Merkilegar breitingar í gangi á íslenska flokkakerfinu

Það sem virðist staðfestast - - er ný skipting stjórnmála á Íslandi skv. nýjum ás. Með öðrum orðum, að það sé að myndast 2-falt flokkakerfi. Þ.s. samhliða hægri vs. vinstri skiptingu, er önnur skipting eftir nýjum ás milli "aðildarsinnaðra flokkar" og "sjálfstæðissinnaðra flokka."

Þetta minnir á flokkakerfi í Færeyjum þ.s. til staðar eru "sambandssinnaðir flokkar" og "sjálfsstæðissinnaðir" og einnig er hægri vs. vinstri skipting.

Þannig séð má líta á "aðildarsinna" sem okkar "sambandssinna."

Nýr hægriflokkur gæti notið svipaðs fylgis og Sjálfstæðisflokkurinn

Mjög áhugaverð greining á "hugsanlegu fylgi flokkanna."

Nýr hægriflokkur gæti notið svipaðs fylgis og Sjálfstæðisflokkurinn


Aðildarsinnaðir flokkar eru þá:

  1. Nýr hægri flokkur.
  2. Björt Framtíð.
  3. Samfylking.

Sjálfstæðissinnaðir flokkar eru þá:

  1. Sjálfsstæðisflokkur.
  2. Framsóknarflokkur.
  3. Vinstri Grænir
Spurning hvar á að staðsetja "Pírata."

Mér finnst skv. ofangreindri hugmynd um hugsanlegt fylgi, samanlagt fylgi aðildarsinna ívið hátt.

En samanlagt fylgi þeirra hefur hingað til verið innan við 40%, þ.e. á bilinu rúmlega 30% í um 35%.

Í sl. kosningum, er samanlagt fylgi þeirra einungis 21,1%. Ef maður lítur ekki á fylgi Pírata sem aðildarsinnað fylgi. En höfum í huga að mörg atkvæði fóru líklega forgörðum í sl. kosningum í kraðaki flokka, sem gerði tilraun til að ná inn á þing. Vegna óánægju með síðustu stjórn, getur verið að fj. aðildarsinnaðra kjósenda hafi "ekki mætt á kjörstað."

Það sé heldur mikið, að fylgi aðildarsinna sé 42,8%. Þá það sé ekki mjög fjarri greiningu sem kom fram um daginn, þ.s. kjósendur voru spurðir um það hvort þeir gætu hugsanlega kosið nýjan hægri flokk. Þá var kringum 38% sem fannst það koma til greina, á móti rúmlega 60% sem fannst það ekki.

Það sé hugsanlegt að aðildarsinnum hafi fjölgað í kringum 40%. Þannig að skiptingin sé kringum 60/40.

Með Pírötum væri það í kringum 50/50. En þegar spurt hefur verið beint um afstöðu til aðildar, hefur a.m.k. hingað til afstaða kjósenda verið milli 35-40% með, rúm 60% á móti.

  • Þannig að ég hallast að því að aðildarsinnaður hægri flokkur, fái líklega minna en 20%.
  • Samt þó svo að slíkur flokkur væri með frekar öruggt líklegt fylgi um eða yfir 15%.

Það getur þítt að sá verði "stærsti aðildarsinnaði flokkurinn" í næstu þingkosningum.

Það er spurning hvað Samfylking gerir, en undir forystu Árna Páls hefur hún leitað nokkuð til hægri, kannski tilraun til að halda í "hægri krata" en ef þeir munu fara til nýs hægri flokks. 

Þá gæti verið svigrúm fyrir Samfylkingu að leita aftur til vinstri, að naga eitthvert hugsanlegt aðildarsinnað fylgi úr þeirri átt. En ef Samfylking heldur núverandi "hægri slagsíðu" miðað við þegar Jóhanna Sigurðar stjórnaði. Þá gæti farið að þrengjast verulega um stöðu Bjartrar Framtíðar.

Fylgi BF gæti kreists verulega saman, undir þrístingi beggja aðildarsinnuðu flokkanna, sitt hvoru megin við BF á hægri vs. vinstri væng.

  • Það væri auðvitað stór tíðindi, ef Sjálfsstæðisflokkurinn staðfestist sem flokkur á bilinu 20-26%. Hámarksfylgi hans verði hér eftir innan við 30%.
  • Framsóknarflokkurinn ætti að geta fengið töluvert meir en 11,5%. Þ.s. "sjálfstæðissinnaðir kjósendur" eru ívið stærri hópur. Hann gæti t.d. verið jafn stór, aðildarsinnuðum hægri flokki.
  • Stjórnarmyndun í framtíðinni, gæti orðið töluvert flóknari, ef hin nýja tvískipting flokkakerfisins staðfestist. En spurning um það, hvernig t.d. aðildarsinnum mundi ganga að ná að semja um stjórnarmyndun, við einhvern "sjálfstæðisinnaðan flokk" - en annars væri erfitt að sjá hvernig stjórnarmynstur getur orðið til sem býður upp á aðild sem hugsanlegan endapunkt.


Niðurstaða

Það eru merkilega hræringar í íslenska flokkakerfinu. Aðildarmálið klýfur þjóðina svo rækilega, að ný skipting stjórnmála á Íslandi sé að verða til. Þannig að flokkakerfið verði 2-falt. Bæði aðildarsinnaðir flokkar og sjálfsstæðissinnaðir flokkar, skiptist eftir hægri vs. vinstri ás. 

Stjórnarmyndanir í framtíðinni geta þá líklega orðið ærið flóknar.

Kannski mun það leiða til "minnihlutastjórna" eins og sums staðar er algengt í Evrópu.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband