10.4.2014 | 22:46
Gríðarleg eftirspurn á markaði eftir fyrstu sölu Grikklands á ríkisbréfum í langan tíma
Grikkland seldi ríkisbréf fyrir 3ma. en hefði getað selt fyrir allt að 20ma.. Slík var eftirspurnin - fyrir bragðið bauð markaðurinn niður vexti niður fyrir þ.s. menn áttu von á. Og fóru bréfin á einungis 4,95% vöxtum þ.e. ríkisbréf til 5 ára. Þetta er lægra verð en Ísland hefur fram að þessu svo vitað sé til fengið eftir hrun.
Greece returns to bond markets, says end of bailout nears
Greek 3bn bond sale snapped up
Þetta er makalaust með það í huga að einungis eru 2 ár síðan Grikkland rétt svo komst hjá algeru greiðsluþroti, landið varð í reynd greiðsluþrota að hluta þ.e. þurfti að fá verulega afskrift á skuldum, síðan þá hafa vextir og greiðsluskilmálar að auki verið gerðir til muna hagstæðari.
Það hefur verið reiknað með því að Grikkland þurfi á því að halda, að skuldir þess séu framlengdar enn frekar eða lækkaðar í annað sinn - þ.s. skuldastaðan er nærri 170%. Það er svipuð og áður en landið fékk niðurfærslu skulda að hluta.
Kreppan í landinu hefur þó virst vera að grynnka upp á síðkastið, og vonast eftir fyrsta mælda hagvextinum í ár.
En hagkerfið er samt ákaflega veikt - og það má sannarlega varpa fram spurningum um sjálfbærni skuldastöðu landsins.
Ég á eiginlega erfitt með að trúa öðru en því, að í þessari miklu eftirspurn felist "veðmál" aðila um það, að Grikklandi verði ekki leyft að verða gjaldþrota - opinberir aðilar muni lengja á lánum eftir þörfum.
Þannig að eftirspurnin sé vísbending um það, að kaupin teljist hagstæð samtímis því að áhættan sé metin lítil - vegna þeirrar trúar að Grikkland fái ekki að verða gjaldþrota. Sama hvað gerist.
Spurning hvort að hluti af þessu sé veðmál fjárfesta, að Seðlabanki Evrópu ætli að hefja seðlaprentun!
En það vaxtakrafa í gervallri S-Evrópu hefur lækkað verulega. T.d. um daginn, fór krafan fyrir 5 ára spænsk ríkisbréf, niður fyrir kröfuna í dag fyrir 5 ára bandarísk ríkisbréf.
Síðan virðist vera í gangi innflæði fjárfesta inn í Evrópu á sama tíma og þeir leita einnig til Bandaríkjanna, frá svokölluðum "ný-iðnvæddum" löndum.
Þeir eru kannski að leita í þau ríkisbréf, sem bjóða hagstæðustu vaxtakröfuna - þ.e. hæstu vextina. Eða með öðrum orðum, í þau bréf sem veita mesta "rentu."
Fears grow over scale of eurozone bond rally
"It is becoming a funny world, says Erik Nielsen, chief economist at UniCredit. I fear the market may have got the ECB wrong."
En þ.e. langt í frá víst, ef þ.e. þ.s. knýr lækkun vaxtakröfunnar á allra síðustu vikum, að Seðlabanki Evrópu muni hefja prentun á næsta vaxtaákvörðunardegi eða þarnæsta, eða jafnvel á þessu ári.
- "Mr Draghi has indicated it may prefer to boost credit flows in southern Europe by buying packages of bank loans to small- and medium-sized enterprises in the form of asset backed securities."
- "The difficulty for the ECB, however, will be finding sufficient volumes of such assets to buy. Only the government bond markets are deep enough for meaningful QE, says Mr Mutkin at BNP Paribas."
Svo það getur verið veðmál fjárfesta, að þeir telja að "ECB" muni þurfa að kaupa "ríkisbréf" það sé ekki nægt framboð af öðru til staðar - - og það muni leiða til þess að vaxtakrafan muni lækka frekar.
Það hafi því verið um að gera að kaupa strax - áður en "ECB" fór að keyra niður vextina enn frekar.
Auðvitað er áhætta fjárfestanna sú, að babb komi í bátinn, og "ECB" nái ekki samstöðu innan bankráðsins um prentun. Eða að "ECB" finni leið til að afla sér nægs framboðs af öðrum bréfum.
Niðurstaða
Það er sérkennileg staða þegar ofurskuldsett lönd með mjög veik hagkerfi, geta selt skuldir á hagstæðum kjörum á markaði. Það sýnir að ekki er um eðlilega verðmyndun að ræða. Líkur á því að markaðurinn sé að veðja á að inngrip Seðlabanka Evrópu séu yfirvofandi, og að þau verði í því formi að "ECB" muni kaupa ríkisbréf á endursölumarkaði - fyrir prentað fé.
Það er góð spurning hvaða áhrif það hefur - en ef "ECB" keyrir niður vaxtakröfu aðildarríkja evrusvæðis með kaupum ríkisbréfa, þá er tæknilega ekki lengur þörf fyrir svokölluð "björgunarprógrömm." Ef það skiptir ekki "ECB" máli hvort að líkur séu góðar eða slæmar á því, að fá bréfin greidd upp.
- En það væri alveg ný staða ef "ECB" fer að fjármagna ríkin með þeim hætti - - en skv. lögum ESB þá er "ECB" bannað að fjármagna ríkissjóði aðildarlanda.
En "ECB" hefur beitt því trixi, að kaupa þau ekki beint þegar ríkissjóðir hafa útboð á bréfum, heldur á endursölumarkaði. En þ.e. þannig séð einfalt að hafa fjárfesta sem fyrirfram semja við "ECB" um endurkaup. Og kannski spurning hvort að "ECB" væri að teygja á lögunum "of langt."
Það væri aftur á móti - - án nokkurs vafa "löglegt" ef "ECB" kaupir bankabréf og skuldapakka beint af fjármálafyrirtækjum, engin lagalega séð "grá svæði." Þannig gæti "ECB" í reynd keypt upp nær öll slæm lán banka í S-Evrópu. Ég hugsa að ef "ECB" óskar formlega eftir því, þá sé það vel mögulegt fyrir bankana á evrusvæði að hrófla upp einu stykki uppboðsmarkaði á slíkum eignum - - svo að "ECB" geti keypt slíkar eignir af þeim.
Þannig að það getur vel verið að veðmál markaðarins, þess efnis að "ECB" ætli að kaupa ríkisbréf - - sé einfaldlega rangt! Það væri rökréttara að kaupa upp slæmar eignir fjármálafyrirtækja, og þannig lækka afskriftakostnað fjármálafyrirtækja í S-Evrópu. En það ætti að skila ódýrari lánum í S-Evr. auk þess að framboð á lánsfé ætti að aukast að nýju. Þannig efla þann hagvöxt sem byrjað er að kræla á í þeim löndum.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eru bara ekki vogunarsjóðir að kaupa?
Ómar Gíslason, 11.4.2014 kl. 00:21
Getur verið.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 11.4.2014 kl. 07:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning