annars hvors, hvort þ.e. andstæðingar stjv. eða stjv. Þarna er deila í gangi, það eru líkur á að stjv. í Kíev hafi víðtækan stuðning þeirra sem tala úkraínsku. En að á sama tíma, sé víðtæk andstaða við þau stjv. meðal rússn. mælandi hluta íbúa. Rás atburða virðist sýna að svo sé.
-------------------
Að nota orð eins og valdaræningjar eða ný nasistar - er líka varasamt vegna þess, að þá blindar þú þig frá þeim sannleik þessarar deilu, að hún snýst um framtíðarstefnu landsins, og þá hvort vilji Rússana sem byggja landið eða "ethnic" Úkraínumanna sem einnig byggja það -og eru heilt yfir um 2-falt fjölmennari- skuli ráða. Það virðist vera svo að raunverulegur vilji úkrínsku mælandi hlutans myndbyrtist í stefnu núverandi stjórnar.
-------------------
Ef það væri allsherjar þjóðaratkvæðagreiðsla í öllu landinu, eins og Úkraínumennirnir leggja til - - þ.s. þeir eru fleiri mundi vilji þeirra þá líklega verða ofan á. Þess vegna auðvitað vilja ekki rússn.mælandi íbúarnir ekki þannig atkvæðagreiðslu, heldur sér innan hvers héraðs - því þá getur vilji þeirra orðið ofan á í a.m.k. sumum héröðum. Uppreisnin snýst þá um það af hálfu rússn.mælandi íbúanna, að fá sinn vilja fram annaðhvort með því að knýja fram mikla sjálfstjórn þeirra héraða þ.s. þeir hafa afl til að knýja sinn vilja fram í eða fullt sjálfstæði þeirra héraða frá Úkraínu.
-------------------
Þegar menn segja þetta snúast um lýðræði, er ágætt að menn einnig útskýri akkúrat hvað þeir meina. Meðan að atkvæðagreiðsla í öllu landinu væri lýðræðsisleg - er það ekki þ.s. rússn.mælandi íbúarnir vilja. Á hinn bóginn, ef landið klofnar í kjölfar atkvæðagreiðsla innan einstakra héraða - - gæti vandinn snjóboltast áfram. Þ.s. fjöldi héraða í S-hl. landins, er skiptur milli Rússa og "ethnic" Úkraínumanna. Rússarnir þar eru alls staðar í minnihluta, en í sumum héröðum nærri helmingur íbúa, í öðrum á bilinu 25-35%. Átök gætu haldið áfram, þá innan þeirra héraða milli úkraínskumælandi og rússneskumælandi í þeim héröðum. Og það gæti leitt fram borgarastríð. Ég tel að rétt sé að forðast að "kenna öðrum aðilanum um" þarna eru íbúar landsins að deila, þ.e. hóparnir.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 18.4.2014 kl. 14:12
Sæll aftur Einar Björn
Jú,jú þetta var fundur ríkisstjórna ásamt fulltrúa ESB, en það er hægt að hafa svona fundi ásamt því að bjóða öðrum fulltrúum eða gestum á fundina er málið varðar.
Ef þér er illa við kalla þetta lið Neo-nazista (þeas. "Svoboda Party", "Ukrainian Insurgent Army" og “Right Sector”) þá getum við alveg eins kallað allt þetta lið fylgjendur hans Stepans Bandera, þar sem að þetta fólk kennir sig við þennan nasista frá síðari heimsstyrjöld opinberlega, svo og með myndum af honum sjálfum án þess að gera svo mikið sem eina tilraun til þess að fela það með öllum þessum Nasista merkjum.
Þó að ég hafi EKKI notað orð eins og valdarán eða hvað þá "valdaræningjar" hérna, þá var þetta eins og hver önnur valdaránsbylting, þar sem að fólk notaði bensínsprengjur og leyniskyttur er skutu á bæði mótmælendur og lögreglumenn þarna í Kænugarði, og þar sem að forsetinn og þessir þingmenn voru reknir í burtu.
Það er örugglega rétt hjá þér Einar að þetta fólk með rússneskt ætterni og/eða rússnesku mælandi vilji atkvæðaafgreiðslu inn hvers héraðs fyrir sig, og ég hefði átt orða þetta atkvæðaafgreiðslu fyrir sjálfstæði frá Úkraínu eins og mannfólkið á Krímskaga fékk í athugasemd hér fyrir ofan, en það ber að taka það einnig inn í dæmið að fólkið þarna í austur og suðurhlutanum er mótmæla þar sem það er algjörlega á móti þessum núverandi stjórnvöldum í Kænugarði.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 18.4.2014 kl. 16:58
Núverandi ríkisstjórn Úkraínu hefur nákvæmlega ekkert umboð þar sem að hún er ólýðræðisleg kjörin, en samt sem áður var Andrey Deshchytsa fulltrúa umboðslausrar ríkisstjórnar Úkraniu boðið á þennan fund. Til að gæta jafnvægis og til að sýna sáttarhug við alla aðila þá hefði verið hægt að bjóða einhverjum fulltrúa mótmælenda á þennan fund.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 18.4.2014 kl. 18:46
Þ.e. ýkjukenndur málflutningur að láta sem að "Svoboda" flokkurinn stjórni landinu, það eru mun flr. ráðherrastólar í stjórninni heldur en þeir sem Svoboda hefur, og það eru flr. flokkar í henni en bara Svoboda, stjórnin er líka undir miklum þrýstingi frá Vesturlöndum sem eftir allt saman halda henni fjárhagslega á floti um það að fylgja eðlilegum siðferðisviðmiðum - - ég sé ekki nein augljós merki um þannig hegðun af hennar hálfu, að ríkisstjórninni sé rétt lýst sem "ný-fasistastjórn."
En þ.e. ekki óeðlilegt að ríkisstjórn, geri tilraun til að brjóta slíka uppreisn á bak aftur, sem hefur verið í gangi í A-hlutanum. Tja, ef maður ímyndar sér að fj. manna mundi labba inn á bæjarskrifstofur og lögreglustöðvar t.d. í Danmörku. Mundu t.d. síðan lísa því yfir að stjórnvöld væru ólögleg eða vildu t.d. gera Fjón sjálfstæðan frá Danmörku. Þá mundu sérsveitir dönsku lögreglunnar vera fljóta að mæta á svæðið, til að skakka leikinn, og handtaka "aðgerðasinna."
En þ.e. alveg ljóst, að andstæðingar stjv. í Kiev, hafa mjög gaman af því að halda slíku fram að hún sé "ný-nasistastjórn/ný-fasistastjórn." Það þarf að hafa í huga, að rússn.mælandi íbúarnir studdu fyrri stjórn, sem skipuð var rússn.mælandi einstaklingum og forseta er einnig var rússn.mælandi. Þeir sem framkvæmdu byltinguna, steyptu forsetanum og ríkisstjórninni, voru úkraínskumælandi.
Þ.e. þ.s. Þú þarft að hafa í huga, að þegar rússn.mælandi kalla þetta fasista eða nasistastjórn, þá eru þeir að vísvitandi að sverta mannorð hennar - þetta er tegund af áróðri af þeirra hálfu.
Endurtek því, að þú ættir ekki að tileynka þér gagnrýnislítið, áróður annars aðilans. Þ.s. gerðist í Seinni Styrrjöld, þegar úkraínskir þjóðernissinnar gengu í lið með nasistum, þarf að skiljast í ljósi þess sem hafði gerst árin 20 á undan, þ.e. stjórnartíð Leníns og Stalíns á 3. og 4. áratugnum. Ég er að tala um hungursneyðina í landbúnaðarhéröðum Úkraínu, er drap milljónir. Hræðileg ógnarstjórn Leníns og Stalíns í Úkraínu - - var ástæða þess að úkraínskir þjóðenrissinnar, lærðu svo að hata Rússa. Að þegar nasistar komu á vettvang, sáu þeir nasista sem "frelsara" undan áþján, og gengu í lið með þeim.
Það þarf að skilja þær sérstæðu aðstæður, sem bjuggu til það ástand - - að úkraínskir þjóðernissinnar líta enn upp til manns eins og Stepan Bandera - er barðist með nasistum. Við erum að tala um að 1941, hefur sennilega enginn Úkraínumaður verið þá lifandi, er ekki hafði misst einhvern fjölskyldumeðlim af völdum ógnarstjórnar Leníns og síðar Stalíns.
Ég get alveg skilið af hverju rússn.þjóðernissinnar kjósa að muna ekki þessa atburði er gerðust á undan þ.e. hið gríðarlega manntjón er varð innan Úkraínu í tíð ógnarstjórnar kommúnista á 3. og 4. áratugnum - - og síðan að þeir eru enn í dag reiðir út af því að úkraínskir þjóðernissinnar börðust með nasistum.
En þú þarft að átta þig á, að þ.e. jafn skiljanlegt að Úkraínumenn hati enn Rússa í dag, vegna þessara atburða. Þ.e. þetta hatur sem fær Úkraínumenn til þess, að klæða sig upp eins og úkraínsku þjóðernissinnarnir gerðu á 5. áratugnum, og síðan er það hatur Rússanna á móti, sem hindrar þá í því að sjá stjórn undir forystu úkraínskra þjóðernissinna sem annað en "ný nasistastjórn."
Þú ættir að sleppa því að taka sjálfur þátt í áróðursstríðinu. Láta Úkraínumenn og Rússana um það eina.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 18.4.2014 kl. 23:10
Sæll aftur Einar Björn
Ég sagði aldrei að Svoboda flokkurinn stjórnaði einn og sér öllu þarna, en ef marka má fréttir erlendis þá eru þrír af þessum (umboðslausu og ólýðræðislega kjörnum) ráðherrum frá "Svoboda" flokknum:
" The role of Svoboda
Three members of the current government actually are from the far-right, nationalist Svoboda party: Deputy Prime Minister Alexander Sych, Environment Minister Andriy Mokhnyk and Agriculture Minister Ihor Shvaika. On Tuesday (25.03.2014), Defense Minister Igor Tenyukh, who is also a member of Svoboda, handed in his resignation and will be replaced by four-star general Michail Koval. Igor Tenyukh tendered his resignation as defense minister The influence of Svoboda in the government is very limited, says Kyryl Savin. "They don't control the government. The vast majority of the government is from Yulia Tymoshenko's Fatherland party and the most important portfolios are in the hands of its ministers," he said.(http://www.dw.de/far-right-weighs-on-ukraine-government/a-17519960 ).
Jú, jú það er hins vegar rétt hjá þér: að "...ef maður ímyndar sér að fj. manna myndi labba inn á bæjarskrifstofur og lögreglustöðvar t.d. í Danmörku. Mundu t.d. síðan lýsa því yfir að stjórnvöld væru ólögleg eða vildu t.d. gera Fjón sjálfstætt frá Danmörku. Þá mundu sérsveitir dönsku lögreglunnar vera fljótar að mæta á svæðið, til að skakka leikinn..".
En eins og þú veist þá er það ekki sama hverjir mótmæla í Úkraínu og fyrir hvað þeir standa hvað varðar vestræn stjórnvöld og fjölmiðla hér, því það fer eftir því hvort aðgerðarsinnar séu að þjóna hagsmunum og vilja vesturlanda eða ekki.
Obama, Angela Merkel og allt þetta litla, litla, nice, nice lið gaf það út að það studdi mótmælendur, þegar að vitað var til þess í öllum helstu fjölmiðlum að þessir "friðsömu mótmælendur notuðu bensínsprengjur, mólatofsprengjur og kveikti í opinberum byggingum, svo og dekkjum og drasli á sjálfstæðistorginu í Kænugarði, en hvað vestrænir fjölmiðlar dásömuðu þetta allt saman aftur og aftur sem "friðsama mótmælendur" og svo með setningum eins og þetta fólk á fullan rétt á því að fá að mótmæla í friði. Gunnar Bragi og aðrir stjórnmálamenn voru fljótir á staðinn til að taka í höndina á hverjum og einum þarna og hvað eina.
Hvað er þetta annað en hræsni, þegar að núna umboðslaus og ólýðræðislega kjörin ríkisstjórn (öfgafullra mótmælenda Kænugarðs) er núna að notast við her- og vopnavald skriðdreka og þungra fallbyssuvagna til að brjóta uppreisn á bak aftur, eitthvað sem fyrri ríkisstjórn vildi alls ekki gera, hvort sem við tölum um þessa umboðslausu ríkisstjórn sem Neo- Nazista eða ekki, þú?
Ég tel það sé mun betra að menn semji um að leyfa þessu fólki þarna í austurhluta Úkraníu að hafa atkvæðaafgreiðslur um sjálfstæði í friði og þannig að öll mótmæli hætti. En eins og þú veist þá eru Bandríkjamenn búnir að eyða meira en 5. milljörðum dollara í þetta Coup d'etat til að koma að sínum strengjabrúðum er Victoria Nuland og Geoffrey Pyatt skipulögðu svo eftirminnilega og sem eru reyndar við völd í dag, þannig að þetta lið vill ekki einhverja atkvæðaafgreiðslur. Ef eitthvað þá vill þetta lið hans Obama bara refsiaðgerðir, læti osfrv. svo hægt sé að koma Chevron, NATO og IMF- þvingunar draslinu á alla Úkraínu, ekki satt?
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 19.4.2014 kl. 19:31
Former U.S. Intelligence Officer Says U.S. Orchestrated Coup In Ukraine https://www.youtube.com/watch?v=de9DcWM2X74
Ron Paul: State Dept. Plotting Coup d'état Against Ukraine https://www.youtube.com/watch?v=HvlSqiY7a4M
'US miscalculated will of Ukrainian people' https://www.youtube.com/watch?v=TzyL9OfPsFo
URGENT! Ukraine & Russia: The EU/NATO/NWO "Democracy Projects" are NOT Democratic https://www.youtube.com/watch?v=xumVoc_-91g
Switching Sides: Ukrainian armored unit joins anti-govt protesters in east https://www.youtube.com/watch?v=i3sBOpziyyc
Second Ukrainian Army Column Switches Sides to Russian Separatists; Kramatorsk 16-04-2014 https://www.youtube.com/watch?v=SOD4DOgG3_c
Ukrainian Army Units Switch Side to Anti-Kiev Protestors https://www.youtube.com/watch?v=F-oL327ZZ2Y
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 22.4.2014 kl. 23:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning