Það voru augljós mistök gerð í tengslum við SB Kef, Steingrímur J. er bara of þrjóskur til að viðurkenna það

Það er ekki furðulegt að í kjölfar útgáfu Sparisjóðaskýrslu Alþingis, þá vakni aftur upp umræðan í tengslum við óskaplegt tap ríkisins á SB Kef. Eins og er þekkt stóð SB Kef einungis uppi í 10 mánuði, frá því að ríkið bjó það fyrirtæki til úr rústum Sparisjóðs Keflavíkur. Eins og sagt hefur verið frá í fjölmiðlum, fékk Steingrímur J. aðvaranir frá Seðlabanka og embættismönnum. Að það væri hæsta máta óráðlegt að leggja fé í þá hít sem rústir Sparisjóðs Keflavíkur voru. Og sem síðar kom á daginn.

Steingrímur J. - Steingrímur sér ekki eftir neinu

Gylfi Magnússon - Óhjákvæmilegt að reyna að bjarga þeim

Það er sannarlega rétt sem Steingrímur J. nefnir sér til varnar, að það hafi verið óhjákvæmilegt - að verja einhverju fé. Þegar Landsbankinn var látinn taka yfir innistæður þegar SB Kef féll 10 mánuðum síðar, þá þurfti ríkið að láta fylgja fjármagn með - borga með innistæðunum.

En þ.e. einmitt punkturinn, að Steingrímur J. neyddist til þess "hvort sem er" - hann hefði getað sleppt því að verja 30ma.kr. í endurreisn starfsemi Sparisjóðs Keflavíkur sem SB Kef, fé sem hvarf í hítina.

30ma.kr. er ekki "skiptimynnt." Það munar alveg um 30ma. til eða frá. 

Vandinn var, að þetta var langt í frá eina skiptið, sem Steingrímur J. beitti þrjóskunni fyrir sig, og hlustaði ekki á aðvaranir.

Önnur dýr mistök var þegar hann tók ekkert mark á aðvörunum þess efnis, að "gengistryggð lán" væru sennilega "ólögleg." 

En þegar samið var um endurreisn bankanna, þá fylgdu með í kaupunum slík lán - sem bankarnir síðan voru neyddir til að afskrifa stórum hluta í kjölfar dóma Hæstaréttar. Þarna tapaðist mjög mikið fé.

Það má nefna annað dæmi til viðbótar, nefnilega þegar samið var um lán sem tengdist endurreisn Landsbanka Íslands, lán sem í dag Seðlabanki Íslands segir að verði að endursemja um - þ.s. fyrirséð er að Landsbanki geti ekki staðið við greiðslur. Og, einnig í það skiptið var Steingrímur J. varaður við - og það ítrekað. En öllum aðvörunum var hafnað af honum og einnig Gyfla Magnúss. Reyndar virtist Gylfi í öllum af þessum deilum, standa við hlið Steingríms J. og verja öll sömu mistökin.

Að sjálfsögðu, var versta þrjóskukastið í tengslum við "Svavars samninginn," þegar það var alveg sama hve mikið honum var mótmælt, hve hávært á Alþingi og úti í þjóðfélaginu - - í gegnum Alþingi skyldi honum þröngvað. Þó er erfitt að ímynda sé hvernig í ósköpunum Ísland hefði getað staðið við þær óskaplegu vaxtagreiðslur, sem sá samningur gerði ráð fyrir. Ég man enn eftir fullyrðingum Gylfa Magnúss. sem einnig stóð framarlega í þessari deilu, þegar hann hélt því fram að Svavars samn. væri "viðráðanlegur." 

 

Niðurstaða

Ég held að það sem reynslan af stjórnvisku Steingríms J. og Gylfa Magnúss. kennir okkur. Sé að menn eigi að hlusta á "málefnalega gagnrýni." Það geti verið varasamt að "hlusta ekki." Ég er ekki að segja að stjórnvöld þurfi alltaf að - lúffa ef stefnan er gagnrýnd. Heldur það, að það sé rétt að taka málefnalega gagnrýni til raunverulegrar "íhugunar." En málið er að "fáir hafa alltaf rangt fyrir sér" og "enginn hefur alltaf rétt fyrir sér."

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Geir Briem

ekki vitum við hvaða upplýsingar steingrímur hafði, altaf gott að vera vitur eftirá. þrjóskan og steingrímur eiga vel saman. en voru þessar 30ma.kr. nokkuð borgaðir út.?. men voru stöðug að virðist að búa til peníng á pappír sem var bara til í bókum seðlabankin er besta dæmuið um þessir 180ma.kr. sem tryggvi þór herpertssonsagði sú skuld hefði mátt vera í bókum bankans til eilífðar. til góðs eða íls. en gert er gert. það eina sem er hægt að gera núna er að læra af þessu. en mér sínist núverandi stjórn lítið hafa lært. nú á aftur að virðist vera að mínka eftirliti með bönkunum

Kristinn Geir Briem, 12.4.2014 kl. 16:34

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég held að 30ma. hafi ekki verið borgaðir beint út, heldur hafi verið skrifuð skuldabréf á ríkið og lögð fram afhent viðkomandi stofnun sem eigið fé. Spurning hvenær ríkið á að hefja greiðslur, tæknilega var unnt að skrifa skuldabréfið þannig að ekki væri króona greidd fyrr en eftir 10 ár. Ég hef í sjálfu sér ekki hugmynd um skilmálana. En útkoman sé a.m.k. að ríkið skuldi 30ma.kr. sem það ekki hefði þurft að skulda.

Það getur verið að núverandi ríkisstj. sé að endurtaka sama ósið og fyrri stjórn, að fara sínu fram og taka lítt mark á athugasemdum. Það gæti auðvitað leitt til óþarfra mistaka.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.4.2014 kl. 20:15

3 Smámynd: Kristinn Geir Briem

þakka fyrir. allar þessar framtíðar skulbindíngar sem ég hef grun um að eigi aldrei að borga að fullu til baka. ens og ég hef sagt nokkrum sinium áður vandamálið er ekki þegar lán eru tekin heldur birja vandamálin þegar á að borga þau til baka og skuldabréf er ekki öðruvísi en aðrar skuldir. en það er svo auðveltað taka lán fyrir alskonar góð málefni til að skuldsetja sig meira. reindar fynst mér nokkuð skemtilegt hjá sjálfstæðismönum sem sögðu í hruninu að það hafi ekki verið þeir sem áttu að hsfa eftirlit með fjármálastofnunum svo slæmi maðurin var jónas kr.jónsson vera maðurin sem vann ekki vinnuna sina svo koma sjálfstæðismenn í stjórn og hvað skeður þessi vanhæfi maður er skipaður af ílluga gunnarssinitil að stýra lánajóð íslenskra námsmanna. nú hef ég ekkert á móti jónasi kr. hann var að vinna við vonlausar aðstæður þar sem fjármálaráðherra sjálfstæðisflokksins skamtaði honum naumt fé en auðvitað var það ekki sjálfstæðismönum að kenna þeir voru önum kafnir að dansa í kríng um gullkálfinn. en það virðast vera til einhverjar leifar af þessum kálfi til að dansa í kríngum. það er sama hvað ég reini þá skil ég ekki þennan nýja sjálfstæðisflokk hvort ég skilji e.s.b hægrið betur verður sagan að seigja til um.

Kristinn Geir Briem, 13.4.2014 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband