17.4.2014 | 00:04
Stendur Úkraína frammi fyrir nýju Yalta samkomulagi? Þ.s. Rússland og Vesturlönd, ákveða framtíðar skipan innan Úkraínu?
Ég fæ ekki betur séð an að allur kraftur sé úr þeirri "afskaplega veiku" tilraun stjórnvalda í Kíev, að senda liðssveitir til Donetsk og Luhansk héraða í A-hluta Úkraínu. Þ.s. andstæðingar stjórnvalda í Kíev, hafa tekið völdin í fjölda borga og bæja, að auki hafa vegatálmar mannaðir mótmælendum sprottið upp um víðan völl, og að því er best verður séð - - dugað til að hindra för hersveita úkraínskra stjórnvalda á vegum þeirra héraða.
Fyrir bragðið lítur staða stjórnvalda í Kíev, afskaplega - afskaplega veikt út. Fyrir fund um stöðu mála í Úkraínu sem stendur til að halda á fimmtudag 17/4. Þar munu fulltrúar stjórnvalda í Úkraínu, fulltrúar stjórnvalda helstu ríkja Vesturvelda og auðvitað fulltrúar stjórnvalda í Rússlandi - - hittast og funda um málið.
- Vitað er að fram verður lögð krafa Pútíns, um það að Rússland og Vesturveldi skipti "nefnd" sem "aðstoði" Úkraínu við það að semja nýja stjórnarskrá.
- Krafa Rússlands er að sjálfstæði einstakra héraða verði aukið mjög mikið, þeim veitt mikið sjálfforræði - - ég er ekki viss um akkúrat hve mikið sjálfforræði Rússar heimta. Þ.e. hvort þeir meina fyrirbærið "Federation" eða "Confederation." Það orð sem næst kemur að lísa fyrirbærinu "confederation" á íslensku gæti verið "ríkjasamband," reyndar er það fyrirbæri ekki til "nákvæmlega skilgreint" - en punkturinn er að "Confederation" er lausara samband. Eiginlega ástand sem gengur ekki langtum skemmra fullu sjálfstæði. Það mætti ímynda sér, að ef Úkraína yrði "Confederation" í stað "Federation" þá væru ákvæði þess efnis, að einstök héröð gætu ákveðið að yfirgefa "sambandið" með því að halda atkvæðagreiðslu íbúa. Það gæti verið sameiginlegur forseti - - áfram. En í "Confederation" gæti verið að ekki væri til staðar "sameiginleg ríkisstjórn" þ.e. líklega væri hvert svæði með sína ríkisstjórn. En í "Federation" væri til staðar "sameiginleg ríkisstjórn" og væntanlega réttur til þess að skattleggja allt landið, skv. samþykki sambandsþings. En í "Confederation" ástandi, væri óvíst að slíkur réttur til skattlagningar væri til staðar - - það mætti þess í stað hugsa sér það fyrirkomulag, að hvert hérað innheimti alla skatta en léti hlutfall af hendi til sameiginlegra mála. Mörgu leiti ekki ósvipað núverandi fyrirkomulagi innan ESB. ESB mætti kalla "Confederation."
- Rússar tala um það, að hvert hérað hafi rétt til að velja, t.d. hvort það vildi viðskipti við Rússland fremur en við Evrópu t.d., hafandi það í huga - - virðist mér tillaga þeirra vera meir í átt að "Confederation."
- Það er sem sagt skilningur minn skv. fréttum, að Rússar séu að heimta að einstök héröð fái það mikið sjálfforræði, að samband héraða innan úkraínska sambandsríkisins, yrði sennilega afskaplega veikt. Miðstjórnarvald innan Úkraínu væri þá skorið "mikið niður." Ef þetta er réttur skilningur, þá væri það nánast tillaga um að "leggja Úkraínu niður" en skilja eftir laust samband nærri sjálfstæðra héraða, sem hvert um sig hallaði sér að þeim sem það vildi.
En ég er ekkert viss um að slík tillaga sé líkleg til að "róa ástandið."
Jafnvel þó hún væri samþykkt, þ.e. samþykkt að skrifa nýja stjórnarskrá sem veitti nær algert sjálfforræði til þeirra héraða sem Úkraína í dag samanstendur af.
En vandinn er sá, að það "mundi ekki endilega augljóslega" stöðva rás atburða í átt að hugsanlegu "borgarastríði" sem getur verið í gangi.
Til þess að menn átti sig á af hverju - - þá eru einstök héröð í S-hluta Úkraínu, skipt milli rússn.mælandi og úkraínsku mælandi. Þ.e. blanda frá um 20% Rússar upp í rúm 40%. En í héröðum fyrir utan Luhansk og Donetsk, eru Rússar allst staðar "minnihluti" en á sama tíma "fjölmennur minnihluti."
Það eiginlega - - óttast ég. Skapar hættu á átökum þá "innan hvers svæðis" um framtíðarstefnu hvers svæðis um sig.
Það getur þegar verið orðið erfitt að stöðva þá þróun - - nú eftir að svo virðist að íbúar í Donetsk og Luhansk, hafi tekið að mestu yfir stjórn sinna héraða!
Expectations low as ministers hold Ukraine peace talks
Kievs weak grip on east falters
Ukraine's Efforts to Regain Control of East Sputter
Separatists take armored vehicles, humiliating Ukraine forces
Fátt virðist geta hindrað að Luhansk og Donetsk héröðin yfirgefi Úkraínu á næstu vikum
Aðgerðir úkraínskra stjórnvalda virðast hafa endað í "hreinni niðurlægingu" en skv. frásögn WSJ þá náðu rússneskir "aðgerðasinnar" á vald sitt 6 brynvörðum farartækjum Úkraínuhers. Að því er best verður séð, gáfust hermennirnir "upp" eftir að faratækin höfðu verið umkringd um nokkurn tíma, af reiðum hópi fólks sem innihélt vopnaðan kjarna. Það er engin leið að vita hvort þ.e. satt eða logið, að þeir hafi "gengið í lið" með uppreisninni eða ekki. En þ.e. a.m.k. hugsanlegt. En vopnaðir aðilar sem gættu þeirra faratækja, sögðust aðspurðir af blaðamanni, vera fyrrum liðsmenn hers Úkraínu.
Þetta getur verið rétt, vegna þess að mórallinn innan úkraínska hersins virðist afskaplega á lágu plani, þ.e. gríðarleg spilling í gegnum árin, laun mjög lág, tæki og búnaður í lamasessi, sama á við um þjálfun - - það bárust meira að segja fréttir af því, að hermenn hafi þegið mat frá hópi aðgerðarsinna á öðrum stað og verið fegnir.
"Ukrainian forces attempted to establish an operating base in the town of Kramatorsk and moved units from a nearby military air base into the city. According to Ukraine's defense ministry and a witness who spoke by phone, a column of six armored vehicles was halted by an angry mob of civilians and then commandeered by heavily armed men wearing military-style uniforms."
"The six vehicles then took up positions around a cafe near the city council building, and dozens of masked men in fatigueswith no insigniaand carrying automatic weapons and sniper rifles formed a cordon around them." - "When asked who they were, a masked soldier patrolling near the vehicles claimed the unit was part of the 25th brigade of Ukraine's airborne forces that had switched sides."
Ég á ekki von á því að Vesturlönd og Rússland muni ná samkomulagi, eftir að hafa íhugað það nánar hvort að það væri líklegt til að leysa vandann, að auka mjög mikið sjálfstæði héraða - - er ég langt í frá lengur viss um að svo sé.
En mér virðist blasa við, að innan þeirra héraða sem eru verulega skipt milli hópa, þá séu líklegar að rísa í kjölfarið upp deilur milli hópanna - - um þá stefnu sem þeirra héröð skulu taka.
- En líkur eru á að Úkraínskumælandi, styðji stjórnina í Kíev.
- Meðan að rússneskumælandi, séu á móti henni.
Klofningurinn sem sé líklega að halda áfram í landinu með brotthvarfi Luhansk og Donetsk héraða, líklega síðan haldi áfram - - innan þeirra héraða sem séu skipt milli hópanna.
Það sé í þeim klofningi - - sem ástand mála geti þróast yfir í "borgarastríð."
Niðurstaða
Mig grunar að úr því sem komið er, sé lítill grundvöllur fyrir sátt milli þjóðahópanna sem byggja landið sem heitir Úkraína. Þjóðernishyggja hvors íbúahluta - stefni að markmiðum sem erfitt sé að samræma. Meðan að rússnesku mælandi vilji áfram halla sér að Rússlandi, vilji úkraínskumælandi frekar halla sér að Evrópu. Það sé þessi deila um "grunn stefnu landsins" sem sé að kljúfa landið.
Þetta sé spurning um "hvorn menningarheiminn" fólkið vill.
---------------------------
Undir niðri kraumar gamalt hatur frá hamförum 20. aldar - - Úkraínskumælandi muna enn eftir hungursneyðinni í Úkraínu á 3-4. áratugnum, sem drap milljónir. Afleiðing samyrkjubúskaparvæðingar Stalíns.
Það var að mörgu leiti hefnd úkraínskra þjóðernissinna í Seinni Styrjöld, er þeir gengu í lið með nasistum er þeir réðust á Sovétríkin. Þá var hermönnum nasista tekið tekið sem frelsurum í mörgum héröðum innan Úkraínu, ekki þó þ.s. rússn.mælandi voru fjölmennir.
Það að margir Úkraínumenn síðan börðust með nasistum, hafa Rússar aldrei síðar meir fyrirgefið. Alltaf lifir meðal Rússa - sú hugsun að úkraínskir þjóðernissinnar séu "fasistar."
- Ég hef á tilfinningunni, að þegar rússneska pressan rifjar upp þjónkun úkraínskra þjóðernissinna við nasista í Seinni Styrjöld, þá láti þeir vera að minnast á milljónir Úkraínskra bænda sem dóu hungurdauða á 3. og 4. áratugnum.
- Fólk gjarnan man þ.s. hentar þeirra málsstað hverju sinni - að muna.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 04:12 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
Nýjustu athugasemdir
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Þó ég muni ekki fyrir hvað Obama fékk friðarverðlaun Nóbels Þá ... 18.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Huh? Nei, flóttamannastraumurinn er hluti af Cloward-Piven plan... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Grímur Kjartansson , - það hefur verið sannað að HAMAS hirti dr... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: USAID gat á engan hátt gert grein fyrir hvert allir þessir fjár... 17.2.2025
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.2.): 4
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 520
- Frá upphafi: 860915
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 467
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi hugdetta þin um milljonir manna sem dou hungurdauða er grunhyggin. Það er enginn i dag sem talar um milljona dauða þjoðverja af sömu astæðu fyrir siðari heimsstyrjöld, vegna þess að slikur andskoti er engin afsökun fyrir þjoðarrembningum sem a ser stað.
Það er brotið blað i sögu vesturlanda þar sem vestræn riki eru að spyrna a moti lyðfrelsi, eins og her a ser stað. Þar sem meina folki frelsi a þeim forsendum að þei seu russar.
Nu sitja vestræn riki i sömu stöðu og þjoðverjar a striðsarunum þar sem rikin voru þysk ... Og utlendingarnir, russar, eigi bara að fara heim þvi ukraina (þYskaland) er bara fyrir ukrainu menn.
Af hverju heldur þu að þu sert i betri aðsöðu en þjoðverjar? Af þvi þu talar ekki þysku? Er það tungumalið sem er munurinn? Eða kanski að þu ert ekki að styðja drap a gyðingum, en bara muslimum i afghanistan og öðrum araba rikjum. Hver er glæpurinn ... Er þetta bara glæpur ef gyðingar eru fyrir barðinu a þvi ... En ok, ef það eru arabar eða russar?
Hugsaðu þig vel um þvi her er frammi bein kuvending.i heimsmalum.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 17.4.2014 kl. 00:50
Bjarne, þ.e. ekki bara að hatur gagnvart Rússum liggi undir yfirborðinu innan Úkraínu, það liggur einnig undir yfirborðinu í Eystrasaltlöndum. Þar kemur sama grunn ástæða til, mjög grimmilegar aðfarir harðstjórans Stalíns. Sannarlega voru aðfarir Stalíns gagnvart eigin þjóð einnig mjög grimmar. En þjóðir eru í eðli sínu "sjálfselskar" þannig að þ.s. "gert er á okkar hlut" er þeim eðlislægt að líta harkalegri augum, en þ.s. við gerum á hlut annarra. Þannig kjósi Rússar ekki að muna eftir því hvað var gert á hlut Úkraínumanna í tíð Leníns og Stalíns, en muna vel hvað var gert á þeirra hlut í Seinni Styrjöld af h+alfu Úkraínumanna. Á móti muna Úkraínumenn ákaflega vel grimmdarverk Stalíns gegn þeim, meðan þeir síður muna sína eigin grimmd í Seinni Styrjöld - hvað sem þú segir þá liggur þessi fortíð sem ég vísa til að baki þessu hatri á milli þjóðanna tveggja, og þeirri róttæku þjóðernishyggju sem birtist innan Úkraínu í dag. Og fortíðin sem ég vísa til liggur einnig að baki að verulegu leiti, afstöðu Rússa þegar þeir kalla Úkraínumenn "faista." Það má rífast um það hvað getur kallast "næg afsökun" en svar við því er að sjálfsögðu "gildishlaðið" og einum getur virst eitt rétt svar og öðrum annað. Þannig séð, er margt líkt með þessum deilum, og deilum milli Króata og Serba, er blossuðu upp í Júgóslavíustríðinu. Og einnig mátti rekja a.m.k. til Seinni Styrjaldar, grimmdarverka þá framin, og í reynd lengra aftur. Slík saga er einmitt afskaplega týpískt séð, notuð af þjóðernissinnum - þ.e. að ryfja upp hvað á okkar hlut var gert.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 17.4.2014 kl. 04:08
Sæll Einar, ef Úkraínumenn fara að berjast innbyrðis, verður það ekki endurtekning á því sem gerðist í Júgóslavíu, er þá ekki illskárra ef það kemur hreinlega utanaðkomandi skipting á þessu ríki sem hvort sem er blasir við að muni gerast án blóðsúthellinga?
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 17.4.2014 kl. 08:26
Sæll Einar Björn
Vonandi tekst þeim að semja eitthvað, en ég á ekki von á því.
Þetta Coup d'etat hefur kostað Bandaríkjamenn talsverðar upphæðir eða um 5 milljarða dollara og hún Victoria Nuland og CIA lið þarna í Úkraínu ætlar ekki að fara að gefa eftir núna með að koma upp NATO herstöðvum og Chevron aðstöðu. Auk þess er búið að borga hverjum og einum mótmælanda er tók þátt í að koma fyrri ríkisstjórn frá völdum 15- 20 dollara fyrir hvern dag sem þetta fólk mótmælti þarna, og menn vilja ekki sjá að þetta verði allt eyðilagt fyrir þeim núna með einhverjum samningum. NATO hefur núna loksins fundið The buggy man og vill fá sína aðstöðu þarna, svo er Rússophobía komin í vestræna fjölmiðla, ásamt því sem Pútin er gerður að hinum nýja Hitler, ekki satt?
Greinilegt er á öllu að Bandaríkjamenn vilji einangra Rússa algjörlega frá aljóðasamfélaginu með því þá að koma upp svona umboðslausri- og ólýðræðiskjörni Neo- Nazista ríkisstjórn (þeas. þá þessum afkomendum Nasista frá síðari heimsstyrjöldinni) er Victoria Nuland ásamt honum Geoffrey Pyatt skipulögðu og sem er reyndar við völd í dag og greinilega komin til að vera.
Nazis come to power in Europe: http://iacknowledge.net/nazis-come-to-power-in-europe-for-first-time-since-world-war-ii-where-is-the-outrage/
Pro-EU Neo-Nazi caught people and lynching them,Kiev, 22.01.2014 : http://www.youtube.com/watch?v=WytscKrZ7Is
NEWSNIGHT: Neo-Nazi threat in new Ukraine : http://www.youtube.com/watch?v=5SBo0akeDMY
Wake Up Call The U.S. has Installed a Neo-Nazi Government in Ukraine http://wakeupcallnews.blogspot.com/2014/03/the-us-has-installed-neo-nazi.html#sthash.9o54Z28K.dpuf
Videos From Ukraine that The U.S. Media Will Never Show You http://scgnews.com/videos-from-ukraine-that-the-us-media-will-never-show-you
Ukraine, “Colored Revolutions”, Swastikas and the Threat of World War III http://www.globalresearch.ca/ukraine-colored-revolutions-swastikas-and-the-threat-of-world-war-iii/5374625
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 17.4.2014 kl. 10:50
Former U.S. Intelligence Officer Says U.S. Orchestrated Coup In Ukraine https://www.youtube.com/watch?v=de9DcWM2X74
Investigation Finds Former Ukraine President Not Responsible For Sniper Attack on Protestors https://www.youtube.com/watch?v=wiJEeda-YfI
3 dead, 13 wounded in attack on Ukraine military base - Interior Ministry https://www.youtube.com/watch?v=rNyNMXiX8FI&list=UUpwvZwUam-URkxB7g4USKpg
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 17.4.2014 kl. 11:59
Kristján B Kristinsson, - "Sæll Einar, ef Úkraínumenn fara að berjast innbyrðis, verður það ekki endurtekning á því sem gerðist í Júgóslavíu, er þá ekki illskárra ef það kemur hreinlega utanaðkomandi skipting á þessu ríki sem hvort sem er blasir við að muni gerast án blóðsúthellinga?"
-----------------
Hvernig á að skipta upp "einstökum héröðum" það eru einnig "blönduð" héröð? Við erum einnig að tala um það að einstakar borgir séu líklega einnig með íbúaskiptingu milli hópanna? Hvernig á þá að skipta þeim upp, þ.e. alls ekki víst að það væri landfræðileg tenging milli slíkra svæða? Þetta gæti þetta orðið eins og í Lýbanon, þegar einstökum borgum var skipt upp í bardagalínur, og landið hólfað upp á milli stríðandi fylkinga, í flóknu "móasík." Svipað gerðist einnnig í Júgóslavíu, þ.s. barist var innan einstakra borga - milli einstakra hverfa, einn hópurinn réði hverfi X næsti hópur hverfi Y. Við sjáum þetta í dag innan Sýrlands, þ.s. uppreisnarmenn berjast t.d. í höfuðborginni, ráða sumum hverfum og hafa ekki verið hraktir þaðan þó svo að stjórnarherinn hafi örugg tök á miðborginni. Í landinu séu nú milljónir á flótta frá heimkynnum.
Ég á erfitt með að sjá - hvernig það sé mögulegt að skipta upp Úkraínu með þeim hætti. að meiriháttarátökum verði forðað, þegar hóparnir búa innan um hvorn annan í bland innan einstakra héraða, og einstakra borga í þeim héröðum. Það sé hætt við að tragedíunni verði ekki forðað úr þessu.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 17.4.2014 kl. 12:39
takk fyrir svarið Einar, þetta er flóknara heldur en við meðaljónarnir gerum okkur grein fyrir.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 17.4.2014 kl. 18:46
Þetta er hvers vegna hættan á þjóðernishreinsunum virðist mikil.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 17.4.2014 kl. 18:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning