Hvaða leið mæli ég með til losunar hafta, fyrst að ég tel leið aðildarsinnanna í Alþjóðamálstofnun ófæra?

Svar: sú leið sem Lilja Mós. stakk upp á, á umliðnu kjörtímabili. Það er að Ísland framkvæmi gjaldmiðilsskipti, með öðrum orðum skipti út krónum fyrir nýjan "eigin" gjaldmiðil, sem má þess vegna heita króna.

Fyrir þessu er fordæmi, en Þýskaland hefur þrisvar sinnum skipt út ónýtum gjaldmiðlum - fyrst í kjölfar óðaverðbólgunnar á 3. áratugnum, í öðru lagi eftir Seinna Stríð er Bundesmark tók við af Reichsmark er var þá orðið algerlega verðlaust, síðan í þriðja lagi þegar gjaldmiðill A-Þýskalands var lagður niður en peningalegar eignir færðar yfir í Bund með afföllum.

  • Það er einmitt hugmyndin, að færa peningalegar eignir yfir - - með afföllum.

Í skýrslu Alþjóðamálastofnunar HÍ: Aðildar- viðræður Íslands við ESB. Kemur fram umfang svokallaðs "færsluvanda" Íslands, þ.e. umfang þess fjármagns sem líklega mun leita út úr landinu ef höftin eru losuð.

Bls. 40.

  1. "Samkvæmt síðasta mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá ágúst síðastliðnum telja krónueignir erlendra aðila um 60-70% af landsframleiðslu þar sem bæði er um að ræða eftirstöðvar af eignum vaxtarmunarfjárfesta (20% af VLF) og síðan krónueignir þrotabúanna (40-50% af VLF).
  2. Færsluvandamálið er þó mun víðtækara en það, þar sem fjölmargir innlendir aðilar vilja einnig flytja verðmæti frá íslenska myntsvæðinu, svo sem til þess að ná fram áhættudreifingu með því að bæta erlendum eignum í eignasafn sitt.
  3. AGS metur það að svo að uppsöfnuð fjárfestingarþörf íslenskra aðila, s.s. lífeyrissjóðanna, nemi um 30-45% af landsframleiðslu Íslands. Samanlagt slagar færsluvandi Íslands upp í 100% af landsframleiðslu."

Takið eftir - - 100% af þjóðarframleiðslu.

  • Þetta er það mikið, að ég er viss að skv. því er sú leið, að losa höft og frysta lánskjaravísitöluna þar með ófær.

En krónan mundi þá falla líklega rúmlega 90%. Evran mundi sennilega kosta í kjölfarið nokkra þúsund kalla. 10.000 kallinn verður sennilega minna virði en 50 kall er í dag. Verðlag mun hækka ekki 100% heldur nær lagi, nokkur hundruð prósent. Verðbólga færi sennilega í sögulegar hæðir.

  • Ég tel mig ekki vera að mála skrattann á vegginn!


Þetta er algerlega leysanlegt með gjaldmiðilsskiptum

Sennilega þarf að færa fjármagn á milli með 70% afföllum a.m.k. Þá mundi skaflinn minnka úr 100% af þjóðarframleiðslu, í 30%. Sem væri viðráðanlegt.

  • Vandinn við þetta, að vegna jafnræðisreglu ESB, og vegna stjórnarskrávarðra eignaréttinda, er líklega ekki unnt að "mismuna" eftir því hver er eigandi fjármagns.
  • Þannig að sama reglan þarf þá að gilda í öllum tilvikum, hvort sem eigandi fjármagns er Íslendingur, lífeyrissjóðir, ísl. fyrirtæki eða erlend, útlendir einstaklingar o.s.frv. Og einnig óháð því á hvaða formi það fjármagn er, þ.e. lausafé, skuldabréf, víxlar, afleiður o.s.frv.
  • Það ætti þó að vera mögulegt, að skipta t.d. fyrstu 10 millj. af hverri upphæð skv. 1/2. t.d. ef menn vilja að smáar upphæðir afskrifist minna.

Bendi einnig á pistil Gunnars Tómassonar hagfræðings: Draumsýn og veruleiki.

Þar varar hann við annarri leið, sem einnig er í umræðunni - - ég er ekki viss hvort hann hefur rétt fyrir sér, en ekki heldur að hann hafi rangt fyrir sér. Ég tel a.m.k. óvissu augljósa hvort sú leið sé fær.

Það sé a.m.k. hugsanlegt að ísl. ríkið mundi lenda í alvarlegum málaferlum á erlendri grundu.

  • Aftur á móti tel ég ekki hættu á því ef "gjaldmiðilsskiptaleiðin" er farin, þ.s. þá verða allir beittir sömu reglu, engum mismunað - svo þá ætti enginn erlendur dómstóll geta skipt sér af.

Hvað með laun?

Ég held að þau mundu ekki lækka 70%. Þetta er ekki "gengisfelling." Ég held að augljóst sé, að atvinnulíf mundi "greiða áfram sömu laun" til þess að viðhalda friði á vinnumarkaði, til þess að ógna ekki kjarasamningum.

Á hinn bóginn, mundi skuldir allra lækka 70%. Sem bundnar eru í krónum.

Þannig að aðgerðin mundi gríðarlega bæta fjárhag heimila, og annarra sem skulda.

Á móti, verður lífeyriskerfið fyrir miklu tjóni - - sem þarf að bæta a.m.k. að einhverjum hluta. En eignir þess skerðast að sjálfsögðu einnig, 70%. Þ.e. allar krónueignir. Ekki erlendar eignir.

  • Það ætti tæknilega að vera mögulegt, að ríkið samþykki að láta lífeyrissjóðina fá "skuldabréf" á ríkið, til að rétta þann halla af, að verulegu leiti.

Það þíddi auðvitað umtalsverða skuldsetningu ríkisins til viðbótar, sem líklega þarf að mæta með hærri sköttum og niðurskurði í rekstri ríkisins.

  • En á móti bendi ég á, að ríkið er ekki skv. þessari áætlun, að lenda í nokkrum viðbótar gjaldeyrisskuldum.
  • Skuldir í eigin gjaldmiðli, eru eðli málsins alltaf minna áhættusamar.

Og ítreka, að almenningur mundi fá verulega kjarabót á sama tíma, með gríðarlegri lækkun skulda.

Atvinnulíf mundi einnig sjá sambærilega kjarabót, þ.s. þess skuldir í krónum yrðu einnig afskrifaðar með þessari leið, að sama hlutfalli.

Þannig að búast mætti við - - > mjög mikilli aukningu innlendrar fjárfestingar í kjölfar aðgerðarinnar.

Sem þíddi stórfellt bætta hagvaxtarmöguleika næstu árin, þannig að sú skuldsetning sem ég er að tala um, að lendi á ríkinu þegar ríkið "styður við lífeyriskerfið" verði því viðráðanleg.

  1. Og ekki síst, um leið og aðgerðinni er að fullu lokið, þ.e. skiptin hafa klárast.
  2. Ársfrestur til að skipta gömlu fé er liðinn, þá má losa höft strax.

Ef undirbúningur væri hafinn t.d. á þessu ári, ætti að vera mögulegt að losa höft með þessari leið, áður en kjörtímabili er lokið.

 

Niðurstaða

Ég veit ekki um neina aðferð sem sé skilvirkari við það að losa um haftavandann, heldur en gjaldmiðilsskiptaleiðin. En þessu fé þ.e. að umfangi 100% af þjóðarframleiðslu. Þarf að eyða upp. 70% afskrift þess er örugglega nærri lagi. Þá eins og ég benti á, verði skaflinn eingöngu 30%. Sem sé viðráðanleg stærð til haftalosunar.

Gengissveifla í kjölfar haftalosunar ætti þá ekki að vera stór í sniðum. Vegna stórfelldra afskrifta innlendra peningalegra eigna, ætti í kjölfar haftalosunar með þessari aðferð. Að skapast mjög kröftugur hagvöxtur, ásamt því að fjárfesting ætti að verða mjög öflug a.m.k. nokkur ár í kjölfarið.

Atvinnuleysi ætti því að hverfa fljótt. Kröftugur hagvöxtur ætti að auki að bæta fremur hratt lífskjör í landinu, til viðbótar þeirri betrumbót þeirra sem yrði vegna afskriftar peningalegra eigna.

Með auknum hagvexti, vegna aukinna fjárfestinga, ættu erlendar skuldir lansdins að lækka fyrr en ella.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.12.): 23
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 358
  • Frá upphafi: 857843

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 258
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband