15.4.2014 | 02:09
Það er hugsanlegt að heilu héröðin yfirgefi Úkraínu, án þess að stjórnvöld í Kíev fái rönd við reist
Á sunnudag setti Oleksander Turchinov settur forseti Úkraínu, aðskilnaðarsinnum í Luhansk og Donetsk héruðum "úrlitakosti." Að hætta aðgerðum eða fá það óvegið. Vandinn við að setja úrslitakosti, er að ef þú fylgir þeim ekki eftir - þá sýnir þú fram á veikleika þinn.
Skv. fréttum, voru engin átök í gær milli úkraínskra öryggissveita og aðskilnaðarsinna, ekkert sást til þeirra aðgerða, sem Oleksander Turchinov hafði talað um.
Þess í stað fjölgaði þeim bæjum sem aðskilnaðarsinnar hafa á valdi sínu.
Separatists tighten grip on east Ukraine, Obama and Putin talk
Obama, Putin Talk as Unrest Roils Eastern Ukraine
EU to Expand Targeted Sanctions on Russian Officials Amid Ukraine Unrest
Sanctions grey zone leaves west in quandary
Kievs troops invisible in east Ukraine
Úrslitakostir Oleksander Turchinov virðast hafa verið blöff!
Hættan er auðvitað sú, að nú þegar sýnt er fram á "veikleika" stjórnvalda í Kíev. Þá fari nú skriðan af stað fyrst nú fyrir alvöru. Mér virðist að öll atburðarásin á Krim-skaga geti endurtekið sig. Nema að í þetta sinn. Gæti aðgerðin gengið fyrir sig, án þess að Pútín sendi liðssveitir sínar inn.
En skv. fréttum, mættu aðskilnaðarsinnar alls engri mótspyrnu í gær, þegar þeir tóku flr. bæi á sitt vald. Og ef ekkert bólar á þeirri hörku á morgun sem Turchinov boðaði sl. sunnudag. Þá getur snjóboltinn haldið áfram þar til að bæði héröðin eru að fullu á valdi aðskilnaðarsinna.
Ef hlutir ganga þannig fyrir sig, þá gætu þeir haldið almenna atkvæðagreiðslu í Luhansk og Donetsk héruðum, eftir einhverjar vikur - - svæðin lýst sig sjálfstæð.
Síðan mundi Pútín væntanlega viðurkenna það sjálfstæði, og rússn.þingið. Þá gæti þarnæst komið að því, að þau svæði formlega óska aðildar að rússneska sambandslýðveldinu.
Ef eins og í fyrra skiptið, Pútín undirritar og síðan lætur Dúmuna staðfesta lög um inngöngu þeirra svæða í Rússland, þá væri aðgerðinni lokið - - væntanlega mundu rússneskir hermenn halda innreið sína inn í þau héröð. Á einhverju stigi í ferlinu, í kjölfar sjálfstæðisyfirlýsingar héraðanna og óskar þeirra um aðild að rússn.sambandinu.
Vegna þess að rússn.mælandi eru öruggur meirihluti í Donetsk og Luhansk. Þá gæti þetta gengið fyrir sig, án verulegra átaka innan þeirra svæða.
En öðru nær mundi sennilega gegna með svæði þ.s. rússn.mælandi eru á bilinu 20% til tæplega 50% íbúa, ef rússn.mælandi ibúar flr. svæða rísa upp í kjölfarið. Og gera tilraun til þess að hrifsa völdin á sínum svæðum.
Þá gæti þetta leitt til borgaraátaka, þ.s. Úkraínskumælandi hluti íbúanna - gæti verið andvígur þeim aðgerðum. Og brugðist ókvæða við.
- Þarna liggur sennilega megin hættan á borgarastríði - í þeim héröðum þ.s. rússn.mælandi eru fjölmennir, en á sama tíma - - ekki meirihluti.
- Þ.e. hugsanlegt að gripið verði til þjóðernishreinsana - þ.e. hættan sem ég sé fyrir, að átök íbúanna leiði til tilrauna til þess að skapa þjóðernislega "hrein" svæði.
Ég ætla ekki að fullyrða hvor hópurinn verður fyrri til þess. En hættan er að báðir muni ástunda þetta.
--------------------------------------------
Skv. nýjustu fréttum segja stjórnvöld í Kíev að "crackdown" gegn "uppreisnaröflum" eða "hryðjuverkaöflum" eins og þau kalla andstæðinga sína, sé hafið:
Á hinn bóginn hafa fréttamenn á staðnum ekki enn skv. fréttum orðið varir við þær aðgerðir. Skv. fyrstu fréttum þriðjudags, virðist ástand mála lítt eða ekki breytt frá því í gær mánudag.
"Interim president Oleksander Turchinov insisted the operation had started in the eastern Donetsk region, "The anti-terrorist operation began during the night in the north of Donetsk region. But it will take place in stages, responsibly, in a considered way. I once again stress: the aim of these operations is to defend the citizens of Ukraine,""
Það getur verið þ.s. dagurinn í dag fer í, að sjá hvað eða eitthvað verður úr þeim aðgerðum. Ef um er að ræða "bara eina hersveit" þá geta aðskilnaðarsinnar örugglega gert eitthvað til að tefja hennar för, sérstaklega ef áherslan er á að forðast "átök." En óljósar fréttir hafa borist um för "column of armored vehicles" í A-hluta Donetsk.
Niðurstaða
Það varð sem sagt ekkert úr yfirlýstum aðgerðum stjórnvalda í Kíev gegn aðskilnaðarsinnum í Luhansk og Donetsk, á mánudag. Ef ekkert verður af þeim aðgerðum heldur á þriðjudag. Gæti atburðarásin farið á hraðferð, og þau svæði á nokkrum vikum - sagt skilið við Úkraínu.
Skv. nýjustu fréttum, segja stjórnvöld í Kíev að aðgerðir séu hafnar en að þær verði - "...it will take place in stages, responsibly, in a considered way..." þó ástand mála þ.s. af er degi, virðist óbreitt frá því á mánudag. Kannski að dagurinn fari í það að sjá hvað fréttist af þeim "aðgerðum." Ef lítt eða ekkert gerist - þá mun veikleiki stjórnvalda í Kíef væntanlega hafa sannast.
það þarf vart að taka fram, að ef Luhans og Donetsk héröðin yfirgefa Úkraínu, þá verður það stórt efnahagsáfall fyrir stjórnvöld í Kíev, þ.s. þetta eru iðnvædd svæði þ.s. almenn velmegun er meiri en í flestum öðrum héröðum Úkraínu, og þ.s. iðnvarningur til útflutnings er framleiddur. Möguleikar stjórnvalda í Kíev, til að standa undir AGS prógrammi - sem er fyrirhugað. Munu þá bersýnilega minnka duglega.
Stóra hættan er þó - tel ég - að skriðan haldi síðan áfram. Hún stoppi ekki við Luhansk og Donetsk. Þá eins og sést á korti að ofan sem sýnir íbúasamsetningu eftir svæðum, gætu borgaraátök hafist fyrir alvöru.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 11:51 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
Nýjustu athugasemdir
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Þó ég muni ekki fyrir hvað Obama fékk friðarverðlaun Nóbels Þá ... 18.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Huh? Nei, flóttamannastraumurinn er hluti af Cloward-Piven plan... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Grímur Kjartansson , - það hefur verið sannað að HAMAS hirti dr... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: USAID gat á engan hátt gert grein fyrir hvert allir þessir fjár... 17.2.2025
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.2.): 6
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 522
- Frá upphafi: 860917
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 469
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Einar Björn
Það er ekki sama hverjir taka yfir opinberar byggingar, því að auðvita vilja vestræn öfl nota og taka upp nöfn í eins og t.d. aðskilnaðarsinnar eða hryðjuverkamenn, en ekki þetta fólk þarna í austurhlutanum sé að berjast fyrir lýðræði og/eða óska eftir þjóðaratkvæðaafgreiðslum sem bara mótmælendur eða lýðræðissinnar.
Núna er sérstaklega passað uppá að minnast ekki á þjóðaratkvæðaafgreiðslu í þessu sambandi í öllum vestrænum fjölmiðlum, þar sem allt svoleiðis þjónar ekki hagsmunum NATO, IMF og ESB.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 15.4.2014 kl. 09:57
Aðskilnaðarsinnar er ekki endilega neikvætt orð, þessir aðilar hafa einmitt sagst vilja gera héröðin sjálfstæð frá Úkraínu, svo "aðskilnaðarsinnar" virðist réttnefni. Hafðu í huga að stjv. í Kíev nota orðalagið, hryðjuverkamenn eða 5-herdeildir á vegum Rússa.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 15.4.2014 kl. 11:15
Sæll aftur Einar Björn
Það er rétt hjá þér að aðskilnaðarsinnar sé EKKI endilega neikvætt orð, en þetta fólk þarna segir að það sé ekki aðskilnaðarsinnar (https://www.youtube.com/watch?v=CFPXpWZWapY) og þetta er reyndar eitthvað villandi, þar sem að þessi núverandi umboðslausa- og ólýðræðiskjörna ríkisstjórnin er að samaskapi aðskilnaðarsinnar frá Ríkisstjórn hans Viktor Yanukovich sem að hrakin var frá völdum ásamt öllum þingmönnum.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 15.4.2014 kl. 12:43
Washington Drives The World To War. CIA Intervention in Eastern Ukraine http://www.globalresearch.ca/washington-drives-the-world-to-war-cia-intervention-in-eastern-ukraine/5377843
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 15.4.2014 kl. 15:27
Ég tek alls ekkert mark á þeim í "global research." Tel þann aðila fullkomlega ómarktækann.
------------------------
Varðandi hvort þeir eru "aðkilnaðarsinnar" þá geta yfirlísingar milli hópa sem standa fyrir andhófi verið misvísandi. En það hafa sannarlega verið yfirlísingar þ.s. krafist er sjálfstæðis frá Úkraínu. En það getur verið skoðanamunur milli einstakra hópa. Þ.e. meira að segja í hæsta máta líklegt að rússn.mælandi hafi hópaskiptingu, þeir hópar séu ekki endilega sammála um stefnu.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 15.4.2014 kl. 18:06
Einar Björn. Ég var að vona að þú værir að einhverju leyti siðferðismegin í þínum verkum, en svo er greinilega ekki.
Bara það eitt, að þú verjir valdaráns-settan forsetann brjálaða í Úkraínu, og það utan alls lýðræðisvilja í Úkraínu, er afhjúpandi um hverra verkfæri þú ert.
Þessi setti valdaráns-forseti Úkraínu er einungis hertöku-verkfæri stækkanastjóra ESB! Og þú spilar með drápssveita-valdaræningjunum í fátæku herteknu ríki?
Sér grefur gröf Einar Björn, sem ætlar öðrum en sjálfum sér gröfina! Skilur þú það?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.4.2014 kl. 22:08
Einar Björn
Þú tekur ekki mark á "global research", en er það vegna þess að þeir hjá "global research", eru á móti öllum þessum Zíonisma er finna má hjá reuters, wall street journal og finical times, eða er það vegna þess að “global research” tala gegn stjórnvöldum bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi eða hvað?
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 15.4.2014 kl. 22:40
Þorsteinn, þ.s. einmitt vandi þeirra að allur þeirra málflutningur er litaður af þessari andstöðu, sem leiðir þá í fj. tilvika "hef ég séð" til að draga þ.s. mér finnst afskaplega langsóttar ályktanir, og þá gjarnan án þess að umfjöllunarefnið með nokkrum augljósum hætti styðji þær túlkanir. Ég er að segja, túlkanir sem mér finnst oft gersamlega óskiljanlegar, því ég sé í tilvikum enga tengingu milli umfjöllunarefnis og þeirrar ályktunar sem er dregin. Mér virðist því afstaða þessa aðila, mótast einfaldlega af "fyrirfram mótuðum skoðunum." Hann virðist alltaf ver í einhverri krossferð, þ.s. hann leitar langt yfir skammt til að komast að þeirri niðurstöðu. Að atburðarás, sé með einhverjum hætti - þeim sem hann er á móti að kenna.
Slík umfjöllun er eins langt frá hlutlausri umfjöllun og nánast hægt er að komast.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 15.4.2014 kl. 22:55
Anna Sigríður, ég er ekki alveg að skilja þessi ofsafengnu viðbrögð hjá þér. Þ.e. vissulega rétt að það varð bylting. Sú bylting virðist njóta stuðnings einkum meðal úrkínskumælandi landsmanna innan Úkraínu. Meðan að rússneskumælandi Úkraínumenn, eru líklega felstir hverjir fremur en hitt á móti hinum nýju stjórnvöldum.
Ég sé enga sérstaka ástæðu til að taka eindregna afstöðu með, eða gegn þeim stjórnvöldum. Lögmæti þeirra er augljóslega ekki hafið yfir vafa.
Þess vegna verður kosið í landinu undir lok mái. Þegar lögmæt stjórn ætti að geta tekið yfir að nýju. Þ.e.a.s. ef óróinn í landinu verður ekki það mikill, að framkvæmd kosninga verður hindruð á svæðum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 15.4.2014 kl. 23:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning